Tíminn - 19.09.1976, Blaðsíða 8
:g TÍMINN Sunnudagur 19. september 1976.
íslenzk iðnkynning
íslenzk föt '76 Laugardalshöll
Litið inn á
tízkusýningu og
fatasýningu í
Laugardalshöll og
rætt um iðnað
og fatagerð á
íslandi fyrr og nú
Ilagana 8.-12. september, og
reyndar tveim dögum betur stóö
yfir sýningin ÍSLENZK FÖT ’76 á
vegum islcnzkrar iönkynningar,
en sýningin er fyrsta verkefniö af
mörgum fyrirhuguöum, sem is-
lenzk iönkynning mun standa aö,
en islenzk iönkynning er sam-
starfsvettvnngur sex aöila, sem
hafa bundizt samtökum um aö
stuöla aö aukinni þekkingu þjóö-
arinnar á isienzkum iönaöi og
hafa þeir tilnefnt fulltrúa sina I
verkefnisráö, sem hefur umsjón
meö iönkynningunni. Þessir aöil-
ar eru: Félag islenzkra iönrek-
enda, Iönaöarráöuneytiö, Lands-
samband iönaöarmanna, Lands-
samband iönverkafólks, Neyt-
endasamtökin, Samband Is-
lenzkra samvinnufélaga. For-
maöur verkefnisráösins er Hjalti
Geir Kristjánsson.
Islenzk iönkynning hefur fengiö
skrifstofuaösetur að Hallveigar-
stig 1 i Reykjavik og siminn er
24473. Framkvæmdastjóri iön-
kynningar hefur verið ráöinn Pét-
ur Sveinbjarnarson.
Lokaðar sýningar
og opnar
Fatafrámleiðendur hafa um
langt skeið haldið sýningar á vör-
um sinum. Þessar sýningar hafa
þó veríð lokaðar almenningi, en
ætlaðar innkaupastjórum, kaup-
mönnum og kaupfélagsstjórum
og öðrum miðlurum á varningi til
heimiia og almennings i landinu.
Nokkrum sinnum hafa þó verið
birtar myndir af sýningum þess-
um i fjölmiðlum, en að öðru leyti
hafa sýningarnar verið lokaðar
kaupstefnur sérfræðinga og
kaupahéðna.
Þá er spurningin sú, hvers
vegna almenningi er boðið núna
og verkefnisráðið segir tilganginn
þriþættan:
1) aö auka sölu á islenzkum iðn-
varningi.
2) Að stuðla að jákvæðari afstöðu
almennings til islenzks iðnaðar,
svo þjóðin geri sér grein fyrir
mikilvægi hans i dag, þeirri miklu
atvinnu sem hann veitir, hve mik-
ið hann sparar af hinum dýrmæta
gjaldeyri, og að áframhaldandi
þróun hans er ein meginforsenda
atvinnuöryggis, aukinnar hag-
sældar og framtiðarbúsetu i land-
inu.
3) . Aö hvetja islenzka stjórn-
málamenn og embættismenn og
aöra áhrifaaöila til þess að búa
betur að islenzkum iönaöi, taka
aukið tillit til hans og vinna að ef-
lingu hans.”
Hér er ekki verið að fara neinar
krókaleiöir, heldur gengið beint
að hlutunum.
Fatagerð
fyrr á öldum
Nú fyrir skömmu grófu Húsvik-
ingar einhver fataslitur frá mið-
öldum upp úr sólbráö uppi á fjöll-
um. Þetta minnir okkur á að
saumaskapur er ekki nýr af nál-
inni á Islandi og prjónasagan er
lika löng. 1 ágætri ritgerð Ingu
Lárusdóttur segir m.a. á þessa
leið:
„Enginn vafi leikur á þvi, að
hin fyrstu klæði voru ekki annað
en feldar dýra þeirra, sem stein-
aldarmaðurinn veiddi sér og sin-
um til matar, er hann sveipaði
um sig til skjóls gegn kulda lofts-
lagsins. Smám saman lærðist
konunni að verka dýrafeldina, og
gera þá mýkri og þjálli. Meðal
steinaldarminja hafa fundizt
sköfur úr tinnu, sem notaöar hafa
verið til þess að skafa holdrosann,
og hefur það verk, eins og önnur
minni háttar störf, sennilega lent
á konunni, þvi að starfssvið karl-
mannsins var að veiða til matar
og verja fjölskylduna gegn að-
komandi óvinum, hvort heldur
voru menn eða dýr.
