Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 29
 10. desember 2005 LAUGARDAGUR28 Í janúar kusu Írakar stjórnlaga-þing sem síðan skipaði ríkis-stjórn, í október greiddu þeir atkvæði um drög að nýrri stjórn- arskrá landsins og næstkomandi fimmtudag ganga þeir í þriðja sinn að kjörborðinu á tæpu ári þegar þeir kjósa nýja menn á þing samkvæmt ákvæðum nýju stjórn- arskrárinnar. Philip S. Kosnett, staðgeng- ill sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, er einn þeirra sem fylgj- ast óvenju grannt með framvindu mála í Írak. Áhuginn er skiljan- legur því áður en hann kom hing- að til lands var hann héraðsstjóri í Najaf-héraði. Þar hafði hann yfir- umsjón með stjórnmála- og efna- hagsuppbyggingu svæðisins auk þess að vinna með hermönnum innrásarliðsins að uppbyggingu íraskra öryggissveita áður en Írakar fengu fullveldi sitt á nýjan leik í maílok 2004. Í hringiðu uppreisnar Kosnett hafði ekki verið lengi í Najaf þegar uppreisn eldklerksins Muqtada al-Sadr hófst í borginni og eins og búast má við gerbreytti hún verkefnum héraðsstjórans þann rúma mánuð sem hún stóð yfir. „Sadr vonaðist til að úr yrði allsherjarbylting milljóna sjía sem myndu hrekja heiðingjana á brott úr landinu. Ekkert í líkingu við það gerðist, aðeins nokkur þúsund manns gengu til liðs við hann. Hersveitir bandalagsþjóð- anna lögðu til atlögu við þennan her Sadr en jafnfram reyndum við að sannfæra hann um að berj- ast frekar fyrir sínum málum á stjórnmálasviðinu en með ofbeldi. Nokkrum mánuðum síðar bar sú vinna árangur. Nú eru menn handgengnir Sadr í framboði í kosningunum í næstu viku og við erum auðvitað mjög ánægð með það.“ Kosnett segir að mikilvægan lærdóm megi draga af atburðun- um í Najaf og atburðarásin síðan þá sýni að jákvæðar breytingar hafi orðið í landinu. „Herflokkur Sadr samanstóð að langstærst- um hluta af ungum ómenntuðum sjíum sem hafði verið innrætt að írösk stjórnvöld og erlendir bandamenn þeirra væru óvinirn- ir og gegn þeim ætti að rísa til að verja landið og trúna. Sú stað- reynd að Sadr vinnur nú að sínum málum á vettvangi stjórnmálanna sýnir að framfarir hafi átt sér stað. Þær eru ekki síst íröskum stjórnmálamönnum að þakka sem hafa sýnt ungum Írökum að það er framtíð þrátt fyrir allt og fyrir henni er til betri leið til að berj- ast en ofbeldi. Ég held að á sama hátt eigi að vera mögulegt að snúa óánægðum súnníum, sem barist hafa gegn hernámsliðinu og lög- mætum íröskum yfirvöldum, til jákvæðari verka.“ Vonast eftir góðri kjörsókn Talsverð spenna ríkir fyrir kosn- ingarnar á fimmtudaginn enda eru yfir tvö hundruð stjórnmála- flokkar og hreyfingar í framboði. Í kosningunum í janúar vegnaði hófsömum sjíum mjög vel og höfðu þeir ásamt fulltrúum Kúrda mest að segja um stjórnarskrárgerðina og stjórn landsins. Búist er við að valdahlutföllin muni breytast nokkuð því súnní- ar, sem sniðgengu kosningarnar í janúar, er taldir ætla að flykkj- ast nú á kjörstað til að tryggja að þeir verði ekki aftur settir til hliðar. Sjíar og Kúrdar munu aftur á móti reyna að halda þeim völdum sem þeir hafa í dag og því spáir Kosnett að kjörsókn eigi almennt eftir að verða góð, þrátt fyrir hið ótrygga ástand sem ríkir í landinu. „Mér finnst eiginlega ótrúlegt að milljónir Íraka skuli bókstaflega hætta lífi sínu við að mæta á kjörstað. Ef ég byggist við að verða fyrir eldflaugaárás á leiðinni á minn kjörstað í Norð- ur-Karólínu myndi ég sennilega hugsa mig tvisvar um.