Tíminn - 19.09.1976, Blaðsíða 14
14
TÍMINN
Sunnudagur 19. september 1976.
Ynqina w w arl yfið
— frumur ófæddra lamba svartra áa
Liklega er draumurinn um aö
geta bergt af brunni eillfrar æsku
og feguröar jafngamall mannin-
um.og ófá eru þau meöulin og úr-
ræöin, sem fram hafa komiö til aö
vinna bug á eili kerlingu. ðhætt
, mun aö fullyröa, aö til þessa hafi
þau öll reynzt miöur vel i' fyrr-
greindum tilgangi. Nú eru marg-
ir, sem binda vonir sinar viö ær,
þegar þeir finna æskuþrótt og fjör
þverra. En frumur úr ófæddum
lömbum eiga aö hressa upp á sjúk
eöa hnignandi líffæri. Visinda-
menn segja, aö þessi meöferö sé
gjörsamlega tilgangslaus og geti
aö auki haft nokkra hættu I för
meö sér. Samt sem áöur blómg-
ast þessi grein læknavisindanna,
og þeir, sem hana stunda, auög-
ast stórlega af fé.
Þúsundir sjúklinga hafa geng-
izt undir þessa meöferö og ku
flestir hafa oröiö eins og unglömb
á eftir. Meðferöin er i þvi fólgin
aÖ írumum eöa frumuhlutum
ófæddra lamba er sprautað i
menn, en þær eiga aö flytja með
sér allan þann ónotaöa kraft, sem
fólginn er i þeim, yfir i hrörnandi
mannslikamann. Og samkvæmt
meginreglunni — að meöhöndla
það sama með þvi sama — er
minnisleysi læknaö meö sprautu
úr frumum litla og stóra heila og
legkökunni, og menn, sem orðnir
eru getulausir, fá skammt úr eist-
um, heila og brisi. Þá mun einnig
vera hægt að lækna magaveiki,
lifrasýki, offitu, hjartaveiki,
slæma heyrn ófrjósemi, órþosk-
uð brjóst og meira að segja
krabbamein með þessari aðferð.
Eftir þvi sem dr. Helmut Herzog
segir, en hann hefur lengi stundaö
frumulækningar, hefur hann not-
að sérstaklega blönduð frumulyf
á allmarga sjúklinga, sem þjáð-
ust af krabbameini, með góöum
árangri, og dr. Sigfried Block
starfsbróöir hans telur, að hægt
sé að lækna kynvillu með blöndu
úr eggjastokkum og fylgju.
Þeir, sem gangast undir
yngingaraðferðina, eru flestir vel
fjáöir. Flestir eru framámenn i
stjórnmálum, þjóðarleiðtogar
eöa frægir skemmtikraftar. Kon-
rad Adenauer, Winston Churchill,
Dwight D. Eisenhower, Marlene
Dietrich og Ivan Rebroff, svo ein-
hver séu nefnd, létu öll freistast,
er þau heyrðu um aöferð þessa,
og konungurinn af Jemen gerði
sérlitið fyrir og lét senda sér bæði
lækna og ær alla leið frá Sviss,
enda á hann stórt kvennabúr og
þarf þvi að vera vel sprækur.
Eftirspurnin er svo mikil, aö
þriggja mánaöa biötimi er hjá
kunnustu læknunum, og er fólkiö
reiðubúið aö greiða uppsd;t verð,
— allt að hálfri milljón króna
fyrir einn sex daga kúr. Það gefur
því auga leiö, að þetta hlýtur aö
vera gróöavænleg iöja. Arsvelta
Niehans-stofnunarinnar, La
Prairie, í Sviss var 35 milljónir
króna, og velta sjúkrahúss dr.
Blocks var 56 milljónir króna, en
frá þvi áriö 1964 hefur Block haft
25 þúsund sjúklinga til meðferö-
ar. Það er þannig á flestum þess-
um sjúkrahúsum, aö gifurleg
leynd er yfir þvi hverjir þaö eru,
sem I það og það skiptiö eru I
meöferð, og jafnvel, svo að þaö
eru aöeins læknarnir sem vita
það. M.a. hefur komiö fyrir aö
hjón voru á sama tima á sama
sjúkrahúsinu oglágu hvort á sinni
hæðinni, en hvorugt vissi af hinu.
Visindaménn hafa lengi setið hjá
aðgerðarlausir og ekki viljað tjá
sig um málið, en vegna þess hve
aðsóknin að yngingarstofnunun-
um hefur aukizt á liðnum árum,
hafa þeir talið sig tilneydda aö
gefa út yfirlýsingar opinberlega.
