Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR 10. desember 2005 F í t o n / S Í A Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00 PAKKINN 250.000 kr. aukahlutapakki N†R PATROL Á GJAFVER‹I OG fiRJÚHUNDRU‹ OG FIMMTÍU fiÚSUND KRÓNA JÓLAGJÖF Í KAUPBÆTI. A‹EINS 20 BÍLAR Á fiESSU TILBO‹I! PATROL JÓLA–NISSAN 350.000 KALL Í JÓLAGJÖF! A‹EINS 20 BÍLARÁ fiESSU TILBO‹I! KAUPAUKI100.000 kr.GJAFABRÉF HJÁ STÓRI Innifali›: 33" dekk, krókur og toppbogar. Tegund Ver› Patrol Luxury beinskiptur 4.090.000.- Patrol Luxury sjálfskiptur 4.190.000.- Patrol Elegance beinskiptur 4.390.000.- Patrol Elegance sjálfskiptur 4.490.000.- VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Að jafnaði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga sem glímt hefur verið við að undanförnu eru: Er guðlast bannað með lögum, hvernig myndast snjókorn, þekktist samkynhneigð á víkingatímanum, hvað er sjónblekking, eru samtöl (eigindlegar rannsóknir) vísindi, og hvað er og hvernig verkar penisillín? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is HVERNIG FÓRU HEIÐIN JÓL FRAM? Engar samtímaheimildir eru til um heiðið jólahald. Elstu lýs- ingar eru skráðar af kristnum höfundum tveim öldum eftir að heiðinn siður var afnuminn. Ekki er þorandi að treysta á að þær lýsingar séu með öllu óhlutdræg- ar. Norræn jól voru í öndverðu skammdegishátíð, en þær hafa þekkst um víða veröld og gegna andlegri þörf fyrir mannfagnað í vetrarmyrkrinu. Veisluhöld og ástarleikir Elsta vísbending um jólahald er í kvæði um Harald hárfagra sem talið er frá 9. öld. Þar er hann sagður vilja ‚drekka jól úti‘ og ‚heyja Freys leik‘. Þetta virðist annars vegar merkja veislu og hins vegar einhvers konar ástar- leik. Þess sést getið á öðrum stað að Freysgöltur mikill sé leiddur inn í veislusalinn, menn leggja hendur á burst hans og strengja heit. Freyr var frjósemisgoð líkt og Satúrnus hjá Rómverjum og átti göltinn Gullinbursta, en svín- ið er víða notað sem frjósemis- tákn sakir hinnar miklu viðkomu. Alkunna er að kynferðislegir helgileikir þekkjast meðal fólks sem býr í náinni snertingu við náttúruna og telur að frjósemi í mannlífinu kalli á frjósemi í nátt- úrunni. Oft er talað um að blóta ‚til árs og friðar‘ á jólum þar sem ‚ár‘ merkir árgæska. Jólaöl Sagnir sem eiga að gerast á heiðnum tíma minnast varla á jól nema í sambandi við veislu- hald. Í fornum norskum lögum er mönnum skylt að brugga og eiga öl til jóla. Ástæðan er að kon- ungar ferðuðust oft milli þegna sinna um jólaleytið og þágu hjá þeim veislu. Allt bendir til þess að menn hafi blátt áfram komið saman á jólum til að éta, drekka og vera glaðir. Um önnur atriði í veisluhald- inu er helst frá því greint sem hafði sögulegar afleiðingar, til dæmis ef drukknir veislugest- ir strengdu þess heit að efna til herferðar næsta sumar, brjóta haug fjölkunnugs víkings eða ræna konungsdóttur – og reyndu að standa við það. Hátíð í svartasta skammdeginu Í Heimskringlu segir að Hákon konungur Aðalsteinsfóstri hafi um miðja 10. öld fært jólahald Norðmanna frá einhverri ‚höku- nótt‘, sem