Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 86
 10. desember 2005 LAUGARDAGUR62 OPIÐ ALLA LAUGARDAGA 10-14 STÓR HUMAR RISARÆKJUR HÖRPUSKEL TUNFISKUR SALTSÍLD KRYDDSÍLD 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8 Kynlíf manna með álfum er umfjöllunarefni bókarinnar Please yoursELF sem nokkrir nemendur úr Listaháskóla Íslands gefa út um helgina. „Við erum að vinna að samstarfsverkefni með Háskólanum í Reykjavík undir yfirskriftinni „Ný sýn í ferðamál- um“ og okkur langaði ógurlega mikið að vinna með eitthvað sem tengdist álfum. Hugmyndin varð til yfir bjór á Sirkus og okkur datt í hug að markaðssetja kynlíf með íslenskum álfum. Okkur þótti það til dæmis mun jákvæðara en að markaðssetja íslenskar konur,“ segir Hallgerður Hallgrímsdóttir. Í bókinni er að finna margar litlar sögur af kynlífi manna með álfum, viðtöl við fólk sem hefur stundað kynlíf með álfum auk þess sem bent er á nokkur atriði sem hafa ber í huga þegar slíkt kynlíf er stundað. „Við erum í rauninni að hvetja fólk til að fara út í íslenska náttúru, ekki í hópum heldur frekar eitt eða tvö saman og í raun njóta náttúrunnar eins og hún er. Liggja í mosanum og það helst allsber, finna kraft- inn og leyfa álfunum að koma. Sögurnar í bókinni eru misgróf- ar, sumar hreint ekkert grófar heldur alls kostar rómantískar. Álfarnir sjálfir eru misjafnir og þeir vita alveg hvað maður vill og finna hverju maður hefur áhuga á. Þeir gera ekkert sem fólk vill ekki að þeir geri,“ segir Hallgerð- ur ákveðin og bætir við að í bók- inni megi einnig finna myndir af íslenskri náttúru og af fólki sem er í þann veginn að fara að stunda kynlíf með álfum. „Einnig teljum við upp álfategundir og erum með kort af stöðum þar sem maður getur hitt álfa.“ Að sögn Hallgerðar verða prentuð þúsund eintök af bókinni og verður hægt að kaupa hana í Hafnarhúsinu um helgina þar sem sýning á verkefnunum fer fram. „Eftir það mun hún fást í Dogma og Nakta apanum og vonandi á fleiri stöðum. Bókin er á ensku því hún er bæði fyrir Íslendinga og erlenda túrista. Auk þess er hægt að lesa fleiri sögur á blogg- síðunni www.elftruths.blogspot. com og þar verður einnig hægt að panta bókina.“ hilda@frettabladid.is NEMENDUR Í LHÍ: BÓK SEM FJALLAR UM KYNLÍF MANNA MEÐ ÁLFUM Liggja allsber í mosanum HALLGERÐUR HALLGRÍMSDÓTTIR Ein þeirra sem gefa út bókina Please yoursELF sem fjallar um kynlíf manna með álfum. Bókina verður meðal annars hægt að nálgast á sýningu á samstarfsverkefnum nemenda Listaháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík í Hafnarhús- inu um helgina. FRÉTTIR AF FÓLKI NÚNA BÚIÐ Ísbirnir Þeir sýna enga vægð. Og þeir eru að deyja í hrönnum úti á ísnum út af matar- skorti. Ó nei ! Fléttur Ekki bara fyrir 8 ára stelpur. Passaðu bara að hafa þær ekki of stífar og snyrtilegar. Treflar Það veitir ekki af menn- ingarpostulum þessa dagana þegar hnakkinn tröllríður öllu. Mörgæsir Myndin sýndi fram á það að þetta eru vitlaus og tilgangslaus dýr. Nei takk. Sléttujárn Hver vill vera með straujað hár? Leyfum lokkunum að flæða villt og galið. Hnakkar Þeir eru komnir í bækur, sjónvarp og tónlist. Hnakkavæðingin er algerlega að drekkja öllu. Nóg. LÁRÉTT 2 erindi úr sálmi 6 klafi 8 lítill stallur 9 meðvitundarleysi 11 gelt 12 flugfar 14 fet 16 ambátt 17 gljúfur 18 örn 20 drykkur 21 skemmast af frosti. LÓÐRÉTT 1 grasþökur 3 skammstöfun 4 gunga 5 hallandi 7 efnasamband 10 hald 13 sarg 15 bæli 16 ris 19 á fæti. LAUSN 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT: 2 vers, 6 ok, 8 hak, 9 rot, 11 gá, 12 flaug, 14 skref, 16 þý, 17 gil, 18 ari, 20 te, 21 kala. LÓÐRÉTT: 1 torf, 3 eh, 4 raggeit, 5 ská, 7 kolsýra, 10 tak, 13 urg, 15 flet, 16 þak, 19 HRÓSIÐ ...fær Sigríður Arnardóttir fyrir að hafa stýrt þættinum Fólk með glæsibrag undanfarin fimm ár og öðlast á þeim tíma ótalmarga dygga áhorfendur. Unnur Birna