Tíminn - 19.09.1976, Blaðsíða 33
Sunnudagur 19. september 1976.
TÍMINN
33
strax. Þær skildu ekki
dropa eftir, og ekkert
vatn var þeim ætlað til
að þvo sér úr.
Nú hafði Berit not af
þeim fáu orðum, sem
hún hafði lært i arabisku
á ferðum sinum með
Ibrahim og Abdullah.
,,Min fadlak maiyeh”
(mér gef vatn), sagði
Berit við unga Arabann
og benti um leið á ó-
hreinar hendur sinar og
andlit. Arabinn brosti og
fór aftur, en kom bráð-
um aftur með trébala
fullan af vatni og lét á
kofagólfið hjá þeirri.
„Kattar kheirak”
(þakka kærlega), sagði
Berit.
Þótt þær hefðu hvorki
bursta eða sápu, þá
fannst þeim þó regluleg
nautn að geta þvegið sig
háttog lágt. Berit fannst
jafnvel, að hún hefði
aldrei notið þess eins vel
að fara i bað og hún naut
þess nú, að þvo sér upp
úr þessum bala, þótt þær
yrðu allar að nota sama
vatnið. Þær áttu mjög
erfitt með þetta, þar
sem þær voru hlekkjað-
ar saman og þvotturinn
varð hálfgerður kisu-
þvottur, einkum um
hálsinn, en erfiðast átti
þó frú Alice, og varð hún
að láta hinar þvo sér og
þerra eins og hún væri ó-
málga barn. En hvað
sem þessu leið, þá
fannst þeim öllum, að
þær hefðu lifnað og
hresst við þetta fátæk-
lega bað.
Það voru nokkur
pálmatré i kringum kof-
ann. Inn milli trjánna
var dálitill bekkur. Þar
gátu þær tyllt sér niður
hlið við hlið. Hvað gátu
þær annars gert? Þeim
var alveg fyrirmuriað að
taka sér nokkum hlut
fyrir hendur.
Þegar þær höfðu setið
þarna um stund, kom
litil, snotur stúlka til
þeirra. Hún var fyrst
feimin og hæglát, en
smátt og smátt kom hún
nær og fór svo að þukla á
hlekkjunum á höndum
frú Alice og lyfta þeim
upp.
„Kawi tekil. Kawi
tekil” (mjög þungt),
sagði hún hvað eftir
annað.
„Ismak ei?” (hvað
heitir þú), spurði Berit.
„Ismi Suleika” (nafn
mitter Suleika), svaraði
unga stúlkan. Berit sá
það á framkomu ungu
stúlkunnar, að hún
kenndi i brjósti um þær
og vildi vera þeim góð.
Og þótt hún gæti ekki
hjálpað þeim til að flýja,
þá gat hún alltaf stytt
þeim stundir.
En þær fengu nú ekki
að tala meira við hana
um sinn, þvi að nú kom
Arabinn aftur. Þegar
hann sá litlu stúlkuna
hjá þeim, rak hann hana
burt, en gaf föngunum
merki um að koma með
sér. Var nú farið með
þær inn á sölutorgið i
miðju þorpinu, og var
þar fyrir fjöldi fólks.
Þótt þær ættu mjög
erfitt með ganginn, þá
fannst þeimþó tilbreytni
i þvi að hreyfa sig. Þær
fengu lika i þessari ferð
að sjá þetta fólk, sem
hafði lagt þær i fjötra.
Þessi ættstofn eða
þjóðflokkur, sem býr á
þessum slóðum, var á
þeim timum þekktur um
alla Norður-Afriku aust-
anverða fyrir rán, grip-
deildir og árásir. I upp-
reisninni i Sudan árið
1880 voru „Baggamir”,
en það heitir þessi ætt-
stofn, æstustu og
grimmustu foringjarnir.
Var það mest þeirra sök,
hve uppreisnin var við-
tæk og hve erfitt var að
bæla hana niður. Bagg-
ararnir em óvenjulega
vel vaxnir menn. Þeir
eru háir, grannvaxnir en
þó kraftalegir, og minn-
ir vöxtur þeirra á lik-
neski af afreksmönnum
fomaldarinnar. Þeir eru
dökkbrúnir á hömnd og
sumir nær þvi svartir,
en sjálfir halda þeir þvi
fast fram, að þeir séu af
kynkvisl Araba, en ekki
af svertingjaættstofni,
en þó sjást hjá þeim
mjög fá einkenni
Semita.
Eins og flestar hálf-
villtar þjóðir, em þeir
mjög skrautgjamir og
sækjast mjög i arm-
bönd, hringa og alls kon-
ar skartgripi, jafnvel
þótt þeir séu úr lituðu
gleri.
Styrjaldir og ráns-
ferðir eru þeirra yndi.
Enginn þjóðflokkur i
Norður-Afriku hefur átt
i jafnmörgum styrjöld-
um og smáskæmm og
þeir. Þeir eru stöðugt i
striði og ræna og rupla
nágranna sina. Hemað-
ur og ránsferðir eru hjá
þeim sama og jarðrækt
og fiskveiðar hjá öðrum
þjóðum.
Berit gat gert sér
nokkra hugrriynd um
þessa atvinnuvegi
þeirra, er hún kom á
Lágu haustfargjöldin
okkar
lengja sumaríð
hjá þér
30% lækkun á fargjöldum býöur upp ásumarauka fyrir
okkartil Evrópu á tímabilinu þig í stórborgum Evrópu.
15. september til 31.október,
flucféiag LOFTLEIDIR
/SLAJVDS
Félðg með eigin skrifstofur í 30 stórborgum erlendis