Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 LAUGARDAGUR 10. desember 2005 — 334. tölublað — 5. árgangur www.postur.is 13.12. Síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum til Evrópu! ������� ������ ������������������������������������������ �� ����������������������������������� ���������� ����������� ����������������������� JólaKubbur2FrBl 11/30/05, 5:37 PM1 Menningarpáfar í hanaslag Eiríkur Guðmundsson slær til baka MENNING 36 FJÁRLÖG Ríkisstjórnin hefur ákveð- ið að veita 38 milljónum króna á fjáraukalögum til ríkislögreglu- stjóraembættisins. Rúmur helm- ingur fjárveitingarinnar, tuttugu milljónir króna, er vegna sólar- hringsvaktar embættisins vegna mótmæla umhverfisverndarsinna á Kárahnjúkum í sumar. Sólarhringsvaktin var við- höfð við vinnusvæði álversfram- kvæmda á Austfjörðum til að afstýra skemmdarverkum, eins og það heitir í rökstuðningi með fjáraukalögunum, og koma í veg fyrir að vinna yrði stöðvuð með ólögmætum aðgerðum, að mati lögreglunnar. Jón Bjartmarz, starfsmaður Ríkislögreglustjóraembættis- ins, segir að embættið hafi verið með menn á vakt frá miðjum júlí þar til mótmælendur fóru suður kringum 10. ágúst. Vaktinni hafi þá verið hætt. Ríkislögreglustjóraembættið fær fjárveitinguna og gerir síðan upp við þau embætti sem voru með menn á staðnum. Veittar eru fimmtán milljónir króna til að fjármagna starfsemi fjögurra sérsveitarmanna á Akur- eyri sem heyra undir embætti ríkislögreglustjóra og undir dag- legri stjórn sýslumannsins þar eða í því umdæmi sem þeir eru hverju sinni. Það er liður í að efla löggæslu fyrir norðan og er til reynslu í eitt ár til að byrja með. Þá er loks þriggja milljóna króna aukaframlag vegna kostn- aðar við ferð fulltrúa kennsla- nefndar ríkislögreglustjóra til Taílands í kjölfar náttúruham- faranna í Suðaustur-Asíu í janúar á þessu ári. Ferðin var farin að beiðni Norðmanna og í samráði við forsætisráðuneytið. Heildar- kostnaður við hana nam rúmum þremur milljónum króna. - ghs Kárahnjúkamótmæli kostuðu 20 milljónir Ríkislögreglustjóraembættið fær 38 milljónir aukalega vegna mótmælanna á Kárahnjúkum og til að reka starfsemi fjögurra sérsveitarmanna á Akureyri til reynslu í eitt ár. Lögreglumenn vöktuðu vinnusvæðið í um þrjár vikur í sumar. MÓTMÆLIN VIÐ KÁRAHNJÚKA Gert er ráð fyrir 38 milljónum króna í fjáraukalögum til Ríkis- lögreglustjóraembættins. Rúmur helmingur er vegna aukinnar löggæslu Ríkislögreglustjóra við Kárahnjúka í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/HH Ískaldur Léttur öllari ROYAL Konunglegur! VINNUMARKAÐUR Nýfrjálshyggjan blómstrar í Eystrasaltsríkjunum og almennt þykir ekki jákvætt að vera í stéttarfélagi. Verkalýðs- hreyfingin er þar að auki mjög veik. Fæst íslensku fyrirtækjanna sem eru þar með starfsemi hafa gert kjarasamninga við sitt fólk. Kjör fólks í Eystrasaltsríkj- unum eru mun lægri en tíðkast hér á landi og ætla forystumenn í verkalýðshreyfingunni því að hafa frumkvæði að samstarfi við íslensk fyrirtæki á þessu svæði. Stefnt er að því að bæta kjör í þessum löndum til samræmis við það sem gerist á Norðurlöndum, byggja upp verkalýðsfélög og gera kjarasamninga. - ghs/ sjá síðu 12 í Fréttablaðið Laugardagur sem fylgir Fréttablaðinu í dag. Eystrasaltsríkin: Stéttabarátta ekki jákvæð Flogið gegnum lífið Kvartett Sigurðar Flosasonar heldur tónleika í tilefni af fimmtíu ára dánar- afmæli djassistans Charlie Parker. TÍMAMÓT 24 ÞAÐ MÁ BÚAST við stormi