Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 88
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 BAKÞANKAR GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR Hvar verslar jólasveinninn? 50 02 .V .B s met sy S AE KI re tn I © 75,- 390,- Opið til 22:00 til jóla | www.IKEA.is 75,- 490,- 390,- TASSA mjúkdýr ýmsir litir MINNEN GRODA mjúkdýr 30 sm 690,- SPÖKA næturljós ýmsir litir 1.290,- SMILA STJÄRNA veggljós ø28 sm 790,- IKEA/PS FÅNGST hirsla með 6 hólfum ýmsir litir ø30x188 sm TRÄNA spiladós 16-21 sm 590,- SÖT mjúkdýr ýmsar tegundir MÅLA tússlitir m/stimpli 95,- MULA kranabíll m/kubbum 1.290,- MINNEN TORN vegghilla m/skúffu 17x70 sm 1.490,- MINNEN DRAKE mjúkdýr 190 sm 990,- KLAPPAR ANSIKTE púsluspil 28x15 sm Barnamáltíð kjúklinganaggar, franskar og safi 290,- Ískaldur Léttur öllari ROYAL Konunglegur! Um daginn horfði ég á banda-ríska fréttaskýringaþáttinn 60 mínútur. Hið vandaða innihald vakti jú athygli mína en það sem fékk mig einkum og sér í lagi til að velta vöngum var það hversu gamalt fréttafólkið er sem hefur umsjón með þættinum. Þetta eru allt ellismellir. Gráhært fólk með hrukkur. Mér fannst eins og ég væri að horfa á sjónvarp félags eldri borgara. Raddir orðnar rámar. Hárgreiðslan föst í áratugagömlu móti. Húðin leður. EN viti menn. Þetta er einn besti fréttaskýringaþáttur í heimi, ef ekki sá besti. Þetta gæti mörg- um Íslendingum fundist skrítið. Hér á landi þykir frekar til siðs að fólk sem sést mikið í sjónvarpi og á opinberum vettvangi sé eins og nýstroknir barnsrassar. Ungt fólk á uppleið. Gamlir refir eru jú einhverjir og þá helst uppi á RÚV. Fáir vita hvar. Gamalt fólk myndi alls ekki fá að hafa frétta- skýringaþátt. Það þætti bara bjánalegt. Gestur Einar var meira að segja tekinn af dagskrá, fimm- tíu og fimm ára að aldri, og það í útvarpi. ÞESSI hugsunarháttur, sem kalla má æskudýrkun, er leiðindaein- kenni á íslensku samfélagi. Stjórn- endur eru afskaplega hræddir við að nýta sér reynslu og þekkingu fólks sem er komið yfir miðj- an aldur. Líklega er þetta nýj- ungagirnin. Á sama hátt og við erum alltaf að kaupa okkur ný tæki og bíla teljum við ástæðu til þess að starfskraftar í lykilstöðum séu líka sem nýjastir. Svipað á við um stjórnmálin. Það eru engir aldrað- ir á Alþingi eins og í 60 mínútum. Samt óskar maður þess að stjórn- málin hér á landi einkenndust af álíka mikilli kunnáttu. Gott væri ef einhver reynslubolti með leður- húð eins og Dan Rather (74 ára) tæki einstaka sinnum til máls niðri á þingi og segði mönnum svart á hvítu með djúpri röddu, markaðri af sögu áratuganna, hvernig á að gera hlutina. OG Dan Rather er ekki sá elsti í 60 mínútum. Mike Wallace er 87 ára og búinn að vera í þættinum í 37 ár. Hann var handtekinn fyrir ólæti á almannafæri í New York fyrir ári síðan eins og hver annar unglingur. Pistlahöfundurinn Andy Rooney er 85 ára og hefur látið gamminn geisa síðan 1949. Sjálfur skapari þáttarins, Don Hewitt, verður 83 ára á miðvikudaginn og er ennþá að skipa fyrir í myndverinu. Svo eru þarna karlar eins og Morley Safer (74 ára), Ed Bradley (66 ára) og kvenskörungurinn Lesley Stahl sem verður 64 ára á föstudaginn. Til hamingju með það. Bráðefnileg kona. HÉR á Íslandi þykir það róttæk hugmynd að stjórnmálamenn eins og Jón Baldvin og Jón Sigurðsson snúi aftur í pólitík vegna þess að þeir eru sagðir gamlir. Sá fyrr- nefndi er 66 ára og sá síðarnefndi er 64 ára. Það er enginn aldur. Þetta eru kettlingar. Amma mín er 96 ára og enn í fullu fjöri. Ég sé ekki hvað er vandamálið. Ef þeir vilja fara í pólitík eigi þeir einfald- lega að kýla á það. ■ Hár aldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.