Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 20
10. desember 2005 LAUGARDAGUR
www.skifan.is
...skemmtir þér ; )
ÁRITANIR Í
SKÍFUNNI Í DAG!
Tryggðu þér
heitustu titlana
á tilboðsverði
í Skífunni um
helgina!
Helgartilboð
1.699 kr.
Helgartilboð
1.699 kr.
Helgartilboð
2.499 kr.
Helgartilboð
1.699 kr.
Helgartilboð
1.699 kr.
Helgartilboð
1.699 kr.
Helgartilboð
1.699 kr.
Helgartilboð
1.699 kr.
Helgartilboð
1.699 kr.
Helgartilboð
1.699 kr.
Kringlankl.14.00
Kringlankl.15.00
Kringlankl.16.00 Kringla
n
kl.17.0
0
Smáralindkl.14.00
Smáralind
kl.15.00
Smáralindkl.17.00
Laugavegur
kl.14.00
Laugavegkl.15.00
Smáralind
kl.16.00
Laugavegurkl.18.00
Sálin hans Jóns mín Garðar Cortes
Björgvin Halldórsson Nylon - Góðir hlutir
Írafár Jónsi
Magnús Þór Solla
Spark Dr. Spock/Sign
Laugave
gur
kl.16.00
■ LAUGARDAGUR 3. DES
Í minningu snillings
Snillingar eru þær manneskjur
sem geta gert hluti sem annað fólk
ræður ekki við - og látið líta svo út
að ekkert sé einfaldara. Einn slík-
ur snillingur var til moldar borinn
í dag í fæðingarbæ sínum, Belfast
á Norður-Írlandi. Hann hét George
Best og var knattspyrnumaður.
Hann gat sólað alla upp úr skónum,
nema sjálfan sig.
„Mestöll auðæfi mín fóru í
áfengi, konur og hraðskreiða bíla,“
sagði hann. „Afganginum eyddi ég
í vitleysu.“
Svartur húmor til að breiða yfir
mikla sorg hjá manni sem vissi að í
Bakkusi hafði hann fyrirhitt ofjarl
sinn.
En Bakkus sjálfur hefur enga
kímnigáfu, hvorki hvíta né svarta,
og fer ekki í manngreinarálit held-
ur leggur andstæðinga sína að velli
án tillits til snilligáfu, hæfileika,
menntunar eða mannkosta. Stærsta
viðfangsefni hvers manns í lífinu
e r að ná stjórn á sjálfum
sér, og við það verk-
efni virðist snilli-
gáfa koma að
litlum notum.
■ SUNNUDAGUR 4. DES
Laufabrauð sameinar -
skata sundrar
Í dag kom stórfjölskyldan saman
heima hjá okkur til að skera út
og steikja laufabrauð. Fyrir nú
utan að laufabrauð er ómissandi á
jólaborðinu er laufabrauðsskurð-
urinn skemmtilegt tilefni til að
hittast á þessum tíma og
sameina fjölskylduna.
Laufabrauð sameinar.
Skata sundrar. Allir
mæta til að skera út
laufabrauðið og deg-
inum lýkur með hangi-
kjötsveislu. Á Þorláks-
messu er fjölskyldan hins
vegar sundruð. Hinir innmúruðu
og innvígðu í íslenskar jólahefð-
ir hittast í Hafnarfirði og moka í
sig kæstri skötu með hamsatólg,
en uppreisnararmurinn dreifist
á tvist og bast. Sumir borða salt-
fisk, en aðrir kæra sig kollótta um
þjóðararfinn og menninguna og
verstu uppreisnarseggirnir hía á
skötu-talíbana og hóta því að borða
hamborgara með frönskum kart-
öflum á þessum hátíðisdegi. Svona
getur skatan sundrað jafnvel sam-
hentustu fjölskyldum.
■ MÁNUDAGUR 5. DES
Afmörkuð stund
Ég er á þönum úti um borg og bý
að lesa upp úr bókinni minni
Valkyrjum. Eftir einsemdina
við að sitja og setja saman
heila bók er það mjög kær-
komið að fara út á meðal fólks
og fá að sjá og heyra viðbrögð
þess við verkinu. Það eru mikil
forréttindi. Mér verður hugs-
að til vinar míns, Ingólfs
Margeirssonar, sem eins og
ég á bók í jólabókaflóðinu,
en fer að hluta til á mis við
þá ánægju að blanda geði
við bókabéusa á aðvent-
unni. Heilablóðfall sem
hann fékk fyrir fjórum árum er
honum fjötur um fót, svo að hann
getur ekki þotið milli staða eins og
ég og lesið úr bókinni sinni, sem er
merkileg bók og heitir „Afmörkuð
stund“.
Maður skyldi ætla að frásögn
af því hvernig það er að fá heila-
blóðfall og takast á við afleiðingar
þess sé ekki neinn skemmtilestur,
en það er öðru nær. „Afmörkuð
stund“ er yndisleg bók, hógvær
og auðmjúk hetjusaga manns sem
lætur ekki bugast og er staðráðinn
í að drekka lífsins bikar til botns
og njóta hverrar stundar.
Það er kannski ekki
góð latína að hrósa ann-
arra manna verkum
meðan maður er önnum
kafinn við að koma sjálf-
um sér á framfæri, en
það má einu gilda. Ég
las bókina hans Ingólfs
í handriti, og nú er hún
komin út og ég er mont-
inn af henni og mont-
inn af Ingólfi. Í
henni stendur
á einum stað: „Lífið
hefur upp á svo mikið að
bjóða. Ef maður bara vill
þiggja gjafir þess.“
■ ÞRIÐJUDAGUR 6. DES
Fábjánar á alþjóðlegan
mælikvarða
Rosalega skemmti ég mér vel í
kvöld. Fyrst hitti ég fólk sem vinn-
ur sjálfboðaliðastarf í Rauðakross-
deild í Kópavogi.
Það er alltaf verið að tala um efn-
ishyggju, peningagræðgi og sjálfs-
elsku - og því verður sennilega seint
neitað að allt eru þetta tímabær
umræðuefni í þjóðfélaginu okkar.
Samt má það ekki gleymast, að því
fer fjarri að allir séu undirlagð-
ir af þeirri hugsun einni að hlaða
sem mest undir rassinn á sjálfum
sér. Alls konar fólk úti um allt land
sinnir störfum sínum af kostgæfni
og trúmennsku án þess að vera
fyrst og fremst að hugsa um
krónur og gróða. Fjöldi
fólks leggur hvers konar
líknarmálum lið og spar-
ar hvorki tíma né peninga
til að reyna að leggja sitt
af mörkum til að gera ver-
öldina ögn skárri. Það er gott
til þess að vita að enn er til fólk
sem miklast ekki af góðverkum
sínum. Ekki síst nú þegar óvæntur
auður hefur apað svo marga íslend-
inga að við höfum eignast fábjána
á alþjóðlegan mælikvarða sem láta
fyrrverandi filmstjörnu narra sig
til að borga 20 milljónir fyrir ómál-
að málverk og árslaun verkamanns
fyrir að fá að lesa veðurfréttir í
sjónvarp.
Uppáhaldspistlahöfundur minn,
Valgerður Bjarnadóttir, sendi þess-
um vesalingum heilræði í Frétta-
blaðinu um daginn.
Valgerður sagði: „Ég ætla að
leyfa mér að vera gamaldags og
púkó, en þetta finnst mér ekki
flott, jafnvel þó peningarnir renni í
gott málefni. Hingað til hef ég
yfirleitt andmælt þegar tal
er uppi um smæð þjóðar-
innar. Hef verið þeirr-
ar skoðunar að í sam-
félagi þjóðanna skipti
það fyrst og fremst
máli að vera þjóð en
ekki hversu stór
hún er. Ég er
hins vegar
þ e i r r a r
s k o ð u n a r
að þjóðin
sé of lítil til
að hér séu
h a l d n a r
veislur og uppboð af þessu tagi. Bið
auðmenn að halda slíkar veislur í
kyrrþey héðan í frá.“
Ég var afskaplega
bjartsýnn eftir sam-
veruna með Rauða-
krossfólkinu, en svo
varð ég soldið kvíðinn
því að næst beið mín að
hitta hóp af ungu fólki
sem hefur mikinn áhuga
á pólitík, hóp sem kallar
sig Deiglan.com og sumir
segja að sé órólega deild-
in í Sjálfstæðisflokknum.
Kvíðinn fyrir því að
hitta unga íhaldsfólkið
reyndist ástæðulaus. Þetta var
glæsilegur hópur af skynsömum
og hugsandi einstaklingum sem
eru komnir óravegu burt frá því
kaldastríðsþvargi sem einkenndi
Heimdellinga á sokkabandsárum
mínum. En þá er þess að gæta að
þetta er órólega deildin. Rólega
deildin í flokknum er trúlega
óbreytt enn.
■ FIMMTUDAGUR 8. DES
Forseti, banki og barónessa
Forsetinn hefur greinilega ekki
lesið hina ágætu grein Valgerðar
Bjarnadóttur, og sennilega ekki KB
banki heldur, því að nú var sinfóníu-
hljómsveitin látin halda sérstaka
tónleika og spila fyrir ríka fólkið og
forsetinn bauð breskri barnónessu
í gleðskapinn. KB banki borgaði
svo veitingar og boðsmiða. Forseti,
banki og barónessa.
Eru peningapúkarnir alveg að
ganga af göflunum? Það virðist
vera vandi að kunna sér læti. Von-
andi að þeir detti ekki niður úr
rjáfrinu sem þeir hafa prílað upp
í og hálsbrjóti sig og skaði þá sem
verða undir þeim.
Í dag er aldarfjórðungur síðan
John Lennon var myrtur.
■ FÖSTUDAGUR 9. DES
Eymundsson í Austurstræti
Bókabúðir eru mitt uppáhald. Ég
get gleymt mér tímunum saman
við að skoða bækur. Eymundsson
í Austurstræti er eftirlætisbúðin
mín. Þar hef ég eytt jafnlöngum
tíma og í öllum öðrum búðum sam-
anlagt. Í ró og friði.
En nú er friðurinn úti. Í dag
og næstu tvo daga, laugardag og
sunnudag síðdegis, flyt ég heim-
kynni mín í Eymundsson í Austur-
stræti. Til að lesa upp, spjalla og
afgreiða og hitta fólk sem hefur
áhuga á bókum. Ég kvíði fyrir til-
standinu. En ég hlakka líka til að
sjá hvort bókabúð rúmar líka einn
höfund innan um allar bækurnar.
Ég reyni bara að vera til friðs.
Forseti, banki og
barónessa
Í Dagbók Þráins Bertelssonar er að þessu sinni meðal annars fjallað um sam-
einingarmátt laufabrauðs og sundrungarmátt skötunnar. Sagt er frá fábjánum
á alþjóðlegan mælikvarða, auðmjúkri hetjusögu, rólegu og órólegu deildinni í
Sjálfstæðisflokknum og varnaðarorðum Valgerðar Bjarnadóttur til ríka fólksins.
Kæra
Dagbók
Þráinn Bertelsson skrifar