suðvest- anlands í dag og víða um land í kvöld. Rigning og slydda með kvöldinu víða á landinu í dag. VEÐRIÐ Í DAG SIGRÚN GUNNARSDÓTTIR Börn náttúrunnar með basar bílar jól tíska ferðir Í MIÐJU BLAÐSINS BARÁTTUMÁL Um hundrað manns lögðu af stað frá Hallgríms- kirkju klukkan hálf fimm í gær með kröfuspjöld á lofti og í takt við undirleik Skólahljómsveitar Kópavogs. Fljótlega flykktust mun fleiri í kröfugönguna, sem lauk á Austur- velli. Áætla má að rúmlega þús- und manns hafi verið þar um klukkan fimm. Landssamband eldri borgara og Öryrkjabanda- lag Íslands efndu þar til fundar um kjaramál. Fyrst var þó staldr- að við fyrir utan Alþingishúsið og þingmönnum og ráðherrum fengnar jólagjafir og orð í eyra. Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borg- ara, afhenti þá forseta Alþingis undirskriftalista með áskorun til stjórnvalda. Á fundinum hélt Ólafur ávarp ásamt Margréti Margeirsdóttur, formanni Félags eldri borgara, og Sigursteini Mássyni, formanni Öryrkjabandalagsins. Steindór Andersen kvað rímur að ræðuhöldum loknum og Aðal- heiður Sigurjónsdóttir flutti leik- atriði. Þá tók við tónleikahald og léku Gísli Helgason, Brynhildur Ólafsdóttir og hljómsveitin Sér á báti fyrir fundargesti, sem fengu að vökna þó nokkuð en rigningin lét á sér kræla í gær. - jse / sjá síðu 4 Landssamband eldri borgara og Öryrkjabandalag Íslands: Krefja stjórnvöld um bætt kjör ÖRYRKJAR OG ELDRI BORGARAR FYRIR UTAN ALÞINGI Fjölmenni var á Austurvelli í gær og mörg kröfuspjöld á lofti. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Breyttir tímar Ellert B. Schram spyr sig hvort Sylvía Nótt sé leiðinleg eða hann að verða gamall. UPP ÚR EINS MANNS HLJÓÐI 12 STJÓRNMÁL Þinghaldi á Alþingi var frestað á áttunda tímanum í gær- kvöldi til 17. janúar. Sólveig Pétursdóttir, forseti þingsins, þakkaði samstarf og lipurt verklag við að ljúka þing- störfum á tilsettum tíma. Hún bað þingmenn að taka bruna í raf- magnstöflu þingsins í vikunni sem tákn um að þingmenn skyldu ekki vinna fram á nótt eins og gert hafði verið kvöldið áður en bilunin varð. Margrét Frímannsdóttir þakkaði forseta og starfsmönnum þingsins lipurð og þolinmæði fyrir hönd þing- manna. Halldór Ásgrímsson forsæt- isráðherra las upp forsetabréf um frestun þinghalds og óskaði lands- mönnum gleðilegra hátíðar. - jh Allt samkvæmt áætlun: Þingið í jólafrí BRÁÐUM KOMA... SMÁRALIND OG NÁGRENNI Gjafir, föt og sitt- hvað fleira SÉRBLAÐ FYLGIR FRÉTTABLAÐINU VIÐ UMRÆÐUR Á ALÞINGI Pétur Blöndal ræðir við ráðherrana Valgerði Sverrisdóttur, Árna Mathiesen og Guðna Ágústsson. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. �������������� ��������������������������������������������������������������������� ����������������������� ������� ����������������� ������������������� ������������� ������� �������������� ����������������������� ������������������������� ���������� ����������������������� ������������� ������������ ����������������������� ���������� ������������������������� ������� ����������� ��������� ������� ������������������ ������ �������������� ��������������������������� ��������� ������������������ ��������������������������� ������������ �������������� ������������������ ������������������������������������������������� Íhugar að hætta að spila Páll Einarsson segist vera að íhuga að hætta leika knattspyrnu eftir harkalega gagnrýni Atla Eðvaldssonar. ÍÞRÓTTIR 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.