Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 12
 10. desember 2005 LAUGARDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Fylgi minnkar Illugi Jökulsson flytur reglulega pistla í þætti Þorfinns Ómarssonar og Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur á NFS. Í síðasta pistli vék hann að Samfylkingunni í tilefni af nýjum könnunum sem sýna að fylgi hennar hefur minnkað verulega. Honum er umhugsunarefni af hverju flokkurinn hafi ekki náð sömu stöðu meðal vinstrimanna og Sjálfstæðisflokk- urinn meðal þeirra „sem aðhyllast framtak einstakl- ingsins í bland við borgaralegt frjálslyndi“. Hann bendir á að frjálslyndir menn styðji Sjálfstæð- isflokkinn jafnvel þótt margt af því sem flokkurinn tekur sér fyrir hendur sé þeim hreint ekki að skapi. Spyr svo af hverju jafnað- armenn flykkist ekki um Samfylkinguna? Metnaðarleysi Illugi bendir á að ólíkt Sjálfstæðisflokkn- um hafi Samfylkingin vissulega ekki enn náð því að setja fram á skýran og einfaldan hátt megindrættina í stefnu sinni „og fólk hefur bara ekki endalausa þolinmæði“ - en segist hallast að því að hluti skýringarinnar á því hversu illa flokknum gengur að koma undir sig fótunum felist í hugarfari helstu foringja hans. „Metnaði þeirra, eða öllu heldur metnaðarleysi,“ segir hann. Til að skýra þetta tekur Illugi dæmi af viðbrögðum helstu foringja Samfylkingarinnar við tilboði Steingríms J. Sigfússonar um velferðarstjórn núverandi stjórnarand- stöðuflokka eftir næstu kosningar. Þau viðbrögð komu Illuga verulega á óvart. Til hvers? „Sumir voru með einhver ólíkindalæti, aðrir slógu úr og í,“ sagði Illugi í pistlin- um. Honum finnst að þeir hefðu átt að fagna hugmyndinni, því það hljóti að vera sameiginlegt markmið stjórnar- andstöðunnar að koma frá völdum „langþreyttri ríkisstjórn og langþreytt- um valdaflokkum og valdablokkum“. Niðurstaða Illuga er að Samfylkinguna skorti metnað til að verða stærsti flokkur landsins. Langanir Samfylkingar- innar séu annars eðlis. „Hún á sér ekki þann metnað að verða sá grundvöllur þar sem jafnaðarmenn landsins geta safnast fyrir, nei, hún stefnir bara að því að verða rétt nógu stór til að komast í stjórn með íhaldinu. Og til hvers er svoleiðis flokkur með leyfi?“ gm@frettabladid.is Það fer ekki hjá því að menn tengi ýmsar ákvarðanir meiri-hluta sveitarstjórna um þessar mundir við væntanlegar sveitarstjórnarkosningar í vor. Margs konar mál sem hafa verið á döfinni eru nú drifin af og á það jafnt við um framkvæmd- ir á vegum sveitarfélaga sem önnur mál. Mest áberandi er þetta kannski hjá stærsta sveitarfélaginu í landinu , Reykjavíkurborg, eða réttara sagt meirihlutanum i borginni - Reykjavíkurlistan- um, sem senn rennur sitt skeið á enda. Nú er síðasta tækifærið fyrir þá sem að honum standa að láta til sín taka, því vafasamt er að þau öfl sem að honum standa fari með meirihlutann í borg- inni að loknum borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Síðasta útspil þeirra sem fara með meirihlutann í borginni var að gera rausnarlega kjarasamninga við ófaglært starfsfólk á leikskólum borgarinnar sem er í Eflingu eða Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Hljóða samningarnir upp á allt að þrjátíu prósenta hækkun á næstu þremur árum. Auðvitað er það góðra gjalda vert að hækka laun þeirra sem eru lægstir í launastigan- um og vinna við umönnun barna og kannski verður þetta til þess að fólk fæst í þessi störf. Í þessum stéttum eru konur líka í mikl- um meirihluta, svo þetta er viss viðurkenning á kjörum þeirra. Á hinn bóginn hlýtur þessi kjarasamningur að hafa mikil áhrif víðar en í leikskólageiranumn svo sem greinilega hefur komið í ljós á undanförnum dögum. Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, er ómyrk í máli viðtali við Fréttablaðið í gær, þar sem hún segir meðal annars: „Það er í raun óhætt að segja að með þessu hafi sprengju verið kastað inn á vinnumarkaðinn. Ég vil trúa því að um yfirsjón hjá samninganefndunum hafi verið að ræða, en þetta er vant fólk og erfitt að meta það svo.“ Björg segir að ófaglærðir deilarstjórar á leikskólum séu nú með hærri laun en faglærðir, þannig að þarna er greinilega eitthvað sem verður að lagfæra. Það verður að ætla að borgaryfirvöld hafi gert sér grein fyrir afleiðingunum af þessum samningi, öðru verður ekki trúað. Þau ætla þá væntanlega að hækka laun allra sambærilegra stétta hjá borginni, með þeim afleiðingum sem það kann að hafa í för með sér. Stjórnmálamenn mega ekki vera allt of eftirgefanlegir þótt kosningar séu í nánd. Þetta er reyndar ekki eina málið hjá Reykjavíkurborg í vikunni sem lyktar af því að kosningar séu í nánd, því meirihluti borgarráðs hefur samþykkt að lækka leik- skólagjöld um áramótin og auka niðurgreiðslu hjá foreldrum sem hafa börn sín hjá dagforeldrum. Allt þetta og meira til ber ótvírætt vott um að kosningar séu í nánd, að ekki sé talað um tvísýnt prófkjör hjá Samfylkingunni um röðun efstu manna og kvenna á lista flokksins í Reykjavík í vor. SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Miklar launahækkanir ófaglærðra á leikskólum borgarinnar Kjaramál í uppnámi Allt þetta og meira til ber ótvírætt vott um að kosning- ar séu í nánd, að ekki sé talað um tvísýnt prófkjör hjá Samfylkingunni um röðun efstu manna og kvenna á lista flokksins í Reykjavík í vor. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un fy rir 3 65 p re nt m i› la m aí 2 00 5. Inni við beinið er ég íhaldssamur. Þá á ég við þennan þráláta kvilla að vera vanabundinn, hafa efa- semdir um nýjungar, vera seinn að kveikja á frumlegum athöfn- um og viðhorfum. Vilja helst hafa sem flest í sama farinu, jafnvel löngu eftir að það er orðið úrelt og úr sér gengið. Kannske fylgir þetta aldrinum eða er í genunum. Þó er ég allur af vilja gerður til að laga mig að breyttum lifnað- arháttum og hverskonar tækni- framförum. Og þykist vera nógu frjálslyndur til að skilja að heim- urinn er að breytast og nútím- inn verður að fá að taka út sitt gelgjuskeið. Börnin sem áður léku sér með „gullin sín“, ganga nú um með headfón og höggva mann og annan í play station. Ungling- arnir sem áður burðuðust með eldheitar hugsjónir ráfa nú um í Smáralind og Kringlunni. Unga fólkið í tilhugalífinu sem áður fyrr skellti sér í Þórskaffi í leit að félagsskap styður sig við barinn og er hætt að dansa. Fullorðna fólkið er hætt að spila og spjalla en situr þögult fyrir framan sjón- varpið, þangað til það geispar af syfju eða geispar golunni. Sjálfur er ég hættur að fara í heimsóknir nema tilneyddur á tyllidögum og hitti helst ekki neinn sem ég þekki, nema þegar ég verð stopp á rauðu ljósi og kannast