Tíminn - 17.12.1976, Síða 12

Tíminn - 17.12.1976, Síða 12
12 Föstudagur 17. desember 1976 Lúðvík Kristjánsson: Þorskurinn kemur og þorskurinn fer Ljósbrot úr íslenzkri fiskveiðasögu Aldrei hef ég getaö fellt mig viö þá skilgreiningu aö kalla hiö forna þjóöfélag okkar bænda- þjóöfélag. Miklu nær sanni virö- istaö nefnaþaö bænda- og veiöi- mannaþjóöfélag. Margt bendir til þess, t.d. hin fornu lög, Grá- gásog Jónsbók, islenzk fornbréf og fornrit, þar á meðal lslend- ingasögur. Éf til vill kippist ein- hver viö, þegar nefndar eru Is- lendingasögur i þessu sam- bandi. Hefur þvi ekki veriö fast haldiö aö okkur, einkum undan- farna áratugi, aö þær séu ein- vöröungu skáldsögur, og ekki sé viö hæfi að taka miö af þeim, þegar rætt sé um lifsbjargar- háttu Islendinga. Reyndar er rétt aö viðurkenna, að fræöi- menn hafa misjafnlega ein- skorðað sig við þessa skoöun. Undanfarna áratugi hef ég veriö aö rannsaka, hvernig Is- lenzkum sjávarháttum hefur veriö variö frá upphafi byggöar hér á landi og fram um siöustu aldamót. Hefur I þvi efni veriö sótt á mörg mið munnlega geymd, handrit og prentaöar bækur, mest hérlendis, en einn- ig aö nokkru leyti I söfnum erlendis. Af þessum heimildum hefur ekkert veriö birt ennþá, nema einn kafli, sem prentaöur var i Arbók Visindafélags Is- lendinga 1974. En væntanlega veröur ekki úr þessu mjög löng bið, að eitthvaö af þessu efni komi fyrir almenningssjónir, þvi aö þegar er allmikiö tilbúiö til prentunar. Þótt ég hafi einkum veriö aö huga aö efni um isl. sjávarhætti, hafa margar heimildir oröiö á vegi minum sem beinlinis varöa fiskveiöa- og siglingasögu Is- lendinga. En sökum þess, hve sjávarháttaefniö er mikiö, gat ekki komið til greina, aö ég hefði þetta þrennt i takinu, svo aö lag væri á, miöað viö ná- kvæma rannsókn. Til þess að teygja ekki úr þvi efni, sem ég kýs aö minnast hér á, umfram þaö, sem blaðagrein rúmar, veröur þvi stiklaö á stóru. Mér viröist fróöleikur Is- lendingasagna um atvihnuhætti landsmanna vera trúveröugur i meginatriöum. Styöst sú skoöun min viö ákvæöi lögbóka, forn bréf, annála og þá ekki sizt forn- leifar. Aö visu er i hinum fornu annálum, eöa fram til 1400, fátt sagt frá atvinnuháttum Islend- inga, en margt er þar, sem varðar siglingar þeirra. — 1 samræmi viö fyrirsögn þessar- ar greinar mun eingöngu minnzt á nokkur atriöi úr fisk- veiöasögu okkar. Þótt fiskur yrði ekki útflutn- ingsvara fyrr en i byrjun 14. aldar, er litill vafi á, að Islend- ingar hafa stundaö fiskveiöar jafnlengi og hér hefur veriö byggö, og fiskur vafalitið alla tiö veriö umtalsveröur i matar- æöi þeirra. Engin goögá er aö ætla, að ef fiskveiði brást meö öllu, þá hafi oft oröið mannfellir af þeim sökum. 