Fréttablaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 20
 5. desember 2005 MÁNUDAGUR20 „Hjálpum þeim” er söfnunarátak fyrir Hjálparstarf kirkjunnar vegna hamfaranna í Pakistan. Ný útgáfa af laginu er flutt af landsliði íslenskra tónlistarmanna. Söluandvirði þessarar geislaplötu, utan við virðisaukaskatt, rennur óskipt til söfnunarátaksins. Geislaplatan kemur í verslanir 10. desember Einn sterkasti stjórnmálaleiðtogi landsins, Davíð Oddsson, hefur nú verið seðlabankastjóri í rúman mánuð og verður spennandi að sjá hvaða tökum hann tekur starfið og hvort og þá hvaða mark hann mun setja á Seðlabankann og efnahagslíf þjóðarinnar í þessu nýja hlutverki eftir að hafa stýrt efnahagsmálum landsins í vel á annan áratug. Þetta skýrist á næstu mánuðum og misserum en fyrst reyndi á nýjan seðlabanka- stjóra fyrir helgina þegar hann sem formaður bankastjórnar kynnti hækkun stýrivaxta. Nátengdur stjórnmálahagsmunum Davíð er lögfræðingur, ekki hagfræðingur að mennt. Sem fyrrverandi forsætisráðherra og formaður stærsta stjórnmála- flokks landsins er hann pólitískur bankastjóri. Hagfræðingar hafa gagnrýnt skipun hans í embættið, sérstaklega Þorvaldur Gylfason, prófessor við Háskóla Íslands. Þorvaldur segir að peningamál og stjórnmál séu vond blanda því að reynslan sýni að stjórnmálamönn- um hætti til að misbeita valdi sínu í peningamálum. Þess vegna eigi stjórnmálamenn ekki heima í seðlabankastjórnum. Seta þeirra grafi undan lögboðnu sjálfstæði seðlabankanna. „Jafnvel vel menntaðir og þaulreyndir hagfræðingar úr hópi stjórnmálamanna henta yfir- leitt ekki heldur vel sem seðla- bankastjórar af því að þeir eru of nátengdir stjórnmálahagsmun- um,“ segir Þorvaldur og telur að stjórnmálamenn þurfi að koma sér burt úr Seðlabankanum og láta hann í friði. Þorvaldur rifjar upp að for- maður bankastjórnar hafi lengst af verið vel menntaður og þaul- reyndur hagfræðingur sem hafi aldrei komið nálægt stjórnmál- um. Seðlabankinn var fluttur úr fagráðuneyti yfir til forsætisráðu- neytisins fyrir nokkrum árum. Þorvaldur segir að tilfærslan hafi gengið þvert á það sjónarmið sem nýju lögunum hafi verið ætlað að virða, að Seðlabankinn ætti eftirleiðis að njóta og neyta auk- ins sjálfstæðis gagnvart öðrum stjórnvöldum eins og færst hefur í vöxt í öðrum löndum. Að mati Þorvalds hefur það sýnt sig að yfirbragð Seðlabankans hafi verið pólitískara síðustu ár en nokkru sinni fyrr. „Nú er sjálfskipaður fulltrúi stjórnmálastéttarinnar formað- ur bankastjórnarinnar, blóðugur upp að öxlum úr orrahríð stjórn- málanna og hefur auk þess fengið sektardóm fyrir meiðyrði, en það er einsdæmi um seðlabankastjóra í okkar heimshluta. Orð eru dýr í seðlabönkum og þess vegna meðal annars henta orðljótir stjórnmála- menn öðrum fremur illa þótt víðar væri leitað,“ segir Þorvaldur. Setur mark sitt á öll störf Birgir Ármannsson, alþingismað- ur og fulltrúi Sjálfstæðisflokks í efnahags- og viðskiptanefnd alþingis, telur fullsnemmt að segja til um hvernig seðlabanka- stjóri Davíð verður. Hann segir það skipta verulegu máli hverj- ir gegni embætti seðlabanka- stjóra enda séu allar meiriháttar ákvarðanir teknar af bankastjór- unum þremur. Hann bendir á að formaður bankastjórnar hafi oddaatkvæði og eigi að höggva á hnúta ef ágreiningur kemur upp. Davíð gegnir einmitt þessu hlut- verki. Birgir kveðst ekki vera í vafa um að Davíð setji mark sitt á öll störf sem hann taki að sér. Í starfi seðlabankastjóra mark- ist svigrúm hans af lögunum og miðað við hvernig framkvæmd- in hafi verið síðustu ár eigi hann ekki von á neinum byltingum í bankanum. „Það er alltof snemmt að segja hvernig hann á eftir að vinna úr sinni stöðu þarna en ég er hins vegar sannfærður um að hann er ekki að fara í seðlabankann til að setjast í helgan stein,“ segir Birg- ir. Ingólfur Bender, forstöðumað- ur Greiningar Íslandsbanka, segir að hlutverk seðlabankastjóra hafi ekkert breyst með nýjum manni. Seðlabankinn hafi það markmið að halda verðbólgunni í 2,5 pró- sentum og hann hafi stýrivext- ina sem stýritæki í höndum sér og reyni að beita því þannig að markmiðið náist. Ingólfur segir að skipan seðlabankastjóra í nágrannalöndum Íslands fari fram með svipuðum hætti og hér. Hægt sé að velta fyrir sér hvort hið pólitíska landslag geti truflað en hefur ekki mikla trú á því að það geti gerst, Seðlabankinn hafi afar skýrt hlutverk og afmarkað. „Hans aðgerðir eru orðnar mjög gegnsæjar í dag. Maður sem situr þarna getur ekki leyft sér neitt slíkt. Það kæmi mjög skýrt fram og bankinn næði síður verð- bólgumarkmiði sínu. Þess vegna held ég að allir átti sig á því og spili innan þess ramma sem þeir hafa. Það er á margan hátt ágætt að hafa sterkan aðila í brúnni sem Davíð gefur bankanum pólitískt yfirbragð Bílageymsla. 1. hæð Matsalur, móttaka og skrifstofur Seðlabankans. 2. hæð Reiknistofa bankanna. 3. og 4. hæð Skrifstofur Seðlabankans. 5. hæð Skrifstofur seðlabankastjóra og fundarherbergi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A Davíð Oddsson hefur verið einn sterkasti stjórnmálaleið- togi landsins í aldarfjórðung og hann hefur stýrt efnahags- málum landsins í vel á annan áratug. Á næstu mánuðum og misserum skýrist hvaða mark hann mun setja á Seðla- bankann og efnahagsmálin. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR, FORMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR „Ef menn fá á tilfinninguna að bankinn láti stjórnast af pólitískum veðrabrigðum eða sé með hentistefnu þá getur það verið mjög skaðlegt fyrir efnahagslífið og alla umgjörð peningamála,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. DAVÍÐ ODDSSON SEÐLABANKASTJÓRI Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, tilkynnti hækkun stýrivaxta á föstudag. Sumir telja hættu á að þessi gamli stjórnmálaleiðtogi haldi sig ekki innan þess ramma sem hlutverkinu er ætlað. Kannski óþarfar áhyggjur en hver veit? Aðrir telja að reynsla hans og þekking komi að góðum notum í þessu starfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.