Fréttablaðið - 05.12.2005, Síða 8

Fréttablaðið - 05.12.2005, Síða 8
8 5. desember 2005 MÁNUDAGUR Meindl Colorado GTX Jólatilboð kr. 14.990.- verð áður kr. 17.990.- FRÁ FUNDINUM Á HÖFN Þorsteinn þylur hér þá Lilju sem sumir kveðið vildu hafa en aðrir ekki. SJÁVARÚTVEGUR Hafrannsókna- stofnun hefur nú lokið tólf funda hringferð sinni um landið en síðasti fundurinn var haldinn á Höfn í Hornafirði í vikunni. Að sögn Þorsteins Sigurðsson- ar fiskifræðings sem hélt erindi á Höfn voru umræður einna mestar um nýtingu loðnustofnsins en eins og fram hefur komið í Fréttablað- inu eru útgerðarmenn víða ugg- andi yfir fæðuskorti á miðum og kenna margir loðnuveiðum með flotvörpum um það ástand. Hafrannsóknastofnun fær mikið lof fyrir fundarröðina frá þeim fjölmörgu útgerðar- og sjómönnum víða um land sem Fréttablaðið hefur talað við. - jse Fundir Hafrannsóknastofnunar: Uggandi vegna fæðuskorts FINNLAND Hen, 43 ára, hefur verið dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir 160 kynferðisbrot gegn börnum. Þetta er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp í þessum málaflokki í Finnlandi. Á norrænum vefmiðlum á laugardag kom fram að maðurinn hafði haldið dagbók með nákvæmum lýsingum á afbrotum sínum gegn yfir 400 drengjum í Taílandi á tímabilinu 1995-2005. Maðurinn á að hafa misnotað drengi kerfisbundið í 26 ferðum til Taílands. Sumir drengjanna voru aðeins tíu ára gamlir og nokkrir voru misnotaðir daglega í nokkrar vikur í senn. Heima hjá manninum var lagt hald á tölvu, sjónvarp, myndbands- upptökuvélar, vefmyndavél, 130 myndbönd, 280 geisladiska og þrettán DVD-myndir sem allar tengjast afbrotum hans. Maðurinn var handtekinn í janúar á þessu ári eftir að lögreglan hafði fylgst með honum í Taílandi ásamt belgískum manni sem nú er ákærður fyrir að níðast á börnum. - ghs Barnaníðingur dæmdur í ellefu ára fangelsi í Finnlandi: Hélt nákvæmar dagbækur FINNLAND Barnaníðingur hefur verið dæmdur í 11 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart börnum. Maðurinn hélt dagbækur yfir brot sín. UMHVERFISMÁL Breytingar á Færi- bandinu svonefnda, hafstraumi sem ber hlýjan sjó á norðurslóð- ir og kaldan aftur að miðbaug, eru mun hraðari en talið var og kunna að valda stórfelldri kólnun í Evrópu, samkvæmt vísbendingum í rann- sókn sem Harry Bryden, breskur haffræðingur hefur staðið fyrir. Ralf Döscher á sænsku veður- og haffræðistofnuninni segir Bryden og kollega hans hafa mælt hafstrauma á mismunandi dýpi þvert yfir Atlantshafið allt frá árinu 1957. Litlar breyting- ar hafi komið fram allt til ársins 1998, en eftir þann tíma séu þær stórfelldar. Erlendir fréttamiðlar hafa svo eftir Bryden að þetta sé í fyrsta sinn sem merkja megi svo hraðar breytingar í þessa veru að þeirra verði vart á mannsævi. The Guardian hefur eftir honum að haldi þessi þróun áfram megi búast við kólnun veðurfars í norð- anverðri Evrópu um eina gráðu á áratug. Um leið bendir hann á að þetta víxlstreymi hlýrri og kald- ari sjávar hafi á ísöld stöðvast alveg. Vísbendingarnar sem nú eru komnar fram renna stoðum undir kenningar um að bráðnun íshell- unnar á norðurskautinu og jökla á norðurslóðum dragi úr seltu sjávar, sem verði til þess að kald- ur sjór sökkvi síður og berist því ekki aftur suður undir miðbaug. Bryden bendir þó sjálfur á að niðurstöður hans sanni ekki að breyting sé að eiga sér stað heldur þurfi að stunda mælingar í mörg ár í viðbót. Fjallað er um rannsóknina í nýjasta hefti tíma- ritsins Nature. Trausti Jónsson veðurfræðing- ur tekur undir að mælingarnar á hafstraumum sem vísað sé til hafi staðið nokkuð stutt yfir. „Menn hafa mælt þarna botnstrauma með meiri nákvæmni en áður hefur verið gert, en eldri gögn eru gisin og menn vita ekki í raun hver náttúrulegur breytileiki þeirra gagna sem verið er að mæla er.