Fréttablaðið - 11.01.2006, Side 6
6 11. janúar 2006 MIÐVIKUDAGUR
Vegagerðin og Hafnarfjarðarbær
Mat á umhverfisáhrifum
Vegagerðin og Hafnarfjarðarbær kynna
drög að tillögu að matsáætlun
Hafið er matsferli vegna breikkunar Reykjanesbrautar frá
Ásbraut að Bikhellu í Hafnar-fjarðarbæ. Matsferlið tekur einnig
á mislægum vegamótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkur-vegar
ásamt breyttri legu Krýsuvíkurvegar frá vegamótunum að hring-
torgi við Hraunhellu.
Vegagerðin og Hafnarfjarðarbær eru framkvæmdaraðilar
verksins en mat á umhverfisáhrifum verður unnið af Hönnun hf.
verkfræðistofu. Á vefsíðum Vegagerðarinnar
(http://www.vegagerdin.is) og Hönnunar (http://www.honnun.is)
eru nú til kynningar drög að tillögu að matsáætlun framkvæm-
darinnar. Kynningin stendur yfir til miðvikudagsins 25. janúar
2006.
Fyrir hönd framkvæmdaraðila er almenningur og aðrir hvattir til
að koma ábendingum og athugasemdum á framfæri til Hauks
Einarssonar (Hönnun hf., Grensásvegi 1, 108 Reykjavík,
haukur@honnun.is). Í endanlegri tillögu að matsáætlun verður
gerð grein fyrir þeim ábendingum og athugasemdum sem
kunna að berast.
ÍRAN, AP Starfsmenn kjarnorku-
áætlunar Íransstjórnar rufu í
gær innsigli sem eftirlitsmenn
Alþjóðakjarnorkumálastofnunar-
innar (IAEA) höfðu komið fyrir
á miðstöð áætlunarinnar í Natanz
og ráðamenn í Teheran tilkynntu
að þeir myndu halda áfram til-
raunum með auðgun kjarnorku-
eldsneytis í smáum stíl.
Í yfirlýsingu stjórnarinnar segir
þó að ekki standi til að auðga úran.
Hún gaf sams konar fyrirheit í lið-
inni viku þegar hún tilkynnti IAEA
um áformin um að hefja aftur starf-
semi í kjarnorkurannsóknamið-
stöðinni. Hún ítrekaði að einungis
standi til að stunda rannsóknir, ekki
framleiða nýtanlegt kjarnorkuelds-
neyti. En talsmenn IAEA í höfuð-
stöðvum stofnunarinnar í Vínar-
borg sögðu síðar í gær að meðal
verka sem Íranarnir ætluðu sér að
vinna nú væri að dæla úran-hexa-
flúoríði – gaskenndu formi úrans – í
stórum stíl í skilvindur. Með slíkum
aðferðum er að sögn sérfræðinga
stofnunarinnar hægt að sía geisla-
virkustu frumeindirnar og fram-
leiða kjarnorkueldsneyti sem unnt
væri að nota í kjarnorkuvopn.
Íranar halda því fram að kjarn-
orkuvæðingaráætlun þeirra hafi
einvörðungu friðsamlega raforku-
framleiðslu að markmiði en stjórn-
völd í Washington saka þá um að
stefna að því að koma sér upp kjarn-
orkuvopnum.
Að Íranar skyldu rjúfa innsiglin
og halda kjarnorkuáætluninni til
streitu þvert á kröfur vestrænna
ríkja kallaði á hörð viðbrögð ráða-
manna í Evrópu, Bandaríkjunum
og Japan. „Haldi Íransstjórn þessu
striki og víkur sér undan að hlíta
alþjóðlegum skuldbindingum er
ekkert annað til úrráða en að vísa
málinu til öryggisráðs SÞ,“ sagði
Scott McClellan, talsmaður Hvíta
hússins. Ráðið gæti ákveðið að beita
Írana þvingunum.
