Tíminn - 19.09.1976, Side 24
24
TÍMINN
Sunnudagur 19. september 1976.
KyiKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — ; KVIKM
Fjalakötturinn kominn
Eftir langt og leiðinlegt sum-
ar, rysjótta tið og misjafnt
framboð á kvikmyndum, geta
kvikmyndaunnendurnú farið að
ylja sér að nýju við tilhugsunina
um Fjalaköttinn, kvikmynda-
klúbb framhaldsskólanna, sem
um næstu helgi mun hefja merki
sitt á loft i sjöunda sinn. Klúbb-
urinn hefur á undanförnum ár-
um tryggt sér sess sem
merkasta framtak i þjónustu
við kvikmyndaáhugafólk hér-
lendis, framtak sem kvik-
myndahúsaeigendur ættu flestir
að roðna gagnvart, og vafalitið
mun þar að finna feita bita nú i
vetur sem endranær.
Endanleg vetrardagskrá
Fjalakattarins liggur nú fyrir,
að mestu leyti, ogán þessaðhér
verði reynt aðgera hverri mynd
fyrir sig afgerandi skil, væri
ekki úr vegi að segja frá úrval-
inu i stuttu máli.
Fyrsta myndin á dagskrá
klúbbsins verður kvikmyndin
„Rocco og bræður hans.” Hún
er eitt af verkum Luchino Vis-
conti og er þvi itölsk að upp-
runa, en i aðalhlutverkum eru
meðal annarra þeir Alain Delon
og Renato Salvatori. Hún er
með enskum texta, og svo mun
vera um flestar, eða allar
myndir, sem Fjalakötturinn
hefur á sinum snærum i vetur.
Næst kemur siðan kvik-
myndin ,,Allt fyrir heilsuna”,
sem er gamanmynd gerð af
Etaix, sem áður var samstarfs-
maður Tati. Má þvi búast við
góðri skemmtan þar.
Þá kemur ein af kvikmyndum
Federico Fellinis,
„Slæpingjar”, en hún er talin
með þvi fremsta sem frá honum
hefur komið. Þar á eftir kemur
svo önnur mynd frá Fellini
Cr Veslurvigstóðvarnar 1918
„Hviti Arabahöfðinginn”, en
það er hvorki meira né minna
en fyrsta kvikmynd hans og þvi
æði forvitnileg fyrir það eitt ef
ekki annað.
Þá er á dagskránni kvik-
mynd, sem nefnist „Skipuleggj-
andinn”, en henni leikstýrir
Mario Monidilh. Hún er Itölsk
og hefur unnið til verðlauna af ■
einhverju tagi, þótt ekki sé mér
kunnugt um hver.
Þá yfirgefur Fjalakötturinn
Evrópu að sinni og vindur sér
alla leið til Brasiliu, þar sem
fengin var kvikmyndin „Maku-
næma” eftir Joakim Pedro de
Andrade. Þessi mynd virðist
allrar athygli verð, en efni
hennar mun jaðra við að geta
talizt fyrir utan endimörk raun-
veruleikans.
Þar með lýkur klúbburinn
októberdagskrá sinni, en fyrsta
kvikmynd nóvembermánaðar
verður „Ævintýri” Antonionis.
Sú mynd mun talin með mestu
verkum kvikmyndagerðarinn-
ar, en hún gerist á Italiu sem
eðlilegt er.
Aðrahelgi nóvembermánaðar
vendir Fjalakötturinn aftur
kvæði sinu i kross og steðjar i
austurátt til Japan. Þá verður
sýnd kvikmyndin „Rashomon”,
sem gerð er af Kurosawa, en
þessi mynd var ein hin fyrsta af
japönskum til að vekja eftirtekt
á Vesturlöndum.
Þar á eftir kemur svo annað
af verkum Kurosawa, ,,Að lifa”,
sem einnig mun allrar athygli
verð.
Nóvembermánuði lýkur siðan
með enn einni italskri, eða öllu
heldur sikileyskri, þar sem er
myndin „Flekuð og yfirgefin”,
en hún er gerð af Pietro Germi.
Það er ádeilumynd og mun vera
i naprara lagi.
Jólavertiðina hefur Fjalakött-
urinn svo á sýningum á kvik-
mynd eftir Joseph Strick,
„Svalirnar”, sem gerð er eftir
leikriti Genets.
Sem fyrr munu sýning-
ar Fjalakattarins fara
fram í Tjarnarbíó við
Tjarnargötu. Sú ný-
breytni er nú tekin upp að
hafa sýningar á fimmtu-
dagskvöfdum klukkan 21,
auk sýninga á laugardög-
um klukkan 17 og sunnu-
dögum klukkan 17, 19.30
og 22.
Alls verða þrjátiu og
fjórar kvikmyndir
sýndar í vetur, og fer
dagskráin hér á eftir.
23., 25, og 26. september
— Rocco og bræður hans.
30. september 2. og 3.
október— Allt fyrir heils-
una.
7. 9. og 10. október —
Slæpingjarnir.
14. 16. og 17. október —
Hvíti Arabahöfðinginn
21. 23. og 24. október —
Skipuleggjandinn
28. 30. og 31. október —
Makunæma.
4. 6. og 7. nóvember. —
Ævintýri
11. 13. og 14. nóvember
— Rashomon.
18. 20. og 21. nóvember
— Að lifa.
25. 27. og 28. nóvember
— Flekuð og yfirgefin.
2. 4. og 5. desember —
Mónudagsmyndin:
Ekki í sér-
flokki,
Háskólabió:
Mánudagsmyndin:
Hótelgesturinn (Out of season)
Að alh 1 u tv er k : Vanessa
Redgrave, Cliff Robertson,
Suan George.
Þótt þarna sé á ferðinni kvik-
mynd, sem vakið hefur nokkuð
mikla athygli viða, þar sem hún
hefur veriðsýnd, og þarna sé á
marga vegu um töluvert góða
kvikmynd að ræða, þá verður
ekki með góðri samvizku sagt,
að hún sé meðal beztu mánu-
dagsmynda, eða meðal beztu
kvikmynda yfirleitt. Til þess
vantar i hana ofurlitið meira
næmi i meðferð viðfangsefnis-
ins.
Sagan, sem kvikmynd þessi
byggist á, er tiltölúlega einföld,
en þó svo margslungin undir
niðri, að það hlýtur að vera
gifurlegt verk að gera henni góð
skil i kvikmynd. Aðeins þeir til-
finningaþættir, sem skila þarf
en góð
áleiðis, eru svo vandmeðfarnir
að þar má hvergi kasta til hönd-
um.Að minni hyggju skortir
éinmitt þar nokkuðá, þannig að
kvikmyndin telst ekki i' sér-
flokki.
Annars er ekki réttlátt að
gagnrýna þessa mynd harðlega
á nokkurn hátt, þvi i henni er
ekki að finna neitt það, sem
hægt er að telja áberandi galla.
Aðeins þetta sama einu sinni
enn, það er eins og höndin nái
ekki alveg þangað, sem á að
teygja hana.
Að öðru leyti er þetta hin
ágætasta kvikmynd og vel þess
virði að sjá hana, enda leikur
þeirra þremenninganna Red-
grave, Robertson og George
með miklum ágætum.
Þá er og athyglisvert að sjá
hvernig dramatikin i myndinni
er látin spila undir þræðinum, i
stað þess að hella henni yfir
áhorfendur úr tunnum, likt og
tiðkazt hefur undanfarna ára-
tugi. Svo mörg eru þau orð.
Úr Landscape after the Battle, eða Landslag eftir orrustu. V.
KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMÝNDIR — iKVIKM