Fréttablaðið - 05.12.2005, Side 2
2 5. desember 2005 MÁNUDAGUR
Snilldartaktar!
Nýjasta bók Ians Rankin um
lögreglumanninn
John Rebus.
Enn einn snilldar-
krimminn frá
Ian Rankin!
Besta bók Rankins til þessa
og það segir þó nokkuð!
– Observer
SKRUDDA
Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík
s. 552 8866 - www.skrudda.is
FANGAFLUG Þýskir og breskir fjöl-
miðlar greindu frá því í gær að
flugvélar bandarísku leyniþjón-
ustunnar CIA hefðu ítrekað haft
viðkomu á þarlendum flugvöll-
um. Condoleezza Rice heimsækir
fjögur Evrópulönd í vikunni og má
gera ráð fyrir að hún verði krafin
svara um fangaflug og leynifang-
elsi í henni.
Í nýjasta tölublaði þýska viku-
ritsins Der Spiegel, sem út kemur
í dag, er sagt frá því að flugvél-
ar sem sagðar eru á vegum CIA
hafi farið í 437 skipti um þýska
lofthelgi og lent á flugvöllum í
Berlín, Frankfurt og í bandarísku
herstöðinni í Ramstein á árunum
2002 og 2003. Upplýsingarnar
koma frá þýsku ríkisstjórninni
eftir að Vinstriflokkurinn fór
fram á að þær yrðu teknar saman.
Ekkert kemur fram um erindi vél-
anna eða hverjir voru um borð.
Þá er því haldið fram í breska
blaðinu Mail on Sunday í gær
að CIA hafi fengið ótakmarkað
leyfi til lendinga á breskum flug-
völlum. Máli sínu til stuðnings
birtir blaðið myndir af þremur
flugvélum sem bendlaðar hafa
verið við flutninga á grunuðum
hryðjuverkamönnum, en mynd-
irnar tóku flugáhugamenn á flug-
völlum í Skotlandi í ár og í fyrra.
Ein þessara véla er undir smásjá
Evrópuráðsins vegna ásakana um
að hún hafi verið notuð til slíkra
flutninga. Önnur vélin hefur
einnig verið ljósmynduð á alþjóða-
flugvellinum í Kabúl í Afganistan.
Blaðið segir breska varnarmála-
ráðuneytið engar skýringar hafa
gefið á ferðum vélanna.
Evrópuför Condoleezzu Rice,
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, hefst í Þýskalandi í dag
en þá munu þær Angela Merkel
kanslari hittast. Búist er við að
ásakanir um fangaflug og leyni-
leg fangelsi sem CIA á að starf-
rækja í Evrópu muni verða ofar-
lega á baugi en fram til þessa hafa
bandarísk stjórnvöld ekkert tjáð
sig efnislega um málið.
Stephen Hadley, þjóðaröryggis-
ráðgjafi Bandaríkjaforseta, sagði
í viðtali á Fox-sjónvarpsstöðinni
í gær að Rice myndi segja banda-
mönnum sínum að ríkisstjórn
Bandaríkjanna standi ekki í flutn-
ingum á grunuðum hryðjuverka-
mönnum til landa þar sem þeir eru
pyntaðir. Í viðtali við CNN vildi
Hadley ekki svara hvort CIA ræki
leynifangelsi í Evrópu, aðeins að
Bandaríkjamenn virtu fullveldi
þeirra ríkja sem þeir ættu í sam-
skiptum við.
Dagblaðið International Her-
ald Tribune segir í grein á vefsíðu
sinni í gær að stóra spurningin í
öllum þessum umræðum hljóti
að vera hversu mikla vitneskju
stjórnvöld í umræddum ríkjum
hafi haft um fangaflutningana
og leynifangelsin. Því sé ekki
víst að leiðtogar Evrópuríkjanna
vilji þjarma of mikið að Banda-
ríkjamönnum því þá gæti um leið
komið í ljós að þáttur þeirra í mál-
inu sé meiri en þeir hafa hingað
til haldið fram. sveinng@frettabladid.is
CIA notar breska
og þýska flugvelli
Flugvélar á vegum CIA virðast margoft hafa farið um breska og þýska flugvelli
á ferðum sínum með grunaða hermdarverkamenn. Málið verður eflaust ofar-
lega á baugi í Evrópuför utanríkisráðherra Bandaríkjanna sem hefst í dag.
