Tíminn - 31.12.1976, Síða 2
2
Föstudagur 31. desember 1976
Þjófaflokkarnir tveir:
Verðmæti
býfisins
skiptir
hundruðum
búsunda
Gsal-Reykjavik — Eins
og Timinn greindi frá i
frétt i gær hefur verið
komið upp um unglings-
pilta/ sem hafa stundað
þjófnaði. Er hér um að
ræða tvo hópa unglinga/
og hefur annar hópurinn
nær eingöngu stolið.verð-
mætum úr íbúðum, en
hinn í verzlunum, einkum
hljómplötuverzlunum. I
fyrri hópnum eru fimm
unglingar.
Þessir unglingar hafa stoliö
varningi sem skiptir hundruö-
um þúsunda að verðmæti. Fyrri
hópurinn hefur fengizt við
þjófnaðinn um nokkurt skeið og
einkum stolið bókum i ibúðum.
Að sögn Ilóru Hlinar hafa
piltarnir fimrn selt bækurnar
cinum fornbókasala, sem aldrei
spurðist fyrir um það, hvernig
bækurnar væru fengnar. Sagði
Dóra Hlin, að piltarnir hefðu
stolið heilu ritsöfnunum og farið
með úttroðnar ferðatöskur til
fornbókasalans. Auk bókanna
hafa þessir piltar stolið öðrum
verðmætum úr ibúðum s.s.
skartgripum.
Hinn Kópurinn, sem telur þrjá
unglingspilta, hefur einkum
stolið hljómplötum og
kassettum i verzlunum i
Reykjavik. Dóra Hlin sagði, að
þessir piltar hefðu stundað
hnup'ið i jólafriinu og væri hér
um talsvert magn að ræða.
Piltarnir fimm i fyrri hópnum
hafa flestir að sögn Dóru Hlinar
komið við sögu lögreglunnar
áður, en hún kvaðst þó vilja geta
þess, að tveir piltanna væru litið
við málið riðnir. Piltarnir i
hinum hópnum hafa ekki áður
orðið uppvisir að þjófnuðum.
73 íslend-
ingar fór
ust á órinu
Gsal-Reykjavík — Á árinu
urðu 73 banaslys á íslandi,
eða tíu banaslysum færra
en á árinu 1975. Flestir fór-
ust á sjó og vatni, alls 37, í
umferðarslysum 21 og í
ýmsum öðrum slysum 15.
1 fyrra fórust 18 á sjó og vatni,
35 i umferðarslysum, 7 i flugslys-
um og 23 i ýmsum öðrum slysum.
Flest urðu banaslys á þessu ári
i marzmánuði, samtals 13, i júni
10, i ágúst 9, i april 8, i mai, okt,
og nóv. 6, i des 5, í sept. 4 og i
janúar og febrúar 1.
Fjórir erlendir menn létust á
Islandi á árinu.
Geðdeild Landspítala
íslands
Göngudeild
opnarvæntan
lega á
órinu 1978
F.l. Reykjavík. — Stærsta
verkefni við mannvirkja-
gerð á Landspítalalóðinni
nú, þegar kvennadeildin og
bráðabirgðahúsnæði
bakteríuf ræðideildar
Rannsóknastof u Háskól-
ans eru frá, er bygging á
Geðdeild Landspítala (s-
lands.
Fyrsta skóflustungan að Geð-
deildinni var tekin i janúar 1974,
en þá þegar hafði verið ákveðið
að byggja hana i áföngum. Samið
var fyrst við Miðfell h/f um alla
jarðvinnu, og gekk verkið vel.
öðrum útboðsáfanga lauk siðast-
liðið sumar og hafði Armannsfell
h/f veg og vanda af.
Þriðji áfangi mun einnig falla i
hlut Armannsfells. Nær tilboðið
til U-hluta, sem nemur 68,2% af
heildarrúmmáli byggingarinnar,
og felur það i sér frágang úti-
hurða, einangrun og múrhúðun
innanhúss, ilögn og flisalögn á
gólf og ofnhitunarherbergi, svo og
raflagnir, loftræstikerfi og hrein-
lætiskerfi að hluta.
Að þessu loknu er að þvi stefnt,
að göngudeild og 30 rúma legu-
deildarrými njóti forgangs með
nýju áfangaútboði á árinu 1977, og
ef allt stenzt, má búast við opnun
göngudeildar 1978.
Heildarkostnaður við geðdeild-
arbygginguna var seinast áætlað-
ur i lok júni sl. og var þá talinn
nema 591 m.kr.
Öðrum áfanga Geðdeildar
Landspitala tslands er nú lokið,
og er húsið uppsteypt, rúður á
sinum stað, og þak er fullfrá-
gengið. Legudeildir verða 4 með
60 sjúkrarúmum alls, en auk
þess er gert ráð fyrir 20 manna
dagvistardeild. A efstu hæð
hússius verður aðsetur lækna,
hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga
og annars starfsliðs. Munu þeir
hafa aðgang að sérhæföu bóka-
safni, og er slikt nýnæmi.
