Fréttablaðið - 11.01.2006, Page 16
11. janúar 2006 MIÐVIKUDAGUR16
fréttir og fróðleikur
> Opinber mál Hæstaréttar 2004
Heimild: Hagstofa Íslands
Svona erum við
Flest börn sem til Íslands eru ættleidd koma frá Indlandi, Kína, Kólumbíu
og Taílandi. Félag sem heitir Íslensk ættleiðing hjálpar fólki að sækja
um ættleiðingu en félagið er þó hvorki umsagnar- né úrskurðaraðili í
ættleiðingarmálum heldur fara allar umsóknir til dóms- og kirkjumálaráðun
eytisins.
Hvaða kröfur þurfa umsækjendur að
uppfylla?
Kröfurnar eru margþættar en fjögur
atriði þó helst. Meginreglan er sú að
umsækjendur verða að vera að minnsta
kosti 25 ára gamlir og ekki mikið eldri en 45
ára. Þeir þurfa að vera andlega og líkamlega
hraustir, ágætlega stæðir og sambúð þarf
að hafa varað í þrjú ár hið minnsta, þar
af hjúskaparsamband í eitt ár. Einhleypir
geta fengið forsamþykki til ættleiðingar ef
sérstaklega stendur á og ættleiðing er talin
vera barninu til hagsbóta.
Hvað er haft að leiðarljósi í mati á umsóknum?
Hagsmunir barnsins sem sótt er um að ættleiða eru alltaf hafðir að leiðarljósi
þegar umsóknir eru metnar. Aðeins þannig er hægt að komast að viðunandi
niðurstöðu fyrir barnið.
Hvernig er reynslan af ættleiðingu hérlendis?
Rannsóknir sem gerðar hafa verið á högum
ættleiddra barna á Norðurlöndunum sýna að
þau aðlagast í flestum tilfellum umhverfi sínu
afar vel. Markmið ættleiðingar er að finna barni
kærleiksríkt heimili þar sem barnið fær að
þroskast og vaxa úr grasi við bestu aðstæður.
Hver er kostnaðurinn?
Umsækjendur þurfa að greiða uppihald
barnsins, lögfræði- og dómskostnað og
ferðakostnað en oftast fara þó kjörforeldrar
sjálfir að sækja barnið sem ættleitt er.
FBL-GREINING: ÆTTLEIÐINGAR
Ættleiðing getur verið góð lausn
Litlu mátti muna
að stórslys yrði í
háloftunum yfir
Noregi í vik-
unni þegar tvær
flugvélar voru 40
sekúndum frá
því að fljúga hvor
á aðra. Hjördís
Guðmundsdóttir
er upplýsinga- og
kynningarfulltrúi
Flugmálastjórnar
Íslands.
Er algengt að
flugvélar fljúgi
of nálægt hvor annarri? Nei, það er
ekki algengt ef tekið er tillit til þess
hve flugumferð í heiminum er mikil.
Flugumferðarstjórn á jörðu niðri er
mjög nákvæm en ef hún bregst er
árekstrarvari í flestum vélum sem fer
sjálfkrafa í gang.
Hafa álíka atvik gerst yfir Íslandi?
Slík atvik hafa ekki gerst yfir Íslandi en
á flugstjórnarsvæði Íslands hefur þetta
gerst. Miðað við stærð og umferð á
svæðinu sem Íslendingar stjórna má
segja að flugumferðarstjórn hérlendis
sé einstaklega góð og örugg. Það eru
ýmsir þættir sem varna því að þetta
gerist. En áður en að slysi kemur eru í
flestum atvikum, fjölmörg atriði, sem
þurfa að hafa farið úrskeiðis.
SPURT & SVARAÐ
ÁREKSTUR FLUGVÉLA
Litlar líkur á
árekstri
HJÖRDÍS GUÐ-
MUNDSDÓTTIR
Upplýsinga- og
kynningarfulltrúi
Flugmálastjórnar
Íslands.
Sigurður Tómas Magnússon, sett-
ur saksóknari í Baugsmálinu,
segir að niðurstaða Hæstaréttar í
fyrradag skýri tiltekin vandamál
varðandi ákæruliðina 32 sem hann
hefur til athugunar og vísað var
frá dómi. „Ef dómsmálaráðherra
hefði ekki verið talinn hæfur til
þess að setja mig í embætti sak-
sóknara, þá hefði það einnig tekið
til ákæruliðanna 32, sem vísað var
frá dómi. Grundvöllur málsins alls
er mun skýrari að þessu leyti,“
Undir þetta tekur Gestur
Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar. „Það getur
ekki komið til á síðari stigum
þessa máls að málsmeðferðin
verði ómerkt af einhverri þeirri
ástæðu sem tengist valdbærni
Sigurðar Tómasar Magnússonar.
