Fréttablaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 88
 5. desember 2005 MÁNUDAGUR44 Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Geggjað tilboð í dag, mánudag. 890,- kr.kg Af öllum ferskum fiski í dag. Skötuselur, lúðusneiðar, laxaflök ýsuflök og fleira og fleira ALLT KR: 890,- Tilboðið gildir aðeins í dag og í báðum verslunum. Fiskbúðin Hafrún Skipholti Sími 553-0003 22 � � SJÓNVARP � 15.30 Helgarsportið á RÚV. Endur- sýndur þáttur frá því í gær. � 15.55 Ensku mörkin á RÚV. Mörk- in úr leikjum helgarinnar í ensku úr- valsdeildinni. � 18.00 Íþróttaspjallið á Sýn. Fjallað um heitustu mál dagsins. � 18.12 Sportið á Sýn. Farið yfir íþróttafréttir dagsins. � 18.30 Ameríski fótboltinn á Sýn. Útsending frá leik Kansas og Denver frá því í gærkvöldi. � 21.00 Ítölsku mörkin á Sýn. Öll mörkin og tilþrifin úr leikjum helgar- innar á Ítalíu. � 21.30 Spænsku mörkin á Sýn. Öll mörk helgarinnar verða sýnd. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 2 3 4 5 6 7 8 Mánudagur DESEMBER 3. október 2005 MÁNUDAGUR � � LEIKIR � 16.00 Grindavík og Haukar mætast í Iceland Express-deild kvenna í Grindavík. � 19.15 Skallagrímur og Höttur mætast í Iceland Express-deild karla í Borgarnesi. � 19.15 Fjölnir og Keflavík mætast í Iceland Express-deild karla í Grafarvogi. � 19.15 Haukar og ÍR mætast í Iceland Express-deild karla á Ásvöllum. � 19.15 Þór Ak. og Selfoss mætast í Iceland Express-deild karla á Akureyri. � 19.15 KR og Snæfell mætast í Iceland Express-deild karla í DHL- höllinni. � 19.15 Njarðvík og Grindavík mætast í Iceland Express-deild karla í Njarðvík. � � SJÓNVARP � 10.10 Hnefaleikar á Sýn. Útsending frá bardaga Jermaine Taylor og Bernard Hopkins frá því í nótt. � 13.50 Ítalski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Juventus og Fiorentina. � 15.50 Enska úrvalsdeildin á Enska boltanum. Bein útsending frá leik Charlton og Man.City. � 15.50 Meistaradeildin í handbolta á Sýn. Bein útsending frá leik Magdeburg og Barcelona. � 17.20 Meistaradeildin á Sýn. Fréttaþáttur um þessa sterkustu knattspyrnudeild í heimi. � 17.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Villareal og Barcelona. � 20.30 Helgaruppgjör á Enska boltanum. � 21.30 Helgarsportið á RÚV. Farið verður yfir íþróttaviðburði helgarinnar. � 21.50 Ameríski fótboltinn á Sýn. Útsending frá viðureign Kansas og Denver í NFL-deildinni. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 1 2 3 4 5 6 7 Sunnudagur DESEMBER � � LEIKIR � 15.00 ÍBV og Selfoss mætast í DHL-deild karla í Vestmannaeyjum. � 15.30 Breiðablik og ÍS mætast í Iceland Express-deild kvenna í Smáranum. � 15.30 KA og Steaua Búkarest mætast í Áskorendakeppni Evrópu í handbolta karla. � 16.15 Fram og HK mætast í DHL- deild karla í Safamýri. � 16.15 Afturelding og Haukar mætast í DHL-deild karla í Mosfellsbæ. � � SJÓNVARP � 10.40 NBA á Sýn. Útsending frá leik Pheonix og Denver frá því í gærkvöldi. � 12.00 Upphitun á Enska boltanum. � 12.35 Enska úrvalsdeildin á Enska boltanum. Bein útsending frá leik Liverpool og Wigan. � 13.10 Ensku mörkin á Sýn. Mörkin úr ensku 1. deildinni. � 13.20 Fimleikar á RÚV. Upptaka frá móti þar sem bestu fimleikamenn landsins voru samankomnir. � 13.35 Spænsku mörkin á Sýn. Öll mörkin og tilþrifin úr spænsku úrvalsdeildinni. � 14.05 Motorworld