Tíminn - 19.09.1976, Blaðsíða 4
4
TÍMINN
Sunnudagur 19. september 1976.
> > »
í spegli tímans
Fyrir eitt hundraö árum leit
dagsins ljós meybarn, sem átti
eftir aö veröa frægasta njósnari
i heimi. Fjörutiu og einu ári siö-
ar, lét hún lifiö fyrir kúlum
franskra hermanna, teinrétt
meö svartan hatt og klædd sinu
finasta pússi. betta var Marga-
retha Geertruida Zeele, holl-
enzk aö ætt og uppruna, siöar
þekkt undir nafninu Mata Hari. t
fyrstu haföi hún tekiö sér þetta
nafn sem listakona, og hver
sá sem I þann tiö talaöi um Mötu
Hari, átti viö konuna sem var sú
fyrsta til aö koma berrössuö
fram á leiksviöi, en þaö var i
Paris áriö 1905. Hún geystist
sem hvirfilvindur um heim
evrópskra karlmanna og skildi
eftir sig mörg brostin hjörtu og
tómar peningapyngjur. En þeir
voru ófáir elskhugarnir sem hún
átti meö árunum. bæöi i einka-
lifi og starfi, og kostaöi nótt meö
henni ein þrjátiu þúsund gull-
mörk. Þaö var Canares aömir-
all sem réö hana sem njósnara
fyrir Þýzkaland sá hinn sami og
siöar sveik hana i hendur
Frakka, vegna þess, aö hún
haföi vakiö grunsemdir þeirra
og var þvi oröin Þjóöverjum
gagnslaus. Fram aö þvi var hún
þó bezti og hæstlaunaöasti
njósnarinn sem um getur, og
hefur enginn eftirmaöur hennar
komizt meö tærnar, þar sem
hún haföi hælana. Mata Hari
njósnaöi fyrir peninga. Hún var
grimm I lund og illgjörn úr hófi
og hataöi karlmenn. Var þaö aö
einhverju leyti ástæða þess, aö
eitt sinn, er hún varö aö vera
fjarverandi frá Frakklandi um
lengri tima, lét hún lóga uppá-
haldshestinum sinum, Vichena
til þess aö enginn annar gæti
riðið honum á meöan hún væri I
burtu. Þaö var hrein tilviljun,
aö hún sængaði hjá mörgum
karlmönnum I þágu Þjóðverja,
heföu til dæmis Frakkar upp-
götvað hana á undan, hefði hún
gert það sama fyrir þá. Þetta
staðfestir Martha Richard,
gömul vinkona hennar frá þess-
um tima, og þaö sem meira er,
hún fullyrðir, aö Mata Hari hafi
verið tvöfaldur njósnari, og hafi
verið drepin af misskilningi,
vegna þess aö enginn hafi lagt
trúnaö á þaö, þegar hún sagöist