Tíminn - 19.09.1976, Blaðsíða 19

Tíminn - 19.09.1976, Blaðsíða 19
Sunnudagur 19. september 1976. / 19 TIMINN W Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús- inu við Lindargötu, slmar 18300 —'18306. Skrifstofur f Aðalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasfmi 19523. Verð i lausasölu kr. 50.00. Áskriftar- gjaid kr. 1000.00 á mánuði. Blaöaprent h.f. Rödd gamals ungmennafélaga Ekki eru það nein stórtiðindi, þótt eitt hundrað og þrjátiu manna ungmennafélag uppi i Borgarfirði endurveki gamalt félagsblað sitt. Framtak er það samt, þótt i litlu sé. Aldraður maður, sem gekk i ungmennafélagið sitt fyrir meira en hálfum sjötta áratug, skrifar I þetta blað fáein orð um fortið og nútið af hógværð og til- gerðarleysi hins kyrrláta manns. Það er stundum talað um hinn þögla meirihluta, og þessi orð eru einmitt úr þeim hópi - rödd manns, sem ungur markaði sér lifsstefnu, þótt hann hafi ekki tamið sér að flika henni utan umhverfis sins, og hefur ekki gleymt þvi i ölduróti áranna, hvað hann telur, að standa beri vörð um, og við hverju gjalda varhuga. Þessi roskni, borgfirzki bóndi segir: „Sumir telja, að draumarnir séu bjartari en veru- leikinn. Hvernig horfir nú á liðandi stund? Þegar horft er fram á við, virðast margar blikur á lofti og marga skugga beri á þjóðlifið. Ég minnist gleði fólksins, þegar sá dagur kom, að brotizt var undan dönsku krúnunni. Ég minnist þess, hvað þungur hugur var til konungkjörnu þing- mannanna, sem flestir töldu sér skylt að greiða at- kvæði að vilja danska valdsins. Það virðist i dag stærsti skugginn og mesta hættan, hvað gálauslega er farið með fjöregg þjóðarinnar, hið nýfengna frelsi, þegar hluti þjóðarinnar virðist helzt vilja hnýta sér aftan i eitthvert stórveldi. Það er eins og það vanti þrek og manndóm til að standa á eigin fót- um. Það virðist, að skuggagróður hafi lika fest ræt- ur nokkuð viða. Eitt það alvarlega er, hvað drykkjuskapur hefur vaxið ár frá ári, og siðan sú hætta, sem tungu og þjóðerni stafar af dvöl erlends herliðs i landinu. „Þeir ættu að hugsa um arfinn sinn, sem erfa þessa tungu”, sagði Þorsteinn Erlingsson. 1 lögun- um, sem giltu i félaginu, þegar ég gekk i það, stóð: Unnið skal að þvi að fegra og hreinsa móðurmálið”. Hér eru engin stóryrði, engar gapalegar fullyrð- ingar. Þetta er ekki hávær maður. Enhannman, að hverju fastast var keppt af fátækri og vonglaðri þjóð, er hann óx úr grasi: Fögru mannlifi i frjálsu landi, þar sem fólkið sjálft batzt samtökum um að vernda og ávaxta arfinn sinn. Rödd hans má heyrast viðar en i uppsveitum Borgarfjarðar. Á degi dýranna Þetta er sá dagur ársins, er kjörinn hefur verið til þess að minna alþjóð á skyldur sinar við dýrin, hvort heldur er búfénaður, húsdýr eða aðrar lifandi verur i kringum okkur. Sliks dags er þörf, og þó enn frekar, að þess, sem hann boðar, gæti i lifi og hátt- um sem flestra árið um kring. Sambúð manns og dýrs er einn þáttur þjóðmenn- ingarinnar, og skyldi ekki litils metinn. Þegar þar er misbrestur á, fer áreiðanlega fleira úrskeiðis, er til mannheilla horfir. Á hverjum þeim, sem hefur á sinum vegum, eitthvert lifandi dýr, hvilir sú skylda að veita þvi sómasamlega aðbúð, og sem betur fer er þessi skylda nú betur rækt, hvað búfénað varðar, en áður var, enda hægara um vikið. Enn finnast þess þó mörg dæmi, að þar sé misbrestur á, og á mörgum sviðum öðrum er umhyggju fyrir lifandi verum umhverfis okkur stórlega áfátt. Látum dag dýranna verða áminningu um að bæta ráð okkar. — JH Kína að Maó lótnum Hua líklegastur til ab verða ofan á í GÆRDAG fór jarðarför Maó tse-tungs fram. Merkis- maður er horfinn og er sá við- burður merki til ráðamanna í Kina um að valdabaráttuna megi hefja. Tiu dagar eru liðnir siðan Maó gekk fyrir ætternisstap- ann, oghefur sá ti'mi að mestu veriðtiðindalaus — á yfirborð- inu. Það virðist sem þegar hafi náðst samkomulag um, að