á Sýn. � 14.35 Fifth Gear á Sýn. � 14.40 Á vellinum með Snorra Má á Enska boltanum. � 15.00 Enska úrvalsdeildin á Enska boltanum. Bein útsending frá leik Chelsea og Middlesbrough. Allir aðrir leikir dagsins verða sýndir á öðrum rásum Skjásins. � 15.00 Race of Champions á Sýn. � 16.05 Íslandsmótið í handbolta á RÚV. � 17.00 A1 Grand Prix á Sýn. Fréttaþáttur um heimsbikarinn í kappakstri. � 17.15 Enska úrvalsdeildin á Enska boltanum. Bein útsending frá leik Man.Utd. og Portsmouth. � 20.00 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Real Madrid og Getafe. � 21.40 Best á Sýn. Þáttur um knattspyrnumanninn fyrrverandi George Best. � 02.00 Hnefaleikar á Sýn. Bein útsending frá bardaga Jermaine Taylor og Bernard Hopkins. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 30 1 2 3 4 5 6 Laugardagur DESEMBER 74-75 (22-23) sport 3 2.12.2005 12:15 Page 2 FÓTBOLTI Frammistaða 2. deildar- liðsins Doncaster Rovers í ensku deildarbikarkeppninni í ár hefur verið lyginni líkust. Liðið er nú komið í átta liða úrslit keppninnar eftir að hafa gjörsigrað Aston Villa í vikunni 3-0 en þar áður hafði liðið borið sigurorð af Manchester City í sömu keppni. Liðið er í áttunda sæti 2. deildarinnar í Englandi og á hraðri uppleið en það sem færri vita er að fyrir minna en áratug var allt útlit fyrir að félagið yrði lagt niður. Árið 1998 féll Doncaster úr 3. deildinni niður í utandeildina á Englandi, eftir að hafa fengið lánaðar keppnistreyjur frá Sheffield United í síðustu leikjum tímabilsins þar sem félagið hafði ekki efni á sínum eigin. Félagið var rústir einar og enginn hafði áhuga á að koma með fjármagn inn í það. Þá ákvað John nokkur Ryan, stuðningsmaður Doncaster til fjölda ára, að taka áhættu og veita félaginu stuðning til að komast á ról á nýjan leik. Á örskömmum tíma varð Ryan að hetju innan félagsins, enda dreif hann alla með sér með sínum mikla metnaði, bjartsýni og ósérhlífni. Doncaster náði strax að vinna sér aftur sæti í deildarkeppninni en sat fast í 3. deildinni allt til ársins 2001. Þá kom til skjalanna knattspyrnustjórinn Dave Penney, sem ásamt Ryan á langstærstan þátt í upprisu Doncaster en í heildina hefur Ryan lagt 500 milljónir króna í starfsemi félagsins. Penney fékk til félagsins vel valda leikmenn sem voru án samnings og árið 2003 vann liðið sig upp í 2. deildina. Þar kom liðið gríðarlega á óvart og varð meistari strax á sínu fyrsta ári. Í fyrra hafnaði liðið í tíunda sæti 2. deildar eftir að hafa verið spáð falli fyrir tímabilið og í dag er liðið í áttunda sæti þegar þriðjungur er liðinn af mótinu. Liðið þykir spila hraðan og stórskemmtilegan fótbolta sem hefur nú skilað liðinu í átta liða úrslit deildarbikarsins. „Dave hefur sannað hæfni sína sem þjálfari með því að búa til öfluga liðsheild úr minni spámönnum sem eru færir til að spila úrvalsdeildarlið sundur og saman,“ segir Andy Liney, formaður stuðningsmannafélags Doncaster, sem hefur aldrei á sinni ævi upplifað skemmtilegri tíma. Nýr sextán þúsund manna heimavöllur er langt kominn í byggingu og stefnir liðið á að spila leiki sína þar frá og með áramótunum 2006. „Ef við höldum áfram að bæta okkur og komumst upp í 1. deildina veit ég að það verður uppselt á hvern einasta leik,“ segir Liney, en það var einmitt langtímamarkmið Ryans þegar hann ákvað að setja