Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 64
 10. desember 2005 LAUGARDAGUR40 King Kong Frumsýnd 14. desember Endurgerð Peters Jackson á King Kong vakti strax athygli. Myndin er fyrsta verkefni hans eftir að Hringadróttinssögu lauk og eru gagnrýnendur því spenntir að sjá hvernig honum tekst til. Velgengni myndar- innar tryggir honum öruggan sess meðal þeirra bestu í kvik- myndageiranum. Jack Black fer með hlutverk leikstjórans Carl Denham sem býður Ann Darrow hlutverk í kvikmynd sem hann hyggst gera á eyjunni Skull Island eða Hauskúpueyjunni. Með í för er leikskáldið Jack Driscoll sem verður ástfanginn af leikkon- unni. Þegar hópurinn kemur á svæðið sér hann að goðsögnin King Kong lifir góðu lífi meðal risaeðlna og mannæta. Þetta reynist vatn á myllu Carls sem tekur herlegheitin upp á filmu. Í von um að auglýsa myndina sem best lokkar leikstjórinn górilluna stóru í gildru og flytur með til New York með það fyrir augum að King Kong trekki að. Gór- illan lítur hins vegar svo á að hún eigi í harðvítugri baráttu við Driscoll um ást leikkonunnar. Jackson hefur fengið mikið hrós fyrir val sitt í leikhópinn. Þar má finna gæðaleikarann Adrien Brody sem varð heimsfrægur á einni nóttu fyrir túlkun sína á Wladyslaw Szpilm- an í The Pianist. Sprelligosinn Jack Black fer með hlutverk leikstjórans Carl Denham og þykir minna óþægi- lega á Orson Welles. Naomi Watts, sem Ann Darrow, fær það erfiða hlut- verk að heilla bæði mann og apa. KOSTIR: Jackson beitir sömu tækni og þegar Gollum varð til. Andy Serkis hefur náð fullkomnum tökum á henni og gæðir górilluna lífi. Jackson fer einnig þá leið að hafa sögusviðið árið 1933 sem gerir hið klassíska atriði á Empire State-byggingunni mun trúverðugra. GALLAR: Efasemdarraddir hafa heyrst hjá kvikmyndahúsagestum hvað risaeðlurnar varðar. Þá má einnig spyrja sig hvort Jack Black og Jamie Bell ráði við hlutverk í mynd af þessari stærðargráðu. Þegar myndirnar um Hringa-dróttinssögu voru í kvik-myndahúsunum báru þær höfuð og herðar yfir keppinauta sína. Það lék stundum vafi á því hvort fyllti almenning meiri til- hlökkun; jólapakkarnir eða ævin- týri Fróða og Sáms. Nú heyrir þríleikurinn sögunni til og aðrir fá tækifæri til að reyna sig við jólin. Peter Jackson þykir líklegastur til að vera jólasveinninn í ár með sinni risavöxnu og rándýru górillu. Narnía: Ljónið, nornin og skápurinn Frumsýnd 26. desember Narnía eftir CS Lewis á sér ekki síður marga aðdáendur en Harry Potter. Sjónvarpsþættirnir sem byggðir voru á sögunum nutu mikilla vinsælda hér á landi. Leik- stjórinn Andrew Adamson hefur ágætis reynslu af ævintýrum en hann er maðurinn á bak við græna skrýmslið Shrek. Peter, Susan, Edmund og Lucy fara í pössun til hins aldraða prófessors Digory Kirke í seinni heimsstyrjöldinni. Þar á að ríkja ró og friður og börnin mega ekk- ert snerta né láta á sér bera. Þegar þau fara í feluleik komast þau yfir fataskáp sem í fljótu bragði virðist eins og hver annar skápur. Á bak við dyrnar er hins vegar ævintýraheimur Narníu og börnin sogast inn í atburðarrás þar sem landinu er ógnað af Hvítu galdra- norninni sem vill leggja þau örlög á landið að þar verði vetur allan ársins hring. KOSTIR: Þetta er mjög fjölbreytt- ur ævintýraheimur og það skortir ekkert á spennuna. Ímyndunar- aflið fær að njóta sín og ótrúlega flottar persónur prýða myndina. Þá lofa myndbrotin mjög góðu og senurnar virðast ekkert ætla að gefa Hringadróttinssögu eftir. GALLAR: Hún gæti lent í því að vera borin saman við Hringa- dróttinssögu og það kann að reyn- ast dýrkeypt þegar á hólminn er komið. Þá er spurning hvernig aðdáendur sögunnar taka henni. Það hefur alltaf þótt áhættusamt að láta krakka bera uppi heila kvikmynd. Þeim verður að takast vel upp. The Grimm Brothers Frumsýnd 6. janúar Terry Gilliam er einhver allra sérstakasti leikstjóri Hollywood. Hann ætlaði að festa sögu Cerv- antes, Don Kíkóta, á filmu en lítill áhugi framleiðanda og ógöngur urðu til þess að því verkefni hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Ef einhver gæti gert mynd um hjartgóða riddarann sem berst við vindmyllur þá er það Terry Gilliam. Það kom mörgum í opna skjöldu að leikstjórinn skyldi ganga til liðs við Weinstein-bræð- urna þar sem þeir hafa hingað til framleitt örugga smelli og eru fulltrúar fyrir „ekta“ Hollywood- framleiðslu, eitthvað sem Gillian hefur óbeit á. Jake