Tíminn - 31.12.1976, Page 23
Föstudagur 31. desember 1976
23
Afsalsbréf
innfærð 6/12-10-12 1976:
Sigriður Runólfsd. selur Astu
Malmquist hluta i Arahólum 2.
Stella óskarsdóttir selur Stellu
Nielsen hluta i Mosgerði 4.
Arni Björnsson selur Sigurjónu
Jakobsd. hluta i Grænuhli'ð 14.
Jóhann Friðjónss. selur Ingibj.
Guðjónsd. og Guðjóni Tómass.
hluta i Hraunbæ 154.
Björg Pálsd. o.fl. selja Harald
S. Andréss. hluta i Asgarði 77.
Albert Agústsson selur Guð-
laugi Jónssyni hluta i Meistara-
völlum 33.
Kolbrún Kristjánsd. selur Guð-
mundi Steinss. hluta i Laugarnes-
vegi 110.
Gunnar H. Jónsson selur Birni
Þórhallssyni hluta i Álftamýri 2.
Guðriður Guðlaugsd. selur
Skátasamb. Rvikur og fleirum
hluta i Blönduhlið 35.
Emil Ingólfss. og Jónina
Haraldsd. selja Jóhanni Frið-
þórss. hluta i Leirubakka 22.
Axel Jóhanness. og Sigurbj. M.
Jóhannsd. selja Jóni Siguröss. og
Hlif S. Arndal. hluta i Baröavogi
22.
Magnús Theodórsson selur
Hjalta Einarssyni hluta i Engja-
seli 54.
Sigurður Jónasson selur Alf-
heiði Jónasd. og Mariu Skúlad.
hluta i Ljósheimum 20.
Ingibjörg Magnúsd. selur Jó-
hönnu Sigurðard. hluta i Austur-
brún 2.
Eirikur Guðmundss. selur
Guðna Þórðarsyni hluta i Garða-
stræti 39.
Bergur Jónsson selur Ernu
Jónsdóttur hluta i Ljósheimum
14-18.
Kristin B. Arnadóttir selur Páli
Stefánss. hluta i Rauðagerði 16.
Guðrún Amadóttir selur Þór-
steini Magnússyni hluta i Glað-
heimum 10.
Friðgeir Guðnason selur Geir
Jóni Grettiss. hluta i Grundar-
gerði 17.
Elin Guðmundsd. selur Sigur-
laugu Guðmundsd. og Elfu
Thoroddsen hluta i Háaleitisbr.
49.
Jón Brynjólfss. selur borgar-
stjóði Rvikur fasteignina Austur-
kot v/Kaplaskjólsveg.
Salvör Ebenezersd. selur
borgarsj. Rvikur rétt til erfða-
festulands Kleppsmýrarbl. XI.
Guðrún Guðmundsd. selur
borgarsjóði Rvikur húseignina
Suðurlandsbraut 82.
Ragnhildur Jónsd. og Eiiiar J.
Eyjólfss. gefa Huldu Filippusd.
hl. i Selási 3.
Asbjörn Sigurjónsson o.fl. selja
Gráfeldi h.f. hluta i Þingholts-
stræti 4.
Lárus Halldórsson selur Árna
Kristinssyni húseignina Kapla-
skjólsveg 52.
Jón Eiriksson selur Ágústu
Agústsd. hluta i Hagamel 50.
Baldvin Baldvinsson selur
Stefáni Hilmarss. hluta i Bólst.
68.
Samúel Jón Ölafss. selur Sæ-
vari Helgasyni hluta i Goðheim-
um 11.
Jónasina Guðnad. selur Þor-
björgu Guðmundsd. hluta i
Blöndubakka 20.
Pálmi Sigurösson selur Karel
Kristjánss. hluta i Tómasarhaga
39.
Björn Guðmundss. og Anna
Þorvaldsd. selja Gisla Erni
Ólafss. hl. i Hverfisgötu 102.
Pétur Jónss. og Gústaf Þór
Tryggvason selja Jóhönnu Arn-
mundsd. og Ernst Backmann o.fl.
hluta i Sóleyjarg. 7.
Amar Axelsson selur Jóni R.
Sigmundss. hluta i Framnesvegi
14. Oddný Gislad. og Gisli Norö-
dahlselja ölafi Hafsteinss. hluta i
Sæviðarsundi 23.
Lára Hákonard. o.fl. selja Þór
Hreiðarss. hluta i Baldursgötu 16.
Rafn Baldursson selur Baldri
Ólafssyni hluta i Súðarvogi 16.
Birgir R. Gunnarsson s.f. selur
Asmundi Jónatanss. hluta i
Engjaseli 33.
Arni Kristinsson selur Armanni
Kristinss. og Paulu Sejr Sörensen
kr. 1.173.000
Haraldur Pálsson selur Gunn-
ari Jóhannessyni hluta i óldugötu
41.
