Fréttablaðið - 11.01.2006, Side 10
10 11. janúar 2006 MIÐVIKUDAGUR
UMFERÐARMÁL Ekkert dauðaslys
hefur orðið á Reykjanesbraut
síðan tvöföldun á stórum kafla
brautarinnar lauk en áætlað er að
framkvæmdum við brautina ljúki
á næstu árum.
Reykjanesbrautin var lengi vel
sá staður á landinu þar sem bana-
slys voru tíðust en mikil breyting
hefur orðið á tíðninni síðan tvö-
földun brautarinnar kom til.
Sigurður Helgason, forstöð-
u maður Umferðarstofu , segir það
vera mikið ánægjuefni að slys-
um hafi fækkað en hann þakk-
ar árangurinn ekki síst því að
ákveðið var hækka ekki hámarks-
hraðann á brautinni þrátt fyrir
tvöföldun hennar. „Það er alveg
ljóst að það var rétt ákvörðun að
hækka ekki hámarkshraðann.
Þannig náðust öll þau öryggis-
markmið sem nauðsynlegt er að
hafa á jafn fjölförnum vegi og
Reykjanesbrautin er.“
Mikill hraði hefur ávallt ein-
kennt umferðina á Reykjanes-
brautinni en að sögn Ágústar
Mogensen, starfsmanns rann-
sóknarnefndar umferðarslysa,
virðist sem tvöföldun brautarinn-
ar hafi haft góð áhrif á háttalag
ökumanna og umferðin sé nú síst
hraðari en hún var fyrir tvöföld-
unina.
„Þegar ég hóf störf hjá rann-
sóknarnefndinni árið 2000 fór
ég margoft á Reykjanesbrautina
og oftar en ekki var um harða
árekstra að ræða. Svo hélt ég
áfram að fara á Reykjanesbraut-
ina reglulega næstu ár á eftir,
þangað til tvöfölduninni á stór-
um kafla lauk. Það er mikilvægt
að hafa stórar og fjölfarnar götur
við höfuðborgarsvæðið tvöfaldar.
Sérstaklega þarf að tryggja betra
öryggi á Suðarlandsvegi og Vest-
urlandsvegi, auk Reykjanesbraut-
ar, því það er nær undantekning-
arlaust um alvarleg slys að ræða
á þessum slóðum þar sem bílar
skella saman úr gagnstæðri átt.
En annars eru þessi mál í réttum
farvegi og ég sé fram á að öryggið
á þessum fjölförnu vegum muni
aukast verulega á næstu árum.“
magnush@frettabladidi.is
Stórslysalaust
eftir tvöföldun
Tvölföldun Reykjanesbrautar virðist þegar vera farin
að borga sig en ekkert dauðaslys hefur orðið eftir að
stór kafli brautarinnar var tvöfaldaður.
HINDÚAHÁTÍÐ Helgur maður hindúa leikur
á hljóðfæri í tjaldbúðum við ósa Ganges
á Indlandi, en hindúískir pílagrímar munu
fjölmenna við ósana á laugardag til að
baða sig í ánni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005
2 2
4
6
2 2 2 2
4
5
2 2
0 0
TÍÐNI UMFERÐARSLYSA OG LÁTINNA Á REYKJANESBRAUT
Slys og tala látinna
á Reykjanesbraut
SL
YS
LÁ
TN
IR
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja -
víkur féllst ekki á kröfu Reyk ja -
víkurborgar um að vísað yrði frá
dómi máli sem snertir eignarhald
á verkum listamannsins
Jóhannesar Sveinssonar Kjarval.
Úrskurður féll í gær, en málið
höfðuðu Guð rún Kjarval,
eftirlifandi eigin kona málarans,
og Metta Stiil, dóttur dóttir fyrri
eiginkonu hans.
Kristinn Bjarnason, lögmaður
Guðrúnar og Mette, segir dóm inn
ekki hafa fallist á þau rök borg-
arinnar að stefna máls ins væri
of ítarleg og frá vísun ar kröf unni
hafi því verið hafnað. „Dóm ar inn
telur að þetta sé nægjanlega
skil merkilega sett fram til að
hægt sé að fjalla um málið,“ segir
hann.
Borg inni er í stefnu gefið að
sök að hafa sölsað undir sig yfir
fimm þúsund verk málarans, auk
bóka úr dánarbúi hans, síðla árs
1968. Ekkja Kjarvals og dóttur-
dóttir vilja fá munina afhenta og
gera kröfu um 200 þúsund króna
dag sektir, verði það ekki gert 15
dög um eftir dómsuppkvaðningu.
Næst verður málið tekið fyrir
í febrúarbyrjun og segir Kristinn
útlit fyrir að aðalmeðferð
gæti farið fram í fyrri hluta
marsmánaðar.
- óká
KRISTINN BJARNASON Kristinn er lög mað ur
Guðrúnar Kjarval og Mette Stiil í mál-
a rek st ri þeirra gegn borginni.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Kröfu Reykjavíkurborgar um frávísun á máli erfingja Jóhannesar Kjarval hafnað:
Erfingjar Kjarvals höfðu betur
SUÐUR-KÓREA, AP Leiðtogi Norður-
Kóreu, Kim Jong Il, er nú staddur
í Kína í einni af afar sjaldgæfum
ferðum sínum út fyrir landsteina
heimalands síns, samkvæmt upp-
lýsingum frá talsmanni suður-
kóreska hersins. Talsmaðurinn
sagðist hafa fengið staðfest frá
Kína að Kim hefði komið þangað
í gær.
„Við vitum að hann fór þang-
að með lest,“ sagði hann og bætti
við að ástæður heimsóknar Kims
væru ekki kunnar.
Kínversk yfirvöld vildu ekki
staðfesta neitt um heimsóknina,
en viðurkenndu þó að til stæði að
Kim heimsækti Kína. - smk
Leiðtogi Norður-Kóreu í Kína:
Fór með lest til Kína
SENDIRÁÐ NORÐUR-KÓREU Kínverskur her-
maður stendur vörð við norðurkóreanska
sendiráðið í Bejing í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÓMSMÁL Umboðsmaður Alþingis
gerir dóms- og kirkjumálaráðu-
neytinu að taka til endurskoðunar
beiðni föður sem óskaði eftir gjaf-
sókn til málaferla við barnsmóður
sín, vilji hann það.
Ráðuneytið vísaði beiðni manns-
ins frá á þeim forsendum að maður-
inn hefði áður farið í mál við móður-
ina vegna dóttur þeirra. Ekki yrði
séð að aðstæður þeirra hefðu breyst
þannig að niðurstaða sem fengist
fyrir dómi yrði önnur. Umboðsmað-
ur benti á að fyrra dómsmálið hefði
til að mynda aðeins varðað forsjá
dóttur þeirra en ekki sonar. Þá
hefði móðirin ekki leyft föðurnum
að hitta börnin. - gag
Umboðsmaður Alþingis:
Tekur undir
kvörtun föður
F l o k k u r Innlausnartímabil
Innlausnarverð*
á kr. 10.000,-
1989 2. fl. A 10 ár 15.1.2006 til 14.1.2007 41.167kr.
Auglýsing um innlausnarverð
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.*
Reykjavík, 10. janúar 2006
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Lánasýslu ríkisins að Borgartúni 21, 2. hæð,
hjá Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1 og í bönkum og sparisjóðum um land allt.