Fréttablaðið - 05.12.2005, Side 82

Fréttablaðið - 05.12.2005, Side 82
[TÓNLIST] UMFJÖLLUN Það er þó nokkuð pönkaður sjarmi yfir þessari sveit, Brakes. Ekki vegna þess að hér sé allt bjagað, urrandi hratt og hrátt. Heldur vegna þess að á frumraun sinni hljómar sveitin eins og hún kunni ekkert svakalega mikið á hljóð- færi sín. Enn og aftur sannast speki Einars Arnar Benediktson- ar, um að það skipti ekki máli hvað þú kunnir, heldur hvað þú gerir. Lagasmíðarnar hljóma líka oft eins og þær séu eftir 13 ára bílskúrssveit. Fæst laganna ná tveimur mínútum á lengd, og fjög- ur þeirra eru innan við 40 sekúnd- ur. Hér er ekki verið að reyna að gera neinar tilraunir til þess að semja hið fullkomna popplag. Aðal sveitarinnar fyrir mér eru textarnir. Þeir eru ruddalega æðrulausir og gera stólpagrín að uppum á kókaíni og segja alls kyns sögur af hljómsveitarmeð- limum. Besti textinn er líklegast I´ve Heard About Your Band sem fjallar um það þegar sjálfselsk- andi jakkafataherðatré reynir að heilla söngvara sveitarinnar með sögum af sjálfum sér og hversu mikið hann þénar á mánuði. Söng- kona Yeah Yeah Yeahs kemur við sögu, en bara sem sögupersóna í textanum. Næstsíðasta lagið er svo Sometimes Always, tökulag eftir Jesus and Mary Chain sem skartaði þá söngkonu Mazzy Star í aukahlutverki. Hér er textanum breytt örlítið, þannig að í stað þess að aðalröddin sé að syngja til einnar stúlku, syngur hún til hóps kvenna. Frumraun Brakes býður ekki upp á neina snilldartakta hvað neitt varðar. En samt er hún mjög skemmtileg og ég get ímyndað mér að það sé frábært að sjá þessi fíflalæti á sviði. Hljómar eins og fimm sveittir strákar í æfinga- húsnæðinu að spila, drekka bjór, hlæja og leika sér þangað til að annaðhvort strengirnir slitna, eða meðlimir sjálfir. Birgir Örn Steinarsson BRAKES: GIVE BLOOD NIÐURSTAÐA: Það er ekkert alvarlegt eða dramatískt við frumraun Brakes. Nokkuð illa spiluð og laga- smíðar frekar barnalegar. Samt, af einhverjum ástæðum, gengur þetta upp. Út er komin önnur prentun á myndasögubókinni Óli píka eftir Ómar Örn Hauksson, nema og poppara. Þetta er fyrsta mynda- saga Ómars Arnar og gefur hann bókina út sjálfur. Þessi nýja prentun er endurbætt, með fleiri skrítlum og formála eftir Höskuld Ólafsson, fyrrverandi félaga Ómars úr hljómsveitinni Quarashi. Óli píka fjallar um ævi og ástir ungs drengs sem er svo seinheppinn að hafa fæðst með sköp í stað andlits og þau vandamál sem þessi ákveðni galli ber með sér. Bókin er gluggi inn í sálartetur okkar, segir það sem við erum öll að hugsa og leyfir okkur að hlæja að tabúum okkar samfélags. Er hún ekki talin henta viðkvæmum. Bókin kemur út í takmörkuðu upplagi og verður aðeins seld í versluninni Nexus Hverfisgötu 103. Óli píka endurbættur ÓLI PÍKA Myndasögubókin um Óla píku er komin út í endurbættri útgáfu með fleiri skrítlum en áður. Hið óhugsandi gerðist á CBS síð- astliðið fimmtudagskvöld. Spjall- þáttadrottningin Oprah Winfrey mætti í kvöldþátt Davids Letter- man en þau hafa ekki ræðst við í sextán ár. Áhorfendur Lettermans hafa ekki farið varhluta af því að Oprah væri á leiðinni því þættir hans hafa snúist meira eða minna um þessa sögulegu heimsókn. Það fór mjög vel á með þeim og ræddu þau meðal annars ástæðuna fyrir þessu samskiptaleysi þeirra á milli. Letterman hefur gert óspart grín að Opruh í þáttum sínum og lét hún meðal annars hafa það eftir sér í tímaritinu Time Life að hún gæti ekki hugsað sér að mæta til Lettermans vegna allra brandar- anna. Stríðsöxin var engu að síður grafin en sjónvarpsáhorfendur tóku eftir því að Oprah sjálf var greinilega mjög taugaóstyrk eins og hún byggist við öllu því versta. Letterman sagðist á hinn bóg- inn vera himinlifandi yfir að hafa getað talað hana til en spjallþátt- adrottningin var ekki sannfærð um heilindi hans. Letterman kom henni augljóslega á óvart með því að hrósa þættinum og Opruh sjálfri fyrir framlag hennar til þróunar- mála í Afríka. „Þú hefur gefið lífi þessa fólks einhvern tilgang. Við erum bara sjónvarpsþáttur,“ sagði Letterman og sló hana út af laginu með þessum gullhömrum sínum Letterman lauk þættinum á að fylgja Opruh til frumsýningar á söngleiknum The Color Purple en hann er byggður á samnefndri kvikmynd Stevens Spielberg. ■ Sextán ára stríði lokið HIÐ ÓHUGSANDI HEFUR GERST Letterman fylgir Opruh Winfrey á Broadway en verið var að setja upp söngleik eftir kvikmyndinni The Color Purple. Hljómsveitirnar Forgotten Lores og TMC Crew ætla að slá saman í spikfeita hiphop- og funkveislu í Stúdentakjallaranum í kvöld. Forgotten Lores mun koma fram með lifandi undirleik eins og þeir meðal annars gerðu á Iceland Air- waves og þegar þeir hituðu upp fyrir Snoop Dogg í Laugardals- höll í sumar. Twisted Minds Crew kemur einnig fram með lifandi undirleik. Beatmaking Troopa og DJ B-Ruff hita upp. Húsið opnar klukkan 22.00. ■ Forgotten Lores og TMC í kvöld FORGOTTEN LORES Hljómsveitin mun slá saman í mikla hiphop- og funkveislu í Stúdentakjallaranum í kvöld. SÍMI 551 9000 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu ��� “Frábær kvikmynd, áhugaverðari og fyndnari en flestar þær sem boðið hefur verið upp á undanfarið” -MMJ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10.30 ��� „Nokkurs konar Beðmál í Borginni í innihaldsríkari kantinum.“ „...leynir víða á sér og er rómantísk gamanmynd í vandaðri kantinum.“ - HJ MBL Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR ��� - SK DV ��� - topp5.is ��� -L.I.B. Topp5.is ��� - SV MBL Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 áraSýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 ára Fimm sveittir strákar 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI HUGSAÐU STÓRT SÍMI 564 0000 Sýnd kl. 5.20 og 10.15 B.i. 12 ára Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 ára Sýnd í Lúxus kl. 5.50, 8 og 10.10 ��� -MMJ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.20 ��� - HJ MBL Sýnd kl. 8 og 10.20 B.i. 14 ára Sýnd kl. 8 B.i. 12 ára ��� -L.I.B. Topp5.is Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 B.i. 16 ára FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! ��� - SK DV ��� - topp5.is ��� - SV MBL Þóra Hallgrímsson Þegir um meinta förgun á bókarkafla um fyrrverandi DV2x10 4.12.2005 19:41 Page 1

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.