og Will Grimm eru svika- hrappar af Guðs náð. Þeir ferðast þorpi úr þorpi til að vernda íbúa fyrir nornum, göldrum og illum álögum. Eini vankanturinn á atvinnu bræðranna er sá að þetta er allt í plati. Grimm-bræðurnir komast þó í hann krappann þegar þeir lenda í klónum á alvöru álög- um, ekta galdranorn og ósvikn- um ævintýrum en það eru Matt Damon og Heath Ledger sem leika svikarana. KOSTIR: Nafn Terry Gilliam ætti auðvitað að vera nóg til að fá sanna kvikmyndaunnendur til að flykkjast í bíó. Þá hefur Matt Damon stungið æskuvin sinn Ben Affleck af og landað aðalhlutverk- um í hverri stórmyndinni á fætur annarri. GALLAR: Þegar stórir Hollywood- laxar og utangarðsmaður eins og Gillian mætast þá getur útkoman orðið ansi hæpin. Weinstein-bræð- urnir eru þekktir fyrir afskipta- semi og nú er spurning: Var Gilli- am bara að leikstýra þessari mynd til að geta fjármagnað Don Kík- óta? Hostel Frumsýnd 6. janúar Eli Roth sló í gegn fyrir þremur árum með kvikmyndinni Cabin Fever. Hugmyndina að myndinni fékk leikstjórinn þegar hann var að vinna á sveitarbýli við Selfoss. Hann er nú mættur aftur með kvikmyndina Hostel en hún var heimsforsýnd á Októberbíófest að viðstöddu fyrirmönnum þessa lands. Margir héldu ekki út enda þykir myndin ansi blóðug. Partí- dýrið Óli gæti trekkt að og mynd- in hefur fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Þrír bakpokaferðalangar ferð- ast um Evrópu í leit að kynlífi og svalli. Þeir lenda í miklum ógöng- um þegar þeim er rænt af glæpa- hyski til þess eins að pynta þá til dauða. Eyþór Guðjónsson leikur stórt hlutverk í myndinni en aðrir eru minna þekktir hér á landi. KOSTIR: Eli Roth er í framvarð- arsveit bandarískra hryllings- myndaleikstjóra sem vilja end- urvekja þetta form. Hostel vakti mikla athygli á Torontohátíðinni og ekkert síður í Háskólabíói. Hún er blóðug, ódýr og ógeðsleg. GALLAR: Blóðug, ódýr og ógeðs- leg. Varla þau þrjú orð sem fólk vill heyra um jólin. A Little Trip to Heaven Frumsýnd 26. desember Baltasar Kormákur er ein af vonarstjörnum evrópskrar kvik- myndagerðar. 101 Reykjavík og Hafið nutu mikilla vinsælda á meðal Evrópubúa og erlendir framleiðendur fylgjast vel með hvernig nýju myndinni reiðir af. Myndin var sýnd á Torontokvik- myndahátíðinni þar sem hún fékk misjafna dóma. Baltasar hefur unnið töluvert í myndinni síðan og Little Trip var boðið á Sund- ance sem er töluverður heiður í heimi kvikmyndanna. Myndin segir frá trygging- arrannsóknarmanninum Holt sem er fenginn til smábæjarins Hasting til að rannsaka dularfullt andlát manns sem er með milljón dollara líftryggingu. Á vegi hans verður hin dularfulla Isold sem á að fá peningana og Holt grunar að þar sé maðkur í mysunni. Forest Whitaker, Julia Stiles og Jeremy Brenner eru í aðalhlutverkum. KOSTIR: Myndin er leikstýrð, skrifuð og framleidd af Íslending- um. Myndir Baltasars hafa alltaf notið mikilla vinsælda og hlotið lof gagnrýnenda hér á landi. Ef að líkum lætur verður Little Trip ein af vinsælustu myndum þessara jóla. GALLAR: Variety gaf mynd- inni ekki góða dóma og aðrir rýnar hafa líkt henni við Fargo eftir Cohenbræðurna nema það vanti húmorinn. Baltasar er að feta sig inn á nýjar brautir með Hollywoodstjörnum í aðalhlut- verkum. Það má ekkert klikka. Family Stone Frumsýnd 14. desember Mörgum finnst mjög þægilegt að koma sér í jólaskapið með góðri fjölskylduskemmtun í kvikmyndahúsum. Þetta tilheyr- ir jafnvel verslunarferðinni á Þorláksmessu. Leikhópurinn gefur ástæðu til bjartsýni. Luke Wilson og Diane Keaton eru í burðarhlutverkum auk Rachel McAdams sem var stórskemmtileg í Wedding Cras- hers. Myndin segir frá Stone- fjölskyldunni sem hefur mjög fastmótaða jólahefð. Það verður því uppi fótur og fit þegar eftir- lætissonurinn kemur heim með ofursnobbaða kærustu í þeim til- gangi að biðja hennar. Fjölskyld- an tekur verðandi tengdadóttur ekkert allt of vel sem í örvænt- ingu sinni fær systur sína sér til aðstoðar. KOSTIR: Myndin gerist í kring- um jólahaldið sem ætti að kæta marga. Hugljúf og rómantísk, rétt eins og hátíð ljóss og friðar. GALLAR: Hún er frumsýnd sama dag og King Kong. Dómar á erlendum vefmiðlum gefa enga sérstaka ástæðu til bjartsýni. freyrgigja@frettabladid.is LEGGUR KING KONG ALLT UNDIR SIG? Jólamyndirnar eru ekki síður mikilvægar fyrir kvikmyndahúsin en sumarsmellirnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.