Í svipaðan streng og McClellan
tóku talsmenn ríkisstjórna Þýska-
lands, Bretlands, Frakklands og
Japans. Að sögn evrópsku ráðherr-
anna stefndi í að tilgangslaust væri
að halda áfram miðlunartilraunum
Evrópusambandsins. Frank-Walt-
er Steinmeier, utanríkisráðherra
Þýskalands, kallaði eftir því að
IAEA gerði tafarlaust nýtt mat á því
hve hættulegt athæfi Írana væri.
audunn@frettabladid.is
Íranar hefja aftur
kjarnorkutilraunir
Ráðamenn vestrænna ríkja brugðust ókvæða við í gær er stjórnvöld í Teheran
tilkynntu að þau hefðu hafið aftur vinnu við kjarnorkuáætlun sína. Talsmaður
Bandaríkjastjórnar sagði að öryggisráð SÞ kunni að láta málið til sín taka.
KJARNORKUSTÖÐIN Í NATANZ Miðstöð kjarnorkuáætlunar Írana, 320 km suður af Teheran. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FUGLAFLENSA Einn Tyrki til við-
bótar var í gær greindur með
fuglaflensusmit af skæða afbrigð-
inu H5N1, en þar með eru staðfest
tilfelli þar í landi komin í fimmt-
án, að sögn talsmanns tyrkneska
heilbrigðisráðuneytisins. Úr
hátölurum á bænaturnum moska
landsins hljómuðu áminningar
til fólks um að forðast snertingu
við fiðurfé og yfirvöld dreifðu
bæklingum með upplýsingum um
sjúkdóminn.
Vladimír Pútín Rússlandsfor-
seti fól forsætisráðherranum Mik-
haíl Fradkov að þróa áætlun til
að hindra útbreiðslu fuglaflensu
í Rússlandi. Sóttvarnayfirvöld
tilkynntu um hert eftirlit við suð-
urlandamærin, sérstaklega með
fólki sem kæmi til landsins frá
Tyrklandi.
Stjórnvöld í Úkraínu staðfestu
í gær að skæða fuglaflensan hefði
greinst á þremur alifuglabúum á
Krímskaga, syðst í landinu.
Angela Merkel, kanslari
Þýskalands, sagði í Berlín að þýsk
stjórnvöld og Evrópusambandið
yrðu að gera allt sem í þeirra valdi
stæði til að lágmarka hættuna á
útbreiðslu fuglaflensu um álfuna
með því að grípa til ráðstafana á
borð við að hindra ólöglegan inn-
flutning á fiðurfé og fuglakjöti.
Í Kína var staðfest að sex
ára drengur sem sýktist af
fuglaflensu í síðasta mánuði lægi
nú milli heims og helju á sjúkra-
húsi í Hunan-sýslu í Mið-Kína.
Í Japan var greint frá því að
allt að sjötíu og sjö manns kunna
að hafa smitast þar í landi af
afbrigði fuglaflensu sem hing-
að til hafði ekki verið talin geta
smitast í menn, H5N2. Sýkingin
valdi hins vegar ekki alvarlegum
veikindum og smitist ekki milli
manna. - aa
Í FULLUM HERKLÆÐUM Bæjarstarfsmenn
í Gazi Osman Pasa-hverfinu í Istanbúl í
sóttvarnaherklæðum í gær, tilbúnir til að
ráðast í slátrun fiðurfjár til varnar útbreiðslu
fuglaflensunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Hertar varúðarráðstafanir gegn fuglaflensu víða um heim:
Smituðum fjölgar enn í Tyrklandi
GJAFMILDI Samþykkt var í fjárlaga-
og launanefnd Seltjarnarnesbæjar
í gær að veita öllum starfsmönn-
um bæjarins 20 þúsund króna
eingreiðslu eftir skatta.
Kemur eingreiðslan í stað 20 þús-
und króna gjafakorts í Kringluna
sem bæjarstjóri veitti öllum starfs-
mönnum leikskóla í þakklætisskyni.
