Tíminn - 19.09.1976, Blaðsíða 34

Tíminn - 19.09.1976, Blaðsíða 34
34 TÍMINN Sunnudagur 19. sqitember 1976. Vegna ört vaxandi félagsmannatölu óskar félagið að taka á leigu eða i umboðs- sölu veiðiár og vötn fyrir næsta veiðitima- bil Veiðréttareigendur sem áhuga hafa á framangreindu, hafi samband við skrifstofu félagsins, , Háaleitisbraut 68, simi 86050. Skrifstofan er opin virka daga kl. 13-19, laugar- daga kl. 10-12. » v p m Stangaveiðifélag Reykjavikur RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPITALINN. AÐSTOÐALÆKNIR. Tveir aðstoð- arlæknar óskast til starfa i eitt ár á Handlækningadeild spitalans frá 20. október n.k. Umsóknum er greini aldur, námsferil og fyrri störf ber að senda skrifstofu rikis- . spitalanna fyrir 15. okt. n.k. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir. -------------------------+ MEINATÆKNAR óskast til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi á eftirtaldar deildir: Göngudeild fæðingardeildar, íso- topastofu, Rannsóknarst. i mein- efnafræði, Rannsóknarst. i blóð- meinafræði Nánari upplýsingar veita yfirlækn- ar viðkomandi deilda eða deildar- meinatæknar. HJtJKRUNARFRÆÐINGAR ósk- ast nú þegar eða eftir samkomu- lagi til starfa á skurðstofu spital- ans, Hjúkrunardeildina Hátúni 10 og á Barnaspitala Hringsins. Upp- lýsingar veitir forstöðukonan, simi 24160. SJÚKRALIÐAR óskast nú þegar eða eftir samkomulagi á Hjúkrun- ardeildina Hátúni 10 og á Barna- spitala Hringsins. VÍFILSSTAÐASPÍTALINN. HJOKRUNARFRÆÐINGAR OG SJOKRALIÐAR óskast til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir forstöðukonan, simi 42800. KLEPPSSPÍTALINN. AÐSTOÐARMENN við hjúkrun sjúklinga óskast nú þegar eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir forstöðukonan simi 38140. BLÓÐBANKINN. RITARI óskast til starfa frá 1. okt. n.k. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf ber að senda skrifstofu rikisspitalanna fyrir 25. september n.k. Reykjavik 17/9 ’76 SKRIFSTOFA RlKISSPlTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SIMI 11765 Hversvegna ekki ný umferðarmerki? Reglugerð um ný umferðar- merki hefur ekki verið gefin út hér á landi frá þvi' áður en hægri umferð tók gildi hér 26. mai 1968. Þrátt fyrir það, hafa nokk- ur ný umferðarmerki verið tek- in inotkun viða um land, án þess að nokkur fræðsla eða upplýs- ingarliggi fyrirum þessi merki. Ekki vil ég ganga svo langt að kalla það lagabrot að setja þessi nýju merki upp, án þess að áður hafi veriðgefin út um þau reglu- gerð,eneitt er vist, að brýn þörf er á því, að yfirvöld hugi að þessum málum — gefi út reglu- gerð um þau merki sem þegar hafa verið tekin i notkun, og bæti öðrum við. Við skyndiathugun hefur komið i' ljós, að það eru ein sjö merki sem sett hafa verið upp, án þess að þeirra sé á einn eða annan hátt getið i upplýsinga- bæklingum fyrir almenning um umferðarmerki. Þessi merki eru: Merki fyrir blindgötu, merki um grjóthrun, vegar- halla, jarðgöng, klifurreinar, ákveðin boðmerki og leiðbein- ingamerki. Eftir þvi sem ég best veit, eru öll þessi merki i fullu gildi i öðr- um norrænum löndum — og þykja þar sjálfsögð. Þá værief- laust til bóta að taka upp enn fleiri umferðarmerki hér á landi. Þar á ég við merki sem eru til leiðbeiningar vegfarend- um við þjóðveginn varðandi ýmsa þjónustu. Tildæmis merki um tjaldstæði, greiðasölustaði, og fleiraogfleira þar að lútandi. Þau eru æði oft anzi bágborin skiltin sem eiga að veita ýmsar upplýsingar við þjóðvegina, en með einföldum umferðarmerkj- um sem tákna eitthvað ákveðið og allir þekkja, getur fólk á svipstundu áttað sig á hvaða upplýsingar er verið að gefa með einhverju ákveðnu merki. Það vill