Tíminn - 25.06.1976, Blaðsíða 16
16
TÍMINN
Föstudagur 25. júní 1976
A. Conan Doyle: g
Húsið ,,Þrjár burstir"
(The Three Gables)
— Ég held nærri því, aðég gæti sagt yður hana, svaraði
Holmes.
— En þér verðið að líta á hana frá mínu sjónarmiði,
hr. Holmes. Þér verðið að sjá það með augum konu, sem
horfirá mannorð sitt og álit vera i ógurlegustu hættu. Er
hægt að ámæla þeirri konu, þó að hún reyni að verja sig
eftir föngum?
— En fyrstu rangsleitnina frömduð þér sjálf.
— Já, já, það viðurkenni ég líka. Hann var yndislegur
piltur, hann Douglas, en svo kom þar, að ég sá að hann
samræmdist ekki fyrirætlunum mínum. Hann heimtaði
hjónaband. Hvernig var hugsanlegt að ég gæti gifzt blá
snauðum alþýðumanni? En hann vildi ekkert annað.
Hann hélt við það með þrákelkni. Vegna þess, að ég haf ði
verið honum eftirlát hélt hann að svo mundi ávallt verða
f ramvegis, og að ég ætti engum öðrum að sinna. Ég varð
loks að taka ákvörðun.
— Og ákvörðun um að láta leigða þorpara misþyrma
honum undir gluggunum hjá yður sjálfri.
— Yður virðist kunnugt um allt þetta. Nú en þetta er
satt. Barney og félagar hans ráku hann burt, og ég játa,
að þeir voru óþarflega harðleiknir við hann. En hvað
gerði hann þá? Gat ég búizt við öðru eins af prúðmenni?
Hann skrifaði bók og sagði þar sína eigin sögu. Þar var
ég auðvitað úlf urinn í ævintýrinu, en hann lambið. Sagan
var öll þarna, aðeins nöfnum nokkuð breytt, en hver ein-
asti Lundúnabúi, sem þekkti nokkuð til, hlaut að skilja
við hvern var átt. Hvað segið þér um þetta hr. Holmes?
— Nú, maðurinn hafði f ullan rétt til að gera þetta. Það
var likast því, að ítalska andrúmsloftið hefði kveikt eitt-
hvert hefndarbál i honum. Hann skrifaði mér og sendi
eintak af handriti sínu af bókinni, til þess að ég vissi
hvað í vændum væri, er hún kæmi út á prenti. Hann
sagði, að tvö eintök væru af handritinu, eitt handa mér
og annað handa útgefanda bókarinnar.
— Hvernig vissuð þér að útgefandinn haf ði ekki f engið
sitt eintak?
— Ég vissi hver útgefandinn var. Þetta er ekki fyrsta
né eina bók Douglass. Ég vissi, að útgefandinn hafði
engar fréttir fengið frá Italíu. Svo bar dauða Douglas
snögglega að. Meðan handrit hans var til, var ég í sí-
felldri hneykslishættu, Auðvitað hlaut handritið að vera
meðal eftirlátinna muna hans, og þeir mundu verða
sendir móður hans. Ég setti hóp snuðrara til starfa. Einn
þeirra komst inn í húsið sem vinnukona. Ég vildi helzt
fara vel og heiðarlega að öllu og bauð að kaupa húsið
með öllu, sem i því var, kaupverðið skipti mig engu máli.
Þegar þessi leið brást, reyndi ég hina leiðina. Nú, hr.
Holmes, Guð veit að ég iðrast breytni minnar við
Douglas Maberley. Hvað hinu öðru viðkemur, þá er mér
nokkur vorkunn þar sem f ramtfð mín var í veði.
Sherlock Holmes yppti öxlum.
— Það er nú svo, mælti hann. Ætli að ég verði ekki að
hylma yf ir glæp, eins og stundum áður? Hve mikið kost-
ar að ferðast umhverfis jörðina?
Lafðin horfði undrandi á hann.
— Væri hægt að fara þá ferð með beztu farartækjum
fyrir 5000 pd. sterling?