Óskuðu aðrir starfsmenn eftir sömu
umbun í kjölfarið og hafa nú fengið
hana. - aöe
Jólagjöf Seltjarnarnesbæjar:
Allir fá 20 þús-
und krónur
STJÓRNMÁL Þingflokkar stjórn-
arandstöðuflokkanna hafa til-
kynnt Þorgerði Katrínu Gunnars-
dóttur menntamálaráðherra að
þeir ætli ekki að tilnefna fulltrúa
í þverpólitíska fjölmiðlanefnd
nema málefni Ríkisútvarpsins
verði þar einnig til meðferðar.
Formenn þingflokka Samfylk-
ingarinnar, Vinstri grænna og
Frjálslyndra tilkynntu mennta-
málaráðherra þetta bréflega eftir
helgina.
„Við sjáum á þessu stigi ekki
ástæðu til að skipa fulltrúa í enn
eina nefndina til að fjalla um
hinn almenna fjölmiðlamark-
að án tengsla við Ríkisútvarp-
ið. Afstaða okkar byggir á þeim
rökum að á því sviði hefur mikil
vinna farið fram, fyrir liggja til-
lögur og við teljum að það sé fyrst
og fremst tæknilegt úrlausnar-
efni að semja frumvarp til laga á
grundvelli þeirra tillagna,“ segir
í bréfinu.
Lagt er til að þeim löglærðu
mönnum, sem þegar hafa verið
skipaðir í nefndina, verði falið
að semja frumvarp á grundvelli
tillagna þeirrar fjölmiðlanefnd-
ar sem skilaði tillögum í fyrra.
„Fulltrúar stjórnarandstöðunnar
í fjölmiðlanefndinni sem vann
fyrrnefndar tillögur eru svo að
sjálfsögðu hvenær sem er tilbún-
ir til að hitta lögfræðingana og
fara yfir einstök mál með þeim ef
þeir svo kjósa,“ segir í bréfinu til
menntamálaráðherra. - jh
FJÖLMIÐLANEFNDIN FYRRI Karl Axelsson
lögfræðingur og aðrir sem sæti áttu í fjöl-
miðlanefndinni í fyrra skiluðu tillögum sem
stjórnarandstaðan vill láta skoða betur.
Stjónarandstaðan vill ekki tilnefna menn í þverpólítíska fjölmiðlanefnd ráðherra:
Einnig verði rætt um RÚV
LÖGREGLA Fyrrverandi starfs-
manni Og Vodafone og félaga
hans, sem sátu í gæsluvarðhaldi
vegna fjársvika hjá fyrirtækinu
og birgja þess, hefur verið sleppt
úr haldi. Þriðji maðurinn hefur
verið yfirheyrður og segir Hörður
Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í
Reykjavík, málið upplýst.
„Fjárhæðin sem þeir stálu er
rétt innan við tvær milljónir,“
segir Hörður. Málið verði sent
ákæruvaldinu.
Gísli Þorsteinsson, upplýs-
ingafulltrúi Og Vodafone, segir
öryggismál stöðugt í endurskoðun
hjá fyrirtækinu: „Í þessu tiltekna
máli voru ýmsir ferlar teknir til
skoðunar. Fyrirtækið brást hratt
við þegar í ljós kom að ekki var
allt með feldu, meðal annars með
því að vísa málinu til lögreglu.“
Öryggi innan fyrirtækis hafi
verið elft enn frekar. - gag
Fjársvikamenn úr varðhaldi:
Stálu tveimur
milljónum
KJÖRKASSINNN
Á að banna sölu íslensks nef-
tóbaks?
Já 46%
Nei 54%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Telur þú að Úrvalsvísitalan haldi
áfram að hækka á þessu ári?
Segðu þitt álit á visir.is
JÓNMUNDUR GUÐMARSSON Allir bæjar-
starfsmenn munu fá 20 þúsund króna
eingreiðslu frá bænum á næstunni.