Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 10. desember 2005 5 Desembermánuður er rólegasti mánuður ársins í viðskiptum með nýja fólksbíla. Bílar virð- ast ekki vera vinsæl jólagjöf þó að þess séu dæmi að bílar séu leystir út 23. desember. Samkvæmt Agli Jóhannssyni, framkvæmdastjóra Brimborg- ar, er uppsveiflan í bílasölu nú í rénun eftir gríðarlegan vöxt. „Desember er alltaf minnsti mán- uður ársins,“ segir Egill. ,,Sam- kvæmt okkar spám seljast 1.000 bílar nú í desember en það er tíu til tólf prósentum meira en í fyrra. Þetta er minni vöxtur en sá sem við höfum séð yfir árið en hann hefur verið allt að fimmtíu prósent.“ Þrátt fyrir sögusagnir þess efnis að fólk sé duglegt við að gefa sér og öðrum bíl í jólagjöf segir Egill að salan 23. desem- ber sé hlutfallslega sú sama og það sem gerist allan mánuðinn. ,,Vissulega höfum við verið að setja slaufur á bíla og er fólk þá að koma einhverjum á óvart, en það er ekki meiri sala en aðra daga,“ segir Egill. ,,Það er mun meira um að fólk komi fyrir áramótin og sé að kaupa bíla fyrir fyrirtæki. Þá kemur ekki í ljós fyrr en rétt fyrir áramót að gróði varð meiri en áætlað var og fólk vill nýta sér það.“ Þarna eru á ferð einstaklingar sem vilja ná afskráningu fyrir áramót og dæmi eru um að menn komi á gamlársdag og þurfi að klára viðskipti fyrir hádegi. ,,Þetta er bara eins og með verðbréfin í gamla daga,“ segir Egill. Sævar Bjarnason, yfirmað- ur einstaklingssviðs Lýsingar, segir að umsóknir um bílalán séu í takt við sölu bílaumboð- anna. ,,Við sjáum enga aukningu í lánaumsóknum síðustu dagana fyrir jól. Það eru aðallega fyrir- tæki sem eru að kaupa vaskbíla,“ segir Sævar. Þeir Lýsingarmenn hjálpuðu þó einum herramanni um síðustu jól sem vildi ólmur kaupa sportbíl fyrir spúsu sína í jólagjöf. Lánið varð að vera á hennar nafni en hún mátti ekk- ert vita. Þetta hafðist undir lokin og vænta má að jólin hafi verið gleðileg hjá hjónakornunum þetta árið. Flökkusagan um fjöld- ann allan af jólabílum virðist því ekki vera á rökum reist. Þrátt fyrir að einhverjir vel fjáðir ein- staklingar hafi gert jólin ógleym- anleg fyrir ástvin virðist fólk enn sem komið er halda sig frekar við kerti og spil að gömlum sið. tryggvi@frettabladid.is Þorláksmessubílar ekki allir með jólaslaufu Bílasala í desember er að jafnaði minni en aðra mánuði ársins. Der Spiegel og fleiri þýskir fjöl- miðlar hafa greint frá því að dótt- urfyrirtæki Daimler-Chrysler, Smart, sé til sölu. Líklegir kaupendur eru ekki tilgreindir í fréttunum en þess getið að tap á þessu ári verði tæp- ast undir 45 milljörðum íslenskra króna. Taprekstur hefur verið á Smart alla tíð enda þótt eftirspurn eftir tveggja manna borgarbíln- um, Smart Fortwo, sem er hin upp- runalega gerð Smart, hafi aukist jafnt og þétt. Í dag framleiðir Smart tvær gerðir; tveggja manna bílinn Fort- wo og Forfour sem er fjögurra sæta. Búið er að ákveða að hætta framleiðslu tveggja sæta sport- bílsins Smart Roadster og hætt hefur verið við fyrirætlanir um að framleiða lítinn fjórhjóladrifsjepp- ling sem átti að nefnast Formore. Saga Smart hófst þegar fram- leiðandi svissnesku Swatch-arm- bandsúranna hannaði og byggði lítinn tveggja manna borgarbíl – hinn upprunalega Smart Fort- wo. Hann reyndi að selja nokkrum bílaframleiðendum í Evrópu hug- myndina og svo fór að Mercedes Benz keypti hugmyndina. (Af www.fib.is) Smart til sölu Fyrirtækið framleiðir litla bíla og stórar skuldir. Margir bílakaupendur eru hikandi við að velja næsta bíl sem prýða á innkeyrsluna. Með tilkomu netsins getur hver sem er lagst í rannsókn- ir fyrir bílakaup og þannig ákveðið hvaða bíll hæfir viðkomandi. Meðal vefsíðna sem gott getur verið að kíkja á eru cars.about. com, edmunds.com og cars.com. Á öllum þessum síðum má lesa skoðanir lærðra og leikra á bíl- tegundum sem þeir hafa prófað. Auk þess má oft finna þar fréttir af bílaiðnaðinum sem gætu haft áhrif á valið. Vinir og félagar geta líka sagt álit sitt á bílum sem þeir hafa átt og heimasíða framleiðanda gefur upplýsingar um allar tölur, útbún- að, fáanlega liti og þess háttar. Þar er einnig hægt að fá upplýsingar um öryggisbúnað. Á vefsíðunni euroncap.com er hægt að sjá hvernig bílarnir á óskalistanum koma út úr árekstr- arprófunum. Að lokum er svo gott að fá að reynsluaka þeim bílum sem eru eftir á listanum. Fáðu að prufa hvern bíl tvisvar. Þannig finn- ur þú hvaða bíll á best við þig og getur borið þá betur saman en með einum reynsluakstri. Bílakaup undirbúin Með einföldum rannsóknum á netinu er hægt að komast nær því hvaða bíll er sá eini rétti. 356 7645150510 14.900,- BLAUPUNKT Essen MP35 873 Visor CKIT Bluetooth handfrjáls búnaður 9.900,- VISOR handfrjáls búnaður Bíldshöfða 9 • 110 Reykjavík Sími: 535 9000 • Fax: 535 9090 • www.bilanaust.is 21 45 / T ak tik 0 7. 12 .0 5 16.880,- BÍLANAUST verkfærasett 063 077900273 Skemmtilegt píanó sem hægt er að rúlla saman 5.990,- ROLLUP rafmagnspíanó 1/2 og1/4” topplyklasett 48 stk. „spline“ toppar frá 4-32 mm 9.980,- BÍLANAUST topplyklasett 951 DEMON Kassabíll fyrir kraftmikla ökumenn 6.785,- DEMON kassabíll 2.990,- ERO öryggisljós Fjölnota vasaljós með lífhamri og hníf sem sker öryggisbelti. 24.900,- BÍLANAUST rauða taskan 94 stk 1/4" og 1/2" toppasett og verkfæri Leiðin liggur Í Bílanaust 889 H02A200 200 stk. 1/4" og 1/2" toppasett + mikið af aukahlutum 889 H02MT4294 097 0K400 Bíltæki með útvarpi og geisla- spilara og spilar MP3 889 H02S4248C þar sem hörðu pakkarnir fást Birt með fyrirvara um prentvillur og myndabrengl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.