Nú er hægt að halda áfram með
þetta mál efnislega og við vonum
að það verði tekið fyrir á næstu
vikum,“ segir Gestur.
Rétturinn til að verjast
En þótt dómur Hæstaréttar hafi
tekið af vafann um hæfi dóms-
málaráðherra og setningu sérstaks
saksóknara ríkir enn ágreiningur
um aðgang að gögnum málsins og
hafa verjendur krafist úrskurðar
þar um í Héraðsdómi Reykjavík-
ur. Sá úrskurður hefur ekki enn
gengið.
Síðla sumars óskuðu
verjendur sakborninga eftir
aðgangi að tölvusamskiptum
sem ríkislögreglustjóri hafði
undir höndum og teljast gögn
málsins. Vísa verjendur til laga
um meðferð opinberra mála sem
heimila sakborningum aðgang að
gögnum sem vísa til sektar eða
sakleysis. Í raun snýst málið um
réttinn til þess að verjast.
Þótt ríkislögreglustjóri hafi
heimilað aðgang með bréfi snemma
í september hafa sakborningar og
verjendur þeirra aðeins fengið
gögnin að hluta í hendur.
Vitnið og lögmaður þess
Sigurður Tómas Magnússon segir
um þetta að lögreglan sé búin að
afmarka hvað séu rannsóknargögn
með framlagningu allra
rannsóknargagna í dóm.
„Lögreglan er búin að setja inn í
málið öll þau gögn sem einhverju
máli skipta varðandi sekt eða
sakaleysi þeirra sem sæta ákæru
í málinu. Þeir eru líka búnir að fá
aðgang að þeim tölvudiskum og
þeim skrám sem voru afrituð við
húsleit og með öðrum hætti. Það
er hins vegar árgreiningur um það
hvort afhenda beri gögn eins vitnis
í einu lagi. Til dæmis gögn um
samskipti vitnisins og lögmanns
þess. Það ríkir trúnaður þar á milli
og alls ekki eðlilegt að verjendur
fái aðgang að öllum gögnum vitna
sem þeir leggja fram á tölvudiski.
Það á kannski eftir að fínpússa
hvað verjendur eiga að fá í hendur
og hvað ekki. Ég held að það beri
í raun ekki mikið í milli,“ segir
Sigurður Tómas.
„Við viðurkennum þennan rétt
en við verðum að fá að koma að
þessu mati sem verjendur,“ segir
Gestur Jónsson. „Við verðum að
sjá og fá að taka afstöðu og getum
ekki fallist á að gögn séu valin
ofan í okkur.“ Gestur bendir á að
þrátt fyrir endurtekin vilyrði um
að fá aðgang að gögnunum haldi
ákæruvaldið enn fyrir sig gögnum
úr tölvu Jóns Geralds Sullenberger.
Í þeim gögnum er að finna
samskipti hans við Jón Steinar
Gunnlaugsson, lögmann sinn, en
frá þeim tveimur kom kæran sem
leiddi til lögreglurannsóknar og
húsleitar í höfuðstöðvum Baugs
28. ágúst 2002.
Gildi gagna metið
Héraðsdómur Reykjavíkur tók í
gær fyrir beiðni Sigurðar Tómasar
saksóknara um dómkvaðningu
matsmanna sem ætlað er að bera
saman og leggja mat á hvort
afritun rafrænna gagna og skráðra
málsgagna sé rétt og trúverðug.
Verjendur sakborninga telja
eðlilegt að þeir fái fyrst aðgang að
öllum gögnum málsins.
„Ég hef talið eðlilegt að við
byrjum á því að fá öll gögnin og
síðan fari menn að fjalla um mat á
trúverðugleika gagna. Það má vel
vera að skynsamlegra sé að gera
þetta með öðrum hætti,“ segir
Gestur Jónsson.
„Mér heyrist að ekki sé nú
djúpstæður ágreiningur um þetta
þó að það séu ef til vill einhver
álitamál sem dómarinn mun
úrskurða um. Ég hef trú á því að
þessi dómkvaðning nái fram að
ganga. En úr því verður skorið
eftir þinghald á morgun,“ segir
Sigurður Tómas Magnússon.