1 Landnámubók er þess getið, að í kringum 970 hafi komiö mannfellisvetur svo mikill, aö landsmenn höföu ekki haft kynni af öðrum eins. Var þá mörg óátan etin, svo sem hrafn- ar og melrakkar, og margir sultu 'til bana. Fleira er frá þessu sagt. Var þessi vetur kallaöur óaldavetur hinn fyrri, en sá seinni var 1056, og þá sendi Haraldur konungur Sigurðsson 4 skip til Islands hlaðin mjöli. ,,Þá leyfði hann utanför öllum fátækum mönnum, þeim sem Lúövik Kristjánsson fengi sér vistir um haf. Þaðan af næröist mjög landiö árferðar og batnaðar”. Hvort hér er greint nákvæm- lega rétt frá timatali, skiptir ekki höfuömáli. Hitt er vist, að þegar þessar heimildir eru skráöar, hafa höfundar þeirra haft spurnir af sliku eymdarár- ferði. Vafalaust hefur sjávarafli brugöizt á þessum óaldarvetr- um, en hvort þaö hefur gerzt þá aðeins eitt ár eða fleiri verður ekki ráöið. Hins vegar er vert aö gefa meiri gaum aö ööru 13. ald- arriti, Grettissögu. Þar er full- yrt, aö sjávarafla og trjáreka hafi nálega tekiö af i mörg ár. Sumir útgefendur Grettis sögu ætla þetta t.d. sama hallærið og frá er greint i Skarösbók Land- námu. En hvort þetta hefur átt sér stað á þeim tima, sem Grettissaga er talin gerast eöa i tiö höfundar hennar um miöja þrettándu öld, skiptir ekki öllu máli. Hitt varðarmestu, aö slikt gat gerzt. Kemur þaö heim við það, sem viö þekkjum frá siöari öldum og styöst viö óbrigöular heimildir. Á seinni öldum, ekki sizt á 18. öld, tiðkaðist mjög aö taka þing- vitni um ástand i hinum ýmsu héruöum, ekki siztef illa áraði. Venjan var, aö sýslumaöur annaöist þingvitnatökuna og kvaddi til vitnis menn, sem til þess voru taldir dómbærir. Til eru fjölmargar þingvitnaskýrsl- ur. I þeim birtist stundum þaö sama, sem frásögn Grettissögu ber með sér, aö trjáreki og fisk- afli bregöist i senn, og þaö jafn- vel mörg ár i einu, trjáreki jafn- vel í tvo áratugi. Arin 1750-1760 var afli yfirleitt mjög litill, stundum svo, aö heita mátti dauöur sjór, og af þeim sökum létust margir úr hungri. Ef við berum niöur viö árið 1754 stendur: Fiskafli var i minnsta máta kringum landiö, en i Vestmannaeyjum hallæri af fiskleysi. Og árið eftir segir: Hölaskóli var haldinn fram til jóla og gat ei lengur staðiö sakir matarbrests og undangenginna hallæra. — Fiskafli var nú enn mjög litill bæöi á Nesjum og undir Jökli, en á Vestfjöröum var góður afli af steinbit. „Áriö 1759 fiskaðist litiö viö sjó”. A þessum áratug var afli mestur um 300 til hlutar, en þaö var á Suöurnesjum 1757. En þótt aflaleysi hafi haft voveiflegar afleiðingar fyrir þjóðina þennan áratug, bættist þar á ofan harðinda árferöi, eld- gos og jarðskjálftar. Enda fór svo, aö Islendingum fækkaöi á árunum 1750-1760 um fimm þús- und. — Þessa þulu mætti þylja miklu itarlegar, m.a. minna á árin kringum aldamótin 1800. En nú skal vikið aö ööru tima- bili, sem er enn eftirtektarverð- ara, þegar rætt er um aö þorsk- urinn komi og fari. Ef grennslazter um aflabrögö á 17. öld, viröist fiskafli hafa veriö mikill fram um 1685, þeg- ar undan eru skilin árin 1638 og 1639. T.d. aflaöist meira árið 1655 en vitnaö veröur til i heila öld á eftir. En meö árinu 1686 og fram til 