Tíminn - 19.09.1976, Blaðsíða 23

Tíminn - 19.09.1976, Blaðsíða 23
Sunnudagur 19. september 1976. TÍMINN. 23 Jones leikur tónlist eftir Richard Strauss, Eugene Bozza og Paul Dukas. 21.30 Útvarpssagan: „öxin” eftir Mihail Sadoveanu Dagur Þorleifsson les þýö- ingu sina (10). 22.00 Fréttir 22.15 Veöurfregnir Búnaöar- þáttur: Komiö viö i fóöur- iöjunni í Ólafsdal GIsli Kristjánsson ræöir viö Hall Jónsson framkvæmdastjóra og Jón Hólm Stefánsson ráöunaut. 22.35 Kvöldtónleikar: Frá pólska útvarpinu Flytjend- ur: Elzbieta Stefanska- Lukowic semballeikari, Sinfóniuhljómsveit útvarps- ins I Kraká og pianó- leikararnir Maja No- sowska og Barbara Halska. Stjórnandi: Krzysztof Miss- ona. a. Sembalkonsert i d- moll eftir Bach. b. Sónata i D-dúr fyrir tvö pianó eftir Beethoven. c. Tvö pianólög fyrir litil börn og stór eftir Schumann. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Sunnudagur 19. september 1976 18.00 Sagan af kinversku prinsessunni. Itölsk teiknimynd byggö á gömlu ævintýri. Þýöandi Elisabet Hangartner. 18.25 Gluggar. Breskur fræöslumyndaflokkur. Þýö- andi Jón O. Edwald. Hlé 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Davíö Copperfield Nýr, breskur myndaflokkur i sex þáttum, geröur eftir hinni sigildu sögu Charles Dickens. 1. þáttur. Daviö Copperfield býr meö móöur sinni, sem er ekkja, og þjón- ustustúlkunni Peggotty. Daviö unir sér vel, þar til aö þvi kemur, að móöir hans giftist aftur. Þýöandi óskar Ingimarsson. 21.25 Þaö eru konir gestir. Edda Andrésdóttir ræöir viö Guörúnu Bjarnadóttur, Henný Hermannsdóttur og Heiöar Jónsson. Stjórn upp- töku Andrés Indriöason. 22.10 Pilagrimsför til Jerúsalem. Bresk heimilda- mynd um borgina helgu. Rif jaöir eru upp atburöir úr bibliunni og sýndir trúar- sögulegir staöir tengdir Kristindóminum. Einnig er lýst helgistööum Gyöinga og Múhameöstrúarmanna. þýöandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 22.35 Aö kvöldi dags. Hákon Guðmundsson, fyrrum yfir- borgardómari, flytur hug- leiöingu. 22.45 Dagskrárlok. Mánudagur 20. september 1976 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 tþróttir. Umsjónar- maður Bjarni Felixson. 21.10 Skemmtiferö á vig- völlina Ádeiluleikrit eftir spænska rithöfundinn Fernando Arrabal. Leikstjóri Michael Gibbon. Aðalhlutverk Dinah Sheridan og Graham Armitage. Leikurinn gerist á styrjaldartimum Hjón af yfirstétt fara I skemmtiferö til sonar sins, sem gegnir herþjónustu i fremstu vig- linu. Leikritiö hefur veriö sýnt I islenskum leikhúsum. þýöandi Dóra Hafsteins- dóttir. 21.45 A slóöum Sidney Nolans. Orson Welles lýsir mál- verkum ástralska list- málarans Sidney Nolans og segir sögur, sem eru tengdar myndunum. Þýö- andi Jón O. Edwald. 22.30 Dagskrárlok. í JÖTUNHEIMUM FJALLANNA 70 ekki uppþembdir eins og börn f lestra annarra, og augu þeirra voru ekki döpur og hálfslokknuð. Það var það, sem öðrum f oreldrum þótti sárast að horf a upp á. — Eru piltarnir uppi á f jalli? spurði Pétur, þegar þeir höfðu staðiðsvo lengi við, að þeir gátu fitjað upp á erindi sínu, án þess að það gæti kallast frekja. — Þeir fóru yfir að Kyrtilfelli, svaraði Margrét. — Nú, svo þeir koma þá ekki heim í dag? — Jú. Þeir eru búnir að vera burtu í þrjá daga, svo að þeir ættu að koma í kvöld. Hans Pétursson kemur með þeim. Sér til mikillar undrunar heyrðuþeir nú, að það var satt, sem sagt var, að Hans Pétursson hefði selt býlið sitt og ætti að fá f yrir það sjötíu poka af mjöli. — Koma þeir heim með mjölið, spurði Pétur og reyndi af fremsta megni að leyna ákefð sinni. — Ekki