Fréttablaðið - 05.12.2005, Page 71

Fréttablaðið - 05.12.2005, Page 71
MÁNUDAGUR 5. desember 2005 27 Kýrin Blökk sem býr í góðu yfirlæti í Húsdýragarðinum kom starfsmönnum nokkuð á óvart að kveldi fyrsta dags aðventu þegar hún bar svarthuppóttri kvígu. Þetta var tveimur mánuðum fyrr en gert var ráð fyrir. Dýrahirðar garðsins hafa því í nógu að snúast þessa dagana við að gefa kálfinum mjólkursopa oft á dag. Kvígan litla var heldur smá, aðeins nítján kíló, en síðasti kálfur sem borinn var í garðinum var um 40 kíló að þyngd þriggja daga gamall. Húsdýragarðinum hefur borist enn meiri nýliðun en eins og undanfarin ár dvelur þekktur stóðhestur þar. Þetta árið er það skagfirski gæðingurinn Kraflar frá Miðsitju sem nýtur gestrisni Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Kraflar er margverðlaunaður og hlaut síðast heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á Landsmóti hestamanna árið 2004 sem er mesti heiður sem stóðhestur getur hlotið. Óvæntur aðventukálfur og gæðingur HEIÐURSHESTUR Kraflar frá Miðsitju er gæðingafaðir og verður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í vetur. DÓTTIR BLAKKAR Kom í heimin tveimur mánuðum fyrir tímann til að taka þátt í jólaundirbúningnum. Ritmennt, ársrit Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, er komið út í níunda sinn. Ritmennt er alhliða menningarrit um íslenskt efni þar sem birtar eru fræðilegar ritgerðir, greinar eða skrár á þessum vettvangi, sem og óbirtar heimildir úr handritaarfi þjóðarinnar. Meðal efnis í blaðinu að þessu sinni er umfjöllun um Daniel Willard Fiske sem gaf Landsbókasafni meðal annars fágætt skákritsafn. Gerð er grein fyrir þýðingu séra Jóns Þorlákssonar á Bægisá á uppeldisriti eftir J.B. Basedow sem var bannað í Danmörku á sínum tíma. Áhrifum hugmyndafræði Gruntvigs á Íslendinga eru gerð skil auk margs annars fróðleiks. Ritmennt í níunda sinn FORSÍÐA RITMENNTAR Alhliða menningarrit um íslenskt efni. LJÓMANDI FAGURT Verk franska listamannsins Jean Francois Arnaud er hluti af hátíðinni „Tré og ljós“ í Genf í Sviss. AP/REUTERS Eina írska kráin í Reykjavík, Dubliner, er tíu ára um þessar mundir. Er ætlunin að nokkur gleði ríki á staðnum fram í miðjan mánuðinn af því tilefni, með írskri tónlist og gleðistundum. Þá ætla barþjónar staðarins að afgreiða milljónasta lítrann af bjór á næstunni. Hafnarstræti 4, sem hýsir Dubliner, er sögufrægt hús. Verslun var í húsinu frá 1798 allt til ársins 1995 þegar Dubliner var opnað. Þar var fyrsti íslenski fáninn dreginn að húni þann 12. júní 1809 að fyrirmælum Jörundar hundadagakonungs. ■ Dubliner í áratug SÖGUFRÆGT HÚS Í Hafnarstræti 4 var rekin verslun í nær 200 ár.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.