Fréttablaðið - 05.12.2005, Side 10

Fréttablaðið - 05.12.2005, Side 10
10 5. desember 2005 MÁNUDAGUR PEKING, AP Pyntingar eru ennþá algengar í kínverskum fangelsum enda þótt ríkisstjórn landsins seg- ist vinna að því hörðum höndum að uppræta slíkt ofbeldi. Þetta er niðurstaða erindreka Sameinuðu þjóðanna sem kannaði ástandið og ræddi við fanga. Manfred Nowak, erindreki SÞ, ferðaðist um Kína í síðasta mánuði og fékk þá einstakt tækifæri til að ræða við fanga og embættismenn um þessi mál. Hann sagði við kynn- ingu á niðurstöðum sínum í gær að þótt kínversk stjórnvöld hefðu gert ýmislegt jákvætt á síðustu árum til að koma í veg fyrir misþyrmingar í fangelsum sínum væru pyntingar enn algengar. Ofbeldi virðist einkum beitt á kerfisbundinn hátt gegn tíbet- skum föngum en einnig fá meðlim- ir í samtökunum Falun Gong sinn skerf. Pyntingum er beitt til að ná fram játningum en einnig í refsing- ar- og „endurhæfingarskyni“. He Depu lýðræðisumbótasinni var til dæmis neyddur til að liggja kyrr á rúmi í köldu herbergi í fang- elsi sínu í 85 daga. Barsmíðar með rafmagnskylfum og langvarandi vökur eru meðal þess sem fangarn- ir eru látnir sæta. Kínversk stjórnvöld segja að sú staðreynd að þau hafi heimilað heimsóknina sýni að þeim sé alvara með að uppræta þennan ófögnuð. - shg Erindreki SÞ rannsakaði umfang pyntinga í kínverskum fangelsum: Pyntingar ennþá algengar MANFRED NOWAK Barsmíðar með hnefum eða kylfum, jafnvel rafmagnskylfum, eru algengustu pyntingaraðferðirnar í Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STEINGERVINGAR Nýfundinn stein- gervingur af elsta þekkta fuglinum, Archaeopteryx, þykir gefa áreið- anlegar vísbendingar um að fuglar séu komnir af risaeðlum. Þetta kemur fram á heimasíðu National Geographic. Lag höfuðkúpu og fóta Archaeopteryx- steingervingsins þykir renna enn frekari stoðum undir þessa kenningu. Ef kenningin reynist sönn er í vissum skilningi rangt að segja að risaeðlur séu útdauðar.  Ný kenning um risaeðlur: Fuglar komnir af risaeðlum ARCHAEOPTERYX Útfjólublá mynd af stein- gervingnum. VIÐURKENNING Atvinna með stuðn- ingi hlaut Múrbrjótinn á alþjóða- degi fatlaðra á laugardag. Landssamtökin Þroskahjálp standa fyrir verðlaununum en þau eru veitt aðilum eða verkefnum sem talin eru hafa rutt fólki með fötlun braut í átt að jafnrétti við aðra samfélagsþegna. Atvinna með stuðningi gerir fötl- uðu fólki kleift að stunda atvinnu á almennum vinnumarkaði með aðlögun og stuðningi. Svæðisskrifstofur málefna fatlaðra í Reykjavík og á Reykja- nesi ásamt félagsþjónustunni á Akureyri fengu verðlaunin.  Atvinna með stuðningi verðlaunuð: Þrír hlutu Múrbrjóta MÚRBRJÓTARNIR AFHENTIR Þrír hlutu viðurkenningu á alþjóðadegi fatlaðra. SVÍNUM SLÁTRAÐ Á árlegri hátíð slátrara í Voganj norðvestur af Belgrad í Serbíu eða Svartfjallalandi var keppt í slátrun svína með kjötöxi á laugardag. Svínaslátrun dregur oft ferðamenn í dreifbýli landsins. MYND/AP BANDARÍKIN Yfirvöld samgöngu- öryggismála í Bandaríkjunum hafa tilkynnt að frá og með 22. desember megi flugfarþegar hafa með sér um borð smáskæri og lítil málmáhöld. Þau hafa verið bönn- uð í flugvélum síðan 11. septemb- er 2001, þegar hryðjuverkaárásin var gerð á Tvíburaturnana í New York. Í staðinn hyggjast yfirvöld fjölga skyndileit á fólki og skoða það nánar en áður. Ekki verður þó leitað sérstaklega á sumum hópum umfram öðrum, til dæmis Mið-Austurlandabúum, að því er fram kemur á vefsíðu CNN.  Breytingar í Bandaríkjunum: Skæri leyfð í flugvélum SKIPULAGSMÁL „Við létum setja upp skilti við aðkomuna að sveitarfé- laginu en bæjarstjórinn lét fjar- lægja það eftir nokkrar klukku- stundir svo þetta er greinilega mikið átakamál,“ segir Berglind Libungan. Hún fer fyrir aðgerða- hópi sem beinir kröftum sínum gegn skipulagstillögu bæjar- stjórnar um nýjan miðbæ á Álfta- nesi. „Það sem við sjáum að þess- ari tillögu er að það á að byggja mjög þétt og hátt þannig að útsýni verður mjög takmarkað og það er annað en Álftnesingar eru vanir. Svo er aðeins ein innkeyrsla eða gata inn í þennan miðbæ þar sem á svo að vera skóli og íbúðir fyrir aldraða og það teljum við ekki skynsamlegt. Í þriðja lagi á þetta að heita miðbær en svo er aðeins gert ráð fyrir skóla og íbúðum þarna en ekki einasta kaffihúsi eða þjónustu sem miðbær ætti nú að skarta,“ segir Berglind. Nú hefur hópurinn sett upp annað skilti þar sem á stendur „tjáningarfrelsi“ en svo hefur verið krossað yfir orðið. Hópur- inn stóð fyrir opnu húsi á föstudag í Haukshúsum þar sem skipulags- málin voru rædd og undirskrift- um safnað til að mótmæla tillög- unni en frestur fyrir kvartanir rennur út á Þorláksmessu. Guðmundur Gunnarsson bæj- arstjóri segir þessa gagnrýni hópsins byggða á vanþekkingu á skipulagstillögunum. „Ákveðið var að hafa byggðina þétta þarna miðsvæðis en dreifðari á jaðar- svæðum svo við göngum ekki á náttúruna og fuglalífið og byrgj- um þetta fallega útsýni á Álfta- nesi,“ segir Guðmundur. „En húsin í miðbænum verða engu hærri en hæstu hús eru nú á Álftarnesi og þau eru engu hærri en gert var ráð fyrir í tillögum sem þessi mót- mælendahópur stóð sjálfur fyrir. Það er rétt að ein innkeyrsla er að miðbænum enda á hann að vera frekar íbúavænn en ekki bílvænn. Þarna verður skipulagið með þeim hætti að ökumenn finna að bíllinn er ekki hafður í hávegum og hraðakstur ekki liðinn enda erfiður eins og aðstæður verða. Svo er það alls ekki rétt að engin kaffihús eða þjónustufyrir- tæki eigi að vera í miðbænum. Það er einmitt gert ráð fyrir slíku þó að bæjarstjórnin ætli ekki að fara að standa í slíkum rekstri, hún hefur annað að gera en að selja mönnum kaffi og bjór,“ segir bæj- arstjórinn. jse@frettabladid.is Óánægja með nýjan miðbæ Aðgerðahópur beitir ýmsum ráðum til að fá skipulagstil- lögum um nýjan miðbæ á Álftanesi hnekkt. Bæjarstjór- inn segir hópinn ekki þekkja tillögurnar. SKILTIÐ FJARLÆGT Bæjarstarfsmenn taka niður skilti aðgerðarhópsins aðeins fáum klukkustundum eftir að það var sett upp. Þá var annað sett upp sem gefur til kynna að tjáningarfrelsi líðst ekki á Álftanesi en það hefur fengið að standa. DAGVISTUN Ekki var annað að sjá en að börnin kynnu mæta vel við sig í Reynisholti, nýja leikskólan- um við Gvendargeisla sem tekinn var formlega í notkun á miðviku- dag. Eflaust búa þau nú þegar yfir meiri hugarró en flestir aðrir þar sem rík áhersla er lögð á slíkt í leikskólanum og stunda þau meðal annars jóga í þeim tilgangi. Um tuttugu börn eru nú í leik- skólanum en þeim mun fjölga hægt og bítandi á næsta ári. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri tók þátt í gleðinni með börnunum og starfsfólki þegar leikskólinn var tekinn formlega í notkun. Þökkuðu börn- in fyrir heimsóknina með söng og annarri skemmtan. - jse Nýr leikskóli í Grafarholti í Reykjavík: Áhersla lögð á hugarró LEIKSKÓLABÖRN Í REYNISHOLTI Kátt var á hjalla þegar leikskólinn Reynisholt var formlega tekinn í notkun.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.