1704 mátti heita fisk- leysi nær allt timabiliö, og stundum svo mikiö, aö sam- bærileg dæmi frá öörum timum þekkjast ekki. Annálsfregnir frá Austurlandi á þessum árum eru ekki til, en hins vegar ýmsar heimildir aörar, sem af má ráða, aö i þeim fjórðungi mun ekki hafa veriö meiri afli en annars staöar viö landiö. — I Sunnlendinga-, Vestfiröinga- og Norölendingafjóröungi er eitt gott aflaár á fyrrgreindu tima- bili, i tvö ár er afli i meðallagi I Sunnlendingafjóröungi, sjö ár i Vestfiröingafjóröungi. Þá er afli litill eða mjög litill i Sunnlend- ingafjórðungi i sjö ár. Aflaleysi er þá fjögur ár i Sunnlendinga- fjóröungi og Vestfiröingafjórö- ungi, en i sex ár i Norðlendinga- fjórðungi. Gloppur um þetta i annálum og þingvitnaskýrslum valda þvi, aö misræmis gætir i samanlögöum árafjöldanum, aö þvi er snertir hvern fjórðung. Með árinu 1686 byrjar afla- bresturinn i Vestmannaeyjum og i verstöðvunum fyrir austan Þjórsá, en þar var þá mjög mik- il útgerö, sérstaklega viö Dyr- hólaey og i Reynishöfn. Löng sagaer af þvi, hversu aflaleysið lék fólk grátt i þessum sýslum sem og reyndar annars staöar á landinu. Veröur hér aöeins drepiö á fáein dæmi til sanninda merkis: Lárus Gottrup lögmaður á Þingeyrum hafði sjö háseta við sjöróðra á Suöurnesjum á ver- tiöinni 1701, en i engum róöri fiskaðist svo mikiö, aö skiptum yröi komið á. — Stórbóndinn og lögréttarmaðurinn, Þorkell Jónsson i Innri-Njarövik hafði 30 hluti til sjávar og fékk i þá alla 306 fiska. — Frá biskups- stólnum á Hólum voru þá geröir út suöur á Nes tólf vermenn og var vertiöarhlutur þeirra allra 300 fiskar. — Á timabilinu 1680- 1701 leggjast 98 tómthús i auðn i Neshreppi á Snæfellsnesi sökum aflaleysis, og i Vestmannaeyj- um rösklega tveir tugir hús- mannahúsa, en svo voru tómt- húsin þá nefnd þar. — Konungs- landsetar i Gullbringusýslu skuida fyrir leigur 1698 og til ársloka 1700 351 vætt af fiski og vafalaust hefur þessi skuld auk- izt til muna árið 1701. Ásamt konungi eöa umboðsmanni hans voru biskupsstólarnir lang- stærstu útgeröaraðilarnir hér á landiog áttu þess vegna mikinn fjölda skipsáróðurskvaða. Ef skipsáróðurskvöð var ekki innt af hendi, var hún leyst með einni vætt skreiöar. Meö þeim hætti gat Skálholtsstóll t.d. fengiö um 14 smálestir af skreiö á ári, ef sú leiö var farin og afli ekki brást. Svo var t.d. aflarýrt sunnan- lands á vertiðinni 1690, að Þórö- ur biskup Þorláksson sá sér ekki fært næsta vetur aö taka eins marga pilta I skólann og vant var, nema hann gæti einhvers staöar fengiö fisk. — Veturinn 1698 var skólahaldi i Skálholti hætt i marz sökum skorts á fiski. Sé litiö til Vestfjaröa er sömu sögu aö segja. Skömmu fyrir 1670 róa úr hinu blómlega útveri i Svalvogum 15 skip, en eftir 1690 er enginn bátur þar lengur sökum aflaleysis.