Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 33
[ ]
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL.
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Heimild: Almanak Háskólans
TAKTU NÆSTA SKREF
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
5
1
2
8
ALLT A‹
100%
LÁNS
HLUTFALL
LÆGRI
VEXTIR
EKKERT
LÁNTÖKUGJALD
TRYGGINGAR-
FÉLAG
ENGIN
SKILYR‹I UM
BÍLALÁN
Vi› lánum fyrir n‡jum og notu›um bílum á hagstæ›um kjörum án tillits til fless hvar flú tryggir bílinn e›a
hefur flín bankavi›skipti. Reikna›u láni› flitt á
www.frjalsi.is, hringdu í síma 540 5000 e›a sendu
okkur línu á frjalsi@frjalsi.is. Vi› viljum a› flú
komist sem lengst!
DÆMI UM MÁNA‹ARLEGA GREI‹SLUBYR‹I AF 1.000.000 kr.*
Lánstími 5 ár 7 ár 8 ár
5,95% vextir 19.310 kr. 14.585 kr. 13.117 kr.
*Lán me› jafngrei›slua›fer› án ver›bóta
��������������
�������
������������������
�������������
��������
������
�����������������
��� ����
�������������������
�������
�������
�������������
��������������
��������������
���������������
��������������
� ��������
Hólmfríður Anna Baldursdóttir er
upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi og
í rúmt ár hefur hún verið stoltur eigandi
Toyota Corolla, af árgerð ´93. Hún hefur
eytt síðustu dögum með sjálfum James
Bond, en eins og flestum er kunnugt
heiðraði sjarmatröllið Roger Moore
okkur Íslendinga með nærveru sinni
á dögunum í þeim tilgangi að vekja
athygli á starfsemi UNICEF.
Þrátt fyrir að keyra hvorki Jaguar né Aston
Martin er Hólmfríður sátt við bílinn sinn.
,,Ég kalla hana Rauðu þrumuna. Hún er
alltaf tilbúin að leggja sitt af mörkum og
þá sérstaklega fyrir börnin. Hún er notuð í
öll erindi sem við þurfum að sinna hér hjá
UNICEF og til að mynda á hún sinn þátt í
að skila dúkkunum okkar þangað sem þær
eiga að fara,“ segir Hólmfríður. ,,Fyrir
óeigingjarnt starf sitt biður hún ekki um
neitt til baka nema kannski vetrardekk. Ég
verðlaunaði hana reyndar í sumar og bónaði
hana bæði að innan og utan.“
Allir bílar hafa sína sérstöðu og er
Toyotan hennar Hólmfríðar engin undan-
tekning. Þrátt fyrir að hann skjóti ekki eld-
flaugum, sé ekki búinn leysigeisla og geti
ekki breyst í kafbát er Rauða þruman ein-
stakur bíll. ,,Hún er orðin svolítið beygluð
og lifuð og því komin með sál. Svo skartar
hún handmáluðum maríubjöllusteini frá
Höfn í Hornafirði á mælaborðinu sem ég
fékk í gjöf frá vinkonu minni. Allir bílar
verða nefnilega að hafa einhvers konar
verndargrip,“ segir Hólmfríður.
Aðspurð segir hún að flottasti Bond-bíll-
inn hafi án efa verið Aston Martin DB5 sem
Bond, þá leikinn af Sean Connery, notaði til
að heilla dömurnar og bjarga heiminum í
Goldfinger árið 1964. tryggvi@frettabladid.is
Rauða þruman er barngóður bíll
Reykjavík 11.07 13.21 15.34
Akureyri 11.20 13.05 14.50
Góðan dag
Í dag er laugardagurinn 10. desember
344. dagur ársins 2005.
Hólmfríður og sjálfrennireiðin hennar Toyota Corolla af árgerð ‘93. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
KRÍLIN
Fyrirgefðu hvað ég er
seinn, mamma, en ég
heyrði ekki í þér fyrr
en þú varst búin að
kalla þrisvar!
Konur sem þora að vera konur,
í stað unglingsstelpna,
ættu að kíkja við í nýrri
verslun í Notting Hill í
næstu Lundúnarferð
sinni. Verslunin heitir Que
Sera Sera og sérhæfir sig
í dekurvörum fyrir alvöru
konur, frá Damaris undir-
fötum yfir í Victoriu Grant
hatta og allt þar á milli. Til
að tryggja að viðskiptavinir
láti það eftir sér að dekra við
sjálfa sig eru karlmenn bann-
aðir í versluninni.
Aðventuferð Ferðafélags Íslands
um miðbæ Reykjavíkur
verður farin á morgun,
sunnudag. Ferðin hefst
klukkan 17.00 við styttu
Jóns Sigurðssonar við Aust-
urvöll. Gengið verður um
miðbæinn með leiðsögn
og ýmsir þættir úr sögu,
byggingarlist og menningu
Reykjavíkur dregnir fram í
dagsljósið. Fararstjóri í ferð-
inni er Ólafur Örn Haraldsson
forseti Ferðafélagsins. Þátttaka er
ókeypis og allir velkomnir.
LIGGUR Í LOFTINU
[ FERÐIR - BÍLAR - TÍSKA ]
ÖRYGGI
Ráðandi þáttur við val á bíl
BLS. 2
JÓLASVEINAR
á leið til byggða
BLS. 6
SKART
Gyllt um jólin
BLS. 12
MIÐBÆRINN
Aðventuferð
BLS. 14