Tíminn - 31.12.1976, Qupperneq 9

Tíminn - 31.12.1976, Qupperneq 9
Föstudagur 31. desember 1976 9 SAMANTEKT: MAGNÚS ÓLAFSSON Miklar sviptingar uröu á ASÍ-þingi, en mvndina tök Gunnar af atkvæöatalningu á þinginu. kjaramál haldnir á Suðurlandi og i Húnaþingi. ASl höfðar mál vegna hækkunar á kaupi bónda i marz sl. Fyrsti snjór vetrarins fellur i Reykjavik. Snjólitið við- ast hvar um landið og færð góð miðað við árstfma. Akæra gefin út á hendur banamönnum Guðmundar Einarssonar, þeim Kristjáni Viðar Viðarssyni, Sævari Marinó Ciesielski og Tryggva Rúnari Leifssyni og Albert Klahn ákærður um hlutdeild með þvi að aðstoða þá við flutn- ing á likinu. Lausn Geirfinnsmálsins i sjónmáli, en Karl Schutz er væntanlegur aftur að loknu jólaleyfi i janúar og þá aðeins til stuttrar dvalar. Islendingar ákveða að hafna nú og framvegis gjafafé frá þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna og samningur um járnblendiverksmiðju á Grund- artanga við norska fyrirtækið Elkem Spiegelverket undir- ritaður með fyrirvara um sam- þykki Alþingis. Heildarfiskaflinn 34 þúsund lestum minni en i fyrra en þorskflök hækka i verði á Bandarikjamarkaði. Dómur kveðinn upp i Klúbb- játaði hann að vera valdur að dauða konunnar. September Flugræningjar á Keflavikur- flugvelli. Króatar að verki, en þeir rændu Boeing 727 — þotu frá bandariska flugfélaginu TWA i innanlándsflugi i Banda- rikjunum, og lenti flugvélin i Keflavik til þess að taka elds- neyti. botan hafði hér um tveggja stunda viðdvöl. Gifurlegt tjón varð i eldsvoða i iðnaðarhúsnæðinu að Lauga- vegi 168, en þar eru fjögur iðn- fyrirtæki til húsa. 437 kindur fórust i Svartá i A.-Hún., þegar fé slapp úr nátthaga við Stafns- rétt og spennti i ána. Friðrik Ólafsson og Jan Timman urðu efstir og jafnir i Reykjavikurskákmótinu með ellefu vinninga hvor. Alls tóku 16 skákmenn þátt i þvi. Mjög góð sildveiði og saltað af fullum krafti. Alls hafði verið saltað i 30 þúsund tunnur i scptemberlok. Pjötlur og flisar frá fyrri öldum finnast i gili i Grisafjöllum. Sex af átta dragnótaveiðibát- um frá Ólafsvik sviptir leyfi, þar sem þeir höfðu ekki notað rétt veiðarfæri. þýzki lögreglu- maðurinn Schútz kærir Morgunblaðið fyrir birtingu tveggja skopmynda eftir Sig- mund. Nöfn i ávisanamálinu birt. Farið á islenzkum hestum yfir þvera Ameriku, alls um 3.500 milna vegalengd, og stóðu hest- arnir sig vel. Næg hey til i land- inu, en misjöfn að gæðum. Sjón- varpsmenn i setuverkfalli. Otkóber Stöðvarhúsið við Kröflu lyftist og sigur til skiptis. Leirhver opnast rétt við borinn Jötunn, fólk flutt burt frá Kröflu, en kemur þangað aftur daginn eftir. Almannavarnaráð vi 11 fresta öllum framkvæmdum og visindamenn telja vaxandi gos- hættu á svæðinu. Fram- kvæmdum haldið áfram af fullum krafti. Fjörkippur kom i framkvæmdir við Sigöldu eftir að Islendingar gengu inn i stjórnun framkvæmdanna. Allt brann, sem brunnið gat, þegar eldur kom upp i áhalda- húsi vegagerðarinnar á Pat- reksfirði. Grimshúsið i Borgar- nesi brennur og tjónið skiptir tugum milljóna. Bruni i skemmtistaðnum Óðal. Upp kemst um visi að skipulögðum innflutningi og dreifingu á fikni- efnum. Garnaveiki finnst i fyrsta skipti á Vestfjörðum. Vélbátur- inn Hafursey GK 84 sökk suður af Reykjanesi. Ahöfnin tveir menn björguðust. Flugvél hlekktistá við lendingu á Egils- stöðum. Mat sf. gefur út álits- gerð, þar sem segir, að tilraun Sverris Runólfssonar i vegagerð hafi misheppnazt. Deilur um sláturhús i Skaga- firði, og Eyjólfur Konráð Jóns- son alþm. hótar að skjóta hrút með eigin hendi, fái ekki sláturhúsið leyfitil þess. Alþingi kemur saman. 30. þing BSRB haldið. Frakki gómar háhyrn- ing og flytur til Frakklands. Tveir aðrir geymdir i Sædýra- safninu. Dagur iðnaðarins stóð i viku á Akureyri, en i þrjá daga á Egilsstöðum. Akureyri tekur 60 milljón kr. lán i London til hitaveitu og gatnagerðarframkvæmda. 