RAMSTEIN Þýska vikuritið Der Spiegel heldur því fram að flugvélar á snærum CIA hafi í 473
skipti farið um þýska lofthelgi og lent á þarlendum flugvöllum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Slagsmál á Herðubreið Einn þurfti
að gista fangageymslur lögreglunnar á
Egilsstöðum eftir að ólæti brutust út á
dansleik í félagsheimilinu Herðubreið á
Seyðisfirði. Rúða var brotin í íbúðarhúsi
og ryskingar voru í bænum sem taldar
eru tengjast dansleiknum. Einn var
tekinn grunaður um ölvunarakstur eftir
dansleikinn. Minniháttar meiðsli urðu
á fólki.
Órói í miðbæ Reykjanesbæjar
Lögreglan í Reykjanesbæ þurfti að hafa
nokkur afskipti af mönnum vegna ölvun-
ar og slagsmála í miðbænum á aðfara-
nótt laugardags. Nokkrir hlutu skrámur og
beinbrot. Lögregla handtók engan vegna
slagsmálanna en tveir voru látnir sofa úr
sér í fangageymslum.
LÖGREGLUFRÉTTIR
WASHINGTON, AP Stephen Hadley,
þjóðaröryggisráðgjafi George
W. Bush Bandaríkjaforseta, vildi
ekki staðfesta að einn þeirra fimm
manna sem féllu í árás pakist-
anskra hermanna á fimmtudaginn
sé Hamza Rabia, yfirmaður al-
Kaída í Pakistan.
Pakistanskir ráðamenn full-
yrtu í fyrradag að óyggjandi
sannanir væru fyrir því að Rabia
hefði fallið í árásinni. „Á þessari
stundu getum við ekki staðfest
hvort hann sé dáinn. En sé það rétt
eru það góð tíðindi í stríðinu gegn
hryðjuverkum. Rabia er einn af
vondu gaurunum,“ sagði Hadley
í viðtali við Fox-sjónvarpsstöðina
í gær. ■
Háttsettur al-Kaídaliði:
Ágreiningur
um lát Rabia
Á LÍKBÖRUNUM Ættingjar Abduls Wasit,
eins fimmmenninganna, virtu lík hans fyrir
sér í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SPURNING DAGSINS
Stefán, voruð þið Roger
að „bonda“?
„Roger Moore hefur einstakt lag á að
ná til fólks og hann náði mjög sterkt til
mín eins og fjölda annarra.“
Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri
UNICEF á Íslandi, tók á móti Sir Roger Moore
þegar hann kom til landsins en hann er
velgjörðasendiherra UNICEF.
BORGARMÁL Dagur B. Eggertsson,
óflokksbundinn borgarfulltrúi R-
listans, íhugar alvarlega að bjóða
sig fram fyrir Samfylkinguna í
komandi borgarstjórnarkosningum.
„Það var býsna fjarri mér að fara í
framboð þegar Reykjavíkurlistinn
ákvað að bjóða ekki fram aftur og
sagði strax þá að ég gerði ekki ráð
fyrir því að fara fram,“ segir Dagur
en hefur áhyggjur af stöðunni eins
og hún er í dag. „Það á frekar illa
við mig að sitja með hendur í skauti
og horfa upp á Sjálfstæðisflokkinn
vinna óverðskuldaðan stórsigur,“
segir Dagur sem ætlar að gera
upp hug sinn fyrir jól. Ef af verð-
ur ætlar Dagur að ganga til liðs við
Samfylkinguna þrátt fyrir að flokk-
urinn gangist fyrir opnu prófkjöri
í vor þar sem óflokksbundnir geta
tekið þátt.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for-
maður Samfylkingar, fagnar þeim
möguleika að Dagur gangi til liðs
við flokkinn. „Við erum auðvitað
mjög ánægð með að Samfylkingin
dragi að sér atorkumikið og hæfi-
leikaríkt ungt fólk,“ segir Ingibjörg
og kveðst sjálf hafa hvatt Dag til að
ganga til liðs við flokkinn. - sgi
Dagur B. Eggertsson hugsanlega til liðs við Samfylkingu:
Íhugar alvarlega framboð
EKKI LENGUR ÓFLOKKSBUNDINN Ef Dagur
tekur þá ákvörðun að bjóða sig fram til
borgarstjórnarkosninga í vor, ætlar hann að
ganga til liðs við Samfylkinguna.
