Fréttablaðið - 05.12.2005, Síða 30

Fréttablaðið - 05.12.2005, Síða 30
 5. desember 2005 MÁNUDAGUR4 Þátturinn Veggfóður verður fjölbreyttur að venju í kvöld. Þar mun Vala Matt meðal annars kíkja í heimsókn til dagskrárgerðarmannsins Egils Eðvarssonar þar sem hann hefur útbúið herbergi úr gleri inni í stofu hjá sér. ,,Það var ekki flóknara en það að mig vantaði vinnustofu. Ég hef alltaf átt mér vinnustofu tengda heimilinu, þar sem ég mála mikið. Í þetta skiptið var ekkert auka rými þannig að ég ákvað að taka hluta úr stofunni og byggja mér vinnustofu úr gleri,“ segir Egill og bætir við að það hafi gengið ljómandi vel að smíða hana. Hann segir að fátt annað en gler hafi komið til greina sem veggir í herbergið. ,,Mig langaði ekki að loka mig af í einhverju gluggalausu rými. Þannig að hugmyndin kviknaði út frá þörf- inni. Ég þurfti að hafa ljós og birtu og hefði ég lokað þessu hefði hvort tveggja minnkað, stofan og vinnuherbergið. Uppi stendur líka þessi skemmtilega lausn. Vinnuherbergið nýtir Egill ekki bara til að mála heldur má einnig nota það sem svefnher- bergi. ,,Vakinn og sofinn er ég inni á vinnustofunni og svo hef ég heimilið allt í kring,“ segir Egill en neitar því að það sé óþægilegt að sofa inni í svona opnu herbergi. ,,Það er mjög þægilegt. Úr herberginu sé ég stofuna, eldhúsið, borðstofuna og allt. Ég get líka unnið út í eitt þarna. Þegar ég er orðinn yfirþreyttur á að mála þá dett ég bara í rúmið sjálfvirkt og vakna síðan bara í rúminu, stíg fram úr og held áfram. Þannig að þetta er mjög praktískt,“ segir Egill og hlær. Vala er einnig mjög hrifin af þessari lausn. ,,Algjör snilldar- lausn þegar búa á til herbergi inni í stofunni.“ Það verður einnig margt annað skemmtilegt í hönnunar- og lífstílsþættinum Veggfóðri í kvöld klukkan 21 á sjónvarpsstöðinni Sirkus. Egill byggði vinnustofu inni í stofunni sinni Egill sýnir Völu smekklegu vinnustofuna sína en henni er lokað með rennihurð úr hertu gleri. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Hér sést hversu lítið svæði fer undir glerveggina stela í burtu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Herbergið má bæði nýta sem vinnuaðstöðu og sem svefnherbergi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Glerherbergið er mjög opið og það finnst Agli vera mikill kostur. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA VEGGFÓÐUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.