“ Þegar greidd voru atkvæði um stjórnarskrána í október fjöl- menntu súnníar reyndar á kjör- stað og telur Kosnett þá staðreynd merki um að þjóðareining Íraka sé mun meiri en oft sé látið í veðri vaka. „Á sama tíma held ég að leiðtogar sjía og Kúrda skilji allt- af betur og betur að þeir verði að tryggja að súnníarnir séu ekki settir til hliðar og að eining lands- ins sé forsenda þess að friður og farsæld komist á.“ Réttkjörin ríkisstjórn aðalatriðið Enda þótt Kosnett vilji engu spá um úrslit kosninganna má gera ráð fyrir að sameinuðu framboði sjía muni vegna aftur vel. Stærst- ur hluti írösku þjóðarinnar er sjíamúslimar og andlegur leiðtogi þessa hóps, Ali al-Sistani erki- klerkur, hefur látið stuðning sinn við framboðið í ljós. Verði þetta lyktir kosningana grunar marga að Íranar, sem einnig eru upp til hópa sjíar, muni reyna að seilast til frekari áhrifa í landinu en af því kveðst Kosnett hafa litlar áhyggjur. „Ég held að enginn þurfi að undrast að Íranar fylgist grannt með þróun mála í Írak enda eiga þeir þar hagsmuna að gæta. Við erum hins vegar nokkuð bjartsýn á að Íranar beiti sér frekar á uppbyggjandi hátt í Írak. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur undirstrikað við reynum ekki að hafa áhrif á þróun mála á stjórnmálasviðinu í Írak, við vilj- um fyrst og fremst að lögmæt og réttkjörin ríkisstjórn komist til valda, ekki stjórn sem þorri Íraka telur að gæti hagsmuna einhverra annarra en þeirra sjálfra.“ Réttað yfir Saddam Á sama tíma og þjóðin býr sig undir kosningarnar standa rétt- arhöldin yfir Saddam Hussein og samstarfsmönnum hans yfir. Að vonum hafa málaferlin vakið mikla athygli. Mannréttindasam- tök víða um heim hafa borið brigð- ur á lögmæti þeirra og ólgan sem ríkir í Írak þessa dagana helgast að talsverðu leyti af því róti sem réttarhöldin vekja. „Réttarhöldin eru fyrst og fremst mál Írakanna sjálfra, dómarar, saksóknarar og verjendur eru allir Írakar. Þeir ákváðu hvenær réttarhöldin færu fram og ég held að tímasetningin orki ekki tvímælis í ljósi þess að allur þorri Íraka vill sjá réttað yfir Saddam vegna glæpa hans í opnum og sanngjörnum rétt- arhöldum, sem ég held að þau sannarlega séu. Því held ég að réttarhöldin muni hafa lítil áhrif á kosningarnar.“ Uppreisnin er vandamál Þótt réttarhöldin yfir Saddam hafi ef til vill lítil áhrif á kosningarnar er öruggt að vargöldin í landinu setur strik í reikninginn. Daglega berast nýjar fréttir af átökum og árásum í Írak og Kosnett viður- kennir að enn sé mikið verk óunn- ið við að koma friði á. Hann bendir hins vegar á að með markvissum aðgerðum eigi að vera hægt að draga mjög úr óánægjunni sem er drifkrafturinn á bak við upp- reisnina. Almennt er litið svo á að skipta megi uppreisnarhópum landsins í þrennt. Í fyrsta lagi eru alþjóðlegir hryðjuverkamenn sem sagðir eru hafa tengsl við al-Kaída. „Þess- ir menn sprengja upp moskur og víla ekki fyrir sér að myrða sak- lausa borgara í þeirri von að ótti og ringulreið grípi um sig. Þeirra markmið er að reyna að