������ ��������� ���� ������
��������� �� ���������� ������ ��
������������������������������
������������������������������
���� ������ ������ ������ �����
�����������������������������
�������� ���� ��������� �������
��� ������� ��� ������� ������ ����
���� ����� �������� �������� ���
���������������������� �����
������������������������������
��� ��� ������ ����������� ������
������� �������������� ��� ����
����������������������������������
�������� ��� ���������� ���� ����
���������������������������������
������������������������������
�� ����� ��������� �����������
����� ������ �������������� �����
������������������ ����� ����
��������
���������
DAKKA, AP Tvö heimilislaus börn
í leit að mat fundu tifandi tíma-
sprengju undir einni rútunni á
umferðarmiðstöð í Dakka, höf-
uðborg Bangladess. Þau létu
lögreglu vita sem lét aftengja
sprengjuna.
Í borginni Mirzapore töldu
menn sig hafa fundið sprengju í
barnaskóla en í ljós kom að aðeins
var um hvellhettur og tímastilli
að ræða.
Ófremdarástand hefur ríkt
í nokkrum borgum Bangladess
undanfarna viku en þrettán
manns hafa látist í sprengju-
tilræðum sem talin eru vera á
ábyrgð öfgasinnaðra íslamista. ■
Skálmöld í Bangladess:
Götubörn
fundu sprengju
STRAND Skipið Hring SH 535 frá
Grundarfirði tók niðri þegar
það var á siglingu á Eyrasundi á
laugardag. Skipið var að heimleið
eftir að hafa verið í slipp í Póllandi,
að sögn Guðmundar Smára
Guðmundsson, framkvæmdastjóra
útgerð ar innar.
Skipið er það nýjasta í flota
Guðmundar Runólfssonar hf. á
Grundarfirði. „Við lentum á grynn-
ingum úti fyrir Kaupmannahöfn.
Þetta var bara minniháttar,“ segir
Hinrik Reynisson, skipstjóri á
Hring, og bætir við að áhöfnin hafi
haldið ró sinni. Hann segir engar
teljandi skemmdir hafi orðið og
þeir sigli nú aftur heim á leið.
Því hafi betur farið en á horfðist í
þessum hrakförum. ■
Hringur í hremmingum:
Strandaði á
Eyrarsundi
Á GRUNDARFIRÐI Nýjasta skip Guðmundar
Runólfssonar tók niðri á Eyrarsundi.
ÖRYGGISGÆSLA Milli 200 og 300
manns voru í viðbragðsstöðu í
gær þegar Airbus 330 þota í eigu
Air Canada nauðlenti á Kefla-
víkurflugvelli vegna bilunar í
öðrum hreyfli vélarinnar.
Jóhann R. Benediktsson,
sýslumaður á Keflavíkurflug-
velli, segir allan undirbúning
hafa gengið snurðulaust fyrir sig
en þegar tilkynnt var um bilunina
klukkan þrjú í gær var allt sett á
viðbúnaðarstig. Þá felur í sér að
samhæfingarstöðin í Skógarhlíð
mönnuð svo og aðgerðastjórn-
stöðin á Keflavíkurflugvelli og
vettvangsstjórnstöðin auk þess
sem björgunarsveitir og sjúkra-
hús eru sett í viðbragðsstöðu.
Þrátt fyrir þetta var hættan á
óhappi talin lítil.
Þotan var á leið frá Frankfurt
í Þýskalandi til Toronto í Kanada.
Lögreglan á Keflavíkurflugvelli
taldi að hinir tæplega 300 far-
þegar og áhöfn þotunnar myndu
bíða í flugstöðinni eftir að flug-
félagið sendi þeim aðra vél til að
flytja þá áfram til Toronto. - sgi
Farþegaþota kanadísks flugfélags nauðlendir í Keflavík:
Mikill viðbúnaður á vellinum
MIKILL VIÐBÚNAÐUR Lögregla og slökkvilið
höfuðborgarsvæðisins var í viðbragðsstöðu
í Straumsvík. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
ALLT GEKK VEL Þrátt fyrir skerta flughæfni
þotunnar var ekki talin mikil hætta á
ferðum við lendingu.
M
YN
D
/VÍKU
R
FR
ÉTTIR