Sigmar Sigurbjörnss. o.fl. selja
Haraldi Jónss. og Guðmundu
Gislad. hl. i Hraunteig 15.
Viðlagasjóður selur Jóni ívars-
syni húseignina Keilufell 7.
Hinrik konungur VIII
og konur hans sex
Eftir Paul Rival
skap, að öðrum kosti mundi barnið fæðast óskilgetið og
yrði ekki krúnuerf ingi. Þau sendu eftir presti, hann kom
einn morgun í höllina í Whitehall. Trúir þjónar voru látn-
ir útbúa altari í herbergi uppi á lofti, svo kölluðu þau til
tvo góða vini ásamt Norris, manninum sem forðum
kraup í forinni við hlið Wolseys, þegar hann var fallinn i
ónáð. Hinum litilsiglda presti hafði verið mútað, honum
gleymdist því að Hinrik var þegar kvæntur, hann sam-
einaði hendur þeirra og blessaði hringana.
Anna var að vakna úr draumleiðslunni, hún komst úr
jafnvægi, vegna hamingju sinnar og vona og vegna
barnsins, sem hún bar undir belti, hún varð aftur duttl-
ungafull og grimmlynd, hún tranaði sér fram án nokk-
urrar hæversku eins og siður er hinna nýgiftu, snöggir
hlátrar hennar heyrðust nú aftur. Hún var umkringd
djörfum og léttúðugum ungum mönnum. Anna hafði
alltaf haft gaman af að vekja girnd karlmanna, hún
gerði það nú til að hefna sín á þessum ungu mönnum,
fyrir ýmislegt sem henni fannst Hinrik skorta. Hún var
lika að hefna sín fyrir virðingarleysi þeirra í hennar
garð, þeir komu f ram við hana eins og hún væri hálfgerð
gleðikona, þrátt f yrir hræðsluna við konunginn. Það voru
aðallega fimm eða sex ungir menn, sem voru Onnu
fylgisspakir, þaðvoru þeir Norris, sem var vígsluvottur,
þegar presturinn gaf þau Hinrik saman, Georg bróðir
hennar, sem Anna var búin að dubba upp í að vera lá-
varður af Rochford, Wyatt fyrrverandi biðill hennar og
skáld, sem hefði yfirgefið hana svo ódrengilega. Nú
bauð Anna þessum mönnum kvenfólk, nóg var af leiði-
tömum lauslætisdrósum hún benti þeim á Maríu systur
sína og Madge Shelton frænku sína.
Anna hataði Wyatt, þó hún vissi að hann hafði aldrei
hætt að dá hana. Wyatt hafði dvalið lengi á italíu og lent
þar í mörgum ævintýrum. Þegar hann kom heim aftur,
hafði hann tekið til við að yrkja á ný. Dag einn i febrúar,
beið Wyatt Onnu í íbúð hennar, ásamt félögum sínum, þá
gægðist Anna allt í einu út milli sparlakana og sagði:
,,Wyatt, ég er svöng, mig langar óstjórnlega í epli, veiztu
hvers vegna? Konungurinn segist vita það, hann segir að
ég sé þunguð." Wyatt varð náfölur og Anna hló og sagði:
„Konungurinn hefur á röngu að standa, það er ég viss
um." Að svo mæltu hvarf höfuð Önnu.
Skilnaðurinn
Nú varð að gera giftinguna heyrum kunna, en ekki
fyrr en skilnaðurinn var orðinn opinber. Þrátt f yrir for-
dæmi hinna heilögu patríarka þorði Hinrik ekki að eiga
tvær eiginkonur. Þar sem Hinrik var nú æðsti maður
ensku kirkjunnar hefði hann sjálfur getað ógilt fyrra
hjónaband sitt, en hann kaus heldur að fela málið ein-
hverjum preláta, nú þurfti Hinrik nýjan mann. Það vildi
svovel til að æðsta biskupsdæmi Englands var laust, en
það var Cantenbury, en hvern átti hann að skipa i em-
bættið? Hvar gat hann fundið hlýðinn og frjálslyndan
klerk? Hinrik ráðfærði sig við Onnu og Cromwell, þeim
kom öllum þrem saman um að Cranmer væri rétti mað-
urinn, hann hafði áður gefið þeim góð ráð og hjálpað
þeim til að æsa háskólana í álfunni gegn páfanum.
Cranmer var kennari við háskólann í Cambridge, hann
var þægilegur í viðmóti.
Cranmer hafði dvalið áf ram í Núrnberg í Þýzkalandi.