við manninn í bílnum við hliðina. Skrúfa niður rúðuna og hrópa: blessaður. Lengra ná þau ekki, þessi mannlegu samskipti, sem voru okkur svo dýrmæt og ég sakna þeirra, kannske af því ég er íhaldssamur í eðli mínu. Það sama gildir um listina og bókmennntirnar. Framúrstefna og absúrdismi var mér lengi óskiljanlegt fyrirbæri. Klessu- málverk, atomljóð og nútíma- tónlist voru heitin og orðin yfir þau listaverk, sem íhaldssamt fólk notaði yfir þá list sem það skildi ekki og vildi ekki viður- kenna. Fordómarnir, fortíðin, formúlurnar um hina einu sönnu list voru löngu mótaðar og ég hef verið að bisa við það allt mitt líf að losna undan þessum álögum og skilja nýsköpunina. Skilja nútímann og framtíðina, sem menn segja að liggi í þessu frumlega framlagi til frjórrar listar. Nú í seinni tíð er ég hættur að frussa og hneykslast, en segi gáfumannlega: athyglisvert. Svo er það sjónvarpið. Þeir eru auvitað löngu hættir að sýna Dallas og Húsið á sléttunni. Nú er völ á þremur eða fjórum sjón- varpsstöðvum, sem allar bjóða upp á glæpa- eða lögregluþætti, þar sem einhver er drepinn í upp- hafi. Það er útgangspunkturinn á kvöldstemningunni á íslenskum heimilum að fylgjast með einu eða tveim morðum að meðaltali í hvert skipti sem heimilisfólkið sest niður til að stytta sér stund. Uppörvandi, ekki satt! Þannig að ég hef stundum flúið yfir í Strákana og Sylvíu nótt, m.a til að geðjast ungling- unum á heimilinu og laga mig að nútímanum og humornum sem nú er líka nýr af nálinni og öðru vísi en gamli úrelti húmorinn, sem þykir ekki brúklegur lengur. Þetta eru svosem saklaus ærsl og aulafyndni, fimmaura- brandarar, sem eru ekki einu sinni fimm auranna virði. En ég læt sem ekkert sé, til að laga mig að frjálslyndinu og nútímanum. Uppákomur og uppátæki, sjálfsagt gert til að storka og ögra, jafnvel ofbjóða og blöskra og af því að Sylvía Nótt fékk sérstaka viðurkenn- ingu nýlega fyrir þættina sína, staldraði ég við, þegar hún fór á flug, nú í vikunni, og var komin með útlenskan karlmann upp á arminn. Segir ekki af þeirri atburðarás annað en mér sýnd- ist þau vera komin að Gullfossi, þegar Sylvía bauð upp á sig í baksætinu og til sanninda- merkis, sletti rekkjunauturinn smokknum framan í mynda- vélina, rétt eins og víkingarnir hengdu haus fórnarlambsins á spjótsoddinn, þegar vígið hafði verið framið. Ég verð að viðurkenna að nú vógu þau salt, framúrstefna Sylvíu og fordómarnir í sjálfum mér. Átti ég að hlæja eða fussa, átti ég að láta mér fátt um finnast um þessa smekkleysu, af því hér var ungt fólk að bjóða íhaldsseminni byrginn? Ung sjónvarpskona að slá í gegn. Er ég kannske einn um það að hneykslast á þessari senu, af því ég er ekki nógu „kúl“ til að skilja listina eða fyndnina? Til að skilja að þessi matreidda dægra- stytting sem upp á er boðið felst í því að ganga fram af fólki eins og mér. Fólki sem skilur hvorki framúrstefnu né fyndni. Hvað þá verðlaunin sem fyrir þetta fást. Og svo var smokknum slett UPP ÚR EINS MANNS HLJÓÐI ÍHALDSSEMI ELLERT B. SCHRAM Ég verð að viðurkenna að nú vógu þau salt, framúrstefna Sylvíu og fordómarnir í sjálfum mér. Átti ég að hlæja eða fussa, átti ég að láta mér fátt um finnast um þessa smekkleysu, af því hér var ungt fólk að bjóða íhaldsseminni byrginn?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.