Vil-hjálmsdóttir þykir mjög sigurstrangleg í keppninni Ungfrú Heimur sem fram fer í kvöld í Kína. Mestar líkur eru taldar á því að Ungfrú Filippseyjar verði krýnd en fast á hæla hennar kemur Ungfrú Kanada. Unni Birnu er síðan spáð þriðja sætinu og það er því nokkuð ljóst að spenn- an verður rafmögnuð þegar úrslitin verða kynnt. Reyndar hafa veðbankar alltaf verið Íslendingum hliðhollir í alls kyns keppnum og nægir þar að nefna Eurovision-keppnina en hana erum við yfirleitt búin að vinna áður en haldið er af stað. Unnur hefur nú verið tæpan mánuð í Alþýðulýðveldinu og ber sig víst nokkuð vel. Henni hefur tekist að heilla innfædda upp úr skónum en það er orðið ansi langt síðan við Íslendingar áttum Miss World. Síðast gerðist það 1988 þegar Linda Pétursdóttir kom með kórónuna heim og fetaði þar með í fótspor Hólmfríðar Karlsdóttur sem vann titilinn 1985. Eiríkur Jónsson er kominn aftur á skjáinn og nú með fóstbróður sínum Reyni Traustasyni í morgunþættinum Helgin sem er á dagskrá NFS alla laug- ardagsmorgna klukkan ellefu. Eiríkur vakti óskipta athygli þegar hann var með þátt nefndan í höfuðið á sjálfum sér á Stöð 2 þar sem menn og málefni fengu oftar en ekki að finna til tevatnsins. Áhorfendum nýja þáttarins fannst þó umhverfið heldur leiðinlegt. Þeir félagar hafa því brugðið á það ráð að líkja eftir sviðsmynd Cosby-þáttanna sem sýndir voru á RÚV við miklar vinsældir fyrir margt löngu. Eiríkur og Reynir dvelja nú að mestu leyti í eldhúsi og öðru hvoru er brugðið upp mynd af húsnæðinu þar sem atburðirnir eiga sér stað. Það hefur þó ekki fengið staðfest hvort Eiríkur verði læknirinn Cliff Huxtable og Reynir lögfræðingurinn ráðagóði Clair. Til þess að bæta enn fjölskylduímynd þáttarins hafa einnig heyrst raddir um að blaðamannabörn þáttastjórnandanna, þau Jón Trausti hjá Mannlífi og Hanna Eiríks hjá Hér & nú, komi til með að bregða sér í hlutverk Theo og Denise en ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum. Í dag stendur Íslandsdeild Amnesty fyrir bréfamaraþoni í þágu mannréttinda. Er þetta í fyrsta skipti sem deildin stendur fyrir slíkri dagskrá en svipaðir viðburðir verða í þrjátíu öðrum löndum. Dagsetningin er engin tilviljun því í dag er alþjóðlegi mannréttindadagurinn. „Þetta hefur verið gert í nokkur ár hjá ýmsum mannréttindadeildum um allan heim en á rætur sínar að rekja til pólsku deildarinn- ar,“ útskýrir Torfi Geir Jónsson, verkefnastjóri Amnesty deildar- innar. Gestum og gangandi verður gefinn kostur á því að skrifa bréf til þolenda mannréttindabrota, ríkisstjórna sem brjóta mann- réttindi og mannréttindafröm- uða víða um heim. Að sögn Torfa er ekki gerð nein krafa um sér- staka tungumálakunnáttu heldur eingöngu að hugur fylgi máli. „Fólk er að skrifa jólakveðjur til vina og vandamanna um þessar mundir og þetta fellur ágætlega inn í þá stemningu,“ bætir hann við. Honum finnst einnig tilvalið að fólk taki sér smá tíma á aðvent- unni og leiði hugann að þeim sem minna mega sín í þessum heimi. „Stutt kveðja frá Íslandi skipt- ir máli,“ segir hann en góður árangur hefur náðst með þessu átaki um allan heim. Bréfaskriftirnar hefjast klukkan ellefu um morguninn í húsnæði Amnesty við Hafnar- stræti 15 og standa til klukkan fimm en boðið verður upp á léttar veitingar. Klukkan átta um kvöld- ið verður síðan efnt til tónleika í Neskirkju en meðal þeirra lista- manna sem koma fram eru Tríó Björns Thoroddsen, Sellóhópur- inn og tónlistahópurinn Rinac- ente. Miðaverð er 1.500 krónur en allur ágóði rennur óskiptur til styrktar Amnesty International. „Á meðan mannréttindabrotum linnir ekki er þörf á þessu,“ segir Torfi. - fgg Maraþon hjá Íslandsdeild Amnesty TORFI GEIR JÓNSSON Íslandsdeild Amnesty stendur fyrir bréfaskriftum í samvinnu við aðrar Amnesty-deildir á alþjóðlega mann- réttindadeginum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.