Tíminn - 19.09.1976, Blaðsíða 40
----------------------------------
Su iinuriagur
19. september 1976.
-
FÓÐURVÖRUR
þekktar
UM LAND ALLT
fyrir gæði
Guöbjörn
Guöiónsson
Heildverzlun Siöumúla 22
Simar 8S694 8, 85295
LEIKFANGAHÚSIÐ
Skólavörðustig 1 0 - Simi 1-48-06
Ævintýra-
maðurinn
Póstsendum
Skriðdrekar
Þyrlur
Jeppar
Bátar
f ALLAR TEGUNDIR"
FÆRIBANDAREIMA
FYRIR
'&rs/u
Einnig: Færibandarcimar ur
ryðfriu ng galvaniseruöu stáli
ÁRNI ÓLAFSSON & CO.
40088 40098 —m*
Húsavík
Rætt við Hauk Harðarson bæjarstjóra
Blaðburðar
fólk óskast
Tímann vantar fólk til
blaðburðar i eftirtalin
hverfi:
Laufásvegur
Eskihlíð '
Túnin
Suðurlandsbraut
Laugarásvegur
Langagerði
Tunguvegur
Löndin
Fellin
SÍMI 1-23-23
FB-Reykjavik. Miklar fram-
kvæmdir standa yfir á Húsavik,
ogeru ráögerðar á næstu mánuö-
um og árum, eins og fram kemur
i yfirliti Hauks Haröarsonar
bæjarstjóra á Húsavík, sem hér
fer á eftir. Er hér um aö ræöa
framkvæmdir, sem bærinn stend-
ur einn aö, og sömuleiöis i félagi
viö aöra aðila.
Lokiöer viö viðbyggingu viö ú-
haldahúsið, og þar er búið að
koma á fót rörasteypu, þeirri einu
áaustanverðu Norðurlandi. Byrj-
að var aö steypa þar rör i vor, og
hafa þau reynzt ágætlega.
Þá hefur veriö unniö að öörum
áfanga við gagnfræðaskólann. 1
þvi húsi er aðstaða fyrir kennara
á efri hæð, og á neðri hæð er að-
staða fyrir sjóvinnunámskeið og
leirbrennslu og fleira slikt. Til
bráðabirgða verður sett þar upp
þrekþjálfunartæki, sem notað
veröur við iþróttakennslu, vegna
þessab aöstaða er mjög léleg fyr-
ir þá kennslu. Með þessu verður
hægt að létta á iþróttasalnum,
sem fyrir hendi er, og er mjög lit-
ill.
Þessi bygging gerir skólann
mun hæfari til þess að mæta þeim
kröfum, sem gerðar eru í sam-
bandi við valgreinar i nýju
fræðslulögunum. Tii dæmis er
meiningin, að iðnskólinn komi
þarna sem valgrein innan þess-
ara vébanda. Þá er eftir aö
byggja þriöja áfanga við gagn-
fræðaskólann, sem er verknáms-
deildin. Þá fyrst verður hann fær
um aö sinna sinu hlutverki að
fullu.
Dagheimili og
leikskólar
A siöasta ári hófum við bygg-
ingu á nýju dagheimili. Þetta er
dagheimili fyrir 68 börn, ásamt
vöggustofu, og er það gert eftir
staðlaðri teikningu frá mennta-
málaráðuneytinu. Ætlunin er, aö
þetta hús veröi fokhelt i vetur, þó
ekki fyrir áramót. 1 dag er starf-
andi á Húsavik dagheimili, sem
rúmar 30 börn, og þar að auki er
leikskóli i bráöabirgðahúsnæði. 1
veturgátum við annað eftirspurn
eftir dagheimilaplássum, en það
mun tæplega vera hægt að segja,
að svo sé lengur.
Á árinu 1974 hófum við bygg-
ingu 10 leiguibúða i blokk. Þær
voru afhentar s.l. vetur. Við höf-
um hugsað okkur aö byrja á
næstu tiu ibúöum i sambandi viö
þær 1000 leiguibúðir, sem áætlun
hafði verið gerð um á vegum
rikisins. t okkar hlut féllu 35 ibúð-
ir af þeim. Við höfum þó ekki
fengiðaö byrja á framkvæmdum,
enda þótt viö höfum fengið leyfi
til að hefja tæknilegan undirbún-
ing, og séum tilbúnir að byrja.
Litur nú út fyrir, að við fáum ekki
að hefjast handa i ár, og er það
verr.
Byggingarframkvæmd-
ir
Á siöasta ári var fullgerð hér 21
ibúð, 54 voru i smiöum um siöustu
áramót og úthlutað hefur verið
lóðum fyrir um það bil 40 ibúðir á
þessu ári. Ekki hefur þó verið
hafizt handa um framkvæmdir
nema á sumum þeirra. Auk þess
er verið að úthluta lóðum undir
trésmiöaverkstæöi og steypustöö.
