Fréttablaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 8
8 11. janúar 2006 MIÐVIKUDAGUR EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Wolfgang Schüssel, kanslari Austurríkis sem fer þetta misserið með for- mennskuna í Evrópusambandinu, segir að það verði mjög erfitt að endurlífga stjórnarskrársáttmála sambandsins. Staðfestingarferli sáttmál- ans strandaði er kjósendur í Frakklandi og Hollandi höfnuðu honum í þjóðaratkvæðagreiðsl- um snemmsumars í fyrra. „Það er mjög erfitt að endur- lífga stjórnarskrána, en það er gerlegt,“ sagði Schüssel á fundi með blaðamönnum í Vínarborg eftir viðræður við framkvæmda- stjórn sambandsins við upphaf austurríska formennskumisser- isins. Austurrískir ráðamenn hafa gefið til kynna að rita þurfi alveg nýjan sáttmálatexta til að tryggja stuðning almennings í öllum aðildarríkjunum tuttugu og fimm við hann. Ef takast á að endurlífga stjórnarskrársátt- málann útheimtir það mikið og samstillt átak af hálfu leiðtoga sambandsins, en viðleitni þeirra til að semja um frekari áfanga að nánari Evrópusamruna hefur átt æ meir á brattann að sækja gagn- vart almenningsálitinu í mörgum aðildarlöndum, nýjum sem hinum eldri. - aa SCHÜSSEL OG BARROSO Wolfgang Schüssel, kanslari Austurríkis og forseti leiðtogaráðs ESB, og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, ræða við fréttamenn í Vínarborg í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Austurríkiskanslari um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins: Endurlífgun erfið en gerleg ÞÝSKALAND, AP Íraskur maður, sem er fyrir dómi í Þýskalandi ákærður fyrir að hafa aðstoðað herskáa múslima við að komast til Íraks til að ganga til liðs við skæruliða sem berjast þar gegn setuliðinu og íröskum stjórnvöldum, hefur játað á sig sakir að því er saksóknari í München greindi frá. Maðurinn, Amin Lokman Mohamed, sem hefur búið í Þýska- landi síðan árið 2000, er sakaður um að hafa smyglað mönnum og vopnum fyrir Ansar al-Islam, hóp með tengsl við Al-Kaída-hryðju- verkanetið. Hann sætir ákærum fyrir aðild að hryðjuverkasamtök- um og smygl á fólki. ■ Íraki fyrir dómi í Þýskalandi: Játar smygl á skæruliðum SAKBORNINGURINN Amin Lokman Mohamed fyrir dómi í München í apríl. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN, AP Fyrrverandi leið- togi þingmeirihluta repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, Tom Delay, sem neyddist til að segja af sér vegna ákæru um spillingu, til- kynnti á laugardag að hann ætlaði sér ekki að berjast lengur fyrir því að endurheimta stöðuna. Í gær tilkynntu flokksbræður hans, Roy Blunt frá Missouri og John Boehner frá Ohio, því yfir að þeir hygðust gefa kost á sér til að taka við þingleiðtogahlutverkinu. Blunt tók tímabundið við af Delay þegar hann sagði af sér í síðustu viku. Búist er við að kjörið fari fram um mánaðamótin. -smk Þingleiðtogi repúblikana: Tveir vilja taka við af DeLay HÆTTUR Tom Delay og kona hans mæta á blaðamannafund í Sugarland í Texas. SAMGÖNGUR Tæplega 1.817 þúsund farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á síðasta ári og fjölg- aði þeim um ellefu prósent miðað við árið á undan. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rétt tæpum ellefu prósentum milli ára og farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölg- aði um þrettán prósent. Breska fyrirtækið BAA Plc., sem rekur stærstu flugvelli í Bretlandi og víðar, spáir því að farþegafjöldi fari í 3,2 milljónir árið 2015. Því verður flugstöðin stækkuð og er áætlað að kostnaður nemi hátt í fimm milljarða króna. - gag Farþegum fjölgar um Leifsstöð: Búist við enn fleiri farþegum GJALDÞROT Thomas C. Kenny, einn framkvæmdastjóra þýska verk- takafyrirtækisins Pro Works, sem lýst hefur tæplega tuttugu milljóna króna kröfu í þrotabú Slippstöðvarinnar á Akureyri, gerir fjölmargar athugasemdir við vinnubrögð Sigmundar Guð- mundssonar, skiptastjóra þrota- búsins. Kenny sendi skiptastjóra á mánudag formlegt erindi þar sem hann gagnrýnir hvernig stað- ið hafi verið að gjaldþrotaskipt- unum og mótmælir kröfulýsinga- skrá sem skiptastjóri sendi hluta kröfuhafa þann 3. janúar síðast- liðinn. Eitt af því sem Kenny telur gagnrýnivert er að skiptastjóri skyldi ekki rannsaka allar fjár- munatilfærslur til og frá Slipp- stöðinni á meðan félagið var í greiðslustöðvun. „... synjun yðar að grípa til lagalegra aðgerða, hvað þetta varðar, verður að telj- ast alvarlegt brot á skyldum yðar sem skiptastjóra,“ segir meðal annars í mótmælum Kennys. Sigmundur Guðmundsson skiptastjóri segist munu svara ásökunum Kennys en þó ekki fyrr en á skiptafundi sem haldinn verð- ur á Akureyri í dag. „Þar mun ég leggja mótmæli hans fram og um leið svara ásökunum í minn garð,“ segir Sigmundur. - kk Gjaldþrotaskipti Slippstöðvarinnar á Akureyri: Mótmælir vinnu- brögðum skiptastjóra THOMAS C. KENNY Framkvæmdastjóri Pro Works hefur gert fjölmargar athugasemdir við vinnubrögð skiptastjóra þrotabús Slippstöðvarinnar og hyggst skiptastjóri svara athuga- semdunum á skiptafundi á morgun. Beint flug til hinnar fögru miðaldaborgar Beint flug: Pétursborg í Rússlandi eða Tallinn í Eistlandi. Páskar í apríl 2006. Frá Akureyri og Keflavík. Hin stórkostlega Pétursborg í Rússlandi eða miðaldaborgin Tallinn í Eistlandi. Flogið beint til Tallinn og keyrt þaðan til Pétursborgar. Tallinn Tallinn hefur breyst í nútímaborg með alþjóðlegu yfirbragði á síðustu 10 árum. Þrátt fyrir það eru íbúarnir stoltastir af gamla bæjarhlutanum. Þar eru götur steini lagðar og við þær standa vel varðveittar stórkostlegar byggingar frá 11-15 öld. Þá setja markaðirnir mikinn svip á borgina. Tallinn hefur verið bætt við á heimsminjalista UNESCO sem ein best varðveitta miðaldarborg N-Evrópu. Í Tallinn er hægt að gera góð kaup. Þar er ódýrt að versla og matur á veitingahúsum er ódýr. Þá er, næturlífið fjörugt, barir, skemmtistaðir og kaffihús á hverju götuhorni Pétursborg Pétursborg er borg mikilfengleika og glæsileika, borg með glæsta fortíð, einskonar minnismerki um liðna tíð. Borgin hefur verið kölluð Feneyjar norðursins vegna margra síkja sem í henni eru. Rúmlega þrjá aldir eru liðnar síðan Pétur mikli byrjaði á því að reisa þessa stórkostlegu borg. Borgin hefur einhverjar fallegustu byggingar Evrópu. Fyrir áhugafólk um sögu og menningu er Pétursborg gullnáma. Frá Keflavík: Pétursborg Tallinn 8-15. apríl uppselt uppselt 15-20. apríl 59.050 kr. 57.500 kr. Pétursborg eða Tallinn Páskar í apríl - 5 nætur, einungis 59500 kr. til Pétursborgar og 57500 kr. til Tallinn Beint flug: Frá Akureyri: Pétursborg Tallinn 12-16. apríl 57.700 kr. 55.500 kr. 13-17. apríl uppselt uppselt Innifalið: Flug, skattar, hótel, rúta og íslenskur fararstjóri Öll hótel eru 4 stjörnur og morgunmatur innifalinn VEISTU SVARIÐ 1 Hverju mótmælti hópur róttækra ungmenna í fyrradag? 2 Hvað heitir leiðtogi talíbana í Afganistan? 3 Hvað heitir nýr forseti skákfélagsins Hróksins? SVÖRIN ERU Á BLS. 34 Rútuslys banar 25Tveir langferða- bílar lentu í árekstri á þjóðveginum milli Marrakesh og Agadir í Marokkó í gær. 25 manns létu lífið í slysinu og 62 slösuðust, að því er yfirvöld greindu frá. Banaslys eru tíð í umferðinni í Marokkó. MAROKKÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.