Fréttablaðið - 05.12.2005, Page 30

Fréttablaðið - 05.12.2005, Page 30
 5. desember 2005 MÁNUDAGUR4 Þátturinn Veggfóður verður fjölbreyttur að venju í kvöld. Þar mun Vala Matt meðal annars kíkja í heimsókn til dagskrárgerðarmannsins Egils Eðvarssonar þar sem hann hefur útbúið herbergi úr gleri inni í stofu hjá sér. ,,Það var ekki flóknara en það að mig vantaði vinnustofu. Ég hef alltaf átt mér vinnustofu tengda heimilinu, þar sem ég mála mikið. Í þetta skiptið var ekkert auka rými þannig að ég ákvað að taka hluta úr stofunni og byggja mér vinnustofu úr gleri,“ segir Egill og bætir við að það hafi gengið ljómandi vel að smíða hana. Hann segir að fátt annað en gler hafi komið til greina sem veggir í herbergið. ,,Mig langaði ekki að loka mig af í einhverju gluggalausu rými. Þannig að hugmyndin kviknaði út frá þörf- inni. Ég þurfti að hafa ljós og birtu og hefði ég lokað þessu hefði hvort tveggja minnkað, stofan og vinnuherbergið. Uppi stendur líka þessi skemmtilega lausn. Vinnuherbergið nýtir Egill ekki bara til að mála heldur má einnig nota það sem svefnher- bergi. ,,Vakinn og sofinn er ég inni á vinnustofunni og svo hef ég heimilið allt í kring,“ segir Egill en neitar því að það sé óþægilegt að sofa inni í svona opnu herbergi. ,,Það er mjög þægilegt. Úr herberginu sé ég stofuna, eldhúsið, borðstofuna og allt. Ég get líka unnið út í eitt þarna. Þegar ég er orðinn yfirþreyttur á að mála þá dett ég bara í rúmið sjálfvirkt og vakna síðan bara í rúminu, stíg fram úr og held áfram. Þannig að þetta er mjög praktískt,“ segir Egill og hlær. Vala er einnig mjög hrifin af þessari lausn. ,,Algjör snilldar- lausn þegar búa á til herbergi inni í stofunni.“ Það verður einnig margt annað skemmtilegt í hönnunar- og lífstílsþættinum Veggfóðri í kvöld klukkan 21 á sjónvarpsstöðinni Sirkus. Egill byggði vinnustofu inni í stofunni sinni Egill sýnir Völu smekklegu vinnustofuna sína en henni er lokað með rennihurð úr hertu gleri. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Hér sést hversu lítið svæði fer undir glerveggina stela í burtu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Herbergið má bæði nýta sem vinnuaðstöðu og sem svefnherbergi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Glerherbergið er mjög opið og það finnst Agli vera mikill kostur. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA VEGGFÓÐUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.