Fréttablaðið - 05.12.2005, Page 76

Fréttablaðið - 05.12.2005, Page 76
 5. desember 2005 MÁNUDAGUR Stóra svið Salka Valka Su 11/12 kl. 20 Mi 28/12 kl. 20 Woyzeck Mi 7/12 kl. 20 UPPS Fö 9/12 kl. 20 Fi 29/12 kl. 21 Fö 30/12 kl. 21 Kalli á þakinu Su 11/12 kl. 14 Má 26/12 kl. 14 Su 8/1 kl. 14 Brot af því besta! Í forsal Borgarleikhússins Rithöfundar lesa úr nýjum bókum fimmtudagskvöldið 8/12 kl. 20 Guðrún Eva Mínervudóttir, Hallgrímur Helgason, Hreinn Vilhjálmsson, Ingibjörg Hjartardóttir, Ólafur Gunnarsson, Þórarinn Eldjárn Léttur jóladjass og kaffihúsastemning. Allir velkomnir Aðgangur ókeypis Nýja svið/Litla svið Lífsins tré Su 11/12 kl. 20 Síðasta sýning! Þrjár systur e. Tsjekhov Nemendaleikhúsið Þr 6/12 kl. 20 UPPS Fi 8/12 kl. 20 Lau10/12 kl. 20 Su 11/12 kl. 20 Fö 16/12 kl. 20 Lau 17/12 kl. 20 Manntafl Fö 9/12 kl. 20 Mi 28/12 kl. 20 Alveg brilljant skilnaður Fi 29/12 kl. 20 AUKASÝNING Fö 30/12 kl. 20 AUKAS. Síðustu sýningar! GJAFAKORT GEFÐU EFTIRMINNILEGA UPPLIFUN GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ GILDA ENDALAUST Ævintýrið um Augastein eftir Felix Bergsson verður sýnt bæði á Akureyri og í Reykjavík núna fyrir jólin Það er leikhópurinn Á senunni sem sýnir þessa margrómuðu jólaleiksýningu í Samkomuhúsinu á Akureyri og í Tjarnarbíói í Reykjavík nú fyrir jólin. Sýningar verða á Akureyri dagana 10. til 12. desember og í Reykjavík 14. til 18. desember. Sýningar á Akureyri eru í sam- starfi við Leikfélag Akureyrar. Barnabókin Ævintýrið um Auga- stein fékk glimrandi viðtökur fyrir jólin 2003 og seldist í þús- undum eintaka. Útgefandi var Mál og menning. Ævintýrið um Augastein var frumsýnt í London árið 2002 og í Reykjavík 2003. Verkið er leikið af höfundi og það byggir á hinni sígildu sögu um Grýlu og jóla- sveinana en ævintýrið er tekið lengra og sagan um litla dreng- inn, sem nefndur er Augasteinn, verður miðpunktur leikritsins. Augasteinn lendir fyrir tilviljun í höndum hinna hrekkjóttu jóla- sveina. Sveinarnir skrítnu eru skíthræddir við lítil börn en þeir læra smám saman að elska litla drenginn og annast hann. Skyndi- lega kemst Grýla á snoðir um tilveru barnsins og við tekur æsi- spennandi flétta. Ná jólasveinarn- ir að bjarga Augasteini úr klóm Grýlu og Jólakattarins áður en jólin ganga í garð? ■ ÆVINTÝRIÐ UM AUGASTEIN eftir Felix Bergsson. Aftur á svið Yfirgefin býli eru ofarlega í huga Tolla á nýrri sýningu sem opnuð var um helgina. Hann sér í þeim tákn um leitina að paradís, horfinni fegurð og sakleysi. Við Skólavörðustíginn hefur verið opnað nýtt gallerí, Gallerí Ygg- drasill, sem er staðsett inn af samnefndri verslun þar sem boðið er upp á lífrænt ræktaðar vörur. Fyrstur til þess að sýna í þessum nýja sal er listamaðurinn Tolli, sem sýnir þar nokkur stór mál- verk undir yfirskriftinni Leitin að paradís. „Þetta er geysilega flottur salur,“ segir Tolli og vonast til þess að salurinn verði mikið not- aður. „Þetta er sennilega glæsi- legasti salurinn af þeim sem litlu galleríin bjóða upp á.“ Eyðibýli og leitin að paradís er þemað, sem Tolli er að fást við í þessari sýningu. Hann segist tengja leitina að paradís við goð- sögnina um Shangri La. Þessi goð- sögn er honum greinilega ofarlega í huga. „Shangri La er hinn týndi dalur, hin týnda paradís,“ segir Tolli. Það er einhver byggð úr for- tíðinni, eitthvert sakleysi og feg- urð sem hefur varðveist í afdölum og þegar ferðalangurinn brýst í gegnum fjallaskarðið og kemur inn í dalinn þá blasa við þessi eyði- býli. Maður tengir þetta ósjálfrátt við einhverja tíð þar sem maður og náttúra voru miklu meira sam- ofin, því leitin að paradís dregur okkur alltaf bæði að náttúrunni og að fortíðinni, því þó svo að við leitum að lausninni í framtíðinni þá getum við það aldrei öðru vísi en að huga að fortíðinni.“ Tolli hefur rekist á mörg eyði- býli á ferðum sínum um landið. „Ég hef verið dálítið mikið fyrir vestan þar sem ég hef ferðast um á kajak, og þar í þessum afdölum eru oft strandbýli sem eru byggð alveg niðri í fjöru þar sem var útgerð líka, og það er ofsalega fal- leg umgjörð í kringum slík hús.“ Hann segir það einstaka reynslu að koma til yfirgefinna húsa. Menn fari ósjálfrátt að velta fyrir sér sögu þessara mann- virkja, hverjir hafi búið þar og hver örlög þeirra urðu. Sömuleið- is vakni með aðkomumanninum minningar úr eigin æsku, hann fari að spyrja sjálfan sig að því hvaðan hann sé og hvert hann stefni. „Það er einhvers konar exís- tensíalismi, einhver tilvistar- hyggja í þessum húsum því þarna sérð þú sjálfan þig líka.“ Tolli segist gjarnan setja verk sín í eitthvert heimspekilegt eða sögulegt samhengi, en tekur fram að slíkt sé í sjálfu sér auka- atriði. „Það sem er aðalatriðið er að ég hef upplifað þetta og mér finnst þetta fallegt, þetta hefur snortið mig og haft áhrif á mig og það gerir mér gott að mála þetta. Ég vil deila þessari reynslu, þess- ari hugsun með mínu samferða- fólki og þess vegna er ég að mála þetta.“ Hann viðurkennir fúslega að í þessum stóru málverkum ráði bæði nostalgían og rómantíkin ríkjum, „en þetta hvort tveggja, nostalgían og rómantíkin, er afl. Á þroskaferð okkar þurfum við á afli að halda, einhverju jákvæðu afli. Rómantíkin, náttúran og leit- in að paradís er jákvætt afl.“ ■ Paradís eyðibýlanna TOLLI Á SÝNINGU SINNI Sýnir feykistór málverk af yfirgefnum mannvirkjum með dulúðugri stemmningu. FRÉTTBLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.