Meðal elztu áhalda, sem fundizt
hafa, eru eins konar prjónar eða
alir, bein, sem ydd hafa verið i
annan endann: er þess getið til,
að þau hafi verið notuð til þess að
stinga með göt I jaðra dýrafeld-
anna, en siðan hafi seymi eða
girni verið dregið i gegn um götin
og húðirnar þannig reimaðar
saman, með þvi móti fékkst
stærri feldur, er gaf meira skjól.”
Fornmenn voru lengra komnir
en svo, að þeir gengju um i blóð
feldum með holdrosann út, þvi
vefnaður var löngu upp fundinn
fyrir þeirra daga. t ritgerð eftir
Þorkel Jóhannesson i Iðnsögu Is-
lands, segir á þessa leið:
„Svo er taliö, að vaðmálagerð
hafi snemma verið mikil hér á
landi og það svo, að eigi aðeins
nægði þjóðinni sjálfri til klæða,
heldur voru ullardúkar, vaðmál,
helzti kaupeyrir landsmanna i
verzlun þeirra við útlönd fram
um 1300. Hve miklu útflutningur
þessi hafi numið vitum við að
sjálfsögðu ekki, og skal engum
getum leitt að þvi. En vegna þess,
að vaðmálið var gild og eftirsótt
vara utanlands og innan, er nokk-
uð kunnugt um verðlag á þvi frá
fornu fari, og gefur þetta þá lika
nokkuð til kynna um vaðmálin
sjálf.
Það liggur i augum uppi, að
vaðmálagerðin forna var talsvert
fjölbreytt Ætla má að allur þorri
landsmanna hafi notaö vaðmál til
alls ytri klæðnaðar, þvi að erlend
klæðaefni voru dýr og torgæt.
Hafa menn sjálfsagt lagt stund á
að vanda sem bezt þeir gátu til
vaðmála þeirra, er ætluð voru til
viðhafnarklæða. Vosklæðaefnið
var aftur á móti vandað með öðr-
um hætti til halds og slits, o.s.frv.
En þarfir þær, sem is-
lenzkri dúkagerð var ætlað að
fylla voru miklu fleiri og marg-
háttaðri en svaraði kröfum
manna til klæðaefnis. Seglhæf voð
varð t.d. að vera ólikt ramgerðari
en algeng söluvoð, sem nota átti
til fóðurs undir feldi eða önnur
betri klæði, i umbúðir likt og nú er
hafður strigi (pakkavoð), til rúm-
fata (ilegu), i likklæði o.s.frv.”
Prjón og
prjónavörur
Annar þáttur klæðagerðarinnar
var prjónið, en um það segir i
sömu ritgerð:
A siðari hluta 16. aldar, eða
nánara til tekið á 7. tugi aldarinn-
ar, að þvi er bezt verður séð, varð
stórmerkileg nýjung i ullariðnaði
Islendinga, er þeim lærðist að
prjóna. Ýmsum mun nú þykja
næsta furðulegt, að þetta nyt-
sama og einfalda verklag skuli
ekki tiðkazt hafa svo að segja frá
öndverðu, og fyrr en vefnaðurinn,
en öðru er nær en að svo sé.
Prjónakunnáttan nær fyrst við-
gangi hér i álfu á siðara hluta 16.
aldar, og er talið, að á Englandi
hafi fyrstu sokkarnir verið prjón-
aðir árið 1564, að fyrirmynd frá
Spáni. Varð verklag þetta skjótt
alkunnugt á Englandi, og mun um
likt leyti hafa náð útbreiðslu með-
al þjóðanna á meginlandinu, þar
á meðal i þýzkum löndum.
Ekki verður nú með fullri vissu
sagt, hvenær Islendingar hafi
fyrst lært að prjóna, né heldur af
hverjum þeir lærðu. Oruggt má
þó telja, að kunnátta þessi hafi
hingað borizt með kaupmönnum,
enskum eða þýzkum, eða þá frá
báðum löndum samtimis, og vist
er að hún náði skjótri útbreiðslu.
Sýningarstúlkur i fatnaði frá Hugmyndabanka SIS