koma af stað borgarastríði á milli sjía og súnnía,“ segir Kosnett. Í öðru lagi eru leifarnar af Baath-flokknum og öryggissveit- um Saddams sem eru óánægðar með sinn hag. Kosnett segir þessi öfl hafa farið huldu höfði undan- farið og safnað kröftum en líkur séu á að þau láti til skarar skríða í kringum kosningarnar. Í þriðja lagi eru svo ungir, ómenntaðir og atvinnulausir menn sem í vonleysi sínu finna óánægju sinni farveg í andspyrnu við stjórnvöld. „Ég held að allar líkur séu á að með markvissum aðgerðum lögreglu og pólitískum þrýstingi íraskra stjórnmála- manna muni draga mjög úr andófi þessa hóps. Auðvitað vilja ungir súnníar bara það sama og aðrir, þeir vilja fyrst og fremst frið og tækifæri til að fá að byggja upp framtíð sína. Flestir Írakar eru að verða langþreyttir á hryðjuverk- um. Eftir því sem íraskar her- sveitir styrkjast og herir banda- lagsþjóðanna taka minni beinan þátt í hernaðaraðgerðum veikist enn frekar málflutningur þeirra sem segja Írak vera hernumið.“ Takmarkið er svo auðvitað að Írak geti staðið á eigin fótum, bæði í stjórnmálalegu og efnahagslegu tilliti. Þrýstingurinn vex stöðugt í þeim ríkjum sem halda úti herliði í Írak að kalla það sem fyrst heim. „Forseti Bandaríkjanna hefur stöðugt hamrað á því að við verð- um í Írak svo lengi sem okkar er þar þörf, en ekki degi lengur,“ segir Kosnett. Framkvæmd og lyktir kosninganna á fimmtudag- inn munu ráða miklu um hvenær sá dagur rennur upp. ��������������������������� ������������������������ ��������� ������������������������������������������������������� ��������������������������������� ����������� ��� ������������������������������� ���������� ������������������������������������������������������ ������������������������������������� ������������������������������� ������ ����������������������������������� ����������������������������� �������������������������� ������������ ������������� ��������������������� ���������������������������������������� ����������������������� HÉRAÐSSTJÓRNIN Í NAJAF Þegar Kosnett var héraðsstjóri í Najaf sá hann meðal annars um að bráðabirgðahéraðsstjórn var valin sem í áttu sæti íraskir stjórnmála- menn. Dáist að einurð Íraka Á SKRIFSTOFUNNI „Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur undirstrikað við reynum ekki að hafa áhrif á þróun mála á stjórnmálasviðinu í Írak, við viljum fyrst og fremst að lögmæt og réttkjörin ríkisstjórn komist til valda.“ FRÉTTABLAÐIÐ/HARI SADDAM FER MIKINN Þrátt fyrir uppnámið sem réttarhöldin hafa valdið innanlands og utan telur Kosnett ólíklegt að þau hafi áhrif á kosningarnar á fimmtudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP „Mér finnst eiginlega ótrúlegt að milljónir Íraka skuli bók- staflega hætta lífi sínu við að mæta á kjörstað. Ef ég byggist við að verða fyrir eldflaugaár- ás á leiðinni á minn kjörstað í Norður-Karólínu myndi ég sennilega hugsa mig tvisvar um.“ Áður en Philip S. Kosnett, staðgengill sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, kom hingað til lands gegndi hann embætti héraðsstjóra í Najaf í Írak. Hann ræddi við Svein Guðmarsson um störf sín þar og framtíðarhorfurnar í þessu stríðshrjáða landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.