peninga í félagið - að gera Doncaster að góðu 1. deildarliði sem ætti möguleika á að komast í úrvalsdeildina. „Með sama áframhaldi verður raunin orðin sú eftir fimm ár. Doncaster verður á meðal tíu efstu í 1. deildinni, og liðið mun spila góðan fótbolta á nýja heimavellinum sínum. Sannkallaður draumur,“ segir Liney. - vig Upprisa sem er engri lík Fyrir sjö árum féll Doncaster Rovers úr enskri deildakeppni. Í dag hefur liðið sett markmiðið á sæti í 1. deildinni og framundan er draumaleikur gegn Arsenal. SPÚTNIKLIÐIÐ Miðjumaðurinn Sean Thornton sést hér faðma stjóra sinn, Dave Penney, eftir að hann hafði skorað fyrir Doncaster gegn Aston Villa í deildarbikarnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI „Arjen Robben er leik- maður sem hefur lítið gert fyrir okkur á þessu tímabili, hann ætti að gefa okkur miklu meira,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, sem hefur orðið fyrir vonbrigðum með frammistöðu hollenska vængmannsins það sem af er leiktímabili. Robben hefur átt við meiðsli að stríða og skort sjálfstraust, hann hefur aðeins verið skugginn af sjálfum sér frá því á síðasta tímabili. „Hann hefur verið eitthvað meiddur en hann er nú búinn að ná sér og sýndi gamla takta í leikn- um gegn Middlesbrough. Þegar maður hefur verið frá þarf maður að koma aftur af krafti og auka sjálfstraustið. Hann er ekki enn tilbúinn til að spila heilan leik en þetta er á réttri leið,“ sagði Mou- rinho. -egm Jose Mourinho stjóri Chelsea: Vill meira frá Arjen Robben ARJEN ROBBEN Hefur ekki spilað eins vel í ár og hann gerði á síðustu leiktíð. FÓTBOLTI Alan Pardew, knatt- spyrnustjóri enska úrvalsdeildar- liðsins West Ham, hefur staðfest að hann sé að reyna að fá Teddy Sheringham til að framlengja sam- ning sinn við félagið. Sheringham mun halda upp á fertugsafmæli sitt í apríl og var fastlega reiknað með því að hann myndi leggja skóna á hilluna að loknu tímabili. Hins vegar hefur hann spilað mjög vel á þessu tímabili og ef hann heldur því áfram sér Pardew ekki hvers vegna hann ætti að hætta. „Við ætlum að tala við Teddy strax eftir tímabilið um fram- tíðina. Ég veit að honum sjálfum finnst sem hann geti spilað áfram án nokkurra vandræða og myndi skrifa undir tíu ára samning strax í dag ef hann fengi færi á. Þrátt fyrir aldurinn tel ég að hann sé alls ekki búinn,“ sagði Pardew. -egm Pardew vill ekki missa Teddy: Sheringham ekki hættur? TEDDY SHERINGHAM Spilar hann eitt ár í viðbót með West Ham? FÓTBOLTI Steve Bruce, knatt- spyrnustjóri Birmingham, segist vel finna fyrir pressunni en lið hans hefur byrjað tímabilið ansi illa. Eftir ágætis árangur síðasta tímabil hefur annað verið upp á teningnum að þessu sinni og liðið verið að berjast á röngum enda töflunnar. Bruce segir að þetta hafi haft áhrif á fjölskyldulíf sitt og að hann hafi alvarlega íhugað það að hætta afskiptum af fótbolt- anum. „Stressið er mikið og það getur haft slæm áhrif á heilsufa- rið. Síðustu vikur hefur fjölskylda mín þjáðst vegna þess að ég hef þjáðst. Þetta hefur verið rosalega erfitt og ég hef hugsað út í það að segja þetta bara gott,“ sagði Bruce, en Birmingham er í næst- neðsta sæti deildarinnar og tekur í kvöld á móti West Ham. -egm Bruce á ekki sjö dagana sæla: Hugsaði um að segja upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.