Flækjum fækkar
Hægt og bítandi greiðist úr
álitamálum sem tafið hafa sjálfa
efnismeðferð Baugsmálsins.
„Dómur Hæstaréttar er forsenda
þess að ég geti haldið vinnu minni
áfram,“ segir Sigurður Tómas
Magnússon saksóknari og á þar
jafnt við athugun á ákæruliðunum
32 sem vísað var frá dómi og hina
átta sem fara fyrir dóm á næstu
vikum.
Enginn aðgangur enn að
tölvugögnum Sullenbergers
Saksóknari og verjendur í Baugsmálinu fagna að sjá fyrir endann á ágreiningsmálum sem tafið hafa efnis -
lega meðferð málsins. Verjendur hafa ekki enn fengið aðgang að gögnum úr tölvu Jóns Geralds Sullenberger.
Þar er meðal annars að finna samskipti hans og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns Jóns Geralds.
Námskeið hefjast 19. september
5. -16. september
Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna
Taltímar - einkatímar
Námskeið fyrir börn
Kennum í fyrirtækjum
alliance@simnet.is
2. - 13. janúar
Námskeið hefjast 16. janúar
Kennum í fyrirtækjum
FRÉTTASKÝRING
JÓHANN HAUKSSON
johannh@frettabladid.is
ÁKÆRURNAR
ÁTTA
Tollsvik og rangfærsla skjala 1998 og
1999:
Jóni Ásgeiri Jóhannessyni er gefið að sök
í tveimur ákæruliðum að hafa flutt inn
í nafni Bónus sf. bifreiðina PX 256 frá
Bandaríkjunum og síðar OD 090, gefið
rangar upplýsingar á aðflutningsskýrslu
og gefið út tilhæfulausan vörureikning.
Tilgreint verð bifreiða ranglega um sam-
tals 13 þúsund dollurum lægra en rétt
var og komið sér undan um samtals um
1,1 milljón króna króna vörugjaldi og
virðisaukaskatti.
Tollsvik og rangfærsla skjala árið 2000:
Jóhannesi Jónssyni er gefið að sök í
einum ákærulið að hafa flutt inn bifreið-
ina KY 293, gefið rangar upplýsingar í
aðflutningsskýrslu og tilhæfulausan vöru-
reikning. Tilgreint verð bifreiðar um átta
þúsund dollurum lægra en rétt var og
komið sér undan liðlega hálfrar milljónar
króna vörugjaldi og virðisaukaskatti.
Tollsvik og rangfærsla skjala árið 2000:
Kristínu Jóhannesdóttur er gefið að
sök í einum ákærulið að hafa flutt
inn bifreiðina KY 835, gefið rangar
upplýsingar í aðflutningsskýrslu og
gefið út tilhæfulausan vörureikning.
Tilgreint verð bifreiðar ranglega átta til
níu þúsund dollurum lægra en rétt var
og komið sér undan nærri 700 þúsund
króna vörugjaldi og virðisaukaskatti.
Viðskiptafélagi og útgefandi reikninga, Jón
Gerald Sullenberger, er ekki ákærður.
Brot gegn hegningarlögum og lögum
um ársreikninga 1998, 1999, 2000 og
2001:
Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva
Jónssyni er gefið að sök í fjórum ákæru-
liðum að hafa sett fram rangar og villandi
upplýsingar í efnahagsreikningi og bók-
fært ranglega fjárhæð lána til hluthafa
og stjórnenda Baugs. Ársreikningar und-
irritaðir með villandi upplýsingum og án
skýringa af Stefáni Hilmari Hilmarssyni
endurskoðanda og Önnu Þórðardóttur
endurskoðanda, sem einnig eru ákærð.
Í HÉRAÐSDÓMI REYKJAVÍKUR Í GÆR Verjendum í Baugsmálinu þykir treglega ganga að
fá aðgang að tölvugögnum Jóns Geralds Sullenberger. Þar er meðal annars að finna
tölvusamskipti hans við lögmann sinn, Jón Steinar Gunnlaugsson.
SIGURÐUR TÓMAS
MAGNÚSSON SETT-
UR SAKSÓKNARI
Segir ágreining um
hvort afhenda beri
gögn eins vitnis í
einu lagi.
Héraðsdómi
breytt, 25 mál
Héraðsdómur
óraskaður, 119 mál