Tíminn - 19.09.1976, Blaðsíða 36

Tíminn - 19.09.1976, Blaðsíða 36
36 TÍMINN Sunnudagur 19. september 1976. TÍMA- spurningin — Ætlar þú að sækja leikhús i vetur? Sigriöur Thorlacius, formaöur Kvenféiagasambands tslands: — Já ég ætla aö gera þaö. í augnablikinu er þaö leikrit Guömundar Steinssonar sem vekur áhuga minn, en þaö leikrit veröur frum- sýnt rní á næstunni. Bjarni Jónsson, teiknari: — Hingaö til hef ég ekki gert þaö, en ætla aö láta veröa breytingu þar á i vetur. Carl Möller, hljóöfæraleikari: — Nei, en ef veröur sýnd ópera I þjóöleikhúsinu, má vel vera, að ég fari. örlygur Jónatansson, tæknifræöingur: — Hef ekki ákveöiö þaö, en þaö gæti vel hugsazt. Nina Þóröardóttir: — Ef þaö veröa góö leikrit, þá á ég viö annaö en þessi framúrstefnuleikrit. lesendur segja Þórður Valdimarsson, stjórnmólafræðingur: HINN ÓTTALEGI HERNAÐARLEYNDARDÓMUR Kæri Páll Pétursson alþingis- maður. Þér komið réttilega inn á það I helgarspjalli yðar i Timanum — A að selja fjallkonuna — aö blekkingar og ósannsögli Nixons forseta i Watergate- málinu, hafi haft ill áhrif á bandariskt þjóðlif. Það er hverju orði sannara. En þvi miður er alveg það sama uppi á teningnum i landi Fjall- konunnar góðu. Það er ekki nóg með, að þjóðin sé að ástæðu- lausu leynd sannleikanum um eðli þeirrar geigvænlegu iiættu, sem hún er i, heldur lætur utanrikismálaráðherra þing- menn reika um i villu og svima i þessu örlagarika máli. Það er i sannleika átakanlegt, að jafngreindur og þjóðhollur þingmaður og þér eruð, skuli gera sig að hálfgerðu fifli á prenti, vegna þess að þér hafið ekki fengið réttar upplýsingar, og eruð látinn halda, að hin eiginlega hætta stafi af varnar- stöðinni, og þeim tólum, sem þér segið að þar séu. Ég sé af þessu, og fleiru sliku, að það muni ekki vera seinna vænna, að þing og þjóð séu leidd i allan sannleikann, enda eru vissar breytingar að verða i hernaöarstöðunni, sem gera það mjög aðkallandi. Yður finnstlltið til um þá hug- mynd að láta fullkomna vega- kerfið, og fleira, til að flýja, þegar I óefni er komið, eins og þér orðið það, og komið með hið gamla þjóðráö Fram- sóknarflokksins aö láta herinn fara i áföngum. Já, mikið væri það dásamlegt, ef ekki þyrfti nú annað og meira til að bægja hættunni frá Islandi en láta herinn fara, en þvi er nú ekki aö heilsa. Hin eiginlega hætta er sem sé i engu sambandi við her- stöðina! Hún felst i þvi, að tsland er i miðju svokölluðu „kverkataks- svæði”, og er vegna stað- setningar sinnar og staðhátta á svæðinu Grænland, Island, Fær- eyjar, Skotland, Noregur á mikilvægasta hernaðarsvæði á öllu Atlantshafi. Engin leið er til þess að Natolönd geti haft alger yfirráð á öllu hinu viðfeðma Atlantshafi. Sovézkir kafbátar meðeldflaugarinnanborðs gætu athafnað sig á þvi. En á um- ræddu svæði er unnt að hafa alger yfirráð i styrjöld, og þau yfirráð á Atlantshafi, sem möguleg eru, eru i nánu sam- bandi við umrætt „kverkataks- svæði”. Þetta þýðir það, að i heimsstyrjöld hlytu aðalátökin milli kafbáta striðsaðila, en þeir eru búnir fullkomnustu kjarnorkuvopnum, að verða allt umhverfis Island. Hernaðar- áætlun Nato hljóðar lika upp á það og gæti i rauninni ekki verið öðruvisi vegna þeirra sérstöku staðhátta, sem eru á umræddu svæði. Island er i þessari mikil- vægustu viglinuisjóstriöi, hvort sem okkur likar betur eða verr, og það er eitt af þvi, sem kemur ekki til með að breytast. 1 „kverkatakssvæðinu” felst óhemju stríðsöftrun, svokölluð. Herfræðingar Sovétrikjanna vita, að það er mikilvægast I striðinu um Atlantshafið. Siðustu æfingar þeirra við Island, eða réttara sagt, fyrir norðan þetta svæði, voru I rauninni æfing á hugsanlegu striði um þessa örlagariku vig- linu. Annað mikilvægt „kverkatakssvæði”, að visu langt frá þviað vera eins algert og afgerandi, er Spánn, (EFLAVIHllRFLUIiVULLlJR VARÐSTÖO LOGC/EZLA TOLLU/EZLA CHECKPOINT Portúgal og Azoreyjar. Við- brögð Spánarstjórnar, sem er sæmil. inni i nútimahernaðar- visindum, voru þau að gera samninga um margar her- stöðvar Bandarikjanna á Spáni. Hún krafðist þess, að þar væru höfð kjarnorkuvopn til að granda kafbátum. Þó að um- ræddur samningur tryggi ör- yggi Spánar engu siður en Bandarikjanna og alls hins vestræna heims, lætur Spánar- stjórn Bandarikin borga offjár og notar það fé til að firra þjóð sina þeim vanda, sem skapast af staðháttunum undan Pýreneaskaga. Þar er föður- landsástin sýnd I verki, ekki innantómu orðaskvaldri. Ég vona, að þetta sannfæri yður um það, að kröfur minar um full- komnun á vegakerfinu eru ekki út i bláinn. Aðrir möguleikar eru svo sem til. Það væri ef til vill hægt að flytja alia islensku þjóðina búferlum til Banda- rikjanna i upphafi átaka, en það er mikið verk og útheimtir skipulagningu. Þó að heims- styrjöld brytist út og geisaði umhverfis land vort, aðallega fyrir norðan það, gæti mikill Wuti þjóðarinnar lifað það af, ef rétt er að farið, en eins og verið hefur til þessa, get ég helst likt hlutskipti islensku þjóðarinnar við sauðfé, sem leitt er til slátrunar, ef svo illa tækist til, að heimsstyrjöld brytist út. Likurnar á þvi eru að minu mati ekki miklar, ef til vill 6% og munu færast niður i 3% eftir að löndin hafa verið gerð að kjarn- orkuvopnalausum svæðum. Þér virðistfrekartil vinstri en hægri.svoað égætla aðskreppa meðyður til Sovétrikjanna til að huga þar að almannavörnum. Þar er sérstakur aðstoðarher- málaráðherra, sem ekki gerir annað en vaka yfir þvi að vega- og samgöngukerfi sé brúklegt til meiriháttar fólksflutninga. Hann lætur lika gera flótta- mannaborgir og búðir. Allar þjóðir huga að almannavörnum nema við. Hér er lausnin algert sinnuleysi, sem er viðhaldið með þvi að gefa þjóðinni ekki réttar upplýsingar um mál, sem hún á heimtingu á að fá að vita skil á. Nú vildi ég biðja yður, minn góðiPáll, um að biðja utanrikis- málaráðherra að gefa þér skýringu á þvi af hverju hann þegir um þessi mál og leynir þig og aðra þingmenn þessu. Ég sé enga hernaðarlega nauðsyn á þvi. Það er betra, bæði fyrir Is- lendinga og Nató að þjóðin viti IMILICE CIISTOMS nákvæmlega hvernig málin standa og geti hagað sér eftir þvi. Ég held, að fólk almennt i landi elds og isa hafi fullt eins góðar taugar og Einar Agústs- son tii að risa undir þessari vit- neskju. Eða gæti verið að Nató og bandariska hermálaráðu- neytið hafi leynt Einar Agústs- son og alla aðra utanrikismála- ráðherra vora þessum sannind- um? Þarna eru spurningar, sem háttvirtur ráðherra getur spreytt sig á að svara, og hafi hann ekki þeim mun betri svör, þá gæti hann ef til vill fariö að fordæmi Nixons og sagt af sér. Gæti hann ekki t.d. dubbað sjálfan sig upp i sendiherra I Kanada eða Suður-Ameriku? Ef til vill stæði hann sig betur I þvi starfi en sem utanrikisráð- herra. Stundum hafa sósialistar verið að tala um að gera Evrópu að kjarnorkuvopnlausu svæði. Ég get glatt þá með þvi, að þróunin i vopna- og hermálum hefur verið slik, að hin stóru, langdrægu kjarnorkuskeyti á landi eru i rauninni orðin úrelt, eins og seglskipin urðu, þegar gufuskip komu til sögunnar. Það má þvi búast við þvi, að risaveldin semji um það sih á milli á næstu3til 4árumaðgera öll lönd að kjarnorkuvopnalaus- um svæðum, þ.á m. auðvitað Bandarikin og Sovétrikin. Sókn og vörn með kjarnavopnum myndi þá öll byggjast á kjarnorkuskeytum, sem komið væri fyrir um borð i skipum, sem eru miklu heppilegri lausn þar sem ekki er möglegt að komastað hvar eru niðurkomin. Framfarir i skeytabúnaði eru þegar orðnar stórkostlegar. Þessi þróun mála er að mörgu leyti góð og opnar möguleika á að stöðva vigbúnaðarkapp- hlaupið og finna heppilegt hernaðarjafnvægi risaveld- anna. ókosturinn fyrir tsland er sá að þetta eykur enn á mikil- vægi hafanna og ekki hvað sizt hernaðarlega mikilvægustu svæðanna. Þvi er okkur hollast að hegða okkur eins og skyn- samt fólk, en hafa þaðekki eins og strúturinn, sem mætir hættunni með þvi að grafa haus- inn niður i sandinn til að sjá hana ekki. Hin mikla sókn Sovétrikjanna á haf út er i sam- bandi við umrædda breytingu á staðsetningu kjarnavopna. Enda hafa þau ekki linnt látum fyrr en þau eru orðin annað mesta sjóveldið i heiminum. Og er I rauninni ekkert nema gott um það að segja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.