(Timamynd G.E.)
RIKISSTARFSMENN
ERU 12.000
FJ-Reykjavik. Nú munu ríkiss+arfsmenn vera um 12.000
talsins og er líkleg f jölgun á þessu ári um 200, að sögn
Sigurðar Haraldssonar hjá f járlaga- og hagsýslustofnun
f jármálaráðuneytisins. Sú stof nun hef ur nú sent f rá sér
starfsmannaskrá ríkisins 1. janúar sl. og eru ríkisstarf s-
menn samkvæmt henni 11.839 og hafði þeim þá f jölgað
um 356 frá árinu áður.
ins, án þess að bein heimild hefði
verið fyrir þvi.' Samtals voru
heimilaðar 198 nýjar stöður á ár-
inu 1975, þar af um 60 vegna
stofnunar f jölbrautarskóla i
Breiðholti og Flensborg og stofn-
unar drykkjumannahælis á
Vifilsstöðum.
Flestir eru starfsmennirnir á
vegum menntamálaráðuneytis-
ins — 4007 talsins, 2599 starfa á
vegum samgönguráðuneytisins,
2446 á vegum heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytisins,
1238 á vegum dóms- og kirkju-
málaráðuneytisins, 910 á vegum
iðnaðarráðuneytisins, 599 á veg-
Þetta er i annað skipti, sem slik
starfsmannaskrá er gefin út og
sagði Sigurður, að nú ætti útgáfan
að vera komin i réttar skorður,
þannig að þriðja skráin gæti
komið út um mitt næsta ár. 1
starfsmannaskránni kemur
fram, aöstöður án heimildar voru
i fyrra 576, en ónotaðar stöður
voru öllu fleiri eða 652. Ein
meginskýringin á þessu er að
sögn Sigurðar sú, að á rikisspitöl-
unum er talið óráðið i fjölda
hjúkrunarfræðingastaða, sem
heimildir eru fyrir, en stöður
sjúkraliða og annars hjúkrunar-
fólks, sem i raun koma i staðinn
eru taldar óheimilaðar stöður. Þá
sagði Sigurður, að einnig kæmu
þarna til starfsmenn, sem upp-
haflega hefðu verið ráðnir i á-
kveðið verkefni til skamms tima,
en siðan ilengzt i þjónustu rikis-
um fjármálaráðuneytisins, 378 á
vegum landbúnaðarráðuneytis-
ins, 294 á vegum sjávarútvegs-
ráðuneytisins, 226 á vegum utan-
rikisráðuneytisins, 61 á vegum fé-
lagsmálaráðuneytisins, 53 á veg-
um forsætisráðuneytisins og 40 á
vegum viðskiptaráðuneytisins.
Við embætti forseta Islands, hjá
rikisstjórninni og Hæstarétti
starfa 44, hjá Hagstofu Islands 28,
hjá rikisendurskoðun 37 og hjá
fjárlaga- og hagsýslustofnun
starfa 8 manns.
Sigurður Haraldsson kvaðst
vilja geta þess, að nokkrar stofn-
anir hefðu þegar tekið tillit til at-
hugasemda fjármálaráðuneytis-
ins og komið starfsmannamálum
sinum i rétt horf og einnig tekur
fjárveitinganefnd Alþingis ó-
heimilaðar stöður til sérstakrar
athugunar nú sem fyrr og sagði
Sigurður, að menn væntu þess, að
mál kæmust nú á hreint, hvað
þetta varðar.
Útgerðarfélag Akureyrar
byggir við frystihúsið
K.S. Ak. Nú er unniö að viðbótar-
byggingu við frystihús Otgerðar-
félags Akureyringa hf. og verður
nýbyggingin notuð undir fisk-
vinnsluvélar og heildarfiskimót-
töku. Nú eru um 500 manns á
launaskrá hjá útgerðarfélaginu,
en þess má geta að hluti þeirra
vinnur aðeins hálfan daginn.
Segja má, að atvinna hafi verið
jöfn og góð á árinu hjá félaginu.
Afli Akureyrartogaranna hefur
verið fremur tregur að undan-
förnu, en þó er greinilega betri
veiði nú en upp á slðkastiö. Allir
togarar Otgeröarfélagsins voru
að veiðum um jólin, en Sólbakur
kom inn á annan dag jóla og
landaðiþá 140 lestum. Togararnir
veiða aðallega fyrir vestan og á
Halamiðum.
í desember lestuðu Selfoss og
Brúarfoss rúmlega 26 þús. kassa
af freiðfiski, sem fór á Banda-
rikjamarkað og á annað þús.
kassar fóru á Evrópumarkað.
Saltfiskverkun er svipuð og i
fyrra, eða 7-800 lestir, sem aðal-
lega eru seldar til Portúgals, en
einnig töluvert til Grikklands og
Italiu.