Fréttablaðið - 05.12.2005, Page 75

Fréttablaðið - 05.12.2005, Page 75
MÁNUDAGUR 5. desember 2005 31 Hjálmar hafa sýnt og sannað að Íslendingar geta spilað reggí, en nú reynir hljómsveitin L‘amour fou að bæta um betur og spila tangótónlist. Fyrirliði hljómsveit- arinnar, Hrafnkell Orri Egilsson, segist þó ekki dansa tangó, en sé mikill áhugamaður um tónlist- ina. „Ég fékk fyrst áhuga á tangó þegar ég sá franska tangóhljóm- sveit spila á Sólon fyrir 15 árum.“ Fræi hefur verið sáð þá sem er núna að bera ávöxt. „Lagið Þú og ég eftir Gunnar Þórðarson er í argentínskri sveiflu, en annað byggist á salontónlist frá því um miðja síðustu öld. Elsta lagið er Dagný frá 1944.“ Hljómsveitin heldur útgáfutónleika þann 15. desember í Þjóðleikhúskjallaran- um og verða þetta einu tónleikar hljómsveitarinnar í bili. „Aðeins tveir hljómsveitarmeðlimanna búa á Íslandi, hinir búa í New York, Kaupmannahöfn og Hol- landi.“ Aðdáendur Hrafnkels eiga þó möguleika á að sjá hann oftar, því hann leikur einnig á selló með Sinfóníuhljómsveit Íslands. ■ L‘AMOUR FOU Spilar tangótónlist í anda stríðsáranna. Íslenskur stríðsáratangó Söngdívurnar sjö sem skipa Frost- rósir falla landanum greinilega vel í geð því það eru einungis fimm hundruð miðar eftir á aukatón- leika þeirra í Laugardagshöll sem fram fara 10. desember. Upphaf- lega var gert ráð fyrir að einungis yrði um eina tónleika að ræða en aðsóknin var slík að brugðið var á það ráð að bæta við einum tónleik- um sem verða fyrr um daginn. Frostrósir hafa haldið jólatón- leika undanfarin þrjú ár en nú er þetta í síðasta skipti sem þeir verða haldnir í þessari mynd. Er því engu til sparað og á að klæða Höllina í sitt allra fínasta. Auk söngkvenanna sjö verður á sviðinu 150 manna karlakór og 25 manna hljómsveit en þeir Bjarni Ara- son, Leone Tinganelli og Gunnar Guðbjörnsson munu einnig heiðra gesti með nærveru sinni. ■ Frostrósir slá í gegn FROSTRÓSIR Það er að verða uppselt á aukatónleika Frostrósa. Kallarinn er margverðlaun- uð sakamálasaga eftir franska met- söluhöfundinn Fred Vargas, ókrýnda drottningu franskra glæpasagnahöf- unda. Í bókinni glímir Jean-Bapt- iste Adamsberg, yfirlögregluþjónn í París, við furðulegt og óhugnanlegt mál. Grámann gefur út. Stílbrot hefur gefið út Trölla- fell, ævintýrasögu eftir Katherine Langrish. Þar segir frá ævintýrum Peers Úlfssonar hjá frændum sínum Grími og Baldri, sem fara með hann eins og þræl. Þykkskinna hin síðari er safn sagnaþátta úr Rangárþingi eftir Helga Hannesson sem Sunnlenska bókaútgáfan hefur sent frá sér. Í skrifum Helga fer saman sagnagleði höfundar, frábær tök á íslenskri tungu og hispursleysi í frásögnum sem á fáa sína líka. Ljóðasafn Auðuns Braga er komið út í útgáfu höfundar, Auðuns Braga Sveinssonar. Hann hefur valið í bókina úrval ljóða sinna frá ýmsum tímum. NYJAR BÆKUR AUGL†SINGASÍMI 550 5000

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.