til dæmis æði oft brenna við að allt of smátt letur er á ýmsum upplýsingaskiltum sem sett hafa verið upp við vegi, og það getur verið beinlinis hættulegt, þá þá reynir öku- maður ef til vill að rýna á skiltið um leið og hann þeysir fram hjá. Þá er eitt enn ótalið, varðandi þörf á reglugerð fyrir ný merki, en það eruhin auknu ferðalög til og frá landinu með bila. útlend- ingar sem hingað koma eru þvi vanir, að góð merki séu með- fram vegunum. íslendingar sem aka erlendis eru aftur á móti óvanir því að mikið af ým- iskonar merkjum séu meðfram vegum, og verða þvi hreinlega ruglaðir þegar þeir koma i um- ferðarmerkjaskóginn erlendis. Þá má kannski segja um þann skóg, að þar sé nú oft einum of mikið af merkjum, en þegar menn eru orðnir vanir þeim, eru þau til mikilla þæginda. A sfðustu árum hefur það oft verið sagt, að hér á landi verði menn nú að fara að aka eftir , merkjum en ekki eftir minni. Hér áður fyrr þá mundu öku- menn hvar var aðalbraut og hvar einstefnuakstur i Rejkja vik. Nú er þessu öðru vfei varið. Nú þurfa ökumenn aðreiða sig á merkin, og þá þurfa þeir lika að fá tækifæri til að vita hvað þau merkja. Umferðarmerkjaskógurinn erlendis getur oft verið hálf ruglandi fyrir islenzka ökumenn. Hér á myndinni eru nokkur merki sem gjarnan mættu vera til i islenzkum um/erðarreglum. „Fjörgandi" lyf Reuter, Liverpool.— Lyf eitt, sem gefið var sjúklingum á sjúkrahúsi einu i Liverpool hreif ákaflega vel á karlkyns sjúklinga, en óvæntar hliðar- verkanir komu i ljós hjá kon- um þeim, sem tóku það. Lyf þetta átti að vinna gegn þunglyndi, og karlmennirnir sýndu þegar í stað einkenni lækningar. Þeir hresstust, einkum i viðbrögðum sinum gagnvart hinu kyninu, og töl- uðu hreint ekki um annað en kynlif. Konurnar, aftur á móti, snerust I gagnstæða átt og .i, i' >-í i -'f Auglýsing tíx a */ .■ / ; í? V . ■•/. A , V*;-' r-i: )-iV ' £ um breytingu á staðfestu aðalskipulagi Reykjavikur 1962-’83 Með tilvisun til 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964, auglýsast hér með breytingar á staðfestu aðaiskipulagi Reykjavikur. Breytingarnar eru sem hér segir: 1. Breyting á iegu Hringbrautar — Milubrautar sbr. upp- drátt Þróunarstofnunar Reykjavikurborgar, merktur nr. 2, m. 1/2000, dags. í október 1975. 2. Skipulag Reykjavikurfiugvallar að þvi er varðar legu flugbrauta og staðsetningu flugstarfsemi, tiilaga 2, m. 1:5000 dags. i desember 1975. Ofangreindir uppdrættir ásamt greinargeröum eru til sýnis á skrifstofu borgarverkfræðings Skúlatúni 2, 3.hæð næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar og at- hugasemdir ef einhverjar eru, skulu hafa borizt borgar- verkfræðingi, skipulagsdeild, Skúlatúni 2 innan 8 vikna frá birtingu hennar sbr. 17. gr. áminnstra laga. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir breytingunum. íg P té m £>■ v.. .)•' y - Borgarverkfræðingurinn I Reykjavik — skipulagsdeild — Reykjavik, 17. september 1976 Aðalsteinn Richter v skipulagsstjóri Reykjavikurborgar vildu ekkert með karlana hafa, þegar þeir reyndu aö nálgast þær. Einn karlmannanna, rúm- lega sjötugur, strauk af sjúkrahúsinu og réðst á dóna- iegan hátt að konu á götu úti. Læknar gáfu fólkinu lyf þetta, Tryptophan, í þeirri von, að það ynni gegn þung- lyndi þeirra og að þvi leyti til, hefur lyfjagjöfin heppnast mjög vel. Hins vegar viður- kenndu læknar i gær, að lik- lega heföu skammtarnir verið of stórir. talsmaður eins af fyrirtækj- um þeim, sem sett hafa lyf þetta á markað, sagöi i gær, að það hefði verið selt siðan i april á þessu ári, en fram til þessa hefðu engar auka- verkanir af þessu tagi komið i ijþs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.