Fréttablaðið - 11.01.2006, Síða 12

Fréttablaðið - 11.01.2006, Síða 12
 11. janúar 2006 MIÐVIKUDAGUR12 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Eins og hvert annað kvef „Ég var að tala við ættingja mína í Istanbúl í gær og þeir voru alveg rólegir yfir þessu.“ TYRKINN HAKAN GULTEKIN, EIGANDI KEBABHÚSSINS Í REYKJAVÍK, UM FRÉTTAFLUTNING AF FUGLAFLENSUTILFELLUM Í TYRKLANDI. FRÉTTABLAÐIÐ. Þrúgur þagnarinnar „Ég varð kjaftstopp í hálftíma og þegi nú ekki oft.“ BALTASAR KORMÁKUR KVIKMYNDALEIKSTJÓRI UM SNJÓÞRÚGURNAR SÍNAR SEM VORU FRAMLEIDDAR Í BÆ SEM VAR SÖGUSVIÐ KVIKMYNDAR HANS. MORGUNBLAÐIÐ. Jafnvel í afskekktustu sveit- um finnast miklir heims- borgarar. Það var blaða- manni ljóst þegar hann tók hús á Sigurjóni Samúels- syni bónda og plötusafnara. Hann er þó kannski ekki svo víðförull heimsborgari heldur hefur hann flutt heimsmenninguna að bæ sínum að Hrafnabjörgum við Ísafjarðardjúp. „Ég man nú ekki hvaða geisladisk ég keypti síðast, ætli það hafi ekki verið Írafár enda á Birgitta Haukdal ættir að rekja hingað við Djúp,“ segir Sigurjón. Tónlistin sem hljómar undir ræðu hans er þó ólík þeirri sem Írafár fæst við en undir nálinni er 78 snúninga plata með Vilhelm Herold sem gefin var út árið 1907. Plötusafn Sigurjóns er mikið um sig en hann á um sjö þúsund plötur og nokkur hundruð geisladiska. „Fyrstu plötuna sem ég eignað- ist gaf föðursystir mín mér. Það var plata með Gunnari Óskars- syni ásamt kirkjukór sem tekin var upp í útvarpinu árið 1942,“ segir Sigurjón meðan hann setur norska grammófónplötu á fón- inn. „Mér þótti þetta náttúrlega afskaplega fallegur gripur,“ bætir hann við og ekki þarf að spyrja að því að safnarinn hefur hald- ið þessari plötu til haga. „Þetta er norski harmonikkuleikarinn Toralf Tollefsen,“ segir Sigurjón þegar harmonikkutónarnir byrja að hljóma. „Af plötuumslaginu að dæma mætti halda að hann væri að spila fyrir Bjarna í Vigur,“ segir hann og hlær við en á plötu- umslaginu má sjá Toralf með fjöllin Hest og Folafót í baksýn líkt og þau blasa við af túnfæti Bjarna í Vigur. Það er ekki gassagangin- um fyrir að fara þegar bóndinn höndlar plötur sínar enda eru þær í góðu ástandi og plötur frá þriðja og fjórða áratugnum sýndust blaðamanni sem glænýjar. „Veistu hvað þetta er?“ spyr Sigurjón blaðamann svo meðan hann tekur svartan hólk úr hring- laga hylki. Blaðamaður stendur á gati svo Sigurjón fræðir hann um það að þetta sé svokallaður Edis- ons-hólkur frá því seint á þar- síðustu öld en á honum er aðeins eitt lag. Þessi hólkur var leikinn á sérstökum Edisons-grammófóni. Eftir að hafa svo hlýtt á Sigurð Skagfield rekur blaðamaður augun í plötu með Jet Black Joe. Aðspurður um þann grip segir Sigurjón: „Ég keypti þetta fyrir forvitnissakir. Þetta er alveg ágætt, ég hef hlustað á þetta einu sinni eða tvisvar.“ En hvaða söngvara skyldi nú bóndanum þykja vænst um af þeim fjölmörgu sem ljá plötum hans sál? „Mér þykir afskaplega gaman af Sigurði Skagfield en ég var svo heppinn að hitta á hann. Þá var hann reyndar orðinn þjak- aður af lífsins raunum. Hann söng einu sinni inn á plötu í Bretlandi sem síðan átti að flytja hingað til lands en svo reyndist ekki til pen- ingur til að leysa plötufarminn úr tolli. Þá var hún seld á mörkuðum í Bretlandi og ég veit aðeins um eina sem rataði hingað til lands.“ Blaðamaður lætur lesendum eftir að giska í hvaða plötusafni hana er að finna. Heimsmenning við Djúp SIGURJÓN SAMÚELSSON VIÐ PLÖTUSAFNIÐ Sigurjón stendur hér við hluta plötusafnsins en fyrir aftan hann er grammófónn af gerðinni His Masters Voice frá árinu 1914 en sá er enn í góðu lagi. „Það er ótalmargt af mér að frétta og mest af því mjög skemmtilegt,“ sagði Hrafn Jökulsson, einn af driffjöðrum skákhreyf- ingarinnar á Íslandi, en hann hætti nýlega sem forseti skákfélagsins Hróksins. Systursonur Hrafns, Kristjón Kormákur Guðjónsson, tók við forsetaembættinu en Hrafn er ekki í nokkrum vafa um að kraftur verði í íslensku skáklífi á næstu árum. „Ég mun auðvitað áfram starfa með félögum mínum í Hróknum. Ég er þessa dagana að leggja lokahönd á skipulagn- inu framtíðar félagsins og þar með skákífsins á Íslandi. Þar fyrir utan er ég að lesa bækur og að undirbúa mig fyrir bókarskrif.“ Hrafn hyggst skrifa skáksögu Íslands en hann telur hana einnig vera sögu íslenska tíðarandans. „Íslensk skáksaga hefst við upphaf byggðar í landinu þannig að hún er einnig saga íslensks mannlífs. Þetta er áhugavert verkefni sem ég hlakka til að takast á við. Það er af mörgu að taka en ég mun fyrst um sinn viða að mér ýmsum heimildum um skákina hér á landi. Við Íslendingar tókum skáld- skapinn og skáklistina með okkur frá Noregi á sínum tíma. Ég mun reyna að sameina þetta tvennt í bókinni.“ Hrafn hefur um langt skeið starfað ötullega að eflingu ská- klistarinnar á Íslandi. Undir forystu Hrafns fóru svo félagar úr Hróknum til Grænlands og tefldu með heimamönnum. „Ég er nú að undirbúa ásamt félögum mínum í Kalak, vinafélagi Íslands og Grænlands, Barnaheillum á Íslandi og Rauða krossin- um, áframhald skákstarfsins á Grænlandi en ferð okkar í desember til Austur-Grænlands var tvímælalaust hátindurinn á starfi okkar þar og ég hlakka til þess að skipuleggja framhaldið með félögum mínum í Hróknum.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HRAFN JÖKULSSON FYRRVERANDI FORSETI HRÓKSINS Hyggst skrifa skáksögu Íslands ÍSSKÚLPTÚR Í LJÓSABAÐI Hin árlega snjó- og íshátíð í borginni Shenyang í norðurhluta Kína stendur nú sem hæst. Listamenn hafa skapað margskonar verk í ís og geta borgarbúar og gestir barið dýrðina augum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.