allt! Páll og Sveinn Olafur geta ekki tekið nema sinn pokann hvor á sína sleða. Hans er með hest, en það er kannski ekki hægt að komast yfir f jallið með hlass. Báðir mennirnir þögðu, efablandnir á svip. Áttu þeir nú að fara heim og segja, að sagan um mjölpokana væri sönn? Nei, það var ekki hægt — án þess að koma heim með mjölhnefa. Kvenfólkið myndi ærast. Margrét bauðþeim þunnan byggvelling, barkarbrauð og fáeinar kartöflur óg svángir mennirnir borðuðu af þeirri hjartans lyst, sem engu hefði eirt. — Fáiðþið kannski eitthvaðaf mjölinu? spurði Manni. — Já, Páll og Sveinn Olafur hafa fengið loforð fyrir sinum pokanum hvor, og tengdapabbi fær líka eitthvað, held ég. — Hans Pétursson ætti að geta selt mjöl, fyrst hann á svona mikið af því. — Það veit ég ekki. Hann hef ur víst talað um að selja þeim eitthvað þarna niður f rá. Þeir eiga peninga þar. Pétri og Manna var þungt í geði. Peninga! Já, mjöl kostaði sjálfsagt peninga, og þegar svona áraði, var það auðvitað dýrara en endranær. Ef til vill tuttugu ríkisdali pokinn? Og menn áttu ekki peninga. Mennirnir reyndu að tala um eitthvað annað. En það var ómögulegt að gleyma mjölpokunum. — Það hlýtur að vera rikur maður, sem keypt hef ir af Hans Pétyrssyni. — Ég veit það ekki, hvort hann er mjög ríkur. Faðir hans hefir hjálpað honum. En þetta virðist vera gæða- maður. Eftir enn nokkrar eftirgrennslanir fóru gestirnir út á hlaðtil þess að vita, hvort þeir heyrðu ekki í sleðabjöllu uppi í f jallinu. Síðan fóru þeir niður eftir til Lars. Hann vissi kannski fremur en kvenfólkið, hvort likur voru til þess, að þeir gætu fengið mjöl. Hans Pétursson kom með mjölið frá Kyrtilfelli rétt í rökkurbyrjun. Pétur og Manni ætluðu ekki að þekkja hannaftur. Hinn hressilegi maður, sem þeir höfðu þekkt fyrir einu ári, var orðinn að hvíthærðum öldungi með kynleg augu, sem virtust helzt sjá í gegnum holt og hæð- ir. Pétri brá í brún. Það var óglæsilegtaðeiga undir högg aðsækja um viðskipti við mann, sem ekki var með réttu ráði. Páll og Sveinn Ólafur komu með sleða sína í eftir- dragi, og bóndinn frá Miklanesi fór á móti þeim og heils- aði þeim og spurði þá ráða. Páll vissi ekki, hvort Hans Pétursson vildi láta mjöl af hendi rakna. En ekki þurfti hann það allt sjálf ur, svo að það var ekki ólíklegt, að hann fengist til þess að selja eitthvað. — Um hvað sem er.....? endurtók hann forviða. Já, því ekki það? Jæja, það er kannski ekki vert að minnast á, hvað þungbært það hafi verið fyrir hann að missa Gretu. Og gæta þess að nefna Lappana ekki! — Er hægtaðtala viðhann um hvaðsem er? Páll varð undrandi á þessari spurningu. Pétur kinkaði kolli. Hann skildi það, að ekki hentaði að minnast á vissa atburði. En gátu þeir þá talað við hann um mjölið? Já, þeir gátu áreiðanlega talað við hann um mjölið. Pétur rölti aftur niður að húsi Lars Marta var að bera mat á borð, og mönnunum var boðið til snæðings. Nú var samt hvorugur eins matlystugur og hjá Margréti. Þeim var of margt í huga til þess, að þeir gætu kyngt miklu af mat. Pétur horfði langeygur á Hans Pétursson. Hann var alls ekki svo undarlegur, þegar betur var að gáð. Væri Hans Pétursson geggjaður, þá var Lars víst litlu betri. Þeir höfðu báðir sama þyngslalega dularfulla augnaráð- HVELL G E I R I D R E K I K U B B U R ’ NeiOorsa, viö erum enn ekki búin að gefast upp!^ Geiri! Þú veröur aö halda»áfram einn, lofaöu mér bara aö láta ekki taka þig lifandi! Y' Hérna, þetta ; 'eru gas-töflur...Þær valda sársaukalaus-1 um dauðaá svipstundu!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.