Tíminn - 19.09.1976, Blaðsíða 21

Tíminn - 19.09.1976, Blaðsíða 21
Sunnudagur 19. september 1976. TÍMINN 21 — Hvernig geymduO þiö svo eggin, eftir aö þau voru komin heim? — Það var byrjaö á þvi aö reyna þau, sem kalíaö var, þvi aö þau voru óneitanlega nokkuö mis- jöfn. Eggin vorureyndmeö þvi aö láta þau i fötu fulla af vatni. Væri eggið alveg nytt, sökk þaö, ef þaö varbyrjaö aö stropa, lyfti þaö sér örlitiði vatninu.væriþaö „eygt”, lyfti þaö sér meira, en ef þaö flaut alveg upp, var þaö merki um að i þvi væri fullskapur ungi. Sá galli var á þessari skoöunaraöferö, aö eggin geymdust verr, eftir aö bU- ið var aö láta þau i vatn. Liklega hafa oftast veriö einhverjar ör- litlarsprungur iskurninog vatnið komizt þar inn, þvi áreiöanlegt var, aö eggin fúlnuöu frekar, þeg- ar þau höföu veriö látin 1 vatn, þótt ekki væri nema skamma stund. Eggin þóttu geymast bezt ef þau voru látin I kassa og hann siö- an grafinn i þurrum sandi. Stund- um voru þau lika látin i tunnur, sem mjölvara var i, innan um korniö, — hvort sem það var rUg- mjöl eöa eitthvaö annaö — og þannig geymdust þau ágætlega, jafr.vel fram á haust. Þrjú til fjögur þúsund fuglar á dag — Þetta var um eggin, en var ekki líka mikil búbot aö sjálfum fuglinuni ? — JU, viö veiddum alltaf tals- vert mikiö af fugli. SU veiði fór þannig fram, að hann var snar- aður. Til þess var notuö svokölluð fuglastöng, hUn var sex til sjö álna löng, álika gild og hrifuskaft i annan endann, en mjókkaöi si- fellt, og var ekki sverari en pennaskaft i þann endann sem mjórri var. Snaran var gerö Ur taglhári af hesti. A annan enda snörunnar var bundinn hnUtur og seglgarni hnýtt þar við. Þegar snaran haföi veriö fléttuö, var saumaö auga á hana og seglgarn- iö dregið þar i gegn. Siöan var snaran bundin viö stöngina og þrætt i gegnum rauf, sem gerö haföi veriö á annan stangarend- ann. — Veiöimaöurinn bar svo stöngina þannig aö fugiinum, aö snaran vissi aö hnakka hans, og hvolfdi snörunni yfir höfuöið á honum. Þetta var tiltölulega auð- veld veiöiaöferö, og dauödaginn skjótur og öruggur fyrir fuglinn. — Hvaöa tegundir fugla veidd- uö þiö aöallega? — Þaö var mest langvia og nef- skeri, sem sumir kalla stuttnefju. Stundum var veidd álka, en þaö - var miklu minna, og minnst þó af lunda, — en aldrei fýll. — Hvaö gat sæmilega laginn maöur náö mörgum fuglum á dag meö þeirri veiöiaöferö, sem þú varst aö lýsa? — Þaö var ákaflega misjafnt, og fór eftir ýmsu. A einum stað i Látrabjargi er stallur, sem heitir Miðlandahilla. Niöur á hana eru hundrað faðmar. Þangað fóru venjulega fjórir menn til veiða i einu, ogalgengast mun hafa ver- ið, að þeir kæmu með 3-4 þúsund fugla eftir daginn, eöa tæplega þúsund fugla á mabn til jafnaöar. — Þú helur auðvitaö tekiö þátt i fuglaveiöum eins og öörum störfum, sem voru hluti af lifs- önn’nni? — Já, þetta var, eins og þú seg- ir, hluti af lifsbaráttunni, og vann það eins og annað, enda hef ég vist nokkuö mörg fuglslif á sam- vizkunni. — Þú sagöir áöan, aö fjórir menn hafa veriö niöri á Miö- landahillu ieinu. Sigu þeir þá allir niöur á sama staönum? — Já. Og þegar þannig stóö á, þurfti alltaf aö nota svokallaöan leynivaö. Til þess var höfö fjög- urra punda lina, og hún þurfti aö vera aö minnsta kosti jafnlöng aöalvaðnum, sem sigiö var i. Þegar fyrsti maöurinn var dreg- inn á brún, var endi ieynivaösins bundinn i vaöinn, sem maöurinn var i. Þegar svo siginaöurinn var kominn upp og farinn úr vaönum, var kippt þrisvar i leynivaöinn. Maðurinn, sem var viö hann niðri á hillunni, dró þá leynivaðinn niö- ur ogaöalvaðinn lika, og þannig gekk þetta koll af kolli Sama aö- ferð var notuð, þegar fuglinn var dreginn upp. Til þess var notaður sérstakur vaður, en þar þurfti lika leynivað, þvi að þeir, sem niöri eru geta ekki með neinu öðru móti náð hinum vaönum til sin. — Höföti þeir, sem voru aö veiðum niðri i berginu, nokkra keöju til þess að halda i, eða ann- an öryggisútbúnað? — Nei, ekki nokkurn skapaöan hlut. Þeirvorualgerlega lausir og frjálsir við vinnu sina. — Eru þessar hillur svo breiö- ar, aö hægt sé aö athafna sig á þeim án þess að vera i sifelldri lilshaAtu? — Þær eru mjóar, flestar, jafn- vel svo að fætur manna hanga fram af, þegar þeir sitja flötum beinum við bergið. Þó er einn pallur á Miðlandahillunni dálitið breiður, en það telst til undan- tekninga. Viða er lfka afsleppt og ógreitt yfirferðar. Og ef maður- inn dettur.þá þarf ekki aö spyrja, hvar eigi að leita hans. Hann kemur ekki niður fyrr en i fjör- unni, eftir mörg hundruð metra fall. í bráðum lifsháska Minnist þú þess að hafa ein- hvern (ima komizt i beinan lífs- háska, — fyrir utan þetta sjálf- sagða: að vera alltaf i hættu, þeg- ar verið var i Bjargiriu? — Já, ég man eftir einum at- burði, og það er bezt að égsegi frá honum hér. Það var venja aö fara „undir Látrabjarg”, eins og það var kallað, og var þá farió á báti að Bjarginu, gengið þar á land og klifrað eitthvað upp eftir Bjarg- inu til þess að ná i egg eða fugl. Oft var strákum leyft með i þess- ar ferðir, eftir að þeir voru orðnir þetta ellefu eða tólf ára gamlir. Svo var það einu sinni þegar ég var á þessum aldri, aö mér var leyft að fara „undir Bjarg” ásamt jafnaldra minum, sem Þorsteinn hét. Undir Látrabjargi er urö ein mikil, sem heitir Stóra- urð, eða Stórurð, eíns og oftast er sagt. Þar verpir mikiö af álku og lunda, og oft er hægt að fá þar mikið af eggjum á skömmum tima. Nú var okkur, strákunum, lofað aö vera á urðinni á meöan fullorðnu mennirnir fóru i Bjarg- ið, og máttum við eiga þann fugl, sem okkur tækist að veiða. t þessari ferö var lent viö Látravöll, sem er bergrani fram úr Látrabjargi, og uppi á honum verpir mikið af svartfugli. Gat er i gegnum ranann, og má ganga þar i gegn, þegar sjór er hálffall- inn. Nú var farið að búast til göngu. Pabbi og fjórir menn með honum ætluðu upp i bergiö, en aörir fjórir áttu aö vera undir berginu og taka við fuglinum, jafnóðum oghinirköstuöu honum niður til þeirra. Fullorönu mennirmr gengu svo U1 verka sinna, en við Þorsteinn vorum eftir á urðinni. Okkur lá ekkert á aö hefja veiðarnar. Við sátum þarna á steini og vorum vist i einhverjum heimspekileg- um hugleiöingum, þvi veöriö var dásamlega fagurt, logn og lá- deyöa og fjöllin spegluöust i haf- fletinum. Það leiö löng stund. Allt i einu heyrðum viö mikinn skruöning. Viö litum upp, og sáum þá, aö mikið hrun var aö koma, og stefndi beint á okkur. Mér varð þaö fyrir, aö ég kastaði mér flöt- um, á grúfu, en ég sá um leiö, aö félagi minn tók til fótanna. Svona lá ég á meöan ég heyrði skruön- inginn, og leit ekki upp, fyrr en hann var um garö genginn. En þegar ég ætlaöi aö lfta i kringum mig, sá ég ekki neitt fyrir mold- ryki. Ég kallaði þá á félaga minn, oghann kom tilmin eftir skamma stund. Ég spuröi hann þá, hvers vegna hann heföi hlaupið i burtu, og sagði hann mér þá, að hann hefði séð stóran stein i hruninu, sem stefndi á hann miðjan, og hann hefði verið aö reyna að forð- asthann, eins og Uka tókst, en þó mátti það ekki miklu muna, því steinninn smaug rétt við fætur hans. Þegar moldrykið sjatnaði, var ófagurt um að litast á Stórurð. Hrunið hafði farið yfir nær alla urðina, allt fram undir sjó, lausa- grjót, möl og dauður fugl lá eins og hráviði um allt, en s vo að segja i miðju hruninu vorum við, drengirnir, og þar hafði ekki komið svo mikið sem litill malar- steinn. Þetta var auðvitað ekkert annað en kraftaverk, og áreiöan- lega hefur einhver æðri máttur verið þarna á bakvið, okkur til verndar, þvi nærri má geta, hvernig farið heföi, ef eitthvað af þessum ósköpum hefðu lent á okkur. Pabbi og mennirnir, sem með honum voru, sáu hvar við vorum, þegar hrunið fór af stað, og eins hvert það stefndi, og eng- um þeirra datt i hug að nokkur von væri til þess að við slyppum lifandi. Fara má nærrt um hvern- ig þeim muni hafa liðið á meðan á þessu stóð, en af okkur er það að segja, að við gengum til mann- anna, sem voru i fjörunni til að hiröa fuglinn, og hættum við að vera á urðinni. Og ferðin endaði giftusamlega að þvi leyti, að allir komust heim til sin heilir á húfi. — Það hefur ekki orðið til þess að draga úr þér kjarkinn, þótt þarna skylli hurð nærri hælum? — Nei, nei, það hafði ekki nein áhrif á mig i þá átt. Auðvitað reyndi ég alltaf að fara eins gæti- lega og mér var unnt, enda held ég að flestir eða allir hafi gert það. Annars snerist hugsunin fyrst og fremst um að afla — draga eins mikla björg i bú og hægt var. Breyttir timar — Er það ekki rétt, sem mig minnir ég hafi heyrt, að á Látra- bjargi, og jafnvel i því lika, hafi verið miklir sauðfjárhagar? — Jú, það er rétt. A Bjarginu eru sauðfjárhagar bæði miklir og góöir, og dilkar, sem gengu þar, urðu ákaflega vænir, eins og reyndar allar aðrar kindur, sem þar voru. Alltaf var nokkuð um að fé færi niður i Bjargið. þvi að þar er bæði þroskamikið gras og hvannir. En þessar kindur komu ekki allar til baka, þvi að sumar lentu „i svelti” og var bjargaö þaðan af mönnum, en aörar hröp- uðu og báru bein sin niðri i fjöru. — Var ekki miklum erfiðleik- um bundiö að ná kindum úr Bjarginu? — Jú, sveltaferðirnar voru oft erfiðar. En þetta varð að gera eins og annað, kindunum varð aö bjarga. — Gat ekki komið fyrir, að ekki væri um annað að ræða en að skjóta kindur niður úr Bjarginu? — Ekki man ég eftir, að það væri gert. Menn lögöu allt kapp á að ná kindunum lifandi, og ég held, að það hafi alltaf tekizt. — Tiðkast ekki enr að fara i Látrabjarg til þess að sækja sér egg eða fugl f soðið? — Nei. Nú er þetta mikla mat- forðabúr ekki lengur notaö, þótt svo megi aö orði kveða, aö bæöi egg og fugl séu þar óþrjótandi. Bjargferðir eru ''íiiður lagðar, eggjataka og fuglaveiði eru úr sögunni. — En hvað höfum við fengið i staðinn? VS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.