Hann var orðinn háifgerður mótmælandi, en það hafði
Hinrik ekki hugmynd um. Hinn ágæti Cranmer haf ði átt
erfittmeðaðtrúa að hægt væri að breyta brauði og víni í
likama og blóð Krists, honum fannst líka strangt að
banna prestum aðganga í hjónaband. Því mundi algóður
Guð svipta sín dyggðugustu börn saklausri gleði, sem
þar að auki var til að viðhalda lífinu. I æsku hafði
Cranmer verið kvæntur, þegar hann svo varð prestur,
ætlaði hann sér að segja skilið við holdsins lystisemdir,
en þegar til Nurnberg kom féll hann f yrir f reistaranum,
og gekk að eiga ástúðlega þýzka stúlku, sem var frænka
eins frægasta doktors þar um slóðir, hann var harðsnú-
inn villutrúarmaður.
Hinrik var algjörlega ókunnugt um villu Cranmers.
Hann skrifaði honum og bað hann að snúa heim, tafar-
laust. Cranmer var á báðum áttum, hann vissi að Hinrik
var strangtrúaður og aðhylltist skírlífi presta. Cranmer
gat þvi ekki gert sér vonir um að hafa Grétu sína heim
með sér. Einlægur maður hefði verið kyrr hjá konu sinni,
en Cranmer var ekki viðbúinn að horfast í augu við fá-
tækt. Honum stóð nú til boða fremsta biskupsdæmi Eng-
lands, og tekjurnar voru firnamiklar. Cranmer sór
%
Grétu dýra eiða, að hann skyldi sjá um að hún gæti komið
til hans seinna og tekið þátt í gengi hans. Þau grétu bæði
að skilnaði svo yfirgaf Cranmer konu sína.
Hinrik var of varkár til að útnefna Cranmer sjálfur,
það lét hann páfann gera. Clement samþykkti útnefn-
ingu Cranmers og grunaði ekkert. Hann sendi Cranmer
hinn tilhlýðilega erkibiskupsskrúða . Cranmer varð að
vinna eið að hlýðni við páfann, en þann eið var Cranmer
ráðinn í að hafa að engu. Þetta ástand hefði komið við
samvizku flestra, en kænska Cranmers kom honum til
hjálpar, hann fann ágæta lausn. Daginn fyrir eiðtökuna
safnaði Cranmer saman f jölda vitna, sem hann tilkynnti
i trúnaði að hinn yf irvofandi eiðstaf ur sem hann yrði að
gangast undir, yrði að engu hafður. Þegar búið var að
skjalfesta þessa yfirlýsingu Cranmers, fór hann út í
Dómkirkjuna og vann öll þau heit, sem af honum var
krafizt. Sú athöfn fór fram að viðstöddum söfnuðinum
og Cranmer var hinn rólegasti á meðan á athöfninni
stóð.
Það var komiðað marzlokum og konungsbarnið átti að
fæðast í september. Cranmer kallaði því saman biskupa
og presta til að ræða skilnaðinn. Howard, ásamt mörgum
aðalsmönnum fór á fund Katrínar, og ráðlagði henni að
láta undan, en hún neitaði, enn sem fyrr og ræddi um
Guð. Howard sagði henni að mótmæli hennar væru þýð-
ingarlaus, þar sem Hinrik og Anna hefðu verið gefin
saman, fyrirtveim mánuðum. I mai heimsótti Cranmer
Katrínu, hann haf ði með sér niu biskupa, sem hann hef ði
valið af mikilli kostgæfni. Þeir sögðu Katrínu að þeir
voru hinir tilnef ndu dómarar, sem ættu að dæma um mál
hennar. Þeir ráðlögðu henni að gefast upp pg mæta hjá
þeim. Cranmer var sérstaklega mælskur.
Katrin svaraði með sinni gömlu ræðu og neitaði ákveð-
ið að mæta. Cranmer fór við svo búið, hann var djúpt
særður og lýsti yfir því að Katrín væri þrjósk. Cranmer
gerði út um málið á tíu dögum að Katrínu f jarverandi.
Það var enginn hjónaskilnaður, heldur einföld ógilding
hjónabandsins. Samkvæmt úrskuröi Cranmers og hinna
lærðu stallbræðra hans hefði Katrín aldrei verið lögleg
eiginkona Hinriks þrátt fyrir tuttugu og fjögurra ára
trúa sambúð. Báðir aðilar hefðu látið blekkjast og orðið
á yf irsjón. Það bar að harma að María var búin að lifa i
seytján ár og vera þannig til staðfestingar umræddri yf-
irsjón. Hinrik tilkynnti Katrinu að hún væri ekki drottn-
ing lengur en aðeins ekkja Arthúrs og titill hennar yrði
ekkjuprinsessa af Wales. Hann bannaði heimilisfólki
Katrinar að auðsýna henni konunglegan virðingarvott og
rak þá sem ekki hlýddu.