Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 75
LAUGARDAGUR 10. desember 2005 51 Veturinn er tími hins dökka augn- farða og ættu konur að nýta sér það og vera óhræddar við að bera lit á augnlokin. Smokey-augnförð- un getur fengið hvaða konu sem er til að finnast hún dýrðlega kyn- þokkafull. Gott er að nota fallega litaða augnskugga eins og fjólublá- an, blágrænan eða brúnan. Svart- ur er aðeins of dökkur og alls ekki auðvelt að mála augun í þessum stíl með svörtum augnskugga án þess að útkoman verði hörmung ein. Gott er að nota annan lit en augnlit viðkomandi í augnskugga því þá verða augun meira áber- andi. Fjólublái liturinn fer vel við græn augu og brún. Varast ber þó að nota dökkan varalit við dökkan augnskugga því enginn vill nú líta út eins og Morticia Addams. Þegar þessir litir eru notaðir við augnförð- un er fínt að skella á sig fallegu glossi í náttúrulegum lit eða ljós- um varalit og púðra andlitið með sólarpúðri. Einnig má setja örlít- inn kinnalit á kinnbeinin til að fá fallegan heildarsvip á andlitið og til að framkalla frískleikann. Dökkur augnfarði og föl húð fara að sjálfsögðu ekki vel saman. ■ Nú er tíminn MARY KATE Hún er ekki ókunnug reykförð- uninni og sparar sjaldan augnskuggann. AUGNSKUGGAR Gott er eiga ágætt úrval lita sem henta augnlit viðkomandi. Fjólublár hentar vel fyrir þessa förðun og fer best við græn og brún augu. Leikstýran Sofia Coppola hefur einstaklega fallegan fatastíl en einnig afar einfaldan. Hún klæð- ist mikið svörtum og dökkum litum og virðist ekki vera hrifin af skærum litum. Hún er ein af þeim heppnu sem líta alltaf töff út en um leið virðist hún hafa ósköp lítið fyrir því og jafnvel virðist það vera alveg óvart. Hún er orðin tískufyrirmynd fyrir slysni. Hárið á henni er náttúrulegt og hún notar afar lítinn farða, enda er hún falleg frá náttúrunnar hendi. Hún er þó ekki falleg á hefðbund- inn hátt heldur er andlitsfall henn- ar afar sérstakt. Einnig notar hún fáa skartgripi og hikar ekki við að klæðast flatbotna skóm á fínum verðlaunahátíðum. Stíllinn hennar á það til að vera örlítið vandræðalegur og oft kemur hún fram eins og lítil óörugg skóla- stúlka sem veit ekki alveg hvernig hún á að vera. En um leið er hún mjög töff. Þetta óörugga og örlítið nördalega lúkk elskar hönnuðurinn Marc Jacobs enda eru þau góðir vinir og oftar en ekki klæðist hún fötum frá honum. Hún er þó ekki hrifin af því að tala um stílinn sinn og vill ekki að hann fái mikla athygli. „Sem betur fer eru orðin leikstjórar og tíska sjaldan notuð í sömu setningu,“ segir hún. Þegar hún var spurð hvers vegna hún hefði komið á flatbotna skóm á Golden Globe-hátíðina segir hún: „Ég nota stundum háhælaskó en mér finnst flatbotna skór þægi- legri.“ ■ Í flatbotna skóm á verðlaunahátíðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.