Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.12.2005, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 05.12.2005, Qupperneq 76
 5. desember 2005 MÁNUDAGUR Stóra svið Salka Valka Su 11/12 kl. 20 Mi 28/12 kl. 20 Woyzeck Mi 7/12 kl. 20 UPPS Fö 9/12 kl. 20 Fi 29/12 kl. 21 Fö 30/12 kl. 21 Kalli á þakinu Su 11/12 kl. 14 Má 26/12 kl. 14 Su 8/1 kl. 14 Brot af því besta! Í forsal Borgarleikhússins Rithöfundar lesa úr nýjum bókum fimmtudagskvöldið 8/12 kl. 20 Guðrún Eva Mínervudóttir, Hallgrímur Helgason, Hreinn Vilhjálmsson, Ingibjörg Hjartardóttir, Ólafur Gunnarsson, Þórarinn Eldjárn Léttur jóladjass og kaffihúsastemning. Allir velkomnir Aðgangur ókeypis Nýja svið/Litla svið Lífsins tré Su 11/12 kl. 20 Síðasta sýning! Þrjár systur e. Tsjekhov Nemendaleikhúsið Þr 6/12 kl. 20 UPPS Fi 8/12 kl. 20 Lau10/12 kl. 20 Su 11/12 kl. 20 Fö 16/12 kl. 20 Lau 17/12 kl. 20 Manntafl Fö 9/12 kl. 20 Mi 28/12 kl. 20 Alveg brilljant skilnaður Fi 29/12 kl. 20 AUKASÝNING Fö 30/12 kl. 20 AUKAS. Síðustu sýningar! GJAFAKORT GEFÐU EFTIRMINNILEGA UPPLIFUN GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ GILDA ENDALAUST Ævintýrið um Augastein eftir Felix Bergsson verður sýnt bæði á Akureyri og í Reykjavík núna fyrir jólin Það er leikhópurinn Á senunni sem sýnir þessa margrómuðu jólaleiksýningu í Samkomuhúsinu á Akureyri og í Tjarnarbíói í Reykjavík nú fyrir jólin. Sýningar verða á Akureyri dagana 10. til 12. desember og í Reykjavík 14. til 18. desember. Sýningar á Akureyri eru í sam- starfi við Leikfélag Akureyrar. Barnabókin Ævintýrið um Auga- stein fékk glimrandi viðtökur fyrir jólin 2003 og seldist í þús- undum eintaka. Útgefandi var Mál og menning. Ævintýrið um Augastein var frumsýnt í London árið 2002 og í Reykjavík 2003. Verkið er leikið af höfundi og það byggir á hinni sígildu sögu um Grýlu og jóla- sveinana en ævintýrið er tekið lengra og sagan um litla dreng- inn, sem nefndur er Augasteinn, verður miðpunktur leikritsins. Augasteinn lendir fyrir tilviljun í höndum hinna hrekkjóttu jóla- sveina. Sveinarnir skrítnu eru skíthræddir við lítil börn en þeir læra smám saman að elska litla drenginn og annast hann. Skyndi- lega kemst Grýla á snoðir um tilveru barnsins og við tekur æsi- spennandi flétta. Ná jólasveinarn- ir að bjarga Augasteini úr klóm Grýlu og Jólakattarins áður en jólin ganga í garð? ■ ÆVINTÝRIÐ UM AUGASTEIN eftir Felix Bergsson. Aftur á svið Yfirgefin býli eru ofarlega í huga Tolla á nýrri sýningu sem opnuð var um helgina. Hann sér í þeim tákn um leitina að paradís, horfinni fegurð og sakleysi. Við Skólavörðustíginn hefur verið opnað nýtt gallerí, Gallerí Ygg- drasill, sem er staðsett inn af samnefndri verslun þar sem boðið er upp á lífrænt ræktaðar vörur. Fyrstur til þess að sýna í þessum nýja sal er listamaðurinn Tolli, sem sýnir þar nokkur stór mál- verk undir yfirskriftinni Leitin að paradís. „Þetta er geysilega flottur salur,“ segir Tolli og vonast til þess að salurinn verði mikið not- aður. „Þetta er sennilega glæsi- legasti salurinn af þeim sem litlu galleríin bjóða upp á.“ Eyðibýli og leitin að paradís er þemað, sem Tolli er að fást við í þessari sýningu. Hann segist tengja leitina að paradís við goð- sögnina um Shangri La. Þessi goð- sögn er honum greinilega ofarlega í huga. „Shangri La er hinn týndi dalur, hin týnda paradís,“ segir Tolli. Það er einhver byggð úr for- tíðinni, eitthvert sakleysi og feg- urð sem hefur varðveist í afdölum og þegar ferðalangurinn brýst í gegnum fjallaskarðið og kemur inn í dalinn þá blasa við þessi eyði- býli. Maður tengir þetta ósjálfrátt við einhverja tíð þar sem maður og náttúra voru miklu meira sam- ofin, því leitin að paradís dregur okkur alltaf bæði að náttúrunni og að fortíðinni, því þó svo að við leitum að lausninni í framtíðinni þá getum við það aldrei öðru vísi en að huga að fortíðinni.“ Tolli hefur rekist á mörg eyði- býli á ferðum sínum um landið. „Ég hef verið dálítið mikið fyrir vestan þar sem ég hef ferðast um á kajak, og þar í þessum afdölum eru oft strandbýli sem eru byggð alveg niðri í fjöru þar sem var útgerð líka, og það er ofsalega fal- leg umgjörð í kringum slík hús.“ Hann segir það einstaka reynslu að koma til yfirgefinna húsa. Menn fari ósjálfrátt að velta fyrir sér sögu þessara mann- virkja, hverjir hafi búið þar og hver örlög þeirra urðu. Sömuleið- is vakni með aðkomumanninum minningar úr eigin æsku, hann fari að spyrja sjálfan sig að því hvaðan hann sé og hvert hann stefni. „Það er einhvers konar exís- tensíalismi, einhver tilvistar- hyggja í þessum húsum því þarna sérð þú sjálfan þig líka.“ Tolli segist gjarnan setja verk sín í eitthvert heimspekilegt eða sögulegt samhengi, en tekur fram að slíkt sé í sjálfu sér auka- atriði. „Það sem er aðalatriðið er að ég hef upplifað þetta og mér finnst þetta fallegt, þetta hefur snortið mig og haft áhrif á mig og það gerir mér gott að mála þetta. Ég vil deila þessari reynslu, þess- ari hugsun með mínu samferða- fólki og þess vegna er ég að mála þetta.“ Hann viðurkennir fúslega að í þessum stóru málverkum ráði bæði nostalgían og rómantíkin ríkjum, „en þetta hvort tveggja, nostalgían og rómantíkin, er afl. Á þroskaferð okkar þurfum við á afli að halda, einhverju jákvæðu afli. Rómantíkin, náttúran og leit- in að paradís er jákvætt afl.“ ■ Paradís eyðibýlanna TOLLI Á SÝNINGU SINNI Sýnir feykistór málverk af yfirgefnum mannvirkjum með dulúðugri stemmningu. FRÉTTBLAÐIÐ/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.