Tíminn - 19.09.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.09.1976, Blaðsíða 1
 'HHM !■■■■■■■ 'æng/rp Áætlunarstaöir: Biönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavik Hvammstangi— Stykkishólm- ur — Rif Súgandaf j.' Sjúkra- og land leiguflug um allt Símar: 2-60-60 & 2-60-66 - Stjórnlokar Olíudælur Oliudrif WMBSSSBS3SSMM Síðumúla 21 Sími 8-44-43 Tíminn heimsækir Yngingarlyf ... Rætt við Daníel Fcskrúðsf jörð gamlír verða sem Ó. Eggertsson um unglömb bjargræði í gamla daga — bls. 12-13 — bls. 14 — bls. 20-21 géöé Rvik — Trausti Eiriksson vélaverkfræðingur hjá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins, hef- ur um nokkurt skeið unnið að til- raunum við að ná meira magni af hrognum úr loðnu en hingað til hefur verið gert. Tilraunir hafa verið gerðar með loðnukreistara, sem komið er fyrir ofan á sjó- skiljum i landi, og notkun þessa kreistara hefur sýnt fram á, að unnt er að ná 6% meira hrogna- magni úr loðnunni en áður hefur verið hægt. Útflutningur á fryst- um loðnuhrognum er aðallega til Japan. og á s.l. ári voru flutt þangað 700-800 tonn, en tonnið er á 170 þúsund krónur. Ef reikna má með, að 8% lieildaraflans séu hrogn, sem hægt er að ná úr hrognakreistaranum, og að heildaraflinn sé 400 þús. tonn, þá vcrður hrognamagnið 3.200 tonn eða fjórfalt meira magn en áður. —-Loðnukreistarinn er enn á til- raunastigi en við höfum notað hann bæði i sumar og i fyrra við þessar tilraunir, sagði Trausti Ei- riksson nýlega i viðtali við Timann, er hann var beðinn að lýsa loðnuk reis t ar an um og notkun hans. — Eg hef verið i þessu undan- farnar þrjár vertiðir, en okkur hér á stofnuninni hefur blöskrað hvernig hrognin hafa meira og minna farið i súginn, sagði Trausti Eiriksson vélaverk- fræðingur hjá loðnu- kreistaranum. Á myndinui sjást keflin tvö greinilega, en þarna er loðnan kreist áður en hún fer i sjóskiljuna. Tima- mynd: Gunnar. Trausti. — Við höfum verið með tilraunir á bryggjum og i skipum til að reyna að þróa tækni við að ná meira af hrognum úr loðnunni. Hrognin losna úr hrygnunum, þegar þeim er dælt úr nótinni um borð i skipið, siðan er sjórinn, sem notaður er til að dæla loðnunni um borð, skilinn frá, en þá er álitið, að hrognin séu um 1/2% af heildarafla skipsins. Hrognin eru skilin úr sjónum, sem siðan fer aftur útbyrðis. Á leið til hafnar verður loðnan oft fyrir miklu hnjaski um borð i skipunum, sjór og blóð fer úr henni, enhrognin blandastsaman við blóðvatnið. 1 landi er aflanum dælt i sjóskiljur, en hrognamagn það sem hreinsað er úr við lönd- um hefur verið um 2% af heildar- afla skipsins. — bað kom i ljós i fyrra, að mögulegt hefði verið að selja mun meira af frystum hrognum en til var, sagði Trausti, menn hafa áður verið með hug- myndir um að kreista hrognin úr hrygnunni og það með mörgum aðferðum. Og Trausti heldur áfram: — Okkur datt i hug að auka hrogna- magnið, sem safnað væri, með þvi að kreista hrognin úr loðn- unni, þegar henni er dælt upp, og hönnuðum þennan loðnu- kreistara. Magn hrognanna, sem fæst úr kreistaranum, fer eftir þvi, hve fastloðnan er kreist, eða hve mismunandi þrýstingur er notaður. Ef hann er of mikill, breytir loðnan um lögun, en við það rninnkar geymsluþol bræðslufisksins. — Við settum okkur það takmark að búa til kreistara, sem kreistir hrognin úr hrygnunum án þess að skemma t.d. hænginn, sem er stærri en hrygnan. Okkar hugmynd var að hafa 2 kefli, klædd innan með