Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 10
 10. desember 2005 LAUGARDAGUR Ný tt! + Staðgreiðsluverð + Lægri vextir + Lægri kostnaður + Til allt að 36 mánaða + Framlengdur ábyrgðartími + Flutningstrygging + Vildarpunktar VISALán er ný og hagstæð leið til greiðslu- dreifingar við kaup á vörum eða þjónustu. – HAGSTÆÐAR AFBORGANIR Spurðu um ENNE M M / S ÍA Nánari upplýsingar á www.visa.is/visalan eða í síma 525 2000 HÖRKUSPENNANDI MYNDASAGA edda.is Hörkuspennandi myndasaga um hetjur og víkinga - sjálfstætt framhald bókanna Blóðregns og Brennunnar. „Það ætti enginn að vera svikinn af þessari spennusögu.“ Ragna Sigurðardóttir, Morgunblaðinu „Langbest heppnaða myndasaga þeirra til þessa.“ Páll Baldvin Baldvinsson, DV Vörubíll ársins 2006 Bílasýning að Vagnhöfða 1, Laugardaginn 10. desember frá kl 10 – 16. Sýnum MAN TG-L, vörubíl ársins 2006. Kynnum einnig í fyrsta sinn á Íslandi; MAN með glussadrifnu framdrifi (MAN Hydrodrive). DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavík- ur dæmdi á fimmtudag rúmlega fertugan mann til fjórtán mánaða fangelsisvistar fyrir framleiðslu á um 110 grömmum af amfetamíni og vörslu á efnum ætluðum til amfetamínframleiðslu. Framleiðslan var talin hafa staðið um nokkurt skeið fram til nóvemberloka 2003. Fyrir dómi báru bæði maðurinn og vitorðs- maður hans að um tilraunafram- leiðslu hefði verið að ræða. Vitorðsmaðurinn var sýknaður af ákærum en hann hefur áður verið úrskurðaður ósakhæfur. Hann var haldinn ranghugmynd- um og réðist á lækni. Vitorðsmað- urinn situr í öryggisgæslu á rétt- argeðdeildinni að Sogni í Ölfusi. „Telur dómurinn ekki varhuga- vert að slá því föstu að andlegt ástand ákærða hafi verið það sjúkt að hann hafi verið ófær um að stjórna gerðum sínum og því ósakhæfur,“ segir í dóminum. - saj Í KÓPAVOGI Framleiðslan fór fram í húsi á mótum Hafnarbrautar og Vesturvarar. Fjórtán mánaða fangelsi fyrir amfetamínframleiðslu: Vitorðsmaður sýkn UMHVERFISMÁL Ríkin sem standa að Kyoto-bókuninni um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhús- alofttegunda ætla að semja um frekari skuldbindingar sem taka við árið 2013. Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lauk seint í gærkvöldi í Montreal í Kanada. Þar voru teknar ákvarðanir um framhald Kyoto-bókunarinnar. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem sótti ráðstefnuna, sagði að eitt það markverðasta sem fram hefði komið á ráðstefnunni hefði verið samkomulagið sem var í burðarliðnum undir lok ráðstefn- unnar í gær. „Um þetta ríkir góð sátt, en ríkin hafa komið sér saman um samningsumboð fyrir næsta skuldbindingar- tímabil Kyoto-bókunarinnar sem hefst þá árið 2013,“ sagði hann og bættivið að í samkomu- laginu væri kveðið á um að við- ræðum yrði lokið nógu snemma til að ekki yrði bil á milli fyrsta og annars tímabils skuldbind- ingartímabils bókunarinnar. „Þetta er mikill árangur. Með samkomulaginu fá fyrirtæki heimsins skilaboð um að Kyoto- bókunin verði áfram í fullu gildi, lengur en til ársins 2012, og þar með líka þær grundvallarreglur að áfram verði dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda og að hægt verði að láta kvóta ganga kaupum og sölum.“ Þá sagði Árni mikilsvert samkomulag sem náðist um aðkomu þróunarríkja að Kyoto- bókuninni. „Að þau geti komi að henni án þess að undirgangast skuldbindingarnar að fullu, en taki engu að síður á sig skuldbind- ingar varðandi sjálfbæra þróun og nýtingu endurnýjanlegrar orku.“ Árni sagði einnig liggja fyrir ráðstefnunni ályktun um ramma- samninginn sem Kyoto-bókunin er gerð við. „Þar hafa Bandaríkja- menn aðkomu því þótt þeir séu ekki aðlilar að Kyoto-bókuninni eru þeir aðilar að rammasamn- ingnum,“ sagði hann og upplýsti að fulltrúar Bandaríkjanna hefðu gengið út af fundi um það mál í fyrrinótt. „Þeim líkar ekki að tala um framtíðina,“ sagði hann en taldi þó ólíklegt að reynt yrði að leggja stein í götu bókunarinnar. „Ljóst er að stjórn Bush hefur mis- reiknað sig og Bandaríkjamenn eru hér algjörlega einangraðir.“ Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra sagði í ræðu sinni að Kyoto-bókunin væri sögu- legt skref en að grípa þyrfti til frekari aðgerða. Hún lagði áherslu á að til að takast á við útblástur gróðurhúsalofttegunda þyrfti hnattrænt átak til langs tíma. Þróuðu ríkin ættu áfram að leiða verkefnið en virk þátttaka þró- unarríkjanna, byggð á samvinnu og sjálfbærri þróun, væri einnig nauðsynleg. olikr@frettabladid.is Bandaríkin eru á bremsunni Bandaríkin eru sögð einangruð í afstöðu sinni gegn Kyoto-bókuninni. Samið var um framtíð Kyoto- bókunarinnar á loftslagsráðstefnu sem lauk í gær. MÓTMÆLI GRÆNFRIÐUNGA Grænfriðungar stóðu fyrir mótmælum fyrir utan loftslags- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Montreal í Kanada og hvöttu til aðgerða til að stöðva bráðnun norðurskautsíshellunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP - RYAN MEMIORZ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.