Tíminn - 31.12.1976, Síða 35
Föstudagur 31. desember 1976
35
Þrándur Thoroddsen og Megas 1 hlutverKum sinum . Mynd Róska
Búið að kvik-
mynda söguna
um Ólaf liljurós
— AAargir kunnir íslenzkir listamenn
koma fram í myndinni
Gsal-Reykjavik — Nýlega var
lokið við gerð kvikmyndar að
nafni „Ólafur liljurós” en kvik-
myndahandrit samdi listakonan
Róska, sem einnig var leikstjóri
i samráði við italskan leik-
stjóra, Manrico Pavolettoni.
Leikarar í myndinni eru margir
kunnir listamenn, en um leik
sáu: Dagur, Þrándur Thorodd-
sen, Sigrún Stella Karlsdóttir,
Megas, Jón Gunnar Arnason,
Ásgeir Einarsson, Guðlaug
Guðjónsdóttir, Sigriður Jóns-
dóttir, Róska og Birna Þórðar-
dóttir.
Töku myndarinnar annaðist
Þrándur Thoroddsen og hljóð-
upptöku Jón Hermannsson.
Sviðsmynd gerði Jón Gunnar
Arnason og Megas sá um alla
tónlistina. Textar eru samstarf
Dags Sigurðarsonar, Þrándar,
Rósku og Megasar. Tökuritari
var Birna Þórðardóttir.
í fréttatilkynningu sem Róska
afhentiTimanum,segir m.a. að
þótt huldufólkið hafi oft gefið is-
lenzkum listamönnum hug-
myndina að verkum þeirra, hafi
þær aldrei verið beint útfærðar i
formi þjóðfélagsádeilu og muni
kvikmynd liklega vera einna
hentugasta tjáningarformið. —
Hér varð sagan um ólaf liljurós
fyrir valinu, bæði vegna vin-
sælda hennar og svo er efni
hennar einkar myndrænt, og
hefur alla þá spennu og drama-
tik til að bera, til þess að skapa
sterkt handrit.
Kvikmyndin er framleidd á
kostnað leikstjóranna tveggja,
en Ferðaskrifstofa rikisins og
Flugleiðir studdu fjárhagslega
gerð myndarinnar.
Italski leikstjórinn, Manrico,
hefur áður stjórnað gerð kvik-
myndar hér á landi, en það var
á árunum 1972-1974 sem hann
gerði flokk heimildarmynda
fyrir fræðsludeild italska sjón-
varpsins með aðstoð Rósku,
sem tók einnig myndirnar.
Frá Handknattleikssambandi íslands:
Fyrsti dráttur i ferðahappdrætti HSÍ hefur
farið fram.
Vinningur: Kanarieyjaferð fyrir 2 að
verðmæti 180 þús. kr. kom
á miða nr. 22866
Ennþá er möguleiki á að tryggja sér miða.
Næsti dráttur fer fram 10. janúar.
HSÍ.
Gleðilegt nýtt ár
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
Leikfangahúsið
Skólavörðustig 10.
Frfið byijar um leið og
komið er ó Hótel Loftleiðir
Notalegur bar. Hárgreiðslu-, snyrti-
I og rakarastofur.
I Morgunkaffi í ró og næði. Ekkert
basl með töskur og leigubíla
snemma morguns - héðan er haldið
beint á flugvöllinn.
Þeir sem eiu að fara utan bæta
heilum degi við fríið með því að
gista hjá okkur-eina hótelinu með
sundlaug og sauna baði.
Veitingar í Blómasal alla daga.
Hótel Loftleiðir er heill heimur út
af fyrir sig.
HÓTEL
LOFTLEIÐIR Sími 22322
STAÐUR HINNA VANDLÁTU
Nýársfagnaður
á nýársdagskvöld. — Ásar og Næturgalar leika. Spönsku listamennirnir
Yolanda og Manuel skemmta.
Hátiðarmatseðill. — Borðpantanir hjá yf irþjóni f rá kl. 4 í símum 2-33-33
og 2-33-35.
Opið sunnudagskvöld til kl. l.Ásar, Næturgalar og spönsku listamenn-
irnir skemmta.
Gleðilegt nýtt ár. Þökkum viðskiptin á árinu.
Fiskim jölsverksmiðjan Flugfélag Norðurlands
Vestmannaeyjum óskar starfsfólki, viðskiptavinum, svo og
óskar starfsfólki sinu og landsmönnum öllum landsmönnum öllum
gleðilegs nýárs árs og friðar