Vegagerðin hefur fengið lóð fyrir
aðstöðu sina.
A vegum kaupfélasins er verið
að byggja efnalaug, og hún er
tekin tii starfa. Fiskiðjuverið hef-
ur verið með i smlðum saltfisk-
verður 55 milljónir króna. Á móti
fáum við svo nokkrar tekjur af
gatnagerðargjöldum, sem viö
lögðum á i fyrsta skipti i fyrra,
þ.e. B-gjöld, gjöld vegna bundins
slitlags. Við höfum hins vegar
lagt á þessi svokölluðu A-gjöld,
sem eru þau lóðagjöld, sem menn
þekkja i Reykjavik. Þau hafa
verið lögö á hér þrisvar.
Þjóðvegurinn færður
Gerter ráð fyrir, að þjóðvegur-
inn i gegn um bæinn veröi færður
niður á Sjávarbakkann. Þá verö-
ur að byggja brú yfir svokallað
Búðarárgil. Við höfum aðundan-
förnuverið að undirbúa þessa til-
færslu á þjóðveginum, með þvi að
kaupa upp fasteignir, sem yfir-
leitt eru gamlar og lélegar, á
þessari leið. Af okkar hálfu er
ekkert aö vanbúnaði að fara i
þessa brúarbyggingu strax á
næsta ári. Þetta er hins vegar
fjárveiting frá Alþingi, sem
stendur undir framkvæmdinni, og
leggjum við mikið kapp á að
flytja þjóðveginn sem fyrst,
vegna þess að þetta er mikil út-
litsbreyting á bænum, sem opnar
útsýni yfir hafnarsvæðið, þegar
menn koma inn i bæinn að sunn-
an, sem hefur ekki verið alveg op-
ið, eins og þjóðvegurinn hefur
legið.
Ég tel það eitt mesta jafnréttis-
mál að ljúka götum úti i dreifbýl-
inu. Ég flutti úr Reykjavik, og
fann ekki fyrir nokkru eins mikiö
ogþvi, hvað göturnar voru slæm-
ar.
íþróttamannvirki
Við höfum verið hér með ágætis
malarfótboltavöll undanfarin ár,
en höfum jafnframt verið aö
vinna aö gerð grasvallar,þar sem
einnig verður aðstaða fyrir frjáls-
ar iþróttir. Nýlega er lokið viö að
þekja grasvöllinn, svo að hann
verður tilbúinn til notkunar næsta
vor, en spurning er, hvort okkur
tekst að fylla i hlaupabrautirnar
nú i haust, þar sem kostnaður
hefur reynzt meiri en reiknað var
með.
A næsta ári verður þessu lokið,
og þá ætti að vera komin aðstaða
fyrir frjálsar iþróttir og vonandi
ágætis grasvöllur.
Við höfum hér tvær togbrautir.
Onnur er nokkurra ára en hin var
sett upp fyrir tveim árum. Viö
höfum verið að endurbæta að-
stöðuna við þessa nýju togbraut
og vorum að setja upp lýsingu
seinni partinn i vetur. Hún kom
þó ekki að gagni þá, þar sem
snjórinn fór jafnhliða hjá okkur.
Þetta gjörbreytir aðstöðunni, þvi
að við höfum haft skamman
notkunartima við nýrri brautina
fram að þessu.
Þegar hefur þessi bætta skiða-
aðstaða skilað sér i miklum fram-
förum skiðamanna. Hér eru á-
gætis skiðamenn, og sjást nöfn
þeirra, þegar skiðakeppni er
haldin einhvers staðar.
Hér höfum við eins og er aðeins
litinn leikfimisal, sem er i barna-
skólanum, og var byggður i
kringum 1960.Salurinn er 10x20 m
að stærð, og engan veginn fær um
aðsinna þeim verkefnum, sem til
er ætlazt i dag. Við höfum i mörg
ár reynt að koma inn hjá fjárveit-
inganefnd heimild til þess að
hefja byggingu iþróttahúss af
stærðinni 22x44 m, en það hefur
ekki tekizt.
Góður íþróttaárangur
Við getum ekki lengur sinnt
kennsluskyldu i iþróttum vegna
húsnæðisleysis, og einnig er erfitt
fyrir fullorðna að stunda hér
iþróttir.
Unglingar hafa þó náð ágætum
árangri i bolta-iþróttum hér. Ég
var með unglinga úti i Alaborg i
fyrra, og þar kepptu unglingar
frá 12 löndum. Þar unnu strák-
arnir frá okkur handboltann inn-
an húss, og stelpurnar voru núm-
er tvö i handboltanum. Sömu
strákar voru svo númer þrjú i fót-
boltanum, svo aö árangur hefur
orðið góður hér, þótt aðstaðan
hafi ekki verið upp á það bezta.