“ Hann segir niðurstöður Brydens vera viðbót í „hrúgu misvísandi rannsókna“ og allt of snemmt sé að draga af þeim ályktanir. „En þeir eru hrifnir af veðurfarskrís- um þarna hjá Nature og sjálf- sagt vekur þetta athygli,“ segir Trausti. Líkur á kólnandi veðri í Evrópu Nýjar mælingar renna stoðum undir hamfarakenningar tengdar Golfstraumnum. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir allt of snemmt að draga ályktanir af niðurstöðunni. HITAMYND AF HEIMSHÖFUNUM Hér sjást uppsafnaðar hitamælingar heimshafanna í maímánuði árið 2001. Golfstraumurinn liggur norður með austurströnd Mið-Ameríku og Bandaríkjanna, en streymir svo eftir Atlantshafinu upp að ströndum Evrópu og norður fyrir Ísland. MYND/NASA-KSC TRAUSTI JÓNSSON Veðurfræðingur segir mælingar á Golfstraumnum hafa staðið nokkuð stutt yfir. olikr@frettabladid.is Ferðamenn veltu á Þingvöllum Erlendir ferðamenn slösuðust þegar bíll valt á Vallavegi á Þingvöllum rétt eftir hádegi á laugardag. Hálka var á veginum en tveir menn af fjórum slösuðust nokkuð og voru fluttir með sjúkrabíl til Reykjavíkur til nánari athugunar. Sá er slasaðist meira sat í aftursæti og var ekki í bílbelti. LÖGREGLUFRÉTTIR VERÐLAUN Vefir verðlaunaðir Íslensku vefverðlaunin voru afhent í fimmta sinn á þriðjudag. Besti íslenski vefurinn var valinn mbl.is, besti fyrirtækjavefurinn í ár er glitnir.is og verðlaunin fyrir besta einstaklingsvefinn hlaut arni.hamstur.is. Þá hlaut skjarinn.is verðlaun fyrir besta afþreyingarvefinn og verðlaun fyrir bestu útlits- og viðmótshönnun féllu í skaut isb.is. FJÖLMENN MÓTMÆLI Lögregla segir 63.000 manns hafa tekið þátt í göngunni en skipuleggjendur hennar segja að 250.000 manns hafa mætt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HONG KONG, AP Fjölmenn mótmæli fóru fram í Hong Kong í gær þar sem knúið var á um lýðræðis- umbætur í héraðinu. Ólíklegt er talið að yfirvöld í Peking bregðist við óskum fjöldans. Skipuleggjendur göngunnar segja að 250.000 manns hafi tekið þátt í henni en búist hafði verið við mun minni fjölda. Lögregla í Hong Kong segir hins vegar að 63.000 manns hafi mætt. Fólkið vildi með samkomunni krefjast fulls lýðræðis fyrir héraðið og um leið láta í ljós óánægju sína með nýjar tillögur stjórnvalda í Peking í þessum efnum. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að 800 manna samkunda velji héraðsstjóra og að eingöngu helmingur þingmanna Hong Kong verði kjörinn af íbúum héraðsins. Forsvarsmenn göngunnar og frjálslyndir þingmenn kröfðust viðbragða Donald Tsang héraðsstjóra við gagnrýninni sem fram kom í mótmælunum. Tsang svaraði því til að hann hefði meðtekið kröfurnar en ekki væri mögulegt að gera neinar tímaáætlanir um framvindu lýðræðisumbótanna. Hong Kong hefur verið undir stjórn Kína síðan 1997 en borgríkið nýtur mun meiri réttinda og sjálfstæðis en önnur sjálfstjórnarhéruð landsins. - shg Tugþúsundir Hong Kong-búa mótmæltu: Skorað á yfirvöld að koma á fullu lýðræði VEISTU SVARIÐ 1Af hvaða tilefni heimsóttu börn af erlendum uppruna Bessastaði á laugardag? 2 Hve há var desemberuppbótin til eldri borgara fyrir skatta? 3 Í hvaða tveimur íslenskum sjónvarpsþáttum er eins sófasett? SVÖRIN ERU Á BLS. 50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.