— Já, það þykir mér líklegt.
— Gottog vel. Viljið þér gefa út ávísun á þá upphæð, og
skal ég koma henni í hendur frú Maberley. Hún á það
skilið að létta sér dálítið upp. En umf ram allt, lafði mín,
— hann rétti vísif ingur upp aðvarandi — Gætið yðar, þér
megið ekki leika yður sífellt að hárbeittum eggjárnum.
Annars mætti svo fara, að þér meidduð yður í þessar
fögru hendur.
(Sögulok)
Kaupiö bílmerki
Landverndar
'ÖKUM1
IEKKI1
[UTAN VEGAJ
■EBBia
Til sölu hjá ESSO og SHELL
bensínafgreiðslum og skrifstofu
Landverndar Skólavöröustíg 25
Kaupið bílmerki
Landverndar
k'erndum
líf
rerndum
yotlendi
Til sölu hjá ESSO og SHELL
bensinafgreiöslum og skrifstofu
Landverndar Skólavöröustíg 25
l'llllllliil
1
Föstudagur
25. júni
7.00 Morgunútvarp VeBur-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Sigrún Valbergsdóttir
heldur áfram aölesa söguna
„Leynigarðinn” eftir Fran-
cis Hodgson Burnett (5).
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög milli atriða. Spjallað við
bændurkl. 10.05. Tdnleikar
kl. 10.25 Morguntónleikar
kl. 11.00: John Ogdon og
Konunglega filharmonlu-
sveitin i Lundúnum leika
Pianókonsert nr. 1 eftir Og-
don, Lawrece Foster stjórn-
ar/ Sinfóniuhljómsveit
Lundúna leikur Sinfóniu nr.
8 eftir Vaughan Williams,
André Previn stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Mynd-
in af Dorian Gray” eftir Os-
car Wilde Valdimar Láyus-
son les þýðingu Siguröar
Einarssonar (21).
15.00 MiðdegistónleikarPierre
Penassou og Jacqueline
Robin leika á selló og pianó
Hugdettur nr.-2 eftir Ge-
orges Auric og Noktúrnu
eftir André Jolivet. Janet
Baker syngur lög eftir
Gabriel Fauré, Gerald
Moore leikur á planó.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku
16.00 Fréttir. Tilkynningar
(16.15 Veöurfregnir).
16.20 Popphorn
17.30 Eruð þið samferða til
Afriku? Ferðaþættir eftir
Lauritz Johnson. Baldur
Pálmason les þýðingu sina
(5).
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt mál Helgi J.
Halldórsson flytur þáttinn.
19.40 iþróttirUmsjón: JónAs-
geirsson)
20.00 Serenaöa i B-dúr (K361)
eftir Mozart Blásarasveit
Lundúna leikur, Jack
Brymer stjórnar.
20.45 Hughrif frá Grikklandi
Arthur Björgvin Bollason
flytur ferðapistil með
griskri tónlist. (áöur útv. I
fyrravor).
21.30 Gtvarpssagan: „Siöasta
freistingin” eftir Nikos
Kazantzakis Kristinn
Björnsson þýddi. Siguröur
A. Magnússon les sögulok
(44).
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Málþing
Umræöuþáttur i umsjá
fréttamannanna Nönnu
Úlfsdóttur og Helga H.
Jónssonar.
22.50 Áfangar Tónlistarþáttur
I umsjá Ásmundar Jónsson-
ar og Guðna Rúnars
Agnarssonar.
23.40 Fréttir. Dagskrárlok.
FÖSTUDAGUR
25. júni 1976
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Áuglýsingar og dag-
skrá.
20.40 Halldór Laxness og
skáldsögur hans II. Dr.
Jakob Benediktsson ræðir
við skáldið um Heimsljós og
Ljósvikinginn. Stjórn upp-
töku Siguröur Sverrir Páls-
son.
21.25 Brúðkaup i Stokkhólmi,
mynd frá brúökaupi Karls
Gústaf og Silviu Sommer-
lath.
23.30 Dagskrárlok.