Visindaráö læknaþingsins i
Vestur-Þýzkalandi og nefnd
lyfjafræöingafélagsins komust
sameiginlegaaö þeirriniöurstööu
i ársbyrjun 1976, eftir athugun á
yngingaraöferöinni, að enn lægju
ekki nægjanlegar sanr.anir fyrir
um áhrifamátt hennar. Sumir
sérfræðingar tóku harðar til oröa,
og sagöi t.d. dr. Friedrich
Scheiffahrth, prófessor viö
háskólann i Erlangen, aö það
væri ekki aðeins að þessar láús-
frumur heföu ekki tilætluö áhrif,
heldur gætu þær haft hættulegar
aukaverkanir. Læknaþingið haföi
þegar á sjötta áratugnum dregiö i
efa áhrif þessarar aðferöar og þá
með sömuorðum og rökum og nú.
Á hinn bóginn hafa þeir, sem
kenninguna aðhyllast, ekki getaö
lagt fram neinar visindalegar
sannanir fyrir þvi, aö hún hafi i
rauninni áhrif, i öll þau 45 ár, sem
tilraunir hafa staðið yfir með
hana. 1 þess staö vitna þeir alltaf i
svissneska skurðlækninn Nie-
hans, fööur kenningarinnar, sem
lézt áriö 1971. Þaö var tilviljun
ein, sem kom honum á sporið.
Fyrsta april 1931 hringdi starfs-
bróöir Niehans i hann, en hann
haföi veriö aö taka hálskirtla úr
konu og I ógáti skorið burtu hluta
af skjaldkirtlinum. Viö þetta
minnkaði kalsium-innihaldiö i
blóöi konunnar svo aö hún fékk
krampaflog og var aö dauöa kom-
in. Niehans brá viö 'skjótt og lét
sækja skjaldkirtil nýslátraös
kálfs I sláturhúsiö. Hann kramdi
hann og blandaði saman viö salt-
lausn og sprautaði siöan kvoöunni
ofan viö brjóst konunnar. Eftir
nokkra tima hættu flogin og kon-
an liföi af.
Þetta var fæðingarstund
frumukenningarinnar. Niehans
hélt þvi staöfastiega fram, aö
hann heföi sannaö, að ekki væri
nauðsynlegt aö flytja heilu liffær-
in milli manna, heldur heföi þaö
sömu áhrif að flytja frumur
þeirra, og þær endurnýjuðu frum-
ur sjúku liffæranna. Þarna
skjátlaöist honum. Dýrafrumurn-
ar, sem hann sprautaði i konuna,
komu ekki i staö skemmda
kirtilsins, heldur útveguðu blóð-
inu aðeins þá hormóna, sem vant-
aöi i blóðiö. Þess vegna varð
kalsium-innihaldið aftur eölilegt.
Áþessum misskilningi byggði svo
Niehans kenningu sina, sem
grundvallast á — það sama lækn-
ar þaösama —en þaöþýðir, aðtil
dæmis lifrarfrumur dýra styrkja
lifur manna, og hjartafrumur
styrkja hjarta.
Flestir læknar nota hraðfrystar
frumur af þvi að það er einfald-
ara, en i La Prairie er fordæmi
meistarans enn strangt fylgt og
einungis notaðar frumur lamba
nýslátraðra svartra áa. Lömbin
eru flutt i rannsóknarstofuna i
liknarbelgnum til að halda þeim
volgum. Og innan fárra minútna
hafa læknarnir og aðstoðarlið
þeirra fjarlægt yfir 65 mismun-
andi liffæri og vefi úr dýrunum.
Þau eru siðan kramin og hökkuö
og þynnt meösaltlausn og eru þá
tilbúin til notkunar. Eitt af þvi,
sem fram hefur komið i umræö-
um um þessi efni, er aö áhrifin
séu einungis sálfræðileg, að þaö
séu ekki lyfin, sem hafi mest af-
gerandi áhrif um það hvort ein-
hver bati verður, heldur sannfær-
ing sjúklinganna sjálfra. Prófess-
or Kanzow, yfirmaður borgar-
sjúkrahússins i Solingen, ,
fullyrðir, aö eftir þvi sem með-
feröin sé dýrari og frábrugönari
venjulégum læknisaöferöum, þá
veröi áhrifin meiri. Þá hefur þvi
verið haldiö fram, að meðferðin
hafi endurnærandi áhrif vegna
þess eins að á meöan kúrinn
4
A rannsóknarstofu eru frumur
og frumuhlutar teknir úr
lambsfóstri og er þeim siöan
sprautaö i gamalt og slitiö
fólk, sem verður eins og ung-
lömb á eftir.