Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 6
������������������������������� �������������������������������������� CHICAGO, AP Boeing 737-þota í innanlandsflugi í Bandaríkjunum skautaði út af flugbraut er hún lenti á snævi þöktum Midway- flugvellinum í Chicago í fyrra- kvöld. Flugvélin fór í gegnum flugvallargirðinguna og út á þjóð- veg með þeim afleiðingum að sex ára gamall drengur dó, en hann var farþegi í bíl sem þotan skall á. Um borð voru 103 en aðeins tveir farþegar urðu fyrir meiðslum og voru þau ekki alvarleg. Þotan rakst á tvo bíla en í þeim voru alls níu manns. Auk drengsins sem dó hlutu hinir átta mismikil meiðsl; tveir fullorðnir og tvö börn lágu enn á gjörgæslu í gær. Snjóruðningstæki og ísingar- varnir á flugvellinum höfðu ekki undan er snjó kyngdi niður á fimmtudag. Yfir daginn féll þar átján cm jafnfallinn snjór. - aa Slys í lendingu í Chicago í Bandaríkjunum: Þota rann út af brautinni RAKST Á BÍLA Boeing 737-þota Southwest-flugfélagsins á slysstað í gær. Í bakgrunni sést önnur sams konar þota svífa inn til lendingar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur ákveðið að fá óháðan aðila til þess að fara yfir niðurstöður skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors um öryrkja og velferð. Þetta kom fram í utandag- skrárumræðum um öryrkja og velferð á Alþingi í gær. Ráðherrar og stjórnarlið- ar lýstu vanþóknun sinni á umræddri skýrslu. „Þessi skýrsla olli mér miklum vonbrigðum. Hér er kostað til miklum tíma og mikl- um peningum og fenginn til þess kunnur fræðimaður, gamall bar- áttufélagi úr launþegahreyfing- unni. Og niðurstaðan er svo full af rangfærslum - þar sem verið er að bera saman ósambærilega hluti, sleppt úr heilu bótaflokkunum og nýjustu upplýsingar ekki notaðar - að það gerir hana nánast ónothæfa í þessari umræðu,“ sagði Árni Mathiesen fjármálaráðherra. Málshefjandi var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Hún sagði meðal annars að skattastefna stjórnvalda hefði gert kjarabætur öryrkja að engu. Tekjutrygging- arauki og aldurstengd uppbót færi öll í skatta. Góðærið hefði farið framhjá hópi öryrkja og íslenska samfélagið ætti erfitt með að þola slíkt. Kröfur væru háværar, ekki síst frá öryrkjum og öldruðum, um að spornað yrði gegn þessu. „Meðaltekjur þeirra hafa ekki þróast eins og annarra samfélags- borgara.“ „Það gengur ekki að byggja umræðuna á stagli um þessar tölur,“ sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Hann kvaðst enga ástæðu hafa til þess að véfengja tölur embættismanna og undraðist að Stefán vildi ekki leið- rétta niðurstöður sínar. Þuríður Backman Vinstri grænum, sagði að skattbyrði ein- hleypra öryrkja hefði hækkað á umræddu tímabili úr 7,4 prósent- um af heildartekjum að jafnaði í 17,1 prósent á síðasta ári. „Skatt- leysismörk ættu að vera 102 þús- und krónur ef þau hefðu fylgt verðlagi en eru nú rúmar 75 þús- und krónur í dag.“ „Hvergi í heiminum á síðustu tíu árum hafa lífskjör batnað meira og betur... Og öryrkjar og eldri borgarar og hverjir sem eru hafa allir notið þess,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki. „Ef menn vilja draga úr skerð- ingum eru menn líka að draga úr jöfnun,“ sagði Halldór Ásgríms- son forsætisráðherra. johannh@frettabladid.is Vill óháða úttekt á öryrkjaskýrslunni Forsætisráðherra vill ekki staglast á tölum og biður um óháða úttekt á öryrkja- skýrslunni. Stjórnarandstaðan segir að samfélagið þoli ekki að góðæri sigli framhjá öryrkjum. Málið var rætt utan dagskrár á lokadegi Alþingis fyrir jól. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR „Meðal- tekjur öryrkja hafa ekki þróast eins og annarra samfélagsborgara.