Þegarbeztlét i kringum 1680 réru 27 bátar úr höfuðútveri Dýrfiröina, en um það bil sem aflaleysistimabilinu lýkur munu þeir hafa verið átta. Svipað eöa álika var ástandiö i öðrum verstöðvum þar vestra. Langharöast bitnaö þó afla- leysið á Norölendingum. I þrautum sinum veturinn 1697 brjótast þeir t.d. i þvi að senda lestir vestur undir Jökul og Suð- ur á Nes, i von um, aö þar væri ugga aö fá. Skreiöagjöld Hóla- stóls áttu aö flytjast i skemmur stólsins á Skaga og i Haganesi i Fljótum, en slikar leigur áttu árlega að vera um 240 vættir. Samkvæmt reikningi ráðs-. manns Hólastaðar galt enginn fiskur áriö 1700 og aðeins fjórar vættir 1701. Tvivegis á þessu aflaleysistimabili varð aö hætta skólahaldi á Hólum sökum skorts á fiski. Vitneskjan, sem felst i Jarðabók Arna Magnússonar og Páls Vidalins um aflaleysiö fyr- ir og um 1700 hefur hvergi nærri verið gefinn sá gaumur, sem vert er. Á timabili þvi, sem hér um ræðir, var óvenjumikið kuldaskeiö, svo aö sumir hafa kallaö þaö „litlu isöldina”. Nið- urstööur Dana á rannsóknum þeim á iskjörnunum, sem þeir tóku á Grænlandsjökli eru nú ljósar, og má samkvæmt þeim rekjakuldannárfrá áriá marg- nefndu timabili. Fer ekki á milli mála, að þær niöurstööur staö- festa það, sem um má lesa i Isl. heimildum. En vfkjum aftur að Jaröabók Ama og Páls. Þau fjölda mörgu vitni, sem þar tala skýru máli um af labrestinn eða aflaleysiö á árunum um og eftir 1690, skýra þaö ekki meö áhrifum lagnaðar- iss eöa háfiss, þótt ærin ástæöa væri til. Heldur eru svörin, þeg- ar vikið er aö fiskveiðunum, oft- ast á þessa leið: „Siðan fiskur lagðist frá”, eöa „siðan fiskur hætti að ganga i fjörðinn”. — Gildir þá einu, hvort sótt var grunnt eöa djúpt, á þeim fleyt- um, sem landsmenn áttu þá. Hvort fiskur hefur verið á djúp- slóð vitum viö ekki. Hollending- arvoru þá einkum á þeim miö- um. Þeir hafa reynt að afla upp- lýsinga um veiöar sinar hér við land á þessum árum, en ekki haft af þeirri viðleitni sinni árangur, sem erfiði. Öþarft er aö lýsa hér skipa- og veiðarfærakosti Islendinga á þessum timum. Vist er, aö meö honum gat ekki verið um að ræða ofsókn i þorskstofninn. En hvað olli aflaleysinu? Mis- heppnaöist klakið ár eftir ár vegna kuldans? Gat þorskurinn hafa leitaö á einhverjar aðrar slóöir? Ég hef innt fiskifræðinga svara viö þessum spurningum, án þess aö fá önnur svör en þau, sem jaðra viö getgátur, og þá helzt að klakiö hafi misfarizt vegna kuldans. Mörg önnur timabil mætti nefna um aflatregðu' eöa afla- leysi á íslandsmiðum, þótt þetta stingi mest i auga. — Oft er haft viö orð, aö sagan geti endurtek- ið sig. Getur „Litil isöld” verið i nánd? Er þess aö vænta á næst- unni, aö fiskur gangi ekki i fjörðu ogleggist frá? Menn telja sig nú vita nokkurn veginn um þorskstofninn t.d., og viö förum nærri um skipakostinn og veiö- arfærin. Þess vegna viröist ekki út i hött að minna á atburöi lið- ins tima og benda þá um leið á, hversu ótryggt kann að vera að gera einhverjar ráðstafanir meö fiskimiðin öðrum til handa miðaðar viö framtiöina.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.