enginn veit hvenær var, til sama tíma og kristnir menn héldu fæðingarhátíð Frels- arans. Líklegast er að tímasetning hinna fornu jóla hafi ekki verið á neinum vissum degi eftir okkar almanaki, heldur þegar vel stóð á tungli í svartasta skammdeginu. Óskipulegt trúarkerfi Víst má telja að mikill meiri- hluti íslenskra landnámsmanna hafi verið ókristinn, altjent þeir sem mestu réðu. Óvíst er á hinn bóginn hvort nokkurt skipulegt trúarkerfi var um allt landið, því þeir komu úr ýmsum áttum, eink- um frá Noregi og skosku eyjun- um. Ekki er vitað um neina trú- armiðstöð eða sérstakan heiðinn trúarhöfðingja. Óvíst er að Ása- trú sú sem lýst er í Snorra Eddu hafi verið iðkuð nema á takmörk- uðu svæði. Þar er Óðinn talinn æðstur guða, en hans gætir lítið í eldri heimildum eða örnefnum. Þór, Freyr, Freyja og Njörður eru þar miklu fyrirferðarmeiri. Í fornum eiðstaf segir: „Hjálpi mér svo Freyr og Njörður og hinn almáttki ás“, en ekki er ljóst hver sá er, Óðinn eða Þór. Allir tóku þátt í jólaveislunni Skammdegishátíðin jól var á sínum stað hvað sem trúariðk- un leið og tilgangur hennar var án efa öðru fremur að lífga sál- aryl. Í sögum þeim sem eiga að gerast fyrir eða um kristnitöku og geta geymt ýmis forn minni eru nokkur atriði sameiginleg þegar minnst er á jólahald. Mest ber á því að stórbændum hefur verið það metnaðarmál að halda veglegar jólaveislur, láta brugga jólaöl, tjalda skála sína sem best og bjóða fjölmenni til fagnaðar- ins. Á fyrstu öldum byggðar var loftslag enn nógu milt til að víða væri unnt að rækta nokkurt korn til ölgerðar, auk þess sem menn gátu fengið í kaupskipum. Þess má einnig geta að allir heimil- ismenn virtust taka þátt í jóla- veislum, þrælar jafnt sem aðrir og enginn hafður útundan. Árni Björnsson, dr. phil. í menningarsögu. AF HVERJU HÖLDUM VIÐ JÓLIN Í DESEMBER EF SAGT ER AÐ JESÚ HAFI FÆÐST Í JÚLÍ? Ekki er vitað hvenær Jesús fæddist en þó er ljóst að það var ekki 25. desember. Jól voru hald- in hátíðleg í Róm til forna (Sat- urnalia-hátíðin) og tengd heiðn- um sólarguði, það er að segja að menn héldu upp á að daginn fór að lengja á ný. Dagana 17.-23. desember gáfu Rómverjar hver öðrum gjafir. Heiðnir norrænir menn héldu sömu hátíð á svipuð- um árstíma tíma og hét hún, líkt og nú, jól. Þegar kristni varð að ríkistrú hjá Rómverjum með Konstantínusi mikla árið 324, yfirtók kirkjan smám saman forna helgidaga og með tímanum festist 25. desem- ber sem fæðingardagur Jesú. Sá siður skaut rótum undir alda- mótin 400. Dagurinn var einnig tengdur fæðingardegi keisarans og þar sem Jesús var hinn eini sanni keisari fékk hann sína fæðingarhátíð. Jesús tók því bæði sæti sólarguðsins, keisar- ans og hátíðargleðinnar. Á 5. öld var jólahátíðin orðin miðlæg um alla kristnina sem fæðingarhá- tíð Jesú. Í vesturkirkjunni hafa jól fengið jafnmikið vægi og páskarnir sem eru mesta hátíð kristninnar. Sigurjón Árni Eyjólfsson, stundakennari í guðfræði við HÍ. Jól í heiðni og kristni Í HEIÐNUM SIÐ VORU JÓLIN TÍMI VEISLU- HALDA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.