valdabaráttan skuli ekki hefjast fyrr en eftir útför Maós. En nú hefur merkið verið gefið, og spurningin er, hver ber sigur úr býtum. SIÐAN MAÓ lézt hefur almenn sorg rikt í Kina. Strax nóttina eftir, að tilkynnt hafði verið um lát formannsins, söfnuðust átta þúsund her- menn og óbreyttir borgarar saman fyrir utan fæðingarstað hans og syrgðu alla nóttina. Ifjöllum Chiangkang sýndu gamlir by 1 ti ng ar m e nn hvernig Maó formaður barð- ist, meðan hannhafði aðsetur i fjöllunum og var ofsóttur af sveitum þjóð ernissinna. Frá fjöllunum i Chiangkang hélt Maó upp iGönguna Miklu, sem tók tvö ár, en þá gengu liðsmennhans 8 þúsund milur, alla leið upp i fjöllin i Yenan. Fólkið i Yenan syrgði Maó mjög mikið og það rakti endurminningarnar frá þeim 13 árum, þegar Maó bjó hjá þvi i fjöllunum. Það sagði frá lifinu, bardögunum oghvernig Maó hefði deilt með þvi bæði gleði sinni og vonbrigðum. Og fólkið i Yenan sagði frá þvi, hvað Maó hefði alltaf sýnt þvi mikla athygli, eftir að hann frelsaði landið. Út um allt Kina var fólk nær bugað af harmi. En ef til vill var það hvergi eins örvæntingarfullt og i borginni Tangshan — borginni, sem lagðist i rúst eftir jarðskjálft- ann mikla fyrir mánuði. Þar söfnuðust 10 þúsund námu- verkamenn saman og syrgðu hinn látna leiðtoga sinn. Þessir menn höfðu allir bjargazt úr námugöngunum eftir að hafa verið lokaðir þar niðri vegna hruns. Þannig sagði hin opinbera kinverska fréttastofa frá fyrstu viðbrögðum al- mennings i landinu við láti Maós. EINS OG BÚAST mátti við, voru viðbrögð ráðamanna á Formósu nokkuð frábrugðin viðbrögðum almennings i Kina. Það fyrsta, sem Chiang Ching-kuo, forsætisráðherra þjóðernissinna, létfarafrá sér var, að hann hvatti kinversku þjóðina til að risa upp og gera byltingu gegn Maóista-stjórn- innii'Peking. „Viðmunum sjá öllum byltingarsinnuðum and- kommúnistum á meginlandinu fyrir stuðningi úr lofti, sjó og að baki viglinunnar”, sagði Chiang, og minnti jaihframt á loforð þjóðernissinna þess efnis að hrekja kommúnista burt af meginlandi Kina. ENDA ÞÓTT siðasta vika hafi verið tiðindalaus á yfir- borðinu, er greinilegt, að eitt- hvað baktjaldamakk hefur átt sér stað. Fyrst af öllu er það eftir- tektarvert, að herinn virðist ætla að verða með i barátt- unni, en hann hefur löngum þótt vera óljóst afl i km- verskum stjórnmálum. Alla vikuna hafa til- kynningar verið að berast til miðstjórnarvaldsins i Peking frá hinum ýmsu herdeildum úti um allt landið. Eru her- sveitarforingjarnir þannig að minna á tilveru sina. Boðin frá Sinkiang i norð- vestur-Kina voru á þá leið, að sveitirnar i framlinu baráttunnar gegn endur- skoðunarsinnum syrgðu hinn látna formann. Þessar sveitir eru á landamærum Kina og Sovétrikjanna. Skilaboð allra hersveitanna fólu i sér stuðning hersins við miðstjórnina i Peking, og það er nokkuð athyglisvert, þvi það ýtir undir þá skoðun, að Hua Kuo-feng verði ofan á i þeirri kosningabaráttu, sem nú er að hefjast. ÞAÐ ER ALKUNNA, að valdabaráttan hefur verið mjög hörð í Kina allt frá þvi i janúar, þegar Chou En-lai lézt. t fyrstu var Teng Hsiao-ping hlutskarpastur, en siðar kom i ljós, að róttæku öflin með Hua Kuo-feng i fararbroddi voru alls ráðandi innan stjórnarinnar. Svo virðist sem Hua for- sætisráðherra hafi öll tögl i sinum höndum og jafnvel, að hann hafi haft þau allt frá þvi i april, þegar honum tókst að losna viðTeng. Hua hefur sýnt mikla stjórnsemi og ágæta við að glim-a við uppbygginguna eftir jarðskjálftana i lok júli. Það, sem frekar ýtir undir þá skoðun, að Hua verði ofan á i komandi baráttu, er að undanfarið hafa kinversk blöð hamrað mjög á mikil vægi þess, að hraða beri upp- byggingunni sem mest — en Hua stendur einna mest fyrir henni. Svo og hafa blöðin lagt áherzlu á, að ekki verði dregið úr rannsóknum á starfsað- ferðum Tengs. MÓL tók saman Maó á likbörunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.