eftirgefanlegu efni, sem hleypir fiskinum i gegn krömdum, en myndi þó kreista úr einhvern hluta hrognanna. Með þvi að hrygnan skemmist ekki, getum við fengið a.m.k. hrogn að þyngd 6% heildaraflans sem samsvarar þvi að rúmlega helmingur hrognanna úr hrygnunum sé kreistur út. Auk Trausta E'irikssonar véla- verkfræðings vann Torfi Guð- mundsson véltæknifræðingur að hönnun loðnukreistarans. Mynd þessi er tekin I Njarð- vikum, þar sem loðnu- kreistaranum var komið fyrir, og sést hann efst ofan á sjó- skiljunni. Um rörið sem sést á myndinni, er loðnunni dælt úr bátnum, en rörið er tengt dælu hans. Loðnunni er dælt upp i kreistarann, hrognin kreist úr, siöan fer loðnan, hrogn og dæluvatn i sjóskiljuna. sem skilur loðnuna frá dæluvatn- inu og hrognunum. Loðuan fer á sigtisbandi og þaðan i bræðslu, en dæluvatninu er dælt i gegn um miðflóttaafls- skiljur, sem skilja hrognin frá, en dæluvatnið fer aftur niður i bátinn og blandast loðnu á ný, og sama sagan endurtekur sig. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins: UNNT ER AD NÁ 6% MEIRA MAGNI AF HROGNUM ÚR LOÐNU MEÐ NÝRRI AÐFERD Hafréttarráðstefnunni fram haldið á næsta éri ~ og iíklega þarf enn eina MÓL-Reykjavik. — bað er búið að ákveða að næsti fundur haf- réttarráðstefnunnar verður haldinn i New York næsta vor, sagði bórarinn bórarinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins á Hafréttarráðstefnunni, er Timinn ræddi við hann heim komiun i gærmorgun, en fundi ráðstefnunnar lauk á föstudags- kvöld. Næsti fundur mun hefjast 23. mai og sú ráðstefna standa i sjö vikur, en heimilt er að fra m- lengja hana um viku, ef þurfa þykir. bað er ráðgert að fyrstu vikurnar fari í uinræður um málefni fyrstu nefndar, það er hafsbotninn fyrir utan 200 mil urnar, en siðan hefjast störf i hinum nefndunum þremur og cr stefnt að þvi að i lokin verði kominn samræmdur testi, þar sem allir fjórir kaflarnir verða felldir saman. Er búizt við þvi, að endanleg lausn fáist á þessum fundi? — bað bendir margt til þess, að það þurfi eina ráðstefnu i viðbót, sem yrði þá haldin árið 1978. bar myndi þá fara fram atkvæðagreiðsla, ef til hennar kemur, en takmarkið er að ná samkomulagi um sáttmálann og afgreiða hann án atkvæða- greiðslu. — Ég held, að þetta sé okkur frekar i hag, að þetta hefur róðstefnu 1978 dregizt á langinn, þvi að það koma fleiri og fleiri riki til með að færa út og efnahagsiögsagan styrkist þannig i reynd og þessi þróun hérna hefur hjálpað mikið til þess, að efnahagslög- sagan hefur fengið viðurkenn- ingu og það er megin þýðing ráðstefnunnar fram að þessu, þ.e. að hún hefur styrkt efna- hagslögsöguna óbeint i verki. Hafa einhverjar breytingar verið gerðar á textum ráðstefri- unnar að þessu sinni? — Nei. Engar breytingar hafa verið gerðar á þeim. Texti annarrar nefndar, sem fjallar um 200 milurnar, er óbreyttur, og eins texti þriðju nefndar, sem fjallar um mengunarmál, en þessi atriði skipta okkur auð- vitað höfuðmáli. En hvað með dómstólinn? — Já, texti fjórðu nefndar kom óbreyttur i gegn um þessa ráðstefnu, sem hinir textarnir. baðer aðallega eitt atriði, sem við höfum lagt áherzlu á, en það er að fá fram afdráttarlausa út- skýringu á lögsögu dómstólsins. Upphaflega var rætt um að halda næstu ráðstefnu f Genf, en rikin i Afriku voru þvi mótfallin. þar sem þau hafa ekki sendi- nefndir þar og fæli það þá i sér mikinn aukakostnað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.