“ HEILBIGÐISRÁÐHERRA JÓN KRISTJÁNSSON Forsætisráðherra og flokksbróðir Jóns, Halldór Ásgrímsson, sagði ákveðið að fá óháðan aðila til þess að fara yfir niðurstöður skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors um öryrkja og velferð. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Fingralangar stúlkur Könn- un lögreglunnar á Hörðalandi sem Aftenposten greinir frá sýnir að unglingsstúlkur í Vestur-Noregi eru þrisvar sinnum oftar staðnar að búða- hnupli en strákar og er skýringin sögð vera sú að þær séu undir mun meiri þrýstingi að eiga dýrar vörur en strák- arnir. Búist er við miklum gripdeildum í jólaösinni. NOREGUR STJÓRMÁL Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, hyggst til- kynna í næstu viku hvort hann taki þátt í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins á Akureyri vegna sveitarstjórnarkosn- inganna. Þær verði í febrúar á næsta ári. Kristján skipaði efsta sæti á lista flokksins í síðustu bæjarstjórnarkosningum en marg- ir hafa lagt hart að honum að gefa kost á sér til setu á Alþingi og segir hann að nú sé komið að ákvarðanar- töku í þeim efnum. - kk Sjálfstæðismenn á Akureyri: Kristján skoðar hug sinn KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON Bæjarstjóri á Akureyri. Snákar aflífaðir Tveir snákar sem fundust við húsleit lögreglu í fyrrinótt hafa verið aflífaðir. Þeir fundust ásamt skammbyssum og töluverðu af hassi. Snákarnir voru yfir hálfur metri á lengd hvor, en blátt bann liggur við innflutn- ingi slíkra dýra. Er það vegna þess að bit þeirra geta reynst hættuleg og svo geta þau borið með sér sjúkdóma, enda fara þau ekki í sóttkví, sé þeim smyglað. LÖGREGLUFRÉTTIR 6 10. desember 2005 LAUGARDAGUR ÁLIT Umboðsmaður Alþingis álítur að sá lagagrundvöllur sem íslensk stjórnvöld studdust við þegar með- limum Falun Gong var meinað að koma hingað til lands í júní 2002 hafi ekki veitt þeim fullnægjandi heimild til þeirrar aðgerðar. Kvörtun barst til umboðsmanns vegna ákvörðunar stjórnvalda. Það er hins vegar í verkahring dómstóla að skera úr um hvort ríkið sé skaðabótaskylt gagnvart þeim sem áttu hlut að máli. Í áliti sínu leggur umboðsmaður áherslu á að hann taki ekki afstöðu til þess hvort og þá að hvaða marki mögulegt hefði verið að lögum að koma í veg fyrir að þekktir eða grunaðir meðlimir Falun Gong stigju um borð í flugvélar á leið til landsins. Hann segist ekki geta fallist á þá afstöðu dómsmála- ráðuneytisins að lög hafi falið í sér fullnægjandi heimild fyrir íslensk stjórnvöld til að leggja fyrir Icelandair að synja tiltekn- um einstaklingum um flutning til landsins til að „spara umstang við landgöngusynjun og sendingu við- komandi til baka“, eins og sagði í bréfi dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins til flugfélagsins. Tók umboðsmaður fram að hann teldi ekki tilefni til þess að hann beindi sérstökum tilmæl- um til íslenskra stjórnvalda, og þá einkum til dóms- og kirkju- málaráðuneytisins, að taka ofan- greinda ákvörðun til endurskoð- unar að nýju. Hann beindi hins vegar þeim tilmælum til ráðu- neytisins að taka mið af þeim sjónarmiðum sem rakin væru í álitinu ef íslensk stjórnvöld stæðu í framtíðinni frammi fyrir sam- bærilegum atvikum og þar væri fjallað um. ■ FALUN GONG Meðlimir Falun Gong fengu ekki að koma til landsins þegar heimsókn Kínaforseta hingað til lands stóð yfir. Umboðsmaður Alþingis átelur meðferð stjórnvalda á meðlimum Falun Gong: Illa staðið að komubanni KJÖRKASSINN Eiga bankarnir að greiða skað- ann komist þjófur í heimabanka fólks? Já 81,9% Nei 19,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Gætir þú hugsað þér að kaupa rafmagn af Símanum? Segðu skoðun þína á vísi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.