2014 m langur flugvöllur tekinn i notkun á Sauðárkróki. Kona ráðin aðstoðarborgarlæknir i Reykjavik. Fyrsta konan skipuð i stöðu rannsóknarlögreglu- manns. Pharaormaurar finnast ihúsii Garðakaupstað. Rjúpna- veiðin byrjar vel, og fá menn alit að 40 rjúpur á dag norður i Gæsafjöllum. Alls var slátrað 857.027 dilkum i sláturtiðinni. Nóvember Tveir óðir byssumenn fóru skjótandi um Laugaveg, Snorrabraut og Egiisgötu og gáfust ekki upp fyrr en lögregl- an hafði ekið annan þeirra niður. Hús springur i loft upp á Akranesi. 16 aðilar hafa setið i gæzluvarðhaldi vegna fikni- efnamálsins. Virðist vera nokkur aðskilin mál, en alls hafi 400 gr. af amfetamindufti, 20 skömmtum af LSD og 20 kg af hassi verið smyglað til landsins. Sendimaður Efnahagsbanda- lagsins kemur til landsins til viðræðna um fiskveiðimál. Rekstur Hitaveitu Suðurnesja formlega hafin. Hafnarmann- virkin i Þorlákshöfn iormlega opnuð. Ofnar i Hrisey tærast sundur vegna mikils súrefnis og salts i vatninu. Barnaskólakennarar leggja niður vinnu i einn dag til að leggja áherzlu á kaupkröfur sinar. Deilur um úthlutunar- reglur lánasjóðs islenzkra námsmanna. 17% af ibúum Bildudais flýr burt i atvinnuleit. Júgóslvarnir fara frá Sigöldu og Landsvirkjun tekur við öllum framkvæmdum. Saltað hefur verið i 120 þúsund tunnur af Suðurlandssild. Dagur iðnað- arins i Borgarnesi. Þrumur og eldingar á Suður- landi. Simasambandslaust við Þorlákshöfn einn dag. Mikið vatnsveður gekk yfir Vestfirði og vegir viða skemmdir. Desember Brezku togararnir fara af Is- landsmiðum þegar samningur- Eini skugginn á jólahaldi landsmanna var það hörmulega slys, er fullorðin hjón brunnu inni á jólanótt. Tímamynd: G.E. Til heiftarlegra átaka kom á Hallærisplaninu, er unglingar gerðu aðsúg að lögregluþjónum. Timamynd: G.E. inn, sem gerður var i Osló rann út. Frá 1970 hefur erlendum veiðiskipum við landið fækkað úr 106 i 20. Nigeriumenn semja um að kaupa 2.500 lestir af skreið frá Islandi og er þaö stærsti skreiðarsölusamningur- inn til þessa. Islenzka rikis- stjórnin og norska fyrirtækið Elkem Spiegelverket undirrita samni ng um járnblendiverk- smiðju i Hvalfirði með fyrir- vara um samþykki Alþingis. Forseti Islands dr. Kristján Eldjárn sextugur. Framsóknar- flokkurinn 60 ára. ASI 60 ára og þing sambandsins haldið i Reykjavik. Það var róstursamt á köflum og undir lokin stóðu þingfundir linnulaust i 30 klst. Aðalfundur Llú haldinn i Reykjavik. Flugvél ferst skammt frá Geithálsi en tveir menn sem i vélinni voru sluppu lifandi. Framnes 1S 608 lenti upp i stór- grýtisfjöru nálægt Bjargtanga- vita, en komst út fyrir eigin vél- arafli. Rafstöðvarhúsið á Djúpavogi brennur og þrjár diselvélar gjöreyðileggjast. Fiölmennir bændafundir um málinu svonefnda. Niðurstöðu- tölur fjárlaga ársins 1977 uröu rösklega 89 milljarðar króna. Frumdrög að samningi við Efnahagsbandalagið um fisk- vernd komin til rikjsstjórnar- innar ásamt tilboði bandalags- ins um gagnkvæmar veiði- heimildir. Málið verður rætt eft- ir áramót. Óvenju mikið af upplýsingum um fljúgandi furðuhluti hefur komið fram að undanförnu. Hörmulegt slys á jólanótt, er hjón brenna inni, varpar skugga á annars friðsama og ánægju- lega jólahátið landsmanna. Maður sá sem hvarf i Frank- furt 12. október kemur heim heill á húfi eftir flakk um Evrópu. Skáksamband tslands ákveð- ur að gefa kost á þvi að einvigi Kortsnojs og Petrosjans i und- ankeppni að heimsmeistaraein- vfginu i skák verði haldið hér á landi. Avisanamálið sent til sak- sóknara. Handtökumálið svo- nefnda enn i rannsókn og ekki ljóst hver lagði gildru fyrir hvern i þvi máli. SAMANTEKT: MAGNÚS ÓLAFSSON

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.