Þess vegna tel ég að unglingarnir
eigi skilið að fá gott iþróttahús.
Stúlkurnar eru svo búnar að
vinna Islandsmótið i annarri
deild i handbolta utan húss.
Við erum hér með sundlaug,
sem tekin var i notkun i kringum
1960. Hún er ekki stór. Viö höfum
verið að láta gera áætlun um
heildarframkvæmdir á sundlaug-
arsvæðinu, sem hljóðar upp á
liaukur llarðarson.
nokkuðá annað hundrað milljónir
króna. Er þar um að ræða stækk-
un á laug, og stækkun á gufuað-
stöðu, og búningsklefum fyrir i-
þróttasvæðið, en þeir eru hinum
megingötunnar. Við förum ekki i
aðrar framkvæmdir við laugina i
sumar, en nú er verið að búa til
heitan pott, sem stendur til að
setja niður i haust.
Ef litið er á heildarframlög til
iþróttamála, þá eru það 7 milljón-
ir króna, sem við leggjum til
eignabreytinga, fyrir utan rekstr-
arstyrki.
Við höfum ágætt samstarf við
lþróttafélagið Völsung, sem
stendur hérfvrir iþróttamálunum
öilum.
Framkvæmdir á vegum
Húsavikurbæjár i
samstarfi við aðra
Við höldum áfram að innrétta
safnahúsið, sem byggt var fyrir
nokkrum árum. Þar hefur bóka-
safnið verið starfrækt i tvö til
þrjú ár. Verið er að setja upp
náttúrugripasafnið. I þetta þurf-
um viö að leggja töluvert fé,
‘ásamtþvi, sem sýslan leggur til.
Stöðugt er unnið við félags-
heimilisbygginguna, og þar
leggjum við árlega fram talsvert
mikið fé. Við stefnum að þvi að
geta farið að byggja leikhús-
álmuna, en aðeins er byrjað á
anddyri hennar, en nú stendur á
heimild til þess að hægt sé að
byrja.
Framhald á bls. 39.
Húsavík.
verkunarhús mikiö, sem rétt er
verið að byrja að nota.
Oliu malarlagning
A siðast liðnu ári blönduöum
viö oliumöl hér á staðnum. Lögð
um við oliumöl á rösklega 13.400
fermetra af götum. Þar að auki
eigum við verulegar birgðir af
oliumöl, sem nægja munu I annað
eins, eða helmingi stærri áfanga
en þetta. Miðfell hf. blandaði
þessa oliumöl fyrir forgöngu bæj-
arins, og i samstarfi viö Kröflu-
virkjun og Skútustaðahrepp.
Við reyndum samstarf við
vegagerðina um blöndun á oliu-
möl i sambandi við það, að hér
sunnan við bæinn er það mikil
umferö, að vegurinn er kominn i
hraöbrautaflokk. Fordæmi voru
fyrir sliku samstarfi annars stað-
ar á landinu, en þvi miður tókst
ekki að koma þvi á.
Breytt útlit
bæjarins
Af gatnaframkvæmdum i ár er
það að segja, að fyrst og fremst
hefúr verið stefnt aðþvi að steypa
gangstéttirmeö þeim götum, sem
lagðar voru slitlagi i fyrra, og
öðrum, sem ekki var búið að
ganga frá gangstéttum við.
Sömuleiðis höfum við gengið frá
graseyjum við sömu götur, og ó-
hætt er að segja, að þetta er al-
gjör bylting á útliti bæjarins,
hvað frágangsnertir.Sérstaklega
er breytingin i kringum félags-
heimilið og hótelið áberandi. Þar
höfum við gengið frá umhverfinu
i sumar. Við stefnum að þvi að
steypa bilastæði viö Landsbank-
ann og Póst og sima nú i haust,
sem einnig mun hafa mikið gildi i
sambandi við útlit bæjarins.
Verið er að skipta um jaröveg i
Garðarsbraut, sem er aðalgatan
út úr bænum eins og er, og er
stefnt að þvi að steypa þá götu i
haust alveg suður úr bvggðinni.
Þá höfum við lagt eina nýja
götu, Litlagerði. Þar var úthlutað
lóðum, og er verið að byggja ein-
býlishús á þeim. Þá er það tengi-
gatan Þverholt, sem tengir Suð-
urbæinn betur við þjóðveginn i
gegnum bæinn. Heildarfjárveit-
ing i sambandi við gatnagerðina
Miklar framkvæmdir á
öllum sviðum á Húsavík