Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 62
 10. desember 2005 LAUGARDAGUR38 Það þarf engan kjarnorkusér-fræðing til þess að reikna það út að falleg fljóð syngjandi popptónlist hafa gífurlegt aðdrátt- arafl. Þetta hafa plötuútgefendur vitað í um 70 ár. Söluhæsta stúlknasveit fyrri helmings síðustu aldar var The Andrew Sisters. Þær ögruðu karlmönnum frá árinu 1938 með lokkandi sírenusöng og öfgafullri notkun á krullujárni. Á fimmta áratugnum ögruðu The Chordettes ögn meira með því að blanda svörtum doo-wop áhrif- um inn í hvíta söngtónlist. Lagið Mr. Sandman er gott dæmi. Það má kalla þær afsprengi plötufyr- irtækis, því þeim var raðað saman af eiginmanni einnar söngkonunn- ar stuttu eftir að hann stofnaði útgáfufyrirtækið Cadence. Spector kastar sprengjum Geðsjúklingurinn og snillingurinn Phil Spector kastaði svo fram næstu stúlknasveitasprengju. Hann kom plötufyrirtæki sínu, Philles Rec- ords, á kortið með The Crystals í lok árs 1961. Það samstarf entist í þrjú ár og færði okkur m.a. slaga- rann And Then He Kissed Me. Eftir að Spector var orðinn leiður á þeim uppgötvaði hann aðrar betri, The Ronettes. Þær þóttu mjög ögrandi, notuðu meiri ælæner en sést hafði áður og tvöfölduðu höfuðstærð sína með því að binda hárið upp. Bragð- besti ávöxtur þeirra var Be My Baby sem gerði allt vitlaust 1964. Annar snillingur var Shadow Morton, sem samdi og hljóðrit- aði The Shangri-Las. Þær ögruðu með frábærum textum um dauða sakleysis. Textar um ástarsorgir, dauða mótorhjólatöffara og að flýja að heiman. Vinsælasta stúlknatríó sjöunda áratugarins var þó án efa The Supremes með Díönu Ross í aðal- hlutverki. Tamla Motown útgáfa Berrys Gordy lagði sérstaka áherslu á feril þeirra og Díana Ross varð ein skærasta stjarna Bandaríkjana fyrir vikið. Safnað saman í hljómsveitir Áður fyrr var það nær alltaf hlut- verk upptökustjórans að koma sveitunum í samband við laga- höfunda og plötufyriræki. Þær fluttu allar upprunaleg lög, en aldrei eldri slagara eins og tíðkast í dag. Allar þessar stúlknasveitir voru líka sjálfssprottnar en ekki hugarfóstur plötufyrirtækja. Það þótti ekki sjálfsagt fyrr en Spice Girls ruddust fram á sjónarsviðið. Það var upphafið að því fyrir- brigði sem stal nafninu „stúlkna- sveit“. Og það var eftir þeirri for- múlu sem Einar Bárðarson stofnaði Nylon. Við getum þakkað umbanum Maurice Starr fyrir þessa þróun mála. Pirraður fékk hann þá flugu í höfuðið að honum myndi ganga betur með hvítum úthverfapiltum en New Edition sem hann hafði starfað með í áraraðir. Hann hélt áheyrnarpróf í Boston árið 1984 og fann þar liðsmenn New Kids on the Block. Sex árum síðar fékk Nigel Mart- in Smith sömu hugmynd í Bret- landi og bjó til Take That. Fram að því hafði það verið óskrifuð hefð í Bretlandi að sveitir þyrftu að vera sjálfssprottnar til þess að halda trúverðugleika almennings. Kryddpíurnar fimm svöruðu allar sömu auglýsingu sumar- ið 1993 og var raðað saman af umboðsmanni eftir áheyrnarpruf- ur. Þær gerðu fljótlega uppreisn, sögðu kauða upp og réðu Simon Fuller sem síðan þá hefur verið ranglega titlaður „faðir breskra stúlknasveita“. Spice Girls ögruðu með slagorðinu Girl Power og slógu nær öll sölumet. Breskar stúlkna- sveitir spruttu upp sem gorkúlur eftir það. Stærstu fylgifiskarnir hafa verið All Saints, Sugababes og Girls Aloud. Stærsta bandaríska stúlkna- sveitin er Destiny ś Child en hún er sjálfssprottin og á því lítið skylt við Nylon eða Spice Girls. Saklausar sveitastelpur Í febrúar bætir Nylon sér í hóp nýrra stúlknasveita sem keppast um bresku krúnuna. Nýstofnað útgáfufyrirtæki Einars Bárða- sonar, Believer, gefur út en Right Track dreifir. Í ljósi vinsælda stúlknasveita þar síðustu 10 ár er þetta vissu- lega bjartsýnt verkefni. Það fyrsta sem Bretanum verður boðið upp á er útgáfa af Rolling Stones lag- inu Have You Seen Your Mothers Baby? Eiga þær séns? Ekkert erlent stúlknaband hefur hingað til náð að brjóta breska poppmarkaðinn sem er alfarið stjórnað af plöturis- unum þar. Þetta verður því fyrsta íslenska sveitin sem reynir fyrir sér þar sem getur ekki stólað á að það hjálpi að koma frá svölustu eyju veraldar. Allar vinsælustu stúlknasveit- ir Breta hafa gefið út frumraunin sínar undir tvítugu. Þetta er vilj- andi gert. Hlustendahópurinn er að mestu samansettur af stelpum undir 14 ára og útgefendur óttast að börn eigi erfiðara með að tengja sig við konur. Önnur ástæða er sú að plötufyrirtækin vonast eftir því að ein eða fleiri, innan sveitar- innar, nái síðar að hefja sólóferil. Breski poppbransinn er harður og miskunnarlaus, konur yfir 25 ára aldri fá sjaldnast möguleika. Tími Nylon er því að renna út. Breska poppið hefur orðið glys- gjarnara með ári hverju og mikið spilað á kynþokka. Ímynd Nylon er mjög saklaus. Í Bretlandi ná flestar stúlknasveitir vinsældum, fáklæddar, í gegnum karlatímarit á borð við GQ og Esquire. Ekkert stúlknaband hefur náð árangri án þess að vera ögrandi. Það sem vinnur með Nylon er íslensk náttúrufegurð, sönghæfi- leikar og að það er ágætis laga- höfundur innanborðs. Einar hefur gott eyra fyrir poppmelódíum. Vinsælustu stúlknasveitirnar eru þær sem bjóða aðallega upp á upp- runalegar lagasmíðar. Nokkrar þeirra hafa þó leikið sama leik og Nylon og byrjað á þekktu tökulagi. Það svínvirkaði t.d. fyrir All Saints að flytja slagara Red Hot Chili Peppers, Under the Bridge. Stúlkurnar eru án efa að hoppa inn í hörðustu hlið tónlistarbrans- ans og þær þurfa svo sannarlega að hafa bein í nefinu ef þær ætla að ná árangri. Hingað til hefur fer- ill þeirra vaxið með hverju skrefi en í fyrsta skiptið fara þær núna á móti straumi. Spennandi tímar framundan. biggi@frettabladid.is Á Nylon séns í Bretlandi? Birgir Örn Steinarsson fer yfir sögu stúlknabanda og veltir því fyrir sér hvort Nylon eigi möguleika á mikilli velgengni í Bretlandi. THE RONETTES Stofnuð í New York 1959. Helsta verkefni Phil Spectors sem síðar giftist aðalsöngkonunni. Helstu slagarar: Be My Baby og Baby, I Love You. THE SUPREMES Stofnuð 1961 í Detroit. Var upphaflega kvartett undir nafninu The Primettes. Þrátt fyrir að vera ekki endilega besta söngkonan var Díönu ýtt fremst af Berry G o r d o n , y firmanni M o t o w n útgáfunnar, sem varð síðar elsk- hugi henn- ar. Helstu slagarar: Stop! In the Name of Love, You Can´t Hurry Love og You Keep Me Hanging On. SHANGRI-LAS Stofnuð 1963 í Queens í New York af eineggja tví- burasystrunum Marge og Mary Ann Ganser. Unnu náið með Shadow Morton. Helstu slagarar: Leader of the Pack, I Can Never Go Home Anymore og Give Him A Great Big Kiss. SISTER SLEDGE Stofnuð 1971 í Phila- delphiu af fjórum systrum. Líklegast þekkasta stúlknasveit diskótímabilsins. Helstu slagarar: We Are Family og He´s the Greatest Dancer. THE BANGLES Stofnuð 1981 í Los Angeles. Var ekki bara söngvasveit, Þær sömdu og spiluðu öll lög sín sjálfar á hljóðfæri. Engu að síður stærsta stúlknasveit níunda áratug- arins. Helstu slagarar: Walk like an Egypti- an, Eternal Flame og Manic Monday. SPICE GIRLS Stofnuð árið 1993 í London sem kvenkynssvar við Take That. Lögð var mikil áherslu á að allir liðsmenn fengju jafn mikla athygli og boðuðu Girl Power. Þrjár breiðskífur og ein kvikmynd. Helstu slagarar: Wannabe, 2 Become 1, Say You´ll Be There og Spice Up Your Life. ALL SAINTS Stofnuð 1993 í London en náði ekki vinsældum fyrr en fjór- um árum seinna. Miklar deilur innan sveitarinnar ollu því að ferill þeirra var skammlífur. Helstu slagarar: Never Ever, Under the Bridge og Lady Marmalade. DESTINY´S CHILD Stofnuð 1990 sem kvartett í Houston. Pabbi Bey- oncé Knowles, sem er prestur, var svo stoltur af dóttur sinni að hann ákvað að afhenda heiminum hana á háum hælum, í stuttum latexpilsum og brjóstahaldara. Ein stærsta stelpusveit allra tíma, enda nóg af hæfileikum hér. Helstu slagarar: Independent Woman part 1, Survivor, B o o t y l i c - ious og Lose my Breath. SUGABABES Stofnuð 1998 í London þegar liðsmenn voru aðeins 15 ára. Neita að dansa á sviði og eiga virkan þátt í lagasmíðum. Helstu slagarar: Freak Like Me, Hole in the Head og Push the Button. ÞEKKTUSTU STÚLKNABÖNDIN NYLON Stúlknasveitin Nylon stefnir á erlenda grund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.