Fréttablaðið - 05.12.2005, Síða 25

Fréttablaðið - 05.12.2005, Síða 25
MÁNUDAGUR 5. desember 2005 25 UMRÆÐAN KJÖR ALDRAÐRA BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON AF NETINU F í t o n / S Í A Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00 VEGLEGI PAKKINN 200.000 kr. jólaafsláttur! Tegund Ver› me› afslætti Pathfinder XE beinskiptur 3.590.000,- Pathfinder SE beinskiptur 3.950.000,- Pathfinder SE sjálfskiptur 4.090.000,- Pathfinder LE sjálfskiptur 4.590.000,- Pathfinder LE IT 4.790.000,- N†R PATHFINDER ME‹ TVÖ HUNDRU‹ fiÚSUND KRÓNA AFSLÆTTI OG HUNDRA‹ fiÚSUND KRÓNA JÓLAGJÖF Í KAUPBÆTI. A‹EINS 20 BÍLAR Á fiESSU TILBO‹I! PATHFINDER JÓLA–NISSAN 300.000 KALL Í JÓLAGJÖF! SKIPT_um landslag A‹EINS 20 BÍLARÁ fiESSU TILBO‹I! KAUPAUKI100.000 kr.GJAFABRÉF HJÁ Mikil umræða hefur átt sér stað um málefni aldraðra. Sennilega er það m.a. vegna þess að kosningar nálgast. En einnig hafa mikil blaða- skrif aldraðra og umfjöllun í sjón- varpi um þessi mál vakið mikla athygli á málefnum eldri borgara. Margir stjórnmálaflokkar hafa á yfirstandandi alþingi flutt tillögur um aðgerðir í þágu aldraðra. Samfylkingin flutti tillögu um afkomutryggingu aldraðra strax og þing kom saman í haust. Sam- kvæmt hennar tillögu á að tryggja öldruðum lífeyri fyrir eðlilegum framfærslukostnaði. Og það á að hækka lífeyri aldraðra í samræmi við hækkun kaupgjalds launþega. Í greinargerð með tillögunni er skýrt frá því, að árið 1995 hafi tengsl verið rofin milli lífeyris aldraðra og kaupgjalds lágmarks- launa á almennum vinnumarkaði. En fram að þeim tíma hafi lífeyrir aldraðra hækkað sjálfvirkt, þegar lágmarkslaun hækkuðu. Í greinar- gerðinni segir, að lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum þurfi að hækka um 12 þúsund kr. á mánuði til þess að jafna þá gliðnun sem orðið hafi. Landssamband eldri borgara segir að lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum þurfi að hækka um 17 þúsund kr. á mánuði til þess að ná þessu marki. Samtök vinstri grænna og Frjálslyndi flokkurinn hafa einnig flutt tillög- ur á alþingi um að bæta hag aldr- aðra. Það var mikið óheillaspor sem var stigið 1995, þegar rofin voru tengslin milli lífeyris aldraðra og lágmarkslauna. Þáverandi forsæt- isráherra lýsti því þá yfir að kjör aldraðra mundu ekki versna við þessa breytingu. Trygging aldraðr- a í því efni yrði tvöföld: Það yrði bæði miðað við launabreytingar og verðlagsbreytingar. Ekki hefur verið staðið við þessa yfirlýsingu, þetta fyrirheit. Það var svikið. Þegar litið er á þróun lífeyris aldr- aðra og breytingar lágmarkslauna síðasliðin 11 ár sést, að lífeyrir aldraðra hefur dregist mikið aftur úr launum láglaunafólks. Lífeyrir aldraðra hefur aðeins hækkað um brot þess sem laun láglaunafólks hafa hækkað um. Það hafa verið hafðar af öldr- uðum stórar fjárhæðir á þessu tímabili. Samkæmt útreikning- um hefur ríkið haft af öldruðum á þessu tímabili um 40 milljarða króna! Það eru miklir fjármunir. Þetta þýðir að aldraðir áttu megn- ið af Símapeningunum.Þegar ríkið var að ráðstafa peningunum sem fengust fyrir sölu Símans var í rauninni verið að rástafa að veru- legu leyti peningum sem aldraðir áttu. Hvernig ætlar ríkið að bæta öldruðum það, sem af þeim hefur verð haft? Ríkisstjórnin hefur sagt að enda þótt búið sé að ráð- stafa megninu af Símapeningunum muni sú ráðstöfun rýmka til fyrir öðrum fjárveitingum.Það verður því væntanlega af þeim sökum auðveldara að standa við endur- greiðslur til aldraðra.Það er krafa aldraðra að staðið verði við fyr- irheitið,sem þeim var gefið 1995. Þeir eiga rétt á því. Stjórnmálamenn fá áhuga á málefnum aldraðra Úthringi-æði Rétt fyrir jól renna á menn ýmiss konar æði. Eitt af þeim er úthringi-æði góðgerðafélaga. Í vikunni hefur ég fengið fimm slík símtöl en eiginmaðurinn ekkert, reyndar var í einu símtalinu spurt eftir öðru hvoru okkar. Undirrituð hefur unnið við úthringingar sjálf og veit því hversu niðurdrepandi það er að fá hranaleg og jafnvel dónaleg svör fólks sem stundum skellir nánast á áður en úthringjandinn nær að kynna sig og hvaða málefni hann hringi út af. Því reynir maður að bíða eftir að viðkomandi hafi klárað fyrstu setningu áður en tilkynnt er að númerið sem hringt var í sé bannmerkt í símaskrá. Fólk biður margfaldlega afsökunar og lofar að skrá nafnið manns niður þannig að ekki verði hringt aftur. Af fenginni reynslu er vitað að það eru orðin tóm. Guðrún Pálína Ólafsdóttir á deiglan. com Glansmyndir Sjálfsagt eru fáir leiðangrar í rannsóknarblaðamennsku frægari en sá sem þýski blaðamaðurinn Günter Wallraff hélt í árin 1983-1985 þegar að hann dulbjó sig sem tyrkneskan verkamann og kynntist því lífi og þeim kjörum sem hið svokallaða gestaverkafólk (Gästarbeiter) bjó við í Þýskalandi. Afrakstur úttektarinnar varð frægur um allan heim í bók Wallraffs, Ganz unten (Niðurlægingin í íslenskri þýðingu frá 1986) þar sem hulunni var svipt af tvöfeldni þýsks þjóðfélags. Gestaverkafólkið þrælaði - og þrælaði er rétta orðið - við ömurlegar aðstæður til þess að halda gangandi glansmyndinni af hinu góða og yndislega Þýskalandi hinum betur settu borgurum til handa. Sigurður Ólafsson á sellan.is Námsmenn í vinnu Þetta er auðvitað ekki í fyrsta skiptið sem ég geng um verslunarkjarna borgarinnar og auðvitað veit ég að flestar búðanna eru mannaðar með ungu og frísklegu fólki. Það kom mér hinsvegar á óvart að vinkona mín, sem er framhaldsskólakennari, virtist þekkja flestar stúlkurnar sem tóku á móti okkur í öðrum verslunarkjarnanum. Vinkona mín var líka hissa enda var um að ræða sama stúlknahópinn og deilt hafði ákaft á styttingu náms til stúdentsprófs. Athyglisvert. Vinkona mín, framhaldsskólakennarinn, ákvað að gera örlitla könnun í framhaldi þessarar upplifunar okkar þar sem hún spurði hversu hátt starfshlutfall þessara stúlkna almennt væri. Könnunin var ekki mjög vísindaleg en í ljós kom að margar stunda 50 til 60% starf með skólanum. Ástæðan? Oftast til þess að eiga pening fyrir fötum. Kristrún Lind Birgisdóttir af tikin.is 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.