Fréttablaðið - 05.12.2005, Page 1

Fréttablaðið - 05.12.2005, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 MÁNUDAGUR 5. desember 2005 — 329. tölublað — 5. árgangur JÓLALEST COCA-COLA KEMUR EFTIR 5 DAGA Leitin að paradís Yfirgefin býli eru ofarlega í huga Tolla sem sést á nýopnaðri myndlistarsýningu hans. MENNING 32 ÞORBJÖRG MÍMISDÓTTIR ÆTLAR AÐ VERÐA LEIKKONA Malt- og appelsínstúlkan er komin í jólaskap FÓLK 50 GUÐRÚN EVA MÍNERVUDÓTTIR SKRIFAR UM FÁGAÐAN HRYLLING Yosoy er skáldsaga sem er auðveld aflestrar MENNING 30 HEIÐAR JÓNSSON Á uppáhaldshús á Snæfellsnesi • hús • fasteignir Í MIÐJU BLAÐSINS BJARTVIÐRI SUNNAN TIL en skýjað og stöku skúrir eða él á Vestfjörðum og fyrir norðan og austan. Hiti 0-5 stig með ströndum, hlýjast á Suðausturlandi. VEÐRIÐ Í DAG LÖGREGLA „Ég var að loka hjá mér þegar ég sá sjúkraflutningamenn taka manninn upp úr götunni á laugardagsmorgun. Svo þegar ég var á leiðinni heim á sunnudags- morgun fór ég fram hjá þvílíkum blóðpollum skáhallt á móti veitinga- staðnum Asíu að það var líkt og ein- hverjum hefði verið slátrað þarna,“ segir Gunnar Már Þráinsson, einn af eigendum Kaffi Oliver. Þessi rúmlega þrítugi maður, sem Gunnar Már sá, slasaðist alvarlega um klukkan sjö á laug- ardagsmorgun eftir að á hann var ráðist rétt fyrir utan gistiíbúðir á Laugavegi 18. Var hann fluttur þaðan á Landspítalann þar sem liggur á gjörgæslu. Manninum var enn haldið sofandi í öndunarvél þegar Fréttablaðið fór í prentun. Talið er að hann hafi slasast þegar hann skall með höfuðið í jörðina eftir árás. Maður um þrítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á miðvikudag. Að sögn lögreglunn- ar hefur árásarmaðurinn ekki áður komið við sögu vegna ofbeldismála. Nú er verið að rannsaka tildrög deilnanna og hafa þegar allnokkur vitni verið yfirheyrð. Lögregla og sjúkraliðsmenn voru komnir á vettvang skömmu eftir að maðurinn slasaðist en að sögn lögreglu virtust menn ekki átta sig á því í fyrstu hve illa mað- urinn var slasaður. „Hér eru allar gangstéttir útat- aðar í blóði á morgnana þannig að maður veit að einhvern tímann hlýtur einhver að slasast illa í þess- um djöfulgangi,“ segir Árni Einars- son, eigandi gistiíbúðanna. „Eftir að myndavélarnar voru settar upp í miðbænum færast þessi ólæti bara upp Laugaveginn og nú er þetta orðið að frumskógi þar sem menn eru barðir til óbóta um hverja helgi og öskrin og lætin eru eftir því. Auk þess er tjón af þessu látum hreint skelfilegt. Bara um þessa helgi voru brotnar hér rúður fyrir 600 þúsund krónur,“ segir hann. Árni segir dugleysi yfirvalda um að kenna að íbúar og fyrirtæki þurfi að búa við slíkt ástand og vill að veitingastaðir sem laða að sér svona ástand verði sviptir starfs- leyfi: „Ef einhver kvartar yfir lýs- islykt eða tillitslausum nágranna þá er strax brugðist við en ef um er að ræða veitingastaði þar sem borgarstjórarnir drekka kaffið sitt þá fæst ekki rönd við reist.“ - jse Laugavegur blóði drifinn Maður um þrítugt liggur þungt haldinn á gjörgæslu eftir líkamsárás á Laugavegi á laugardagsmorgun. Eigendur fyrirtækja við Laugaveg segja gangstéttir útataðar í blóði eftir helgarskemmtanir. Magdeburg lá á heimavelli Alfreðs Gíslasonar og lærisveina hans í þýska handboltaliðinu Magdeburg bíður erfitt verkefni í síðari leiknum gegn Barcelona eftir tveggja marka tap á heimavelli í gær. ÍÞRÓTTIR 40 BAGDAD, AP Íröksk yfirvöld skýrðu frá því í gær að þau hefðu flett ofan af samsæri uppreisnarmanna um að skjóta eldflaugum að dómssalnum þar sem réttað verður yfir Saddam Hussein í dag. Í yfirlýsingu Mouwaffak al- Rubaie, þjóðaröryggisráðgjafa landsins, kemur fram að samtök sem kallast Herdeildir byltingarinnar 1920 hafi áformað árásirnar en leyniþjónustan hafi komist á snoðir um það. Ekkert kom fram um hversu margir hefðu verið handteknir. Þá var ráðist að Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgða- stjórnarinnar sem var við völd þar til í janúar á þessu ári, þar sem hann var við bænir í hinni ginnheilögu Ali-mosku í Najaf. Sex tylftir manna köstuðu að honum grjóti og skóm en slíkt þykir mikil óvirðing í Mið-Austurlöndum. Allawi sagði eftir atburðinn í gær að augljóslega hefði átt að ráða hann af dögum eins og Abdul- Majid al-Khoei, hófsaman klerk sem myrtur var af æstum múg á sama stað í apríl 2003. Talið er að eldklerkurinn Muqtada al-Sadr hafi staðið fyrir þeirri árás en litlir kærleikar eru á milli þeirra Allawi eftir að sá síðarnefndi lét berja niður uppreisn al-Sadr í Najaf í ágúst í fyrra. - shg Íraska leyniþjónustan kemur í veg fyrir stórfellt hryðjuverk: Hugðust sprengja réttarsalinn OSLÓARTRÉÐ TENDRAÐ Lúðrasveit Reykjavíkur og Dómkórinn spiluðu og sungu við hátíðlega athöfn er kveikt var á jólatrénu á Austurvelli í gærdag. Hátt í fimm þúsund manns skemmtu sér ágætlega í góðu veðri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA IYAD ALLAWI Hann átti fótum fjör að launa þegar lýður lét skóm og grjóti rigna yfir hann í Najaf í gær.FRÉTTABLAÐIÐ/AP Jólin koma í Árbæjarsafn Á jólasýningu safnsins geta ungir og aldnir rölt milli húsa og fylgst með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. TILVERA 16 Söfnun fyrir vatni Sá og sú sem kropið hefur við læk í íslenskri sveit og bergt af honum hefur fundið bragðið af sjálfri jörðinni eins og hún er óspillt og okkur gefin til varðveislu og nytja. SKOÐUN 22 BÓKAÚTGÁFA „Ég vísa þessum samsæriskenningum til föður- húsanna sem hafðar hafa verið uppi um ástæðu þess að við förg- uðum þessum eintökum,“ segir Páll Bragi Kristjónsson, forstjóri Eddu. Fjölmörgum eintökum af bók Guðmundar Magnússonar um Thorsarana var fargað. Greint hefur verið frá því að það hafi verið gert þar sem í henni var kafli sem fjallaði um hjónaband núverandi eiginkonu Björgólfs Guðmundssonar og stofnanda Nasistaflokksins í Bandaríkjun- um. „Ástæðan fyrir því að við förguðum þeim er einfaldlega sú að þetta var ekki hið endanlega handrit höfundar þar sem rangt tölvuskjal hafði farið í prentun,“ segir Páll Bragi. „Ég veit ekkert hversu mörg eintök þetta voru eða hvað þetta kostar fyrr en ég fæ reikning- inn,“ bætir hann við. Gallinn kom í ljós áður en bókin fór úr prent- smiðju. - jse Bókaútgáfan Edda: Rangt handrit fór í prentun AF VETTVANGI Gistihúsaeigandi segir Laugaveginn verða